Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. mars 1984 Skýrsla Fjórðungssambands Norð- lendinga um atvinnumál Of lítio atvinnu- framboð - er meginástæða búseturöskunar „Á undanförnum árum hefur á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga verið unnið að úttekt á ýmsum hagrænum við- fangsefnum, sem eru ýmist or- sök eða afleiðing búsetu- röskunar síðustu áratuga. í at- hugun, sem gerð var á vegum sambandsins, var sýnt fram á að sú staðhæfing væri röng að landsbyggðin njóti þenslu ríkisbúskaparins m.a. vegna pólitískra fjárfestinga. Það sem kom á daginn var, að með vaxandi stjórnsýslu og velferð- arþjónustu taka rekstrarliðir ríkiskerfisins til sín í vaxandi mæii æ stærri sneið af heildar- kökunni, aukin tilfærsla af þjóðartekjum til fjárlagageir- ans er liður í eflingu höfuð- borgarsvæðisins, þar sem meg- inhluti ríkisstarfseminnar er staðsettur. Á sama tíma eykst hlutur landsbyggðar í tekjubú- skap ríkisins. Ríkisbúskapur- inn skapar ekki jafnvægi í þjóðhagslegri þróun á milli landshluta. Það er öðru nær, þar sem þrír fimmtu til þrír fjórðu hlutar aukinnar hlut- deildar í þjóðartekjum, sem fjárlagageirinn tekur til sín er varið á höfuðborgarsvæðinu.“ Þannig hljóða upphafsorð Áskels Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga, með skýrslu þeirri um atvinnumál sem sambandið hefur unnið. í þessum inngangsorðum sagði Áskell enn- fremur: „Með atvinnumálakönnunum hefur Fjórðungssamband Norð- lendinga sýnt fram á þær stað- reyndir að meginhluti vinnuafls- aukningar hefur leitað í þjón- ustugreinar sem að mestu hefur fallið til á suðvesturhorninu, þrátt fyrir aukna þjóðarhagsæld, sem fylgdi í kjölfar byggðastefnu eftir 1971 sem var grundvöllur aukins hagvaxtar og þjóðarfram- leiðslu. Jafnframt var sýnt fram á að atvinnulífið á Norðurlandi er við- kvæmara en í öðrum lands- hlutum sérstaklega í þeim byggðarlögum, sem goldið höfðu afhroð vegna síldarleysisáranna og voru háð tíðum sveiflum í loðnuveiðum, auk þeirra byggð- arlaga, sem dregist höfðu aftur úr um uppbyggingu togaraflotans og fiskiðnaðar. Á atvinnumálaráð- stefnu sambandsins í febrúar 1982 var ljóst að stórátaka var þörf í atvinnumálum á Norður- landi. í könnun um búsetuþróun, sem lögð var fram á síðasta fjórð- ungsþingi var varpað ljósi á bú- setuhreyfingar síðustu tveggja áratuga. Þrátt fyrir hagstæða at- vinnuþróun síðustu tveggja ára- tuga tókst Norðurlandi ekki að bæta hlut sinn í búsetuþróun. Norðurland eystra stóð í stað, en hlutfall Norðurlands vestra seig aðeins. Það alvarlega við niður- stöðurnar var að þegar um 1980 fór að votta fyrir alvarlegri bú- seturöskun á ný gagnvart suð- vesturhorninu og þrátt fyrir að atvinnuástand mátti teljast við- unandi. Framkvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins skýrði þetta í ræðu á síðasta fjórðungsþingi, þegar hann sýndi fram á að marg- feldisáhrif frá undirstöðugreinum landsbyggðar hefðu komið fram í aukningu viðskipta- og þjónustu greinanna á höfuðborgarsvæð- inu. Þar fjölgaði um sjö menn í þjónustugreinum á móti einum í grunngreinum. Það er máske eðlilegt að menn kippi sér ekki upp við þessa hluti á meðan allt gengur sæmilega slysalaust. Eigi að síður telur Fjórðungssamband Norðlendinga ekki hjá því kom- ist að skoða til hlítar áhrif at- vinnuástands, atvinnuvega- og tekjuþróunar m.a. til að finna skýringar á óhagstæðri búsetu- þróun. Þetta mun verða gert m.a. með skýrslu þessari um atvinnu- mál, ásamt væntanlegri skýrslu um áhrif byggðasjóðs á búsetu og atvinnuþróun á Norðurlandi. Skýrsla sú um atvinnumál á Norðurlandi er hér fylgir á eftir byggist á atvinnukönnun, sem gerð var í upphafi nóvember sl. ásamt framhaldsathugun á ýms- um þáttum atvinnuþróunar með tilliti til straumhvarfa á verri veg sem urðu á Norðurlandi á síðasta ári. Nú er í fyrsta sinn leitað dýpri orsaka atvinnuröskunar og þar með ástæðna til atvinnuleys- isþróunar. Ljóst