Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 7
13. apríl 1984 - DAGUR - 7 „Fjöldinn var stœrsta vanda- málið“ Stjáni Grant lætur Iíða úr sér. son sem áttu þátt í skipulagningu Torfærujeppi Sigurðar Baldurssonar á skriðbeltum. Sjónvarpið átti sína fulltrúa á staðnum. Þórarinn Agústsson myndatökumaður. Frá Hermanni Sveinbjörnssyni, ritsjóra Dags, sem staddur var á móti vélsleðamanna: „Sá sem hefur ekki reynt stórhríðina elskar ekki sólina. Það er verið að aga okkur hart og þetta er alltaf að gerast þegar vélsleðamenn eru á vetrarferðum. Það ber bara ekki eins á því eins og nú þegar svo margir eru saman komnir,“ sagði Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á stofnfundi Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna í Nýjadal á mánudagskvöld. Þá var ýmislegt búið að ganga á hjá þeim 260-70 sem mættu til móts vélsleðamanna. Menn höfðu týnst og lent í hrakningum en félagsskapurinn var stofnaður og að margra mati mjög brýnt að svo varð. Þessi ferð var lærdómsrík að fjölmörgu leyti og með til- komu þessa félags aukast líkurnar á að gagnlegar upplýsingar komist á framfæri til þeirra sem ferðast á vélsleðum á vetrum. Það var á föstudagsmorgun sem Akureyringar komu saman til að leggja á Öxnadalsheiðinni vélsleða sína og snjóbíla, veður gott, sól og blíða. Þegar komið var á heiðina voru tækin tekin af flutningabílum og lagt af stað upp á Nýjabæjarfjall. Nokkrir voru á skíðum aftan í snjóbílunum og vélsleðunum og ferðin inn að Laugafelli gekk mjög vel. Þar fóru sumir í bað og síðan var brun- að inn í Nýjadal í glampandi sól. Ferðafélagsskálarnir voru þéttsetnir svo vægt sé að orði komist. Menn þurftu að þrí- og jafnvel fjórmenna í tveggja manna kojum. Á laugardag var komið snarvitlaust veður, sá vart út úr augum og menn héldu sig inni við. Mótið var sett með pomp og prakt og félagar úr Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri héldu fyrirlestra um vetrarferðalög og ýmislegt það sem þeim við kemur. Um kvöldið var kvöldvaka með gítarspili og söng. Veður var afleitt til ferðalaga á sunnudagsmorgun, en þó var hugur í mönnum að komast til byggða. Fyrsti hópurinn sem í voru Suður-Þingeyingar fór rétt fyrir hádegi og síðan Iögðu hóp- arnir af stað hver af öðrum í austur-, norður-, vestur- og suðurátt. Veðrið snarversnaði þegar leið á daginn og sleðarnir fóru að bila vegna kraps og fleira. Hóparnir riðluðust og menn voru orðnir hálfvilltir þegar ákveðið var að snúa við. Má segja að töluverð heppni hafi verið með mönnum að komast til skálanna á ný. Þegar farið var að kanna hverjir hefðu skilað sér kom í ljós að Suður-Þingeyingarnir höfðu haldið áfram og menn hafa síðan fengið fregnir af því í hvaða hrakningum þeir lentu. Leiðangurs- menn í Nýjadal vissu hins vegar að eins af þeim sem lögðu af stað í átt til Sigöldu var saknað og sást síðast til hans ekki langt frá Nýjadal. Leit var strax skipulögð og leitað langt fram á nótt og síðan aftur í bítið á mánudagsmorgun. Þrátt fyrir góð tæki sem voru snjóbílar björgunarsveitanna á Akureyri og vélsleðar gekk leitin ótrúlega erfiðlega og menn voru mjög hraktir og slæptir. Um hádegisbil kom Sunnlendingurinn sem saknað var í leitirnar - eða öllu heldur hann renndi upp að skálunum og hafði látið fyrirberast skammt frá þeim um nóttina. Hann sá ekki blysin sem skotið var upp né til leitarmanna með ljós sín enda var skyggnið nánast ekki neitt. Eftir að í ljós kom að engin slys höfðu orðið á mönnum léttist andrúmsloftið í skálun- um en þar voru þá um 100 manns. Haldin var önnur kvöldvaka og létt yfir fólki þrátt fyrir að farið væri að ganga á nestið hjá sumum. Heldur var vistin í skálunum orðin ónotaleg vegna sagga og bleytu og voru menn því fegnir þegar ákveðið var að leggja af stað á þriðjudagsmorgun en þá var stytt upp. Veðurspá var þó áfram slæm og því hröðuðu menn för sem frekast var unnt. Mjög gekk á eldsneytisbirgðirnar þegar leitað var og komu snjóbílar frá Sigöldu til móts við norðanmenn með aukabensín. Heimferð- in gekk vel hjá öllum og menn voru reynslunni ríkari. Þegar er farið að hugsa fyrir næsta móti að ári en líklega eru menn þó sammála um að óráðlegt sé að stefna svo mörgu fólki inn á mitt hálendið. Rétt er þó að geta þess að langflestir voru mjög vel útbúnir til vetrarferða. Það sem olli fyrst og fremst erf- iðleikum var hversu fjölmennið var mikið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.