Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Heildsala Smásala Það var vor í lofti á Akureyri og víða á Norðurlandi í síðustu viku. Vorstemnming ríkti í miðbænum á Akureyri og það var létt yfir fólki þó að hitastig- ið væri e.t.v. ekki nema nokkrar gráður. Einn fyrsti vorböðinn á Akur- eyri er íssalan en enginn sem leið átti um miðbæinn komst hjá því að mæta aragrúa fólks sem gæddi sér á þessu ljúfmeti. - Salan hefur verið eins og á sumardegi, sagði Óskar Hjaltalín eigandi ísbúðarinnar í Kaup- vangsstræti í samtali við Dag, en í umræddri búð var biðröð út úr dyrum flesta sólardaga í vikunni. Að sögn Óskars er íssala mjög sveiflukennd en það bregðist þó ekki að komi hlýindi eftir kalda daga þá taki íssalan við sér. - ESE. Á sameiginlegum fundi fræðsluráða Norðurlands eystra og Norðurlands vestra á laugardag var samþykkt ályktun varðandi rekstrar- vanda dreifbýlisskólanna, en sem kunnugt er hafa greiðslur vegna áfallins skólakostnaðar frá ríkissjóði borist bæði seint og illa. Þetta hefur svo valdið því að ekki hefur verið hægt að greiða sumum starfsmönnum skólanna laun á tilskildum tíma. Hefur jafnvel legið við að sumir skólanna hafi þurft að loka, en starfsfólk sem þama um ræðir era m.a. skólabfl- stjórar og ræstingafólk, ásamt fólki í mötuneytum. í ályktun fræðsluráðanna segir meðal annars: „Rekstrarvandi dreifbýlisskól- anna hefur ekki enn verið leystur til frambúðar og ekki er kunnugt um að neinar viðræður séu í gangi um lausn á þessum málum. Fræðsluráðin hafa þungar áhyggjur af þessari þróun og telja að ríkissjóði beri að standa við skýlausa lagaskyldu sína sam- kvæmt grunnskólalögum og reglugerð um rekstrarkostnað grunnskóla um skilvísar greiðslur áfallins skólakostnaðar. Fræðsluráðin eru fús til að taka þátt í nefndarskipun sem tæki þessi mál til athugunar með fram- Stóru-Tjarnarskóli í Ljósavatnsskarði. tíðarlausn í huga.“ Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni, heldur hefur það verið árlegt um margra ára skeið. Þessi kostnaður hefur ævinlega verið áætlaður of lágur í fjárlögum, en málunum bjargað með aukafjár- veitingum. Nú þegar meira að- halds er gætt í fjármálum ríkisins og verðbólga á undanhaldi, kem- ur þetta sér illa fyrir skólana, þar sem eftir sem áður hefur kostn- aðurinn verið áætlaður of lágur. HS Booflennur á veisluborðinu - Feitir og sællegir hringormar höfðu hringað sig í lifur rauðmagans - Ég er fæddur hér út með fírði og ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni heyrt um eða séð hringorm í rauðmaga, sagði maður nokkur sem leit hér inn á ritstjórnina en í fór- um sínum hafði hann væna dós með nokkrum stórum og sæl- legum hringormum. Rauðmaginn sem keyptur var í verslun hér í bænum átti að lenda á veisluborði fjölskyldunn- ar en heldur minnkaði matarlyst- in þegar vart varð við „boðflenn- urnar“ í matarboðinu. Alls hafði maðurinn keypt eina sex rauð- maga og reyndist helmingurinn hafa hringorma, einn eða fleiri innanborðs. Sá lengsti var líka engin smásmíði eða um níu senti- metrar á lengd en ormarnir höfðu hringað • sig í lifur viðkomandi rauðmaga. - Mér þykir þessi stærð með ólíkindum en vel kann að vera að hér sé um fullorðinsstig hring- orms að ræða en á því stigi lifir ormurinn aðallega í meltingar- færum sela, sagði Ásbjörn Dag- bjartsson hjá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins