Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -13. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nú um þessar mundir stendur yfir árleg skoðun ökutækja, bæði reiðhjóla svo og bíla. Viss áhugi er meðal barna að fá skoðun á sitt ökutæki en hjá þeim fullorðnu er þetta heldur meira mál og einnig spurn- ing um peninga. Það er einu sinni svo að það er dýrt að eiga bíl á ís- landi og því er það allt of algengt að menn dragi það í lengstu lög að láta skoða bíla sína sem og að láta gera við það er aflaga hefur farið frá síðustu skoðun. Því miður eru þeir allt of margir sem láta sig það litlu varða í hvaða ásigkomulagi ökutæki þeirra er nema rétt daginn sem skoðun fer fram. Ljósastilling sem er bráðnauðsynleg er oft ekki framkvæmd fyrr en á vorin því bílar fá ekki skoðun nema sýnt sé fram á að beir Auknar skyndi- skúdamr btfreiða hafi verið ljósastilltir frá því að síðasta skammdegis- tímabil hófst. Skiptir þá ekki máli hvort það hefur verið gert að hausti í upp- hafi skammdegis eða í apríl-maí þegar ljósanotkun fer að minnka. Vonandi verður ráðin bót á þessu ef frumvarp sem komið hefur fram um skyldunotkun öku- ljósa allan sólarhringinn nær fram að ganga. Þá verður væntanlega gengið harðar fram í því að bílar verði ljósastilltir. Sú breyting hefur nú orð- ið á að eigi ber skylda til að láta skoða ökutæki fyrstu tvö árin eftir nýskráningu. Að vissu leyti er þarna ör- ugglega um hagræðingu að ræða en því miður eru til dæmi sem sýna að ársgaml- ir bílar hafa stundum ekki fengið skoðun vegna bilana sem fram hafa komið í ör- yggisbúnaði bifreiðanna. Á meðan slík dæmi koma upp er full ástæða til að fylgjast vel með þeim ökutækjum sem ekki eru skoðunar- skyld. Umferðarþunginn á íslenskum vegum er orðinn það mikill að þörf er fyllsta öryggis og eftirlits, það gildir í þessu tilviki sem oft- ar hið fornkveðna að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann. Skyndiskoðanir þyrfti að framkvæma í mun meira mæli en nú er gert. Slíkar aðgerðir hvetja ökumenn til að halda öryggisbúnaði ökutækja sinna í lagi því aldrei er að vita hvenær röðin kemur að þeim. Þess- ar skyndiskoðanir yrðu líka til þess að fækka ólöglegum bílum í umferð og minnka þá hættu sem stafar af van- búnum og ljóslausum öku- tækjum. Bílar eru orðnir jafn nauðsynleg farartæki í nútímaþjóðfélagi og hest- urinn var áður en þá verður að umgangast með meiri varkárni en hestana — því þeir eru mun mannskæðari. Á.M. Helgina 23.-25. mars var hald- in síðasta af þremur stórhátíð- um Samvinnuskólans. Það var sönglagakeppnin Bifrovision. Hún einkenndist af fjöri og góðri stemmningu meðal nem- enda og gesta þeirra. Undirbúning hátíðarinnar annast hljómsveit skólans og sviðsnefnd sem skipuð er 5 nemendum. Nemendur 1 eða fleiri sam- an velja sér lög og æfa þau upp með hljómsveitinni. Einnig velja þeir sér umboðsmenn sem auglýsa þá upp og kynna þá svo á sjálfri hátíðinni. Um- boðsmenn hengja upp vegg- spjöld fremja gjörninga og auglýsa í útvarpi (útvarp Bifröst) og blöðum til að leggja áherslu á hver sé besti keppandinn. Mikil leynd hvílir yfir æf- ingum fyrir hátíðina. Á keppnisdag vita því fæstir aðr- ir en keppendur og hljómsveit hverjir keppa eða hvaða lög eru sungin. Lagavalið er afar fjölbreytt. Sem dæmi má nefna lög í ár eins og „Krókó- dílamaðurinn,‘ (Megas/Ikar- us) og „Komdu í húllahopp“ (H.L.H.). Meðan verið var að telja hvernig atkvæði áhorfenda féllu hlýddu menn á Goða'nn frá Draghálsi kveða rímur. Þá voru einnig krýnd spákóngur og spádrottning. Það eru þau sem spáð hafa í flesta af hinu kyninu yfir veturinn. Með Bifrovision keppninni má segja að hinu geysiöfluga félagsstarfi sem einkennir skólann ljúki að mestu en við taka helv.... lokaprófin. Sólrún Hámundardóttir slær í gegn, Sveinbjörn Beinteinsson kveður rímur. Billi og Balli syngja um hin 39 forhertu kaupfélög.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.