Dagur - 09.05.1984, Síða 3
9. maí 1984 - DAGUR - 3
Hópurínn fyrir framan Dag
it| f . 1
Wr*m ■ 1
■ 1
Nemendur
úr Öxarfirði
í heimsókn
„Við tökum okkur einn dag í
það að fara í fyrirtæki hér á
Akureyri og kynna okkur
starfsemi þeirra,“ sagði Aðal-
björn Gunnlaugsson kennari
í Lundi í Öxarfirði, en hann
kom í heimsókn á Dag ásamt
fjölmennum hópi nemenda
sinna.
Það voru unglingar úr 7., 8. og
9. bekk sem voru í þessari
skoðunar- og kynnisferð og voru
fjölmörg fyrirtæki heimsótt.
Hópurinn kom tii Akureyrar á
fimmtudagskvöld og var þá ýmist
farið í leikhús eða kvikmynda-
hús, en föstudagurinn var tekinn
snemma. Hópnum, sem var 27
nemendur, var skipt í tvennt og
var síðan farið í heimsóknir til
Iðnaðardeildar Sambandsins,
Kaupfélags Eyfirðinga, Sana,
RÚVAK, Slippstöðvarinnar,
Lindu, Útgerðarfélags Akureyr-
inga og að sjálfsögðu á Dag.
Þetta voru kátir krakkar sem
senn ljúka vetrarsetu í Lundi og
við tekur sumarvinna. Og að
sjálfsögðu standa þeir krakkanna
sem eru að útskrifast úr 9. bekk
frammi fyrir því að taka ákvörð-
un um frekara nám eða atvinnu.
Við þökkum þeim fyrir heim-
sóknina. gk-.
Lækningastofa
Hef opnað lækningastofu að Bjargi, Bugðusíðu 1,
Akureyri.
Tímapöntunum veitt móttaka í síma 26888 alla virka daga
kl. 8.00-15.30.
Tilvísanir frá heimilislækni óþarfar.
Geir Friðgeirsson, læknir
Sérgrein: Barnalækningar.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
Breyting
á opnunartíma
Þeir sem erindi eiga á skrifstofu Samvinnutrygg-
inga g.t. á Akureyri, eru vinsamlegast beðnir að
athuga, að skrifstofan er opin frá klukkan 8.00 til
16.00 frá 15 maí til 1. september.
Um leið og við vonum að þessi breyting valdi eng-
um óþægindum, óskum við öllum gleðilegs
sumars.
Samvinnutryggingar g.t.
Vátryggingadeild KEA
Skipagötu 18, Akureyri.
í kvöld:
Jazz í Sam-
komuhúsinu
Jazzáhugamenn ættu ekki að
vera mjög fjarri Samkomuhús-
6 ára
tónlistar-
menn
Fimmtudaginn 10. maí verða
tónleikar á vegum Tónlistarskól-
ans á Akureyri í Akureyrarkirkju
og hefjast þeir kl. 20.30. Flytj-
endur verða nemendur strengja-
deildar skólans, sem leika samspils
og kammerverk, auk þess sem
fram kemur yngri strengjasveit
skólans. Yngstu flytjendur eru sex
ára gamlir. Aðgangur ókeypis.
inu á Akureyri í kvöld því þá
fara þar fram jazztónleikar á
vegum jazzdeildar Tónlistar-
skólans á Akureyri.
Á tónleikunum koma fram
margar hljómsveitir, s.s. stór-
hljómsveit eða „big band“, dixie-
landhljómsveit og margar fleiri.
Þess má geta að þessar hljóm-
sveitir skemmtu á Sæluviku Skag-
firðinga á Sauðárkróki á dögun-
um og gerðu stormandi lukku.
Mun í framhaldi af því vera von
á fjölmennum hópi Skagfirðinga
á tónleikana í kvöld.
Tónleikarnir eru sem fyrr sagði
í Samkomuhúsinu og hefjast þeir
kl. 20.30.
Sundnámskeið
fyrir 6 ára börn og eldri hefjast í Sundlaug Akur-
eyrar 28. maí og 20. júní nk. Innritun í síma
23260.
Sundlaug Akureyrar.
Sundlaugin
á Syðra-Laugalandi
verður opin í sumar sem hér segir:
Sunnudaga frá kl. 14.00-16.00.
Mánudaga frá kl. 20.30-22.30. Kvennatímar.
Þriðjudaga frá kl. 20.30-22.30.
Fimmtudaga frá kl. 20.30-22.30.
Laugarvörður.
T
Ti
ILBOÐ! 1ILBOÐ!
Vorum að taka upp
hvítar blómapottahlífar
2 stærðir á tilboðsverði
Minni: 10 cm hár x 12 cm víður 50 kr.
Stærrí: 12 cm hár x 14 cm víður 60 kr.
Vorum einnig að taka upp úrval
af búsáhöldum ýmiss konar.
Járn & glervörudeild.