er að megin aflvakinn í norðlensku athafnalífi hefur ver- ið aukinn fiskiðnaður á síðasta áratug, sem byggðist upp á skut- togarabyltingunni og uppbygg- ingu fiskiðnaðarins. í kjölfar þessa hefur fylgt mikil bygginga- starfsemi og stórvægilegar fram- kvæmdir a.m.k. í sumum byggðarlögum. Þegar á árinu 1982 fór að bera á samdrætti í fiskiðn- aði og má vera að nokkru hafi valdið að meira var verkað í skreið og salt en áður. Nú er ver- ið á vegum Alþýðusambands Norðurlands að kanna hver áhrif mismunandi verkunaraðferðir m.v. aflategundir hafa á atvinnu- ástandið. Ljóst er af atvinnuþró- un síðasta árs að rækju- og skel- fiskveiðar vega þungt tii að bæta atvinnuástand. Þótt verulega hafi dregið úr fjárfestingarframkvæmdum á Norðurlandi 1982 er í bygginga- starfsemi veruleg atvinnuaukning það ár. Þetta sýnir hve bygginga- starfsemi hefur verið veigamikill atvinnuvegur á undanförnum árum. Með verðtryggingu láns- fjár eftir 1980 dragast íbúðabygg- ingar saman ár frá ári, sem víðast hvar í þéttbýli á Norðurlandi eru undir landsmeðaltali. Með samdrætti þess hluta op- inbera geirans er bundinn er fjár- lögum drógust byggingafram- kvæmdir meira saman á Norður- landi, en víða annars staðar m.a. vegna þess að lokið var við mikl- ar veituframkvæmdir, og ekki er farið að gæta áhrifa virkjunar- framkvæmda. Á sama tíma vaxa fjárfestingaframkvæmdir þriðja aðilans í opinbera geiranum þ.e. stofnanir og fyrirtæki er afla fjármuna utan fjárlaga, og lands- samtök er njóta sömu stöðu og opinber fyrirtæki um öflun fjármagns, en eru ekki háð fjár- veitingavaldi Alþingis um fjár- mögnun. Sá mikli vöxtur sem er í byggingastarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu er að dómi formanns Landssambands byggingamanna og formanns atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar að þakka þessu þriðja afli, sem leikur lausum hala um alla fjárfestingu, á sama tíma sem fjárlagafram- kvæmdir sæta niðurskurði, sem auðsjáanlega snertir landsbyggð- ina mest. Á síðasta ári dróst fiskafli verulega saman og þar með sú mikla atvinna sem aflinn skapar víðast í þéttbýli Norðurlands. Þessi samdráttur ásamt samdrætti byggingariðnaðarins hafa mark- að atvinnulífið á Norðurlandi. Iðnaðurinn hefur staðið í stað á Norðurlandi. Aukning í þjón- ustugreinum er ekki nægilega hröð til að koma í veg fyrir bú- seturöskun þess fólks, sem velur sér þau störf. Atvinnuleysið byggist á því að ekki eru til staðar störf fyrir þá sem hverfa frá fiskvinnslunni og fyrir þá sem verða að hverfa frá störfum í byggingariðnaði og við mannvirkjagerð. Nú er jafnvel svo komið að menn leita í önnur byggðarlög til byggingastarfa, svo mikil er eftirspurnin á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir sem lesa þessa skýrslu verða að hafa það í huga að hér er um frumvinnslu að ræða, sem vafalaust kemur að gagni við að leggja mat á vandann. I niðurlagi þessarar skýrslu er reynt að varpa Ijósi á atvinnuástandið eins og það er að þróast. Svo virðist sem hér norðanlands sé minna um byggingaframkvæmdir á þessu ári, en í meðalárferði. Aflatak- markanir munu setja mark sitt á atvinnuþróunina mjög víðá á Norðurlandi. Ekki er enn ljóst hver verða endanleg áhrif afla- takmarkananna. Gert er ráð fyrir ráðstefnu á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga um þetta efni í aprílmánuði, þar sem kynntar verða atvinnuhorfur á hverjum sjávarstað, miðað við áhrif aflatakmarkana, ásamt upp- lýsingum um áhrif á vinnumark- aðinn. Það verður ekki ljóst fyrr en í maímánuði hve miklar fram- kvæmdir verða í byggingum og annarri mannvirkjagerð. Á þeim tíma verður nauðsynlegt að endurmeta stöðuna. Við undirbúning þessarar skýrslu hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að samræma bet- ur atvinnuleysiskráninguna, þannig að sem nákvæmust vitn- eskja fáist um einstaka þætti inn- an atvinnugreina og um þróun í rekstri fyrirtækja, að því