Dagur - 09.05.1984, Page 12
wm.
ÞJONUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
SamkVæmt upplýsingum
Vinnumiðlunarskrifstofunnar
á Akureyri voru 216 skráðir at-
vinnulausir á Akureyri síðasta
dag aprílmánaðar, 116 karlar
og 100 konur.
í apríl voru skráðir 3.468 heilir
atvinnuleysisdagar, sem svarar til
þess að 165 hafi verið atvinnulaus-
ir allan mánuðinn. í apríl var
gefið út 481 atvinnuleysisbóta-
vottorð með samtals 3.572 heil-
um bótadögum.
Hvaða
leikari
fær
styrkinn?
Leikari hjá Leikfélagi Akur-
eyrar mun hljóta styrk úr
Minningarsjóði um frú Stefan-
íu Guðmundsdóttur en styrkur
þessi verður veittur að aflok-
inni sýningu á Kardemommu-
bænum nk. föstudagskvöld.
Minningarsjóður þessi var
stofnaður af Poui Reumert og
Önnu Borg á sínum tíma og hef-
ur verið veitt úr honum árlega.
Leikari hjá Leikfélagi Akur-
eyrar hefur aldrei áður hlotið
þennan styrk, en nafn leikarans
og styrkupphæðin sem hann
hlýtur eru leyndarmál þar til á
föstudagskvöld. Varaformaður
sjóðsstjórnarinnar, Þorsteinn
Gunnarsson mun afhenda
styrkinn.
Sýningar LA á Kardemommu-
bænum hafa gengið mjög vel að
undanförnu, uppselt hefur verið
á flestar sýningar en sýningin á
föstudagskvöld verður sú 16. í
röðinni.
Bæjarráð Akureyran
Könnuð verði haq-
kvæmni glerverksmiðju
Bæjarráð Akureyrar hefur lagt
til að Framkvæmdasjóður Ak-
ureyrar taki þátt í hagkvæmn-
isathugun vegna byggingar
glerverksmiðju, þ.e. fyrirtæki
til framleiðslu á glerumbúðum.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
sendi bæjarráði bréf þessa efnis
á dögunum. í bréfinu kom fram
það mat Iðnþróunarfélagsins að
full ástæða væri til þess að kanna
forsendur fyrir slíkri verksmiðju.
Borist hefur tilboð frá Iðntækni-
stofnun íslands í slíka athugun
sem yrði unnin í samvinnu við
Iðnþróunarfélagið.
Stjórn Iðnþróunarfélagsins
óskaði því eftir að Kaupfélag
Eyfirðinga og Framkvæmdasjóð-
ur Akureyrar tækju að sér að
kosta umrædda athugun sem yrði
jafnframt eign umræddra aðila.
Heildarkostnaður við þessa at-
hugun er talinn vera á bilinu 400-
500 þúsund krónur og eru líkur á
að unnt verði að fjármagna 40%
þess kostnaðar með áhættuláni
frá iðnaðarráðuneytinu.
Bæjarráð Akureyrar hefur því
lagt til að Framkvæmdasjóður
Akureyrar taki þátt í kostnaði
við þessa athugun, og verði sú
þátttaka bundin við að sam-
komulag náist við iðnaðarráðu-
neytið og Kaupfélag Eyfirðinga.
gk--
Afrakstur veiðiferðarinnar - Þessi trillukarl var nýkominn að er blaðamaður
Dags hitti hann við höfnina á Grenivík. Aflinn var fremur lítill enda slæmt í
sjóinn á miðunum en sá guli hefur heldur ekki geflð sig sem skyldi að undan-
fömu. Mynd: ESE.
Akureyri:
Háskólakennsla
í sjónmáli?
Nefnd sú sem skipuð var m.a.
til að kanna möguleikana á
kennslu á háskólastigi á Akur-
eyri mun ganga á fund mennta-
málaráðherra í þessari viku og
afhenda tillögur sínar og grein-
argerð.
Nefndin var skipuð af Ingvari
Gíslasyni, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, 27. maí 1982, til
þess að gera tillögur um hvernig
vinna mætti að því að efla Akur-
eyri sem miðstöð mennta og vís-
inda utan höfuðborgarsvæðisins.
Nefndin hefur því fjallað um
menningar- og skólamál í víðu
samhengi og meðal þess sem lagt
mun til, er að tekin verði upp
kennsla á háskólastigi á Akureyri
í tölvufræðum og hugsanlega í
öðrum greinum eins fljótt og
kostur er. - ESE.
