Dagur - 02.04.1984, Síða 1

Dagur - 02.04.1984, Síða 1
/j?\ TRÚLOFUNAR- M Æmí HRINGAR AFGREIDDIR Tfí\ íi\ TfTf'íd) \m.x SAMDÆGURS II ■ | % I |r III 1 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI J 1/ JJn u 11 UJ J C| L Knuwtí* # iJ LJ^Í 67.árgangur Akureyri, mánudagur 2. apríl 1984 40. töiublað Samningaviðræður um rækju- vinnslu í Ólafsfirði: Kostnaður um 23 millj- ónir króna Viðræður standa nú yfir á Ólafsfirði milli þeirra aðUa sem hugsanlega munu standa sameiginlega að rækjuvinnslu þar í bæ. Nokkrir aðilar sóttu á sínum tíma um rækjuvinnslu- leyfi til sjávarútvegsráðuneyt- isins en samkvæmt tillögu ráðuneytisins var ráðist í að kanna hvort þessir aðilar gætu ekki tekið sig saman um vinnsluna. Það voru fyrirtækin Stígandi, Guðmundur Ólafsson hf. og Hraðfrystihús Magnúsar Gamal- íelssonar sem sóttu um leyfin og hafa allir þessir aðilar lýst yfir áhuga sínum á samstarfi. Auk þess hefur á samráðsfundunum verið rætt um að taka fleiri fyrir- tæki inn, þar á meðal Sæberg hf. og Útgerðarfélag Ólafsfjarðar en bæði þessi fyrirtæki gera út tog- ara. Fulltrúar framangreindra fyrirtækja héldu sl. þriðjudag til Hvammstanga þar sem þeir skoðuðu rækjuvinnsluna á staðn- um og í samtali við Dag, sagði Jón Kristjánsson, fulltrúi Hraðfrysti- húss Magnúsar Gamalíelssonar, að þeim hefði litist mæta vel á. Jón sagði að nú væri unnið að útreikningum á hagkvæmni hugs- anlegs hlutafélags en ef ákveðið yrði að fara út í rækjuvinnsluna þá tæki það a.m.k. sex mánuði að koma vinnslunni af stað. Kostn- aður við fyrirtækið verður vænt- anlega á bilinu 22-23 milljónir króna. - Það er ljóst hvort sem eitt- hvað verður úr þessum viðræðum okkar eða ekki að okkur vantar nauðsynlega fleiri atvinnutæki- færi. Ólafsfjörður hefur hingað til alltaf byggt allt sitt á bol- fiskafla en þegar við horfum fram á 40% samdrátt í veiðum þá verður að grípa eitthvað til bragðs, sagði Jón Kristjánsson. - ESE. Hlýindin undanfama daga virðast hafa ruglað ýmsa í ríminu. Þótt enn sé vet- ur er kominn sumarhugur í marga og þar á meðal þennan kajakeiganda, þó faratækið sé varla ætlað nema sumarblíðum. Mynd: KGA. Annar raðsmíðabátur- inn til Þórshafnar - Kaupverðið rúmar 100 milljónir króna Hraðfrystihús Þórshafnar hef- ur fest kaup á öðrum rað- smíðabátnum sem Slippstöðin á Akureyri hefur í smíðum. Samningar hafa verið undirrit- aðir og er kaupverðið rúmar 100 milljónir króna. Að sögn Jóhanns Arngríms Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Þórshafnar þá verður báturinn sem er 39 metra langur og 270 lestir, afhentur í desembermánuði nk. - Báturinn er keyptur til að treysta atvinnulífið hér á staðn- um og tilkoma hans mun gefa okkur ákveðið svigrúm sem við höfum ekki nú, sagði Jóhann í samtali við Dag. Nýi báturinn verður notaður til bolfiskveiða en auk þess er hann útbúinn til rækjuveiða og sam- kvæmt upplýsingum Jóhanns A. Jónssonar þá gæti rækjuvinnsla hafist í hraðfrystihúsinu með til- tölulega litlum tilkostnaði ef út í það væri farið. Varðandi kvóta- málin sagði framkvæmdastjórinn að ekkert væri hægt að segja til um þau ennþá. Óvíst væri hvaða fyrirkomulag gilti á næsta ári en miðað við óbreytt ástand ættu nýir bátar að fá meðalkvóta. - ESE - bls. 2 Stofn bls. 3 eru i opnu - bls. 9 Svæðafundirnir vel sóttir Svæðisfundur samvinnuhreyf- ingarinnar var haldinn á Akur- eyri á Iaugardag og annar á Húsavík á sunnudag. Aðalefni Frá svæðisfundinum á Akureyri. Mynd: HS. fundanna var viðfangsefni Sambandsins og flutti forstjóri þess, Erlendur Einarsson, ítar- legt erindi um það mál. Fram kom í máli hans að í árslok 1983 störfuðu 1.772 starfs- menn hjá Sambandinu, velta þess var 7.065 millj. kr. á síð- asta ári og mest aukning varð hjá sjávarafurðadeild vegna aukinnar frystingar. Einnig flutti Valgerður Sverrisdóttir erindi um eyfirskt samvinnu- starf. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður KEA, setti fundinn og síðan tók Valur Arn- þórsson, formaður stjórnar Sam- bandsins, til máls. Hann fjallaði m.a. um fræðslustarf hreyfingar- innar og gat þess t.d. að frá árinu 1977 til ársloka 1983 hafi Sam- vinnuskólinn staðið fyrir 397 námskeiðum um margvísleg efni, þátttakendur hafi verið 7.045 og námskeiðin hafi verið haldin á 47 stöðum á landinu. Hann sagði að tilgangur svæðafundanna væri að efla gagnkvæmt upplýsinga- streymi og efla tengsl milli fé- lagsmanna í hreyfingunni og heildarsamtaka. samvinnumanna. Hann gat um það gífurlega mold- viðri sem upp á síðkastið hefði verið þyrlað upp af andstæðing- um samvinnuhreyfingarinnar og taldi líklegast að síbyljuáróður- inn um skattaívilnanir væri að þessu sinni fyrst og fremst til að draga athygli landsmanna frá ótrúlega miklum skattaívilnunum til hlutafélaga, sem nú væri verið að afgreiða frá Alþingi. í ræðu Erlendar kom m.a. fram að stjórn Sambandsins hefði nýlega samþykkt breytingar á skipulagamálum þess, sem yrðu kynntar fljótlega. Hann sagði m.a. í lokaorðum sínum að mikl- ar vonir væru bundnar við Sam- vinnusjóð íslands, sem gæti orðið aflvaki nýrra atvinnutækifæra út um allt land. Mikilvægast af öllu væri þá að félagsmenn væru virkir, því í kaupfélögunum væri stórkostlegt afl til framfara. Svæðafundirnir voru vel sóttir og líflegar umræður urðu um málefni samvinnuhreyfingarinn- ar. HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.