Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 3
14. maí 1984 - DAGUR - 3 Olga vegna leigu SVFR á Blöndu Laxinn í Blöndu: „Hann tekur stund- um í síðumar“ - Við höfum ekkert verið að ergja okkur yfír þessu. Því var einróma hafnað í félaginu hjá okkur að fara í samkrull með peningavaldinu úr Reykjavík, sagði Brynjar Pálsson, hjá Stangaveiðifélagi Sauðárkróks er blaðamaður Dags ræddi við hann. Að sögn Brynjars þá buðu þeir ásamt Blönduósingum 670 þús- und krónur í Blöndu eða sama verð og í fyrra. - Það er rétt að við heyrðum ekkert meira í landeigendum fyrr en þeir sögðu okkur að búið væri að leigja SVFR ána og það var ekki staðið við að halda þann fund sem þó var búið að lofa, sagði Brynjar. - Veist þú hvort SVFR-menn hyggjast hefja fluguveiði til vegs og virðingar í Blöndu? - Þeir hafa það á stefnuskrá sinni að stunda fluguveiði en í þessu tilviki held ég að það gangi ekki. - Er þetta ekki bara „húkk“? - Nei, en laxinn í Blöndu tekur misjafnlega. Hann tekur stundum í síðurnar, sagði Brynj- ar Pálsson. - ESE „Engin klassisk fluguveiði strax“ — segir Sturla Þórðarson á Blönduósi - Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en við vorum bún- ir að eiga fund með landeig- endum þar sem við staðfestum tilboð okkar. Það var svo ákveðið að fresta fundi um hálfan mánuð en það kom aldrei til þess að sá fundur yrði haldinn. Landeigendur til- kynntu okkur að þeir hefðu náð betri samningum annars staðar. Þetta sagði Sturla Þórðarson, formaður Stangaveiðifélags Blönduóss er blaðamaður Dags spurði hann með hvaða hætti hefði verið staðið að leigu Blöndu. Sturla sagði að það hefði vissu- lega verið mikil ólga meðal manna en síðan hefðu Blönduós- ingar náð samkomulagi við SVFR um leigu á helmingi þeirra stanga sem leyfðar eru í ánni. - Ég vil taka það skýrt fram að það er enginn ágreiningur milli okkar og SVFR-manna. Þeir eru leigutakar árinnar og við kaupum af þeim helming veiðileyfa fyrir 440 þúsund krónur, sagði Sturla Þórðarson. - Hyggist þið þá hefja flugu- veiði í Blöndu? - Við skulum vona að það komi að því þó ég búist ekki við því að það verði í sumar. A.m.k. ekki þessi klassiska fluguveiði. Hitt er svo annað sem menn kannski vita ekki að það hefur verið veitt á flugu í Blöndu. Það hefur gerst í silungsveiðinni á haustin. - Þegar áin er tærari? - Já, það byggist á því. - En ætla SVFR-menn að semja sig að siðum heimamanna? - Ég býst við því. Við höfum meiri reynslu af þessum veiði- skap en þeir. - ESE Fyrirtækin yfirbjóða laxveiðiárnar: „Veiða á kostn- að skattborgara“ - Það er að verða ómögu- legt fyrir einstaklinga að komast í bestu árnar með sportveiði að leiðarljósi. Fyrirtækin eru búin að sprengja verðið upp úr öllu valdi þannig að menn verða að hafa sig alla við ef þeir ætla að hafa eitthvað upp í kostnað. Þetta sagði stangveiðimaður nokkur t' samtali við Dag sem vildi vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur í leigu laxveiði- áa á síðustu árum. - Það er af sem áður var að menn gætu verið í þessu sports- ins vegna. í dag halda bændur uppboð á veiðileyfum og það stefnir í það að dagurinn í bestu ánum kosti milli 20 og 30 þús- und krónur. Það eru fyrirtækin sem sprengja verðið upp. Þetta er ekkert mál fyrir stórfyrirtæki. Þau einfaldlega yfirbjóða ein- staklinga og veiða svo á kostnað skattborgara. Leigan er sett sem risna í bókhaldinu og því frádráttarbær frá skatti, sagði þessi viðmælandi okkar. - ESE Líttu inn í Grýtu Nýkomnar vörur frá boduri Lóðasláttur Skjólstæðingar okkar munu á komandi sumri taka að sér slátt lóða við fjölbýlishús eins og þeir hafa gert nú í nokkur ár. Þeir sem áhuga hafa á slíkri þjónustu fá allar upp- lýsingar um verð og fyrirkomulag með því að hringja í síma 21755 eða 24836 virka daga milli kl. 08.00 og 17.00. Við tökum við pöntunum til 20. þ.m. og bendum fyrri viðskiptavinum okkar á að þeir þurfa að endurnýja eldri verksamninga óski þeir áfram- haldandi viðskipta. Vistheimilið Solborg. Til viðskiptamanna í tilefni af komandi sumri höfum við tekið upp breyttan opnunartíma, sem gilda mun til 1. sept- ember nk. Opið verður frá kl. 8.30 til 16.00. ATH. að opið verður í hádeginu. Almennar tryggingar hf. Ráðhústorgi 1, Brunabótafélag íslands g.t. Glerárgötu 24, Sjóvá hf. Glerárgötu 20. Erum að taka upp falleg stígvél á mjög hagstæðu verði. Litir: Blátt, rautt og svart. Stærðir: 31-42. Verð kr. 245,- Barnastígvél Litir: Rautt og blátt. Stærðir 24-32. Verð kr. 215,- Eigum einnig létt öryggisstígvél með stáltá og stálplötu í sóla. Tilvalið fyrir iðnaðarmenn. Stærðir 41^t4. Verð kr. 910,- SKIPAÞJÓNUSTAN HF. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT10 SÍUI (96)24715-21797 ■ P.O. BOX614 • AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.