Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 3
21. mars 1984-DAGUR-3 Eyfirskir verktakar gera tilboð í flugstöð - á Keflavíkurflugvelli Fimm af sex aðilum í Eyfirsk- tilboðsgerð hefði verið ákveðið um verktökum hafa ákveðið að fá Verkfræðistofu Norður- að gera tilboð í flugstöðvar- bygginguna á Keflavíkurflug- velli, en gert er ráð fyrir að um tveggja ára verkefni sé að ræða við að gera hana fokhelda. Hörður Tuliníus, stjórnar- formaður í Eyfirskum verk- tökum, sagði í viðtali við Dag að stjórnin hefði komið saman og ákveðið að gera tilboð í þetta verk, fyrst og fremst vegna verk- efnaskorts á Norðurlandi. Þeir sem að þessu standa eru Híbýli, Aðalgeir og Viðar, Norðurverk, Möl og sandur, og Slippstöðin, en auk þessara fyrirtækja er Barð aðili að Eyfirskum verktökum. Hörður sagði að þar sem hér væri um að ræða mjög viðamikla lands til að annast hana á fyrstu stigum, en síðan kæmi það sem frá henni kæmi til athugunar hjá tilboðsgjöfunum sjálfum. Til- boðum í flugstöðina fokhelda á að skila fyrir 17. apríl. Hörður sagði að tilboðsgerð af þessari stærðargráðu væri dýr og væri reiknað með að það kostaði 100-150 þúsund krónur í út- lögðum peningum að gera þetta tilboð, auk ómældrar vinnu þeirra sem að því standa. Ætlað er að 4-5 aðilar muni gera tilboð í þetta verk. Að sögn Harðar Tuliníus verður ekki um nein undirboð að ræða af hálfu Ey- firskra verktaka. Þeir hefðu eng- an áhuga á slíku. - HS. Hafnarbúðin tekin til (jjald- þrotaskipta Hlutafélagið Hafnarbúðin á Akureyri hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá bæjarfó- getaembættinu á Akureyri, samkvæmt ósk stjórnarfor- manns félagsins, Yngva Lofts- sonar. Gj aldþrotaskiptar skurðurinn var kveðinn upp 16. mars, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Eiríkssonar, fulltrúa hjá bæjar- fógetaembættinu. Hann upplýsti jafnframt að skiptafundur yrði 4. júní, en fyrir þann tíma verða all- ir kröfuhafar að hafa gefið sig fram, þ.e. svokallaður innköllun- arfrestur er fram að 4. júní. Nokkrir stórir kröfuhafar hafa þegar gefið sig fram, en það ligg- ur ekki fyrir fyrr en á skiptafundi hversu stórt þetta gjaldþrotamál er. Samkvæmt upplýsingum Dags er vörulager Hafnarbúðarinnar metinn á 3-400 þúsund kr., en kröfurnar frá stærstu kröfuhöfum eru upp á hátt í fjórar milljónir króna. Á móti kemur, að versl- unin á verulegar upphæðir úti- standandi hjá viðskiptavinum sínum. Listadagar MA Nú um þessar mundir er margt um að vera í Menntaskólanum á Akureyri, annað en venju- Iega. Þar standa Listadagar ’84 sem hæst og á þeim dögum eru listir og menning í hávegum höfð í MA. Leiklist, myndlist, tónlist, kvikmyndalist, bók- menntir, allt skipar sinn sess hjá menntskælingum. Á mánudagskvöldið var sýnd- ur einþáttungurinn „Tilbrigði við önd“, það var Alþýðuleikhúsið sem kom í heimsókn. Og í gær var plötukynning. Á föstudaginn kemur verður kvikmyndin „The Wall“ sýnd í Borgarbíói á vegum Menntaskólans og um kvöldið spilar hljómsveitin Grafík á tón- leikum í Möðruvallakjallara. Á laugardag lýkur svo myndlista- sýningu sem nú stendur yfir í téð- um kjallara, og á mánudag verð- ur opnuð þar ljósmyndasýning. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur kemur í heimsókn til menntskælinga á þriðjudags- kvöld og kynnir eigin verk. Jazz- sveifla fer af stað á setustofu Heimavistar á miðvikudags- kvöld, síðan heldur tónlistin áfram að flæða um menntó, Pax Vobis verður með tónleika á föstudag. Bíófrík fá meira fyrir sinn snúð, „Þrá Veroniku Voss“, mynd eftir þann fræga Fassbinder verður sýnd í Borgarbíói á föstu- dag og að kvöldi þess dags verður kvöldvaka í Menntaskólanum. Listadögum lýkur 31. mars með kaffisamsæti, þar sem leikin verður klassísk tónlist og veitt verðlaun fyrir tónverk, ljóð, smásögu, ljósmyndir. - KGA. ]]] r. jrtfíri't[i'i Toshiba RT - 80 H stereoferðatæki. ■ '-.''V.kJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.