Dagur - 02.04.1984, Síða 2

Dagur - 02.04.1984, Síða 2
2 - DAGUR - 2. apríl 1984 Hvernig fínnst þér að vera í heima- vistarskóla? Halldór Helgason Laxdal: Ágætt, nema maturinn hræöilegur. Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir: Mér finnst ágætt hérna. Sveinn Heiðar Steingrímsson: Ágætt, nema maturinn er vondur. Elísabet Friðriksdóttir: Ágætt, félagslífið er ágætt maturinn er svona ekkert æðislega góður. Haukur Hrafnsson: Ágætt að vera í heimavistar- skóla. „ - 1 — ^ s„i— —----- " ■- r J 3 3: : 1 1 læt !?r ■ í«s« í £ - segir Guðrún Rut Guðmundsdóttir sem á að fermast í vor „Það hefur aldrei komið ann- að til greina en að ég fermdist, ég trúi á Guð,“ sagði Guðrún Rut Guðmundsdóttir sem er í viðtali Dags-ins í dag, en Guðrún er eitt fjölmargra barna sem á næstu vikum mun ganga upp að altarinu og láta ferma sig. „Ég fer ekki mjög oft í kirkju, en ég fer oft í sunnudagaskólann hjá Pálma Matthíassyni, en hann á að ferma mig. Áður hef ég á hverju ári farið í sunnudagaskóla hjá KFUM og KFUK, alveg síð- an ég var tveggja ára. - Hversu lengi hafið þið geng- ið til prestsins til þess að undir- búa ykkur fyrir ferminguna? „Við byrjuðum á því í haust, um svipað leyti og skólinn byrj- aði. Við höfum hitt prestinn einu sinni í viku og göngum til hans al- veg þar til við fermumst." - Og hvað lærið þið fyrir ferm- inguna? „Við lærum í bók sem heitir „Líf með Jesú“. Við vinnum verkefni upp úr þeirri bók og ræðum efni hennar svo eitthvað sé nefnt.“ - Heldur þú að það séu margir krakkar sem hugsa ekkert út í það hvað fermingin er, en láti bara ferma sig vegna þess að flestir gera það? „Ég held ekki. Ég held að flestir hugsi um þessi mál þótt margir krakkanna vilji ekki viðurkenna það.“ - Getur verið að glæsilegar fermingargjafir og veislur spili þarna eitthvað inn í? „Yfirleitt held ég að svo sé ekki, en þó getur verið að svo sé hjá sumum.“ - Heldur þú að það séu margir af þessum krökkum sem fari í kirkju eða sunnudagaskóla yfir- leitt? „Þaö fara allir eitthvað, sumir nokkuð oft en aðrir sjaldnar eins og gerist.“ - Er það mikið sem þið þurfið að læra utanbókar, sálmar og þess háttar? „Nei. Við þurfum að læra trú- arjátninguna og svo veljum við okkur vers sem við höfum yfir í kirkjunni þegar við fermumst. Presturinn fer svo yfir vinnubæk- ur til þess að fylgjast með hvort við höfum unnið þau verkefni sem við eigum að gera en það eru ekki gefnar neinar einkunnir.“ - Hverju kemur fermingin til með að breyta fyrir þig? „Ég veit ekki hvort hún breytir svo miklu í sjálfu sér. Fermingin er staðfesting skírnarinnar og það skiptir mig máli, ekki gjafirn- ar eða fermingarveislan.“ - En þú biður mömmu og pabba samt ekki um að halda ekki neina veislu? „Nei, ég vil hafa fermingar- veislu þótt það sé ekki hún sem skiptir höfuðmáli." - Hvernig hefur þú varið tóm- stundum þínum? „Ég var í Tónlistarskólanum í tvö ár að læra á píanó en hætti því. Bæði var að það er varla tími til þess ef maður vill standa sig vel í skólanum og eins hitt að það var ekki píanó heima svo ég þurfti að fara til ömmu til að æfa mig og það spilaði inn í. Eg hef verið í KFUK lengi og mætt þar á fundi. Að öðru leyti hef ég ekki verið mikið í félags- starfsemi." - Hefur þú fengið vinnu í sumar? „Það er ekki frágengið en ég hef von um að fá vinnu. Ég hef passað tvö börn sl. sumur og auk þess selt Vikuna og borið út Dagskrána.“ - Þetta látum við vera lokaorð Guðrúnar Rutar Guðmundsdótt- ur og þökkum henni fyrir spjallið. gk-. Guðrún Rut Guðmundsdóttir. Mynd: gk-. Líf í göngugötuna „Jón á röltinu“ hringdi og hafði eftirfarandi fram að færa: Ég geri talsvert af því að rölta mér niður í miðbæ á Akureyri þegar veður er gott, enda oft líf- legt í Hafnarstrætinu þegar svo er og stelpurnar eru á ferð þar. Eg er því einn þeirra sem bíð spenntur eftir sumrinu þegar fötunum fækkar og einhver lítill fugl hvíslaði því að mér að tískan yrði stutt í sumar. Leigubílstjórar á næturvakt? Lesandi hringdi: Þar sem nýlega var fjallað um það í Degi að fækka leigubílum í bænum, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri. Ég þurfti á dögunum á leigubíl að halda að nóttu til. Þetta var ekki um helgi en þar sem ég á óhægt um gang þá hringdi ég á leigubíl. Ég byrjaði að hringja um þrjúleytið og hringdi af og til fram til klukkan fimm. Enginn ansaði og einir fjórir leigubíl- stjórar sem ég hringdi í heim, neit- uðu að keyra mig. Það má vel vera að það sé skynsamlegt að fækka leigubílum en er ekki hægt að koma því þannig við að tveir til þrír bíl- stjórar verði á vakt á nóttunni jafnt virka daga sem helgar? En það er hægt að lífga upp á göngugötuna okkar á aðra vegu en raða þar upp stuttklæddu kvenfólki. Ein sú leiða sem farin var í fyrra var að fá skemmti- krafta til að troða þar upp og gafst það vel. Ég hef séð fólk óska eftir framhaldi á þessu og tek undir það. Fólk á hins vegar ekki að láta mata sig endalaust heldur leggja sitthvað af mörkum sjálft. Þannig mætti hugsa sér að einstaklingar sem finna hjá sér þörf fyrir að láta Ijós sitt skína á einhvern hátt myndu „slá í gegn“ í göngugöt- unni strax og fer að vora (sem verður fyrr en varir). Menn eiga að mæta óhræddir með gítara sína eða önnur hljóðfæri, þeir sem geta eiga að mála myndir og leyfa gangandi vegfarendum að fylgjast með og áfram mætti telja. Stöndum saman um að glæða Hafnarstræti lífi í sumar. Enn um vísu Indriða á Fjalli Allt er þá þrennt er. Vísa Indriða á Fjalli vill ekki óbrengluð inn í blaðið. í Degi 28. mars var sagt frá því að í Baugabrotum útg. 1939 væri fyrsta hending vísunnar svona: Undin síður æ og skaðinn en átti að sjálfsögðu að vera: Undin svíður æ og skaðinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.