Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 9. apríl 1984 9. apríl 1984 - DAGUR - 7 Akureyrarmót í kraftlyftingum Víkingurfór létt með Hialta Kári Elíson sigraði enn einu sinni í stigakeppninni Viðureign Víkings „Heim- skautabangsa“ Traustasonar og Hjalta Úrsusar Árnason- ar á Akureyrarmótinu í kraftlyftingum verður iengi í minnum höfð. Fyrir það fyrsta er langt síðan svo stór- ir og sterk-ir menn hafa háð jafn spennandi keppni á Ak- ureyrarmóti. I öðru lagi náðu báðir mjög góðum ár- angri og síðast en ekki síst þá vann „Bangsinn“ keppn- ina við „Dísel powerið“ sem gefur vissulega góð heit fyrir Akureyringa fyrir íslands- mótið í kraftlyftingum sem haldið verður í Reykjavík í lok mánaðarins. Það er langt síðan Akureyrar- mótið í kraftlyftingum hefur ver- ið jafn vel mannað og raunin var á um helgina. AIls tóku þátt 12 keppendur og í stigakeppni mótsins bar enn einu sinni Kári Elíson sigur úr býtum. Að þessu sinni eftir geysilega harða og jafna keppni við Víking Trausta- son. Þrátt fyrir hina jöfnu og skemmtilegu keppni, var aðeins sett eitt Akureyrarmet á mótinu en það setti Víkingur Traustason í bekkpressu, 182,5 kg. Margar góðar tilraunir voru gerðar við met á mótinu en engin þó betri en íslandsmetstilraun Kára EIí- sonar í réttstöðulyftu. Af sinni alkunnu seiglu fór Kári upp með 260 kg - nýtt íslandsmet en missti síðan þyngdina úr greipum sér. í 75 kg flokki vakti Heiðar Björnsson mikla athygli fyrir góða bekkpressu en Heiðar er nýbyrjaður keppni og keppir fyr- ir Akureyri, þrátt fyrir að hann sé búsettur í Reykjavík. Þjálfari hans er hinn góðkunni lyftinga- maður Sverrir Hjaltason sem nú keppir fyrir ÍBA en vegna sam- skiptaörðugleika hafa hvorki Sverrir né Heiðar getað æft hjá KR-ingum í Jakabóli. Sverrir átti ágætt „Come back“ á þessu móti en meiddist þó í réttstöðu- lyftu. Annar keppandi sem vakti mikla athygli á mótinu var Magn- ús Magnússon frá Seyðisfirði sem keppti sem gestur, en hann gerði sér lítið fyrir og fór upp með 535 kg samanlagt á sínu fýrsta móti. Þegar á heildina er litið mega Akureyringar vel við una. Þeir áttu þrjá fyrst menn í stigakeppn- inni en Hjalti Úrsus Árnason - ein helsta framtíðarvon íslend- inga í kraftlyftingum varð í fjórða sæti. Reyndar átti Hjalti möguleika á að sigra Víking í samanlögðu en vegna mistaka fór nýtt íslandsmet unglinga í rétt- stöðulyftu, 332.5 kg ekki upp. Hlaðið var vitlaust á stöngina þannig að Hjalti fékk aukatil- raunir - en aflið var á þrotum.- ESE. 99 Við migum báðir - segir Garðar Gíslason lyftingamaður CC Víkingur Traustason í hnébeygju - vann öruggan sigur á Hjalta Úrsus Arnasyni. Mynd: KGA. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessum ásökunum,“ sagði Garðar Gíslason Iyft- ingamaður um þær ásakanir að þeir bræður hafí haft rangt við er þeir voru settir í Iyfjapróf í Stokkhóhni á dögunum í al- þjóðlegu lyftingamóti þar. DV skýrði frá því í síðustu viku að talið væri að annar tví- burabróðirinn hefði pissað í glas fyrir þá báða, en lýfjaprófin fara þannig fram að viðkomandi eru látnir skila þvagsýni sem síðan er sent til rannsóknar. „Við migum báðir og skiljum ekkert í þessu,“ sagði Garðar. „Það voru tveir læknar yfir manni á meðan maður var að míga í glasið. Strax og ég var búinn að míga fór ég í næsta herbergi þar sem ég var látinn fylla út pappíra og Gylfi var að míga fyrir tvo lækna í hinu herberginu á meðan. Þessar ásakanir eru því beinlínis hlægilegar.