350 þús. söfn-
uðust á Akureyri
„Þetta er dálítið taugastríð að
| bíða eftir árangri söfnunarinn-
ar, en miðað við árangurinn
hér í bænum er ég hæfilega
bjartsýnn,“ sagði Hörður Þór-
leifsson tannlæluiir á Akureyri
í samtali við Dag er við rædd-
um við hann um árangur
söfnunar Lionsmanna „Átak
til sjónverndar“ sem fram fór
um helgina.
Það voru Lionsmenn á svæði
109-B sem stóðu að söfnuninni,
en það svæði nær frá Hvalfirði,
vestur og norður um til Langa-
ness.
Söfnunin er eins og margoft
hefur komið fram í fjölmiðlum í
þeim tilgangi að safna fé til kaupa
á tækjum fyrir Augnlækninga-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
„Söfnunin á sunnudag hér á
Akureyri nemur um 350 þúsund
krónum rúmlega og þá eru ekki
meðtalin bein framlög og stuðn-
ingur fyrirtækja þannig að það
eru margir lausir endar ennþá,“
sagði Hörður.
- Hvað kosta þau tæki sem þið
eruð að safna fyrir?
„Ég reikna með að við þurfum
að safna eitthvað yfir 2 milljón-
um króna til þess að eiga fyrir
kostnaði og því sem þessi tæki
kosta,“ sagði Hörður og sagði að
línurnar myndu ekki skýrast
verulega fyrr en í næstu viku
hvað varðar árangur söfnunar-
innar það sem af er. gk-.
„Þið fáið blíðskaparveð-
ur á Norðurlandi næstu
daga, jafnvel alveg fram
á sunnudag,“ sagði
veðurfræðingur á Veður-
stofunni í morgun.
Hann sagði að það
yrði hæg sunnan og suð-
vestanátt næstu daga og
mjög hlýtt. Gæti vel far-
ið svo að hiti færi í 20
stig, t.d. á föstudag.
# Borgað fyrir
gott númer
í hugum sumra hefur það
verið nokkurt „stöðutákn“ að
hafa sem allra lægst skrá-
setningarnúmer á bifreið
sinni, og eru tii ótal margar
sögur um menn sem hafa
jreitt háar fjárhæðir fyrir slík
númer. Það mun einnig vera
eitthvað um að slík númer
gangi í erfðir. Við heyrðum
eina sögu um það frá kunn-
ingja S&S að nýlega hafi
maður nokkur fellt hug til
skrásetningarnúmers sem
annar átti og var um „fallegt“
tveggja stafa númer að ræða.
Sá sem átti númerið frétti
þetta og bauð hinum að selja
honum númerið og bifreið-
ina og skyldi hann síðan fá
bifreiðina aftur sem gjöf.
Munu samningar um þetta
hafa tekist. Hvað ætli menn
vilji greiða fyrir Trabant með
skrásetningarnúmerið
R-68471 eða A-6149?
# Ævilangur
vændis-
samningur
Konur á „krúttmagakvöldi“ í
Sjallanum um síðustu helgi
munu hafa stofnað þar form-
lega „karlavinafélag“, en
fregnum af því fylgir hins
vegar ekki nánar útlistuð
stefnuskrá. Konur hafa hins
vegar fengist við að skil-
greina stofnun þá sem nefn-
ist hjónaband og mun sú skil-
greining að það væri „ævi-
langur vændissamningur“
hafa hlotið einna bestan
hljómgrunn. - Ekki er víst að
allir vilji túlka þetta á sama
veg og hætt er við að karl-
rembusvinin líti öðrum aug-
um á þessa skilgreiningu en
kvenfólk þótt þeir séu að
öðru leyti samþykkir henni.
Þau sömu „svín“ segja einn-
ig að hjónabandið sé eini
fangeisisdómur yfir karl-
mönnum sem þeir geti ekki
fengið styttan með góðri
hegðun.
# Olympíu-
hugsjónin
Þá hafa Sovétmenn tilkynnt
að þeir muni ekki mæta á Ol-
ympíuleikana í Los Angeles
í sumar og hætt er við að
„leppþjóðir“ þeírra í A.-
Evrópu muni fara að dæmi
þeirra. Eitthvað voru Sovét-
menn að tala um að Olympíu-
hugsjónin væri ekki virt i
greinargerð sinni í gær og
sýnist nú mörgum sem
grjótkast úr glerhúsi sé hafið.
Ætli það sé samkvæmt
gömlu góðu Olympíuhugsjón-
inni að taka börn 6-9 ára og
loka þau af frá venjulegu líf-
erni og ala þau síðan sem at-
vinnumenn til þess að geta
fengið út á þau gullverðlaun
á Olympíuleikum síðar?