Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 9. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Úlfaldinn sem varð til úr engu Á íþróttasíðu DV fyrir skömmu gat að líta þungar ásakanir í garð frjálsíþróttafólks okkar, hafðar eftir sundmanni nokkrum. íþróttafólkinu er þar borið á brýn að það noti örvandi lyf í stórum stíl til þess að ná sem bestum árangri. Þar er ýjað að ýmsum óskemmtilegum hlutum án þess að nefna nöfn né rökstyðja á nokkurn máta. í Morgunblaðinu birtist síðan svargrein frá frjáls- íþróttamanni sem lýsti furðu sinni yfir þessum skrifum. Krafðist hann þess að ákveðin nöfn yrðu nefnd í þessu sambandi svo að saklausir lægju ekki undir grun. Þessu svaraði sundmaðurinn á þann veg að þau ummæli sem eftir honum voru höfð í DV væru að meira og minna leyti misskilin og rangtúlk- uð. Síðan hefur þetta leiðindamál verið orðum aukið stig af stigi, nær eingöngu í DV, en önnur blöð ein- ungis verið vettvangur þeirra sem reynt hafa að svara óhróðrinum. En það er erfitt að slást við skugga. Æsifregnimar hafa enn sem komið er enga áþreifanlega undirstöðu. „Fréttirnar" byggja á um- mælum manna, oft rangtúlkuðum, um að þeir hafi heyrt eitt og annað hjá hinum og þessum og þar fram eftir götum, án þess að nöfn séu nefnd. Og þar með liggja allir íþróttamenn undir grun. Þá fyrst kastaði þó tólfunum þegar fréttir, um að handknatt- leiksmenn hefðu tekið inn örvandi lyf í ein 7 ár og að knattspyrnumenn væru einnig sekir í þessum efnum, birtust í DV á fimmtudaginn. Þessi umræða er ekki málefnaleg. Hún er lág- kúruleg og stórlega varasöm. Tilhæfulausar sögu- sagnir og munnmæli eru færð í fréttabúning með sölusjónarmið blaðs að leiðarljósi. Hver er til- gangurinn með að sá frjókornum efa og tortryggni í huga lesandans? Við megum aldrei gleyma því að það er æði stór hópur fólks, sérstaklega ungs fólks, sem lítur upp til þessa íþróttafólks okkar og tekur það sér til fyrir- myndar. íþróttafólkið sýnir okkur hinum hverjum árangri hægt er að ná með þrotlausri ástundun, elju og þolinmæði. Þetta sama fólk sætir nú þungum ásökunum sem eru þannig fram settar að mönnum vefst tunga um tönn. Menn verða að gera sér grein fyrir því að sá blettur sem fellur á ímynd þessa fólks í huga almennings verður ekki svo auðveldlega út- máður né aftur tekinn. Lítil klausa á íþróttasíðu þess efnis að um mistúlkun hafi verið að ræða fer fram hjá þorra manna. Eftir situr í vitundinni feita letrið, æsifregnin, þótt tilhæfulaus sé. Um þetta höfum við allt of mörg sorgleg dæmi á undanförnum árum. Látum staðreyndirnar tala sínu máli. Á flestum mótum, smáum sem stórum, eru keppendur lyfja- prófaðir. íslenskt íþróttafólk hefur aldrei verið stað- ið að því, enn sem komið er, að nota hormónalyf sér til framdráttar. Það hefur látið sér nægja þá orku sem í því sjálfu býr. Sú orka hefur oftlega nægt til þess að koma nafni íslands í heimsfréttirnar. - Já, skelfing getur moldin rokið í logninu. B.V.B. „Sök bítur sekan“ — Svar til Jón Sigurðarsonar frá Ystafelli „Og slitin og forn eru föt mín og Ijót, að flíka þeim lengur ég skeyti ekki hót. “ Þannig lætur þjóðskáldið, Stephan G. Stephansson, Ingjald í Hergilsey svara Berki hinum digra forðum, þegar hann sótti að Ingjaldi með ofurefli liðs og hót- aði honum limlestingum eða líf- láti nema hann framseldi skjól- stæðing sinn, Gísla Súrsson. Svipuð orð vildi ég gera að mínum sem svar við hótunum þínum í lok greinar þinnar, „Skynsemi og sleggjudómar“, sem birtist í Degi fyrir nokkru. Þú vitnar þar í símtal sem þú áttir við mig nokkru áður. Reiður varstu þá, og mér sýnist að lítt hafi þér runnið reiðin ennþá. Það skyldi þó aldrei vera, að sök bíti sekan? En verst finnst mér þó, að í grein þinni örli nokkuð á oflát- ungshætti og jafnvel hroka, og það þykir mér alltaf fara ungum mönnum illa. Aldrei hefur mér dottið í hug að þú mættir ekki hafa þínar eig- in skoðanir á álveri við Eyja- fjörð. Og það ætla ég að biðja Hólmfríði frænku þína að athuga líka, um leið og ég þakka henni fyrir greinina í Degi, og fyrir ötula baráttu kvennaframboðsins á Akureyri gegn þessum vágesti. Ekki af ótuktarskap Það er sárt að sjá á eftir ungum og efnilegum í dauðann, en það getur þó verið enn sárara að horfa á eftir þeim til glötunar eða óhæfuverka. Það er satt, að ég trúði fréttaflutningi fjölmiðla um þátt þinn og tillöguflutning