“ - Á móti um helgina sem fram fór í Stokkhólmi náði Gylfi Gíslason lágmarki því sem al- þjóða Lyftingasambandið hefur sett fyrir Olympiuleikana í Los Angeles. Hann lyfti 140 kg í snörun, jafnhattaði 180 kg og var Kári Elíson hrósaði enn einum sigri. Mynd: - ESE. Hnébeygja Bekkpressa Réttstöðulyfta Samtals Kári Elíson, KA 67.5 220 150 240 610 Heiðar Björnsson, KA 75 150 110 180 440 Freyr Aðalsteinsson, Þór 82.5 230 145 265 640 Sverrir Hjaltason, KA 82.5 220 140 240 600 Magnás Magnússon, UÍA 90 210 110 215 535 Flosi Jónsson, KA 90 237.5 145 257.5 640 Eiríkur St. Eiríksson. KA 90 200 92.5 200 492.5 Jóhannes Hjálmarsson, Þór 100 225 130 265 620 Bragi Konráðsson, KA110 165 85 225 475 VíkingurTraustason, Þór 125 310 182.5 310 802.5 Hjalti Árnason, KR125 300 172.5 300 772.5 Helgi Eðvarðsson, Þór 125 230 115 225 570 Margirfengu „flug ferð“ í Höllinni! „Þetta var að mörgu leyti mjög gott mót, það sáust skemmti- lega útfærð brögð og nokkrir af keppendum ÍBA sýndu afar skemmtileg tilþrif á þann hátt að kasta andstæðingum sínum í gólfíð,“ sagði Þorsteinn Hjaltason en hann var móts- stjóri á Aprflmóti Júdóráðs Akureyrar sem fram fór um helgina. Þar var keppt í 9 flokkum og voru 55 keppendur víðs vegar af landinu mættir til leiks. Keppt var í 7 karlaflokkum og tveimur flokkum stúlkna. í léttasta flokknum sem júdómenn kalla dvergvigt sigraði Eyþór Hilmars- son Ármanni, annar varð Hauk- ur Garðarsson Ármanni og Gunnlaugur Sigurjónsson ÍBA þriðji. Baldur Stefánsson ÍBA sýndi mikil tilþrif í lágvigt mikla tækni og „grýtti" andstæðingum sínum út um allt gólf. Annar var Júlíus Sigurðsson UMFG og Tryggvi Hreinsson ÍBA þriðji. Elías Bjarnason Armanni sigr- aði í léttvigt og þar varð Trausti Harðarson ÍBA annar. Bróðir hans, Arnar Harðarson ÍVA sigr- aði hins vegar í hávigt og stóð sig afburða vel. Árni Ólafsson frá Egilsstöðum sigraði í úrslitum í þrekvigt því Golfklúbbur Akureyrar: Mikil groska i starfseminni Það er víst ekki ofsögum sagt að í veðurblíðunni að undan- fömu voru kylfíngar komnir í viðbragðsstöðu og sumir betur en það. Stjórn Golf- klúbbs Akureyrar hefur held- ur ekki setið auðum höndum eins og fréttatilkynning sem blaðinu hefur borist frá stjórninni ber með sér. Birtist hún hér á eftir nokkuð stytt. Eins og lög gera ráð fyrir var kjörin ný stjórn fyrir Golfklúbb Akurcyrar síðastliðiö haust. Þessi stjórn er skipuö eftirtöldu fólki: Formaður: Gísli Bragi Hjartarson. Varaformaður: Árni Jónsson. Gjaldkeri: Kristín Pálsdóttir. Rit- ari: Sigbjörn Gunnarsson. Form. forgjafamefndar: Jón Steinbergs- son. Form. vallarncfndar: Birgir Bjömsson. Form. kappleikja- ncfndar: Smári Garðarsson. Vara- menn: Inga Magnúsdóttir, I’áll Pálsson og Kagnar Lár. Stjórnin skipaði síðan í liinar ýmsu nefndir, samkvæmt lögum. Formenn þeirra eru þessir: Húsncfnd: Sigurður Stefánsson. Nýliðanefnd: Einar Guðnason. Fjáröllunarnefnd: Gunnar Sólncs. Unglinganefnd: Sverrir Páll. Aga- nefnd: Sigurður G. Ringsted. Skemmtinefnd: Herdís Ingvadótt- ir. Á næsta ári, þ.e.a.s. árið 1985 verður Gollklúbbur Akureyrar 50 ára, en hann var stofnaður árið 1935. Verður