Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 21.03.1984, Blaðsíða 9
21. mars 1984 - DAGUR - 9 Urslitin í hand- boltanum Fyrsti hluti úrslitakeppni 4 neðstu liðanna í 1. deÚdinni í handknattleik hefst á Akureyri á föstudagskvöld kl. 20 með leik KR og Þróttar. Hin liðin tvö sem eru KA og Haukar leika svo kl. 21.15. Á laugardag hefst keppnin kl. 13.15 með viðureign Próttar og KA en síðan leika KR og Hauk- ar. Á sunnudag hefst keppnin kl. 11.00 með viðureign Hauka og Þróttar og leikur KA og KR hefst síðan kl. 12.15. Þá verður um helgina síðari hluti úrslitakeppni 4 efstu liða í 3. deild karla þar sem Þór, Ármann, Týr og Akranes mætast öðru sinni í úrslitum, nú í Reykjavík eða að Varmá. Síðustu leikir Þórs Síðustu leikir Þórs í 1. deild körfuboltans á þessu keppnis- tímabili verða háðir um helgina. Þór leikur þá tvo leiki gegn UMFS í Borgarnesi, verður sá fyrri kl. 21 á föstudagskvöld og sá síðari kl. 14 á laugardag. Hætta Þórsararnir með handboltann? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin í þessu máli ennþá, en því er ekki að neita að það hefur verið rætt um að leggja niður handboltann hjá Þór, að einhverju leyti a.m.k.,“ sagði Ólafur Jensson formaður handknattleiksdeildar Þórs er Dagur ræddi við hann í gær. Þegar úrslitakeppnin í 3. deild stóð yfir um helgina kvisaðist það út að einhverjar umræður í þessa Kvennaknatt- spyrna hjá KA - æfingar hefjast annað kvöld „Nú er meiningin að hella sér af stað með kvennaknattspyrn- una hjá KA af fullum krafti,“ sagði Hinrik Þórhallsson er hann ræddi við Dag í gær. Hinrik sagði að æfingar hjá stelpunum í KA væru að fara í gang, og væri sú fyrsta annað kvöld (fimmtudag) kl. 18.30. Þangað eru allar stelpur vel- komnar ef þær hafa áhuga á að æfa í sumar, en þó verða þær að vera orðnar 14 ára gamlar. Sem kunnugt er leika bæði Akureyr- arfélögin KA og Þór í 1. deild kvenna í sumar og leika þau í Norður-Austurlandsriðli sem í eru auk Akureyrarliðanna Höttur frá Egilsstöðum og Súlan á Stöðvarfirði. Það verður því mikið um að vera í kvennaknatt- spyrnunni í sumar eins og hjá körlunum. Akureyrarmót unglinga í badminton: Bræðumir unnu báðir tvöfalda sigra Helgina 17.-18. mars fór fram í Höllinni Akureyrarmót ung- linga í badminton. Til leiks mættu alls 62 keppendur sem börðust með tilþrifum um meistaratitla í einliðaleik og tvíliðaleik í fjórum aldurs- flokkum stráka og stelpna. Tennis- og badmintonfélag Akureyrar sá um framkvæmd mótsins og unglingarnir sem eru á aldrinum 10 til 17 ára hafa stundað æfingar á vegum þess. Urslitaleikirnir fóru þannig: Hnokkar: Karl Pálsson vann Magnús Teits- son í einliðaleik 11:5 og 11:2, en Bræðurnir Einar Karlsson og Karl Karlsson sem varð 12 ára á sunnudag voru sigursælir. Karl og Magnús unnu Jón Hróa Finnsson og Óttar Erlingsson 15:6 og 15:4 í tvíliðaleik. Tátur: Sigrún Ingadóttir vann Sonju Magnúsdóttur í einliðaleik 11:3 og 11:1, en Sigrún og Sonja unnu Sunnu Jakobsdóttur og Ásu Ei- ríksdóttur 15:2 og 15:6 í tvíliða- leik. Sveinar: Karl Karlsson vann Helga Jó- hannsson í einliðaleik 11:3 og 12:10, en Karl Karlsson og Tómas Hermannsson unnu Al- bert Guðmundsson og Helga Jó- hannsson 15:1 og 15:7 í tvíliða- leik. Meyjar: Guðrún Sigurðardóttir vann Birnu Ágústsdóttur í einliðaleik 11:8 og 11:0, en Halldóra Kon- ráðsdóttir og Guðrún unnu Ás- rúnu Karlsdóttur og Birnu 