í þessu álmáli. Enda var ekki ástæða til annars, því að ekki hafðir þú gert neina tilraun til að leiðrétta þá túlkun, sem þér hefði þó verið í lófa lagið, ef þú hefðir séð ástæðu til þess. En það skyldi þó aldrei vera, að þér hafi ekki verið eins leitt og þú lætur, að hægt væri að túlka mál þitt á fleira en einn veg? En það verð ég að segja þér í trún- aði, að ég hef alltaf haft and- styggð á þeim sem leika tveim skjöldum og eru hvergi heilir. Það getur vel verið, að dóm- greind mín og skynsemi sé ekki upp á marga fiska - um það er ég ekki fær að dæma, því að fáir geta verið dómarar í eigin sök. Enda hlaut ég ekki aðra menntun en farskóla fyrir fermingu og síð- an tveggja vetra nám í Lauga- skóla. Þar voru þá að vísu af- burða kennarar, svo sem Leifur Ásgeirsson síðar prófessor, ein- hver allra vandaðasti maður sem ég hef kynnst, Þorgeir Svein- bjarnarson frá Efstabæ, Páll H. Jónsson, og fleiri. Við nemendur frá þessum tíma stöndum í eilífri þakkarskuld við þessa kennara fyrir þá andlegu og félagslegu uppbyggingu sem þeir veittu okkur. En ég vil afbiðja mér þá hugs- un þína að grein mín hafi verið skrifuð af ótuktarskap í þinn garð. Eðli mitt og upplag er þannig að ég hef alltaf trúað á hina gróandi jörð og reynt að rétta því veika, fátæka og smáa hjálparhönd, hafi ég komið því við - en lítt skriðið eða smjaðrað fyrir höfðingjum, eða þeim sem teldu sig vera það. Allt mælir gegn álveri Mér sárnaði meira en lítið að þú skyldir láta kumpána eins og t.d. Halldór Blöndal, koma þeirri flugu í munn þér, að samvinnu- menn á Akureyri færu að biðja um álver við Eyjafjörð. Mér finnst að ekki þurfi neina meðal- skynsemi eða dómgreind til að sjá að óvíða muni vera verri land- fræðilegar aðstæður til að setja niður álver en þar. Enda hafa flestar athuganir bent í sömu átt. Hvergi er veðursæld meiri eða búskapur með meiri blóma en þar. Alls kyns úrvinnsla og iðn- aður úr landbúnaðar- og sjávar- afurðum er þar ríkuleg, og á þó vonandi fyrir sér að vaxa að mun. Ánægjulegt hefur verið að heyra í fjölmiðlum að undanförnu, að Iðnaðardeild Sambandsins hefur gert stóra samninga, bæði við Sovétmenn og Bandaríkjamenn um sölu á ullar- og skinnavöru. Þar munu margar íslenskar hend- ur fá atvinnu á næstunni. Það getur vel verið að það verði flokkað undir þingeyskt mont, en ég er þeirrar skoðunar að íslendingar séu alltof vel gefn- ir og menntaðir til að standa um eilífð við útlenda álpotta og skara þar með stórum járnkrókum í glóðirnar - rétt eins og sagt var að fordæmdar sálir gerðu forðum hjá myrkrahöfðingjanum sjálf- um. Ég get heldur ekki séð, að þeir samningar sem gerðir hafa verið um orkusölu til erlendrar stóriðju hingað til séu á þann veg, að þeir sem að þeim hafa staðið þurfi að geipa mikið af frammistöðu sinni. Og lítið finnst mér hafa orðið úr upphlaupi Guðmundar G. Þórarinssonar í fyrravetur í orkusölumálum. Því mun ekki þurfa mikla skynsemi eða dóm- greind til að sjá að varla þurfi að tíunda stóriðju við Eyjafjörð á næstunni, ef bíða á eftir hagstæð- um orkusölusamningum. Losaðu þig undan áhrifavaldi illra afla Ég hafði alltaf talið þig í hópi okkar náttúruverndarmanna, og þeirra sem unna hinni gróandi jörð, eins og þú áttir uppruna til, og ég ætla að vona, eftir sjálfs þín sögn, að þú verðir þar áfram. En þá mátt þú heldur ekki vera að nudda þér utan í innlenda eða út- lenda hrægamma, sem bíða þess í ofvæni, að bráð reki á fjörur þeirra þar sem þeir geti á sem auðveldastan hátt matað gogginn. Og gáðu að því að þeir lykta margir illa, þessir fuglar. Ég held að þú ættir að losa þig sem fyrst undan áhrifavaldi þeirra, hverjir sem þeir reynast vera, sem um alla þræði halda að tjaídabaki og kippa síðan í spott- ana. Og að lokum vil ég segja við þig, Jón minn, og samvinnufólk við Eyjafjörð: Verið heil og sönn í orði og athöfnum og villið ekki á ykkur heimildir, því í hinni helgu bók stendur: „Vei, yður, þér hræsnarar.“ En bregðist þið á örlagastund, þá hygg ég að einu gildi á hvorum staðnum þið skar- ið í glóðirnar. Grænavatni, 31. mars 1984 Sigurður Þórisson. Tveir meistarar - Gylfi Þórhallsson t.h. nýbakaður Norðurlandsmeistari í skák afhendir Kára Elísyni nýbökuðum Akureyrarmeistara í skák, sigurlaunin. Gylfi var handhafi Akureyrarmeistaratitilsins árið 1983. Mynd: ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.