Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. maí 1984 Aðalfundum Kaupfélags Húnvetninga og Sölufélagsins nýlokið: „Síðastliðið ár var bænd- um erfítt og ástandið hjá þeim mörgum er uggvæn- legt, þó rétt megi vera að þeir hafí staðið sig vel mið- að við aðstæður,“ sagði Arni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blöndu- ósi, í samtali við Dag. Aðalfundur Kaupfélags Hún- vetninga á Blönduósi var haldinn í síðustu viku. í félaginu eru 10 félagsdeildir með 804 félögum. 52 fulltrúar þeirra sátu aðalfund- inn, sem haidinn var á Hótel Blönduósi. Taprekstur I ársreikningum félagsins kom fram, að verulegt tap var á rekstri félagsins á liðnu ári, samtals tæp- lega 4 m.kr. Hver er ástæðan? „t*essi rekstrarhalli á sér tvær meginorsakir," svaraði Árni. „í fyrsta lagi jókst vaxtabyrðin verulega á síðastliðnu ári, sem m.a. stafar af auknum vörubirgð- um og vaxandi viðskiptaskuldum bænda. I öðru lagi ganga smærri verslunardeildir okkar ekki nægi- lega vel, þær eru ekki nægilega stórar til að geta borið sig.“ - Nú hafa önnur kaupfélög verið með sína aðalfundi að undanförnu, t.d. Kaupfélag Skagfirðinga, sem sýndi nokkurn hagnað. Standa húnvetnskir bændur ver að vígi en þeir skag- firsku? „Ég hygg að ástandið hjá hún- 33 Milliliðagróðinn er ekki hjá okkur“ - Tapreksturinn verður að stöðva, segir vetnskum bændum sé heilt yfir verra en í Eyjafirði t.d., þó ástandið sé sambærilegt við það sem er hjá Skagfirðingum. En þess ber að gæta við samanburð á reikningum okkar og Kaupfé- lags Skagfirðinga, að við fórum eftir nýjum afskriftarreglum, sem gera tapið meira heldur en það hefði orðið samkvæmt gömlu reglunum. Kaupfélag Skagfirð- inga fór hins vegar eftir gömlu reglunum við uppsetningu á sínu uppgjöri. Pað breytir ekki því, að afkoma félagsins okkar á árinu er óviðunandi. Pað verður að stöðva tapreksturinn.“ - Hvernig ætlið þið að bregð- ast við vandanum? „Sannleikurinn er sá, að við erum að borga með rekstrarfénu sem við erum að lána bændunum að nokkrum hluta. Þannig tók- um við á síðastliðnu ári vísitölu- tryggð lán, sem við síðan urðum að endurlána með venjulegum vöxtum. Á þessu er verulegur munur, ætli vaxtatapið hjá okkur vegna þessa hafi ekki verið á aðra milljón kr. Önnur kaupfélög, Arni S. Jóhannsson, samlagi og sláturhúsi. Aðalfund- ur Sölufélagsins er einnig nýaf- staðinn og Árni var spurður um afkomuna þar. „Afkoman er skikkanleg. Það vantar 3,2% upp á verði á dilka- kjöti, en að öðru leyti höfum við skilað grundvallarverði til bænda. Hins vegar hefur verið mjög erfið afkoma í mjólkursam- laginu. Þar vantar okkur 22,3% af því sem við eigum að skila bændum, þannig að „milliliða- gróðinn" er að minnsta kosti ekki hjá okkur. - Hvað veldur þessu? „Skökk verðlagning fyrst og fremst, það er of lítil álagning á þær vinnsluvörur sem við erum að framleiða. Þetta er viðurkennt og vitað mál og þannig hefur það verið lengi. sem byggja afkomu sína á við- skiptum við bændur, hafa svip- aða sögu að segja, t.d. Kaupfélag Borgfirðinga og væntanlega einn- ig Kaupfélag Rangæinga og Kaupfélag V.-Skaftfellinga. Þetta hefur leitt til þess, að við neyðumst til að stöðva skulda- söfnun einstakra viðskiptamanna og í því hef ég verið að baxa þessar vikurnar. Þarna blasir verulegt vandamál við bændum, sem margir hverjir lenda í veru- legum vandræðum við að leysa út sinn áburð. Ég veit ekki hvaða ráð þeir hafa, en ég treysti mér ekki til að lána áburð til margra ára. Félagið stendur hreinlega ekki undir því, þar sem viðkom- andi bændur eru margir þegar búnir að eyða stærstum hluta af væntanlegu innleggi á þessu ári. En það þarf fleira til. Það er markvisst unnið að endurskipu- lagningu þeirra deilda sem ekki hafa skilað eðlilegri afkomu. Þannig erum við þegar búnir að loka einni verslun á Blönduósi og við munum halda áfram endur- bótum á rekstrinum. Einnig veit- um við ýmiskonar þjónustu sem við borgum með, t.d. erum við með áætlunarferðir einu sinni í viku í sveitirnar með fóður og annan varning. Það stendur hreinlega ekki undir sér, en þeg- ar á herðir vilja menn ekki missa þessa þjónustu og helst ekki að hún hækki heldur. Hins vegar verða félagsmenn að horfast í augu við þá staðreynd, að þjón- ustu verður að selja á kostnaðar- verði, þegar til lengri tíma er litið, því annarsgetur farið illa,“ sagði Árni. Samlagið í erfíðleikum Arni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri. í nánum tengslum við Kaupfélag kaupfélagsstjóri Um 20% af okkar mjólk er seld sem neysluvara, nýmjólk, súrmjólk og annað slíkt. Af- gangurinn fer í vinnslu, aðallega á undanrennudufti og smjöri, og verðlagningin á þeim afurðum er endaleysa. Ég get nefnt sem dæmi, að ef við hefðum framleitt og selt neyslumjólk úr þeim 4 m.l sem við fáum, þá hefðu brúttó- tekjur samlagsins orðið 25 m.kr. Ef við hefðum hins vegar fram- leitt úr þeim smjör og undan- rennuduft hefðu brúttótekjurnar orðið 11 m. kr. Hefðum við svo gert jógúrt úr öllu saman hefðu brúttótekjurnar orðið 160 m. kr. Það hljóta allir að sjá að þetta er vitlaus verðlagning, sem verður að leiðrétta,“ sagði Árni S. Jóhannsson í lok samtals- ins. Húnvetninga á Blönduósi er ^ Björn Magnússon í Hólakoti, formaður Kaupfélags Hnnvetninga, setnr JmÍé^um^rekTtu^TmjólkS- adalfund felagsms.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.