þá væntanlega mikið uni dýrðir hjá kylfingum á Akur- eyri og reyndar víðar af landinu, en landsmót Golfsambands Is- lands verður haldið á Jaðarsvellin- um það ár. Eins og flestum er kunnugt, þá er Jaðarsvöllurinn annar völlurinn á landinu sem er að fuliri stærð, þ.e.a.s. 18 holur, en hinn er Grafarholtsvöllur Golf- klúbbs Reykjavíkur. í vetur hefur verið unnið mjög vel við hina glæsilegu nýbyggingu við golfskálann að Jaðri. Hefur þar verið að verki harðsnúið lið undir öruggri stjórn Sigurðar Stef- ánssonar. Hillir nú undir það, að hægt verði að taka nýbygginguna í notkun strax á þessu ári. Stefnt er að því að aðstaða kylfínga varð- andi golfáhöld þeirra verði stór- bætt frá því sem verið hefur, en marga hefur sárlega vantað geymslur undir þau. Er nú hafin smíði fleiri skápa og verða þeir vonandi komnir í gagnið í tíma. Hvað sjálfan völlinn varðar, þá er mikil vinna framundan, þó margt hafí verið unnið og vel á undanförnum árum. Mörgum þyk- ir það ótrúlegt að svo fámennur klúbbur sem Golfklúbbur Akur- eyrar er, skuli hafa komið upp 18 holu golfvelli, en klúbburinn hefur verið svo heppinn í gegnum árin, að hafa í forsvari framsýna dugn- aðarmenn og auk þess hcfur hann notið góðvildar þeirra sem til hef- ur verið leitað með margs konar aðstoð. Stjórn GA gerir sér Ijóst að mik- ið er ennþá óunnið, margra ára starf til að koma vellinum og um- hverfi hans í viðunandi horf. Það var ekki á hvers manns færi að taka við vallarnefndarformennsk- unni af Frimanni Gunnlaugssyni og því var annar vel sjóaður félags- og íþróttafrömuður valinn til starfans, þ.e. Birgir Björnsson. Lögð heftir verið fram starfsáætl- un fyrir sumarið og er hún lengra mál en svo, að unnt sé að greina frá henni á þcssum vettvangi. Þess má þó geta, að sl. haust var kíl- dregið í margar brautir vallarins og gert við ræsi í þeirri von að losna mætti við bleytu þá sem er til leið- inda og óþurftar á sumum svæðum. Væntanlega verða tcknar í notk- un nú í vor nýjar tcigmerkingar, nýstárlegar í hæsta máta. Á teig- merkjunum verður liinum ýmsu aðilum gcfínn kostur á að auglýsa vöru sína cða þjónustu, en slíkar teigmcrkingar hafa þcgar verið teknar í notkun syðra. Á teig- merkjunum verða ennfremur teikningar af hverri braut fyrir sig, svo kylfíngar, (ókunnugir), eigi auðveldara mcð að átta sig á legu brauta og þcim hindrunum sem á vegi þeirra kunna að vcrða. Vonast er til, að þau fyrirtæki sem til verður leitað með auglýs- ingar taki nýbreytninni vel og noti tækifærið til að fá sérstæðar aug- lýsingar. 24. til 25. febrúar síðastliðinn var þing Golfsambands íslands haldið í Borgarnesi. Þangað fóru fimm fulltrúar Golfklúbbs Akur- eyrar og tóku virkan þátt í störfum þingsins. Samkæmt upplýsingum Gísla Braga, formanns GA var vel unnið á þessu þingi. Mörg mál voru rædd og afgreidd, en mest bar á forgjafarmálinu svonefnda, en um sl. áramót tóku gildi nýjar forgjafarreglur sem í framkvæmd eru nokkru flóknari en cldri reglur. Ennfrenuir voru á þinginu ræddar nýjar leikreglur sem vænt- anlega taka gildi nú í vor, cn and- stætt við forgjafarreglurnar munu þær einfalda leikinn og útfærslu hans. Fulltrúar GA á þinginu buðust til að halda næsta golfþing hér á Akureyri að ári, i tilefni af aftnæl- inu sem áður er getið, en endan- legt svar