er varð- ar atvinnuframboð. Einnig þarf að fylgjast með atvinnuleit utan svæðis og hafa yfirlit um þá sem búa utan svæðis en hafa hér at- vinnu. Einnig þarf að leita skýr- inga á tímabundnum atvinnu- sveiflum með það fyrir augum að gera megi áætlanir um atvinnu- þróun, ásamt hugmyndum um sérstakar aðgerðir á þeim vett- vangi. í þessu efni verður efnt til samstarfs við Alþýðusamband Norðurlands, sveitarfélög og Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. í niðurlagi skýrslunnar eru rak- in nokkur meginatriði í stuttu máli. Hér er sérstaklega bent á: 1. Búseturöskun er orðin árviss á Norðurlandi á ný, sem mun snúast í fólksfækkun, ef ekki tekst að stórauka störf í úr- vinnslugreinum, þ.e. fiskiðn- aði, almennum iðnaði, stór- iðnaði og byggingastarfsemi, þegar á næstu misserum. 2. Efla verður þjónustugreinar á Norðurlandi, til að ná inn í fjórðunginn það stórum hluta af umframvexti mannafla í þessum greinum að ekki leiði til frekari búseturöskunar, vegna þenslu í þjónustu- greinum. 3. Hefja verður stórfram- kvæmdir við orkuver og stór- iðnað á næstu misserum til mótvægis framkvæmdum á suðvesturhorni landsins. 4. Vegna þess hve stór hluti op- inbera geirans á Suðvestur- landi er óháður fjárlaga- geira, verði tekið tillit til þessa við ákvörðun fram- kvæmda erbindast fjárlögum með tiltðlulega auknu fjár- streymi gegnum fjárlagageir- ann til Norðurlands. 5. Sporna verður við lækkandi meðaltekjum í þeim atvinnu- greinum á Norðurlandi, sem miðað við landsmeðaltal eru í mestri aukningu á Suðvest- urlandi með tekjur langt yfir landsmeðaltali. 6. Snúa verður við þeirri þróun að útsvarstekjur sveitarfé- laga á Norðurlandi, einkum í þéttbýli, fari hlutfallslega lækkandi vegna lækkandi meðaltekna miðað við lands- meðaltal. 7. Atvinnuleysi jókst tiltölulega mest á Norðurlandi 1983. Eftirtektarvert er að aukn- ingin er hlutfallslega meiri á Norðurlandi eystra sem staf- ar af tiltölulega miklu at- vinnuleysi á Akureyri. Þessi þróun er áberandi fyrstu mánuði 1984. 8. Atvinnuframboð hefur á ár- inu 1982 farið minnkandi á Norðurlandi og er undir landsmeðaltali bæði í vestri og eystri hluta. Á sama tíma var veruleg aukning ársverka í Reykjavík dg Reykjanesi umfram landsmeðaltal. Þetta er m.a. ástæðan fyrir búsetu- röskun til suðvesturhornsins, auk hækkandi meðaltekna. 9. Ákveðin fylgni er milli fjölg- unar ársverka, búsetuhreyf- inga og atvinnuleysis eftir landshlutum. 10. Meginástæður til búsetu- röskunar á Norðurlandi eru of lítið atvinnuframboð í þeim atvinnugreinum sem draga til sín vinnuaflið, ásamt of lágum meðaltekjum í þeim greinum. Atvinnu- samdráttur í byggingariðnaði og fiskiðnaði hefur skapað verulegt atvinnuleysi í mörg- um þéttbýlisstöðum. Hér hefur í stórum dráttum verið drepið á nokkur megin- atriði sem menn verða að horfast í augu við að fengnum niður- stöðum skýrslunnar. Skýrsla þessi eru unnin af Haf- þóri Helgasyni, viðskiptafræð- ingi, að fengnum ábendingum um gagnasöfnun og efnisuppsetn- ingu og telst hann höfundur skýrslunnar. Skýrslan er unnin í samráði við framkvæmdastjóra sambandsins. Hér með eru Haf- þóri færðar þakkir fyrir gott starf.“ Frá kjörbúðum Rússnesku samvinnuvörurnar eru ódýrar Hunang ★ Rúsínur Grænar baunir ★ Sultur Geriðgóðkaup |Á>Xiörbúðir Félag aldraðra Akureyri Aðalfundur félags aldraðra verður í Húsi aldraðra fimmtudaginn 22. mars og hefst ki. 2 e.h. Fundarefni; Skýrsla stjórnar, byggingamál, fram- tíðarstörf og kosningar. í þættinum önnur mál eru ábendingar og nýjar hugmyndir vel þegnar. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Stjórnin. Iðnaðarhúsnæði til sölu Erum að hefja byggingu á iðnaðarhúsnæði á einni hæð að Fjölnisgötu 6. Húsnæðið selst fokhelt og afhendist í október 1984. Minnsta eining er 67,5 m2. Teikningar og upplýsingar á skrifstofunni. SMÁRI h.f. Hafnarstræti 94 ■ Sími 21234.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.