Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. mars 1984 21. mars 1984-DAGUR-7 A gatnamótaflakki í Þessir krakkar voru á leið úr sundi. Sum gatna mótin eru stórhættuleg - segir Haukur ívarsson, skólabílstjóri í viðtali við Dag - Það er ekkert við því að segja þó að gömlu göturnar hér í bænum séu þröngar en það er bagalegra svo ekki sé meira sagt, þegar nýju göturnar eru verri en þær gömlu. Myndir og texti: ESE Haukur Ivarsson, skólabflstjóri. Þetta sagði Haukur ívarsson, skólabílstjóri í samtali við Dag, en Haukur og aðrir þeir sem aka hjá Strætisvögnum Akureyrar telja sig hafa orðið áþreifanlega vara við kjánalega og oft stór- hættulega hönnun gatna hér í bænum. Blaðamaður Dags brá sér í bíltúr með Hauki á dögun- um og á milli þess sem hann ók krökkum milli sundlaugarinnar og Glerárskóla, þá litum við á nokkra staði sem Hauki og fé- lögum hans finnast í meira lagi varhugaverðir. - Þessi tegund gatnamóta virðist vera einhver tískulína hjá bæjarverkfræðingi,'sagði Haukur er við komum að mótum Lang- holts og Undirhlíðar. - Það sjá það allir sem vilja að það er búið að þrengja Langholt- ið að vestanverðu þar sem göt- urnar mætast. Þetta kemur kannski ekki svo mjög að sök fyr- ir litla bíla en fyrir okkur sem Hér sést þrengingin á Langholti greinilcga. Biðskyldumerkið er við gömlu vegarbrúnina (táknað með brotinni línu). ökum stórum bílum þá er þetta ómögulegt fyrirkomulag. Sér- staklega í snjó. Ég hef rætt um þetta við starfsmenn hjá embætti bæjarverkfræðings og þar er því harðneitað að hér sé um ein- hverja þrengingu að ræða. Ég er sagður fara með fleipur en allir sem áhuga hafa á geta sannfærst um það sanna með því að líta hér á gatnamótin. Einhvern tímann var mér sagt að þessi „þrenging" hefði verið sett á götuna til þess að hafa áhrif á umferðina til hins betra. Þetta hefur mistekist hrap- allega því að þrengingin virkar jetjandi á aðalumferðarstefnuna. Sennilega er þarna endurvakin gamli hlykkurinn sem var við all- ar brýr hér áður fyrr. - Önnur gatnamót sem eru mjög erfið eru gatnamót Strand- götu og Glerárgötu. Það er rétt á mörkunum að hægt sé að aka strætisvagni í beygjuna úr Gler- árgötu vestur Strandgötu. Fleiri gatnamót mætti nefna en ég vil bara minnast á ein hér sem eru stórhættuleg sökum hliðarhalla. Það eru gatnamót Austursíðu og Hlíðarbrautar. Eins og allir vita er talsverður halli á landslaginu á þessum slóðum og þessi halli hefur ekki verið réttur af þegar Austursíðan var lögð. Þetta gerir það að verkum að ökumenn eiga erfitt með að átta sig á götunni og í hálku eru þessi gatnamót stór- hættuleg eins og tíðni árekstra þar sannar. Af þessum stutta akstri Dags með Hauki Ivarssyni um bæinn má vera ljóst að hann hefur ýmis- legt til síns máls og það er greini- legt að þar fer maður sem hefur næmt auga fyrir ýmsum atriðum sem tengjast umferðinni. Eitt af því sem Haukur hefur tekið eftir eru bílar í umferðinni sem eru skemmdir eftir árekstra. - Ég mæti sömu bílunum dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og þó að reglur mæli skýrt fyrir um að þessir bílar eigi ekki að vera úti í umferðinni, þá komast eig- endurnir upp með þetta átölu- laust. Eins er með þá sem aka „eineygðir“ það er ótrúlega al- igengt hér í bænum, sagði Haukur ívarsson. - ESE. Eitt það versta sem Haukur lendir í er að ná beygjunni þegar ekið er frá Glerárskóla. Myndarleg umferðareyja er þar farartálmi á versta stað. strætó Ferðakynning Utsýnar og stofnfundur Fríklúbbsins á Akureyri í Sjallanum laugardaginn 24. mars. Húsið opnað matargestum kl. 19.30. tiatn botititi. »'i"e'ít,sw»vlíts • iAV,ann Vld&aSon Hint'ítáb®k"v\aS'ð' . Ingimar Eydal og Grímur Sigurðsson leika dinnermúsík. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 03.C Verft aftein Teikur fyrir dansi til kl. 03.00 Verð aðeins 1 krnnnr dansi til krónur 450,- , Feröaskrifstofam Miðasala og borðapantanir hjá yfirþjóni föstudag kl. 19.00-20.00 • Sími 22770. AKUREYRI: Hafnarstræti 98, simi 22911. /AV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.