Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR GJAFIR í MIKLU ÚRVAL! GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 16. apríl 1984 46. tölublað Innbrotið í Hljóm- ver er upplyst! „Okkur tókst um helgína að upplýsa innbrotið sem framið var í verslunina Hljómver í júlí 1982 og erum að sjálfsögðu ánægðir með það," sagði Ófeigur Baldursson rannsókn- arlögreglumaður á Akureyri í samtali við Dag í morgun. Innbrot þetta vakti talsverða athygli á sínum tíma. Þjófurinn fór inn í fyrirtækið BTB sem er í sama húsi og Hljómver og þaðan komst hann inn í Hljómver. í>ar stal hann talsverðu magni af hljómflutningstækjum og olli auk þess nokkrum skemmdum á hús- næði fyrirtækisins. Til þess að koma þýfinu undan notaði hann bifreið Hljómvers sem var inni í bílskúr fyrirtækis- ins. Hann hlóð þýfinu í bifreiðina og ók bifreiðinni síðan af krafti í gegnum bílskúrshurðina. Mikil leit var gerð að bifreið- inni á sínum tíma en hún var vandlega merkt fyrirtækinu. Bár- ust lögreglunni ábendingar um að bifreiðin hefði sést í Reykjavík. Ekki reyndist svo vera því hún fannst í sjónum við Akureyri, hafði verið ekið fram af Sverris- bryggju. Að sögn Ófeigs Baldurssonar rannsóknarlögreglumanns var bifreiðin talsvert skemmd, og skemmdir á henni og annað tjón sem þjófurinn olli nemur hundr- uð þúsundum króna á verðlagi í dag. Þjófurinn sem játaði um helgina hefur ekki komið við sögu lögreglunnar á Akureyri áður. Þess má að lokum geta að á sínum tíma sat maður í gæslu- varðhaldi vegna þessa máls. Sá hafði komið þarna að um nótt- ina, farið inn í Hljómver í slóð fyrri þjófsins og stal sá síðari einu hljómflutningstæki. gk-. „Guð al- máttugur ræour ferð- íí inni - bls. 2 Náttúru- nefnd Akureyrar - bls. 4 Lágmórk- unum verður ekki breytt - sjá íþróttir í opnu Rúnar Gunnarsson og Baldur EUertsson skála í bjór fyrir „Bauknum". Mynd: GS. „Við gefum öllum frítt á Baukinn" - Tvær bjórstofur verða opnaðar á Akureyri á miðvikudaginn „Við bjóðum öllum bæjarbú- um frítt á Baukinn frá 18-20 á miðvikudaginn, því þá opnum við hér bjórstofu undir því nafni og auk þess á H-100 fiinin ára afmæli," sögðu þeir Rúnar Gunnarsson og Baldur EUertsson, eigendur 11-100, í samtaU við Dag. Já, Akureyringar geta upplifað kráarstemmninguna á miðviku- dagskvöldið, því þá opna H-100 og Sjallinn bjórstofur. Við sögðum frá ákvörðun Sjalla- manna á föstudaginn, en vissum ekki um hvað til stóð í H-100. „Það er langt síðan þetta var ákveðið hjá okkur og við höfum grun um að þeir Sjallamenn hafi brugðið við skjótt þegar þeir fréttu hvað til stóð," sögðu þeir Baldur og Rúnar. Þeir hafa inn- réttað hluta af 1. hæð veitinga- staðarins í sveitakráarstíl og það er ekki að vita nema Hallbjörn kántríkóngur troði þar upp fyrsta kvöldið. Kráin heitir „Baukur- inn", en ölstofur með því nafni voru eitt sinn við lýði á Akureyri. Að vísu verður bjórbollan ekki drukkin úr baukum, heldur hefð- bundnum bjórkönnum. En á staðnum verður tveggja lítra baukur fullur af bjórbollu og þeir sem geta slokrað í sig úr honum í einni lotu verða verðlaunaðir. Baukurinn verðUr opinn í hádeg- inu um helgar og öll kvöld vik- unnar. Og sem sagt, það er öllum boðið í afmælisveislu upp á öl og snittur á miðvikudaginn frá kl. 18-20. - GS Gunnar og Haraldur keypíu byggingar BTB við Glerár- gótu Gunnar Haraldsson, bflasali, og Haraldur sonur hans, hafa fest kaup á húseignum Byggingavöruverslunar Tómasar Björnssonar við Glerárgötu. Samningar voru undirritaðir á fimmtudagskvöldið og mun bíla- sala þeirra feðga taka til starfa í hluta húsnæðisins strax í byrjun næsta mánaðar. Alls er húsnæðið sem þeir keyptu um 1.700 fer- metrar að gólffleti; á jarðhæð Glerárgötu 34 og í bakhúsum. „Það er óákveðið hvernig við nýtum þetta húsnæði, en ég reikna þó með að verslunin Skemman verði þarna til húsa, jafnframt því sem fjölskyldan verður líklega með ýmiss konar verslunarrekstur á verslunarhæð- inni sem snýr að Glerárgötu," sagði Haraldur Gunnarsson í stuttu spjalli við Dag. Hann gat þess jafnframt, að ráðamenn byggingavöruverslunarinnar ættu að rýma aðra timburgeymsluna strax fyrir bílasöluna, en verslun- arhæðina við Glerárgötu eiga þeir að rýma í október í haust. Byggingavöruverslun Tómasar Björnssonár verður flutt með starfsemi sína út fyrir Lónsbrú, þar sem þegar stendur fullbúin myndarleg skemma. Önnur jafn stór kemur til með að rísa þar í sumar. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.