á Akureyri er Dagur leitaði til hans vegna þessa máls. Að sögn Ásbjarnar þarf þó ekki að koma á óvart að finna hringorm í rauðmaga. Allar fisk- tegundir geta tekið við þessum ófögnuði en sumum eins og t.d. þorskinum er hættara við hring- ormi en öðrum tegundum vegna þess ætis sem hann lifir á. Til að hringormur geti hreiðrað um sig í fiski þarf fiskurinn að éta hring- ormslirfu en hún myndast t.d. í smá krabbadýrum sem étið hafa hringormsegg, sem í upphafi gengu niður af sel. - ESE. Hringormarnir voru hinir sprækustu Bjórkrár í upp- siglingu Ýmsar vangaveltur eru nú uppi um það á Akureyri að setja á fót bjórstofur í líkingu við þá sem rekin hefur verið í Reykjavík undanfarið við miklar vinsældir, að því er sögur herma. Þannig eru uppi hugmyndir um að reka eina slíka í tengslum við Nýja Bíó, ef af því verður að rekstur þess hefjist á nýjan leik. Þá hafa lengi verið uppi hug- myndir um að í kjallara Sjallans verði einhvers konar bjórstofa og heyrst hefur um þriðja aðila sem áhuga hefur á þessu máli. Ekki er ósennilegt að þessi þróun eigi eftir að verða hér, því svo mikilla vinsælda hefur „Gaukur á Stöng“ notið í Reykjavík, að þar er hver bjór- kráin á fætur annarri að skjóta upp kollinum. - HS. Það er reiknað með hægri austan átt á Norðurlandi í dag og á morgun og jafnvel út vikuna, samkvæmt upp- lýsingum veðurstofunnar í morgun. Reiknað er með svölu bjartviðri og lítilli sem engri úrkomu. Vestan Holtavörðuheiðar og á Suðurlandi er hins vegar éljagangur. # Þriðja og fjórða leiðin Húsnæðissamvinnufélög virðast ætla að vekja tals- verðar vinsældir, ef miða má við móttökur fólks. Erind- reki eða öllu heldur starfs- maður Búseta í Reykjavík ferðast nú um iandið og undirbýr stofnun fleiri félaga. Þegar hefur verið haldinn undirbúningsfundur hér á Akureyri og stofnfundur verður næstkomandi þriðju- dag á Hótel KEA kl. 20.30. Á mánudag verður undirbún- ingsfundur á Húsavík í fé- lagsheimilinu og sams konar fundur verður í Seli á Sauðár- króki á fimmtudagskvöldið í næstu viku. Báðir þessir fundir eru kl. 20.30. Hús- næðissamvinnufélög hafa gjarnan verið nefnd þriðja leiðin í húsnæðismálum okkar, til viðbótar leigu og kaupum. Nú vefst það svolít- ið fyrir þeim sem þetta ritar hvort kaupleiguíbúðir séu fjórða formið, þ.e. þegar mönnum er gert kleift að borga tiltölulega háa leígu, en geta á endanum eignast íbúðina. Þetta hlýtur að skýr- ast á umræddum fundum. # Ábrauðfótum Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu, þá er Hafnar- búðin gjaldþrota og hlutafé- lagið sem að henni stendur hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Ýmsir aðilar, sem áttu verulegar upphæðir inni hjá versluninni, hrukku illilega við þegar búðinni var lokað. En einn þessara aðila ætlaði sér sko ekki að tapa sínu fé. Hann brá því undir sig betri fætinum og arkaði á eina af bílasölum bæjarins. Þar bað hann um að fá að prófa bíl, sem Yngvi í Hafnar- búðinni átti á sölunni. Það var sjálfsagt, en þessi ónefndi aðili gerði sér lítið fyrir, fór með bílinn heim í bílskúr og þóttist nú hafa inn- heimt hluta af skuldeign sinni hjá Yngva. En að sjálfsögðu reyndust brauðfætur undir þessari innheimtuaðferð, því þessi vinur okkar var kærður fyrir bílþjófnað og bíllinn sóttur til hans með lögreglu- valdi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.