stjórnar GSÍ hcfur ckki borist. Fulltrúar GA gátu þess, að þingið í Borga/nesi hefði verið heimamönnum þar til mikils sóma og aðbúnaður allur til mikillar fyrirmyndar. Stjórn Gollklúbbs Akureyrar er sammála um það, að lcggja beri áherslu á unglinga og nýliðastarfíö innan klúbbsins. Mun því verða lögð áhersla á að kynna golfíþrótt- ina almenningi. Kylfíngar hafa nú fengið inniæfíngaaðstöðu í nýju íþróttahöllinni. Þar hcfur verið komið upp neti til að taka við liolt- unum og mottum til að slá þá af. Hinn góðkunni kylfíngur Arni Jónsson hcfur boðist til þess að vera á staðnum frá kl. 20 til 22 á fimmtiidögum til að byrja með, én einnig cr fólki vclkomið að hafa samband við hann, ef það á ekki kost á áðurgreindum tíma. Sverrir Páll, formaður unglinga- ncfndar hefur fengið tvo af efni- legustu kylfíngum okkar, þá Bald- ur Svcinbjörnsson og lléðinn Gunnarsson til að lciðbcina ungl- ingum á iímanum kl. 16 til 18 á miövikudögum og cr þess að vænta, að áhugasamir notfæri sér þessa þjónustu. Golfklúbhur Akureyrar væntir þess að sem flestir sýni þessari við- leitni áhuga og kynni sér það sem golfíþróttin hefur uppá aö bjóða. Eins og getið var uiii í upphafí, þá hefur golfíþróltin það fram yfír flcstar aðrar íþróttagreinar, að hana er hægt aö stunda með ár- angri á öllum aldursskciðiim. í golfíþróttinni sameinast æska og elli, þar er ekkcrt kynslóðahil. Gylfi náði Olympiumarkinu. því með 320 kg samanlagt. Hans besti árangur og hann var mjög nálægt því að lyfta 145 kg í snörun. Garðar keppti í 100 kg flokki. Hann lyfti 145 kg í snörun og 175 kg í jafnhöttun eða samtals 320. Garðar hefur áður náð alþjóða lágmarkinu í 100 kg flokki. Garðar sagði að þeir bestu æfðu nú með Evrópukeppnina í huga en hún fer fram á Spáni eftir 3 vikur. „Það háir okkur hins vegar mjög mikið að við höfum ekki fengið nema helming af þeim styrk frá Olympiunefnd sem við áttum að fá og erum því fremur auralitlir.“ Jafntefli á Húsavík Jón Ó Óðinsson ÍBA sem glímdi við hann til úrslita meiddist og hætti keppni. í tröllvigtinni sem var flokkur þeirra þyngstu sigraði Sigurður Sverrisson frá Egils- stöðum. f þyngri flokki stúlknanna, +60 kg sigraði Líneik Sævars- dóttir frá Egilsstöðum, en í -60 kg flokki Kristín Snæþórsdóttir einnig frá Egilsstöðum. „Það var lítið að marka þenn- an leik því aðstæður til að leika knattspyrnu voru alls engar,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir æfingaleik Völsungs og KA á Húsavík um helgina. Hávaðarok var á meðan leikurinn stóð yfir og var erfitt fyrir leikmenn liðanna að sýna nokkuð af viti við þær aðstæður. Úrslitin 0:0 og má segja að rokið hafi verið sigurvegari leiksins. KA liðið heldur nú í vikunni utan og mun liðið verða í æfinga- búðum í Ipswich í Englandi í 10 daga. Er ekki að efa að þeir dag- ar munu koma sér vel fyrir liðið sem undirbýr sig nú af krafti fyrir keppnina í 1. deild í sumar. Hörkukeppni Nonnu og Guðrúnar Hörkukeppni er í bikarmótum Skíðasambands íslands í kvennaflokki og berjast þær Nanna Leifsdóttir og Guðrún H. Kristjánsdóttir mikilli bar- áttu um sigur í Bikarkeppn- inni. Um helgina var keppt í svigi og stórsvigi á Dalvík og eftir þær keppnir er staðan þannig að Guðrún H. hefur 4ra stiga for- skot á Nönnu. Þær voru jafnar að heildarstigum eftir