Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRiNGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. mars 1984 35. tölublað HEFST HASKOLAKENNSLA Á AKUREYRI I HAUST? Nefnd sú sem Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráð- herra skipaði á sínum tíma til að gera tillögur um nám á háskólastigi á Akureyri, hefur nú lokið störfum og verða menntamálaráðherra, Ragn- hUdi Helgadóttur afhentar til- Iögur hennar í næsta mánuði. Eftir því sem Dagur kemst næst þá er í tillögunum lagt til að kennsla á háskólastigi hefj- ist í einhverri mynd á Akureyri í haust og í því sambandi hefur m.a. verið rætt um kennslu í tölvufræðum. Hugmyndir um kennslu á háskólastigi á Akureyri eru ekki nýjar af nálinni því árið 1964 flutti Ingvar Gíslason ásamt öðrum þingmönnum Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra þingsályktunartil- lögu um þetta mál á Alþingi. Þingsályktunartillagan var endurflutt árið 1971 og ári seinna var hún loks samþykkt á Alþingi. í þingsályktunartillögunni lýsir Alþingi yfir þeim vilja að stefnt skuli að eðlilegri dreifingu skóla og hvers kyns mennta- og menn- ingarstofnana um landið og að Akureyri verði efld sem skólabær og miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarsvæðisins. í maí 1982 var síðan skipuð nefnd til þess að gera tillögur um hvernig framkvæma mætti þe.tta markmið og var nefndin skipuð þeim Birgi Thorlacius, ráðuneyt- isstjóra sem var formaður nefnd- arinnar, dr. Guðmundi Magnús- syni, háskólarektor og Tryggva Gíslasyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Þessi nefnd hefur nú lokið störfum og skilað samdóma til- lögum og greinargerð sem afhent verður ráðherra í næsta mánuði. Tillögur nefndarinnar eru í fjór- um köflum og fjalla þeir í fyrsta lagi um kennslu á háskólastigi á Akureyri í umboði Háskóla íslands. í öðru lagi um aðra kennslu á háskólastigi s.s. í tón- list og iðnhönnun. í þriðja lagi er kveðið á um rannsóknarstarf í tengslum við kennslustarfið á Akureyri og í sambandi við at- vinnuvegi á svæðinu og í fjórða lagi er kveðið á um annað menn- ingarstarf s.s. leiklist og tónlist. -ESE. Ágatna-móta- flakki með strætó - bls. 6-7 Byggja Eyfirskir flugstöð í Keflavík? -bls.3 Hús- næðis- sam- vinnu- félög -bls.2 Listadagar í MA hófust á mánudaginn, þegar þessi „mannlegi" skúlptúr reis úr sæti sínu og fór að tala - sagði Lista- daga setta. Sjá nánar frétt bls. 3. Mynd: KGA. Framleiðir Hagi fyrir IKEA? „Við frestuðum því að selja vélarnar og erum nú að reikna út og kanna hvort til greina kemur að framleiða fyrir IKEA á Ameríkumarkað. Rætt hefur verið um fram- leiðslu á 15 þúsund skápaeining- um, sem gæti hugsanlega orðið nieira og jafnvel leitt til fram- Ieiðslu á öðrum vörutegundum fyrir þá," sagði Haukur Árna- son, framkvæmdastjóri Haga í viðtali við Dag. Nýlega voru fulltrúar frá sænsku IKEA-húsgagnaverk- smiðjunum hér á landi til að kanna möguleikana á framleiðslu hérlendis og var m.a. rætt við Haga-menn um þetta mál. Fleiri fyrirtæki fyrir sunnan koma til álita í þessum efnum. „Það má búast við að þetta skýrist eftir 3-4 vikur, en við erum nú að reikna út það verð sem við getum boðið vegna þess- arar framleiðslu. Það hefur mjög mikið að segja hvernig skipafé- lögin taka á þessu, en 15 þúsund eldhússkápaeiningar vega 350- 400 tonn," sagði Haukur Árna- son. - HS. Dökkt ástandið í atvinnumálunum ". - á Norðurlandi segir í skýrslu Fjórðungssambandsins „Hvorugt kjördæmanna á Norðurlandi náði hlutfallslegri meðalfólksfjölgun í landinu á síðustu þremur árum. Ástand- ið versnaði með hverju árinu sem leið og bráðabirgðatölur fyrir árið 1983 gefa til kynna að Norðurland vestra hafa vantað 183 íbúa í landsmeðaltalið á því ári og á Norðuriandi eystra 198 íbúa. Norðurland vantaði í heild 840 íbúa í landsmeðaltal íbúafjölgunar á þremur síðustu árum," segir m.a. í niður- stöðum skýrslu Fjórðungs- sambands Norðlendinga um atvinnumál. „Tekjur eru hlutfallslega lágar á Norðurlandi. Á árinu 1982 voru meðallaun á ársverk 15,1% undir landsmeðaltali á Norðurlandi vestra og 4,7% á Norðurlandi eystra. í heild voru meðallaun á ís- landi árið 1982 lægst á Norður- landi vestra, 146 þúsund kr. eða 40 þúsund krónum lægri en á Reykjanesi þar sem þau voru hæst. Heildarlaunagreiðslur atvinnu- greina voru árið 1982 71,6 millj- ónum undir landsmeðaltali á Norðurlandi vestra og 74,7 millj- ónum á Norðurlandi eystra. í heild voru þetta því 146,3 millj- ónir á þessu eina ári," segir einn- ig í skýrslunni. Pá voru útsvarstekjur sveitar- félaga á Norðurlandi undir lands- meðaltali á þremur síðustu árum, eða frá 16,1%-18,5% á Norður- landi vestra og frá 6,3% upp í 10,1% á Norðurlandi eystra. í niðurstöðum segir að ástand atvinnumála sé dökkt á Norður- landi um þessar mundir og af- leiðingarnar láti ekki á sér standa, því fólksfjölgun sé undir meðaltali vegna búferlaflutninga á suðvesturhornið. Verði fram- hald á þeirri þróun verði mjög erfitt að snúa blaðinu við til sókn- ar á ný. - HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.