15:3 og 15:13 í tvíliðaleik. Drengir: Einar Karlsson vann Sigurð Sveinmarsson í einliðaleik 15:12 og 15:7, en Einar og Sigurður unnu Árna Hermannsson og Torfa Halldórsson 15:8 og 15:6 í tvíliðaleik. Telpur: Jarþrúður Þórarinsdóttir vann Jónínu Jóhannsdóttur í einliða- leik 11:6 og 11:2. Piltar: Fjölnir Freyr Guðmundsson vann Óskar Einarsson í einliða- leik 15:2 og 15:3, en Árni Gísla- son og Fjölnir unnu Andra Teits- son og Óskar 15:7 og 15:8 í tví- liðaleik. Stúlkur: Heiðdís Sigursteinsdóttir vann Margréti Guðbjörnsdóttur í ein- liðaleik 11:1 og 11:1. átt hefðu átt sér stað. Ólafur Jensson sagði að meginástæðan fyrir því að þetta mál hefði kom- ið upp væri sú að rekstur deildar- innar gengi afar illa fjárhagslega og deildin væri með langan skuldahala. „Það er hins vegar verið að vinna að því þessa dag- ana að ná skuldunum niður og endanleg ákvörðun um framhald- ið verður ekki tekin allra næstu daga, a.m.k. ekki í þessari viku,“ sagði Óiafur. Handknattleiksdeild Þórs er ekki eina deildin þar sem illa gengur fjárhagslega, það vita allir að það að reka íþróttadeild í dag er geysilega erfitt og þá eru það fjármálin sem alltaf eru erfiðust. Það mun eitthvað hafa komið til tals að sameina handknattleiks- deildir KA og Þórs, en eftir þeim fregnum sem Dagur hefur munu KA-menn ekki vera þess mjög fýsandi um þessar mundir. Það gæti því svo farið að Þór hætti með handboltann í vor þeg- ar mótunum lýkur. Vissulega yrði það slæmt fyrir íþróttalífið í bænum, sérstaklega með tilliti til þess ef ekki er gagnkvæmur áhugi á að sameina deildir KA og Þórs, en eins og Ólafur sagði hér að framan hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin enn sem komið er. 1-X-2 1-x-2 Getraunaspekingarnir fjórir stóðu sig misvel í síðustu viku. 11 leikir á seðlinum töldust með í íslenskum getraunum en við teljum alla leik- ina 12 þótt einn þeirra hafi verið spilaður á föstudagskvöldi. Einar Pálini náði bestum árangri eða 7 leikjum, Pálmi var með 6 rétta. Tryggvi 5 og Eiríkur rak lestina með aðeins 3 leiki rétta. Má ESE nú heldur betur fara að taka sig á í ,Júmbúsætinu“. En áfram er barist. Leikur Everton og Liverpool er á sunnudag og er þetta úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum svokallaða og verður í beinni sjónvarpsútsendingu hér á landi á sunnudaginn. Tryggvi Gíslason. 15 fiverton-Liverpool Arsenal-Wolves Coventry-Tottenham Ipswich-Watford Luton-Leicester Nott. For.-Man. Utd. QPR-Southampton Sunderland-A. Villa WBA-Stoke Blackburn-Carlisle Portsmouth-C. Palace Schrewsbury-Newcastle Pálmi Matthíasson. 15 Everton-Liverpool Arsenal-Wolves Coventry-Tottenham Ipswich-Watford Luton-Leicester Nott. For.-Man. Utd. QPR-Southampton Sunderland-A. Viila WBA-Stoke Blackbum-Carlisle Portsmouth-C. Palace Schrewsbury-Newcastle Einar Pálmi Árnason. 19 Everton-Liverpool Arsenal-Wolves Coventry-Tottenham Ipswich-Watford Luton-Leicester Nott. For.-Man. Utd. QPR-Southampton Sundcrland-A. Villa WBA-Stoke Blackburn-Carlisle Portsmouth-C. Palace Schrewsbury-Newcastle x 1 2 1 1 2 x 2 1 x x 2 Eiríkur Eiríksson. 12 Everton-Liverpool Arsenal-Wolves Coventry-Tottenham Ipswich-Watford Luton-Leicester Nott. For.-Man. Utd. QPR-Southampton Sunderland-A. Villa WBA-Stoke Blackburn-Carlisle Portsmouth-C. Palace Schrewsbury-Newcastle 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.