stórsvig- keppnina á laugardag en í gær er keppt var í sviginu mátti Nanna gera sér 3. sætið að góðu og Guðrún tók þá forustuna aftur. Á laugardag var keppt í stór- svigi sem fyrr sagði og þá sigraði Nanna Leifsdsóttir á 113,81 sek. Tinna Traustadóttir varð önnur á 115,35 og Guðrún H. Kristjáns- dóttir fékk þriðja sætið á 117,18 sek. Hjá körlunum urðu úrslitin í stórsviginu þau að Daníel Hilm- arsson frá Dalvík var öruggur sig- urvegari á tímanum 120,10. Ann- ar varð Guðmundur Jóhannesson frá ísafirði á 122,86 og Árni Grétar Árnason frá Húsavík þriðji á 124,72 sek. í gær var það svo svigið. í kvennaflokki sigraði Signe Viðarsdóttir á 120,46 sek. Guð- rún H. Kristjánsdóttir önnur á 121,01 og Nanna Leifsdóttir þriðja á 121,17 sek. Ekki þarf að taka það fram að allar eru þessar stúlkur frá Akureyri. í svigkeppni karlanna sigr- aði Guðmundur Jóhannesson frá ísafirði sem fékk tímann 130,37 sek. Annar varð Sveinn Aðalgeirsson Húsavík á 135,06 og þriðji Tryggvi Þorsteinsson Reykjavík á 136,08. Nú líður óðum að Landsmóti skíðafólksins en það verður háð í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Þar munu úrslit væntan- lega ráðast í hinni hörðu keppni Nönnu Leifsdóttur og Guðrúnar H. Kristjánsdóttur og í bikar- mótum Skíðasambandsins í göngu þar sem hörkukeppni er á milli Gottliebs Konráðssonar frá Ólafsfirði og Einars Ólafssonar frá ísafirði en þeir félagar eru jafnir að stigum í bikarmótunum í vetur. Skíði: Öldunga- mót í Hlíð- arfjalli Öldungameistaramót íslands í skíðaíþróttum verður háð á Akureyri um næstu helgi. Þar munu keppendur sem komnir eru yfír þrítugt mæta til lciks og sýna listir sínar í brekkunum. Þetta er fjórða árið í röð sem þetta mót er haldið en til þess var upphaflega stofnað að frumkvæði Akureyringa. Keppt verður í öllum alpagreinum og einnig í göngu og er ekki að efa að inargir gamlir jaxlar sem nú eru hættir keppni en kunna sitthvað fyrir sér í brekkunum ennþá munu þar sýna snilldartilþrif. KAnáði ser ekki 1 st>9 Þriðji hluti keppni 4 neðstu liðanna í 1. deild handboltans var háður um helgina. Áhugi fyrir þessari keppni mun vera af skornum skammti enda úrslitin þegar ráðin. Haukar og KA fallnir í 2. deild og KR og Þróttur sigla lygnan sjó. Úrslit leikjanna um helgina urðu þessi: KA - Haukar 26:27 KR - Þróttur 20:20 KA - Þróttur 23:28 KR - Haukar 23:15 KA - KR 12:20 Þróttur - Haukar 28:23 Völsungur bikar- meistari Stelpurnar í blakliði Völsungs bættu enn ein- um sigrinum í safn sitt um helgina er þær unnu Bikarkeppni Blaksambands Islands. Til úrsiita léku VöLsungur og Breiðablik og byrjuðu Breiðabliksstúlkurnar með miklum látum. Þær unnu fyrstu hrinuna en síðan ekki söguna meir. Völsungsstúlkurnar sýndu þá að það var cngin tilviljun að þær unnu íslands- meistaratitil, þær snéru blaðinu við og tryggðu sér sigur í þrcmur næstu hrinunt og bikarinn þar með. Sannarlega glæsilegur ár- angur hjá þeim. 1-X-2 Úrslitaröðin á getraunaseðli síðustu helgar varð sem hér segir: A. Villa - Coventry 1 Liyerpool - W-Ham 1 Luton - Everton 2 Man. Utd. - Birmingham 1 Norwich - Watford 1 N. For. - WBA 1 Sunderland - Tottenham X Wolves - Notts C. 2 Brighton - Grimsby 1 Chelsca - Fulham 1 Derby - C. Palace 1 Swansea - Man. City 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.