Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-14. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þjóðhagslegt gildi landbúnaðar Landbúnaðarmál vom sérmál síðasta aðalfundar Kaupfélags Eyfirðinga. Þar var samþykkt ályktun og kveður þar nokkuð við annan tón en þá hjárænu sem í síbylju kveður við frá frjálshyggjumönnum og íhaldsgaurum á mölinni í Reykjavík, sem eiga þó allt sitt undir þessari og öðrum undirstöðuatvinnu- greinum þessa lands. í ályktuninni segir að meðal þróaðra þjóða sé hvarvetna lögð höfuðáhersla á öfl- uga innlenda matvælaframleiðslu sem eina af for- sendum sjálfstæðis og öryggis hvers lands. Ná- grannaþjóðimar hafi talið rétt að vemda landbúnað sinn með margvíslegum aðgerðum og greiða niður búvöruverð til neytenda. Ekki geti tálist raunhæft að íslendingar skeri sig úr hvað þetta varði. „Því telur fundurinn að sú umræða um landbún- aðarmál, sem að undanfömu hefur borið hæst í fjöl- miðlum og á hinu háa Alþingi sé á villigötum. Þessi umrseða hefur einkennst af yfirboðum um það hvemig skera má landbúnaðarframleiðsluna sem mest niður á sem.skemmstum tíma og órökstudd- um fuHyrðingum um háan vinnslu- og dreifingar- kostnað. í þessa umræðu skortir veigamikil rök til þess að hægt sé að marka þá stefnu sem landi og þjóð er fyrir bestu. Ekki má líta á landbúnaðinn sem einkamál bænda og vinnslustöðva þeirra, því aug- ljóst er að skyndilegur samdráttur í búvörufram- leiðslu nú muni valda verulegu atvinnuleysi og því koma enn þyngra niður á þéttbýli en dreifbýli. Til að meta þessi áhrif af raunsæi þarf að safna upplýsing- um, t.d. um starfsmannafjölda og verðmætamynd- un í búvöruiðnaði. Því skorar fundurinn á ríkisstjómina að láta nú þegar gera löngu ákveðna úttekt á þjóðhagslegu gildi landbúnaðarins. Með niðurstöður slíkrar úttekt- ar að leiðarljósi þurfa þeir sem málið varðar, neyt- endur, starfsfólk í búvöruiðnaði og bændur, að taka höndum saman og marka ábyrga og öfgalausa stefnu um framtíð landbúnaðar á íslandi, þannig að þörfum markaðarins verði mætt sem best á hverj- um tíma.“ Þannig hljóðaði ályktunin sem samþykkt var á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga, þar sem saman voru komnir fulltrúar bæði framleiðenda og neyt- enda. Þetta er í samræmi við það sem Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjómarfundi á Akureyri fyrir nokkru. Hann taldi nauðsynlegt að draga svo úr landbúnað- arframleiðslu að útflutningur væri óþarfur, en mikill samdráttur í hefðbundnum landbúnaði myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, ef ekki yrði hug- að að annarri framleiðslu í staðinn. Steingrímur sagði að landbúnaðarframleiðslan þyrfti að full- nægja sem næst okkar eigin þörfum. Endurskoðxm í landbúnaðarstefnunni verður að miðast við að þjóðhagslegt gildi landbúnaðar og búvöruiðnaðar verði sem mest. Sleggjudómar mega þar hvergi koma nærri. Jökuldals- ævintýrið í fjölmiðlum að undanförnu hef- ur „vélsleðamótið" svonefnda, sem efnt var til í Jökuldal í byrj- un apríl sl., verið títtnefnt og all- mikið um það fjallað. Hefur þar sitthvað komið fram, misjafnt að gæðum. En besta framlagið var ágæt mynd, sem sýnd var í sjón- varpi (í þættinum Kastljósi) að kvöldi föstudagsins 13. apríl. f*ar sást glögglega hvernig aðstæð- urnar höfðu raunverulega verið fyrir þann allt of stóra hóp manna, sem safnast hafði í Jökul- dal í þeim æsta veðraham, sem þá gekk yfir á þessum slóðum. Parna voru ýmsir hætt komnir og mikil mildi að ekki fór verr. í blaðaviðtölum við leiðangurs- menn getur að líta fyrirsagnir eins og þessar: „Hröpuðu 40 metra með snjóflóðinu“, „Við vorum heppnir að sleppa lif- andi“, „Missti allar neglur við að grafa mig upp“, „Við vorum hcppnir að sleppa lifandi“, Ég týndi báðum hópunum“ (Dagur 11.4.). Síðan eru lýsingar á því sem gjörðist í raun og veru. Um- fangsmikil leit var gjörð að leið- angursmönnum, þegar dróst úr hömlu að þeir kæmu til byggða, en vegna hins vonda veðurs reyndist hún örðug og kom ekki til með að orka fullkomlega því sem ætlað var. Þegar svo þessum ósköpum linnti og allir vélsleðamenn voru komnir til byggða misjafnlega á sig komnir að vonum, fóru fjöl- miðlar fljótt af stað til að afla fréttamatar og fá fram álit ýmissa á þessu ævintýri. Á meðal þess er í Degi (frá 15. apríl) birt stutt viðtal við Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags Islands þar sem hann segir: „Mitt álit á þessari ferð vélsleðamanna upp á hálendið um síðustu helgi, er að þeir hafi beinlínis boðið hættunni heim á atburðum eins og áttu sér stað. Það er ekkert vit í því að stefna hundruðum manna upp á hálendið á þessum tíma þegar allra veðra er von.“ Þetta er mjög eðlileg umsögn manns í stöðu Hannesar Haf- stein, varðandi þetta fyrirbæri. En hún virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem mæla ofdirfskuævintýrinu í Jökuldal bót, þvert ofan í staðreyndir - viðurkenna jafnvel ekki að neitt hafi orðið að, utan það að veðrið brást vonum. í Dag þann 18. apríl ritar Hörður Þór Karlsson grein, sem er „athugasemd vegna ummæla Hannesar Hafstein". Þar stendur m.a.: „Hannes lætur að síðustu hafa eftir sér eitthvað á þá leið að vonandi verði þetta mönnum þörf lexía. Eins og ég drap á hér fyrr, þá þekki ég af eigin reynslu, að menn þeir, sem stóðu fyrir þessu móti eru vel dómbærir á þessa hluti og vita vel hvað þeir eru að gera, og hvorki Hannes Hafstein né aðrir þurfa að vanda um við þá eins og smábörn, né kveða upp yfir þeim einhvern Salómonsdóm.“. Það var og. Eru vélsleðamenn þá hafnir yfir alla gagnrýni? Það virðist svo. í lesendahorni Dags þann 25. apríl lætur einhver G. Jónsd. ljós sitt skína þar sem hún for- dæmir þá gagnrýni, sem fram hefur komið á nefnda hálendis- reisu þeirra vélsleðamanna, og segir m.a. að „ekki sé hægt að hlusta á að verið sé að blása slíkt upp sem einhvern glannaskap“. „Þessir menn eru öruggari í óveðri á fjöllum uppi, en ég og þú í umferðinni í miðbænum. Og svo tekur framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands undir þessa gagnrýni fjölmiðla. Mér finnst að það hefði staðið honum nær að taka annan pól í hæðina." - Þannig taka þau tvö, sem hér hefa verið nefnd, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélagsins sem smábarn á kné sér og veita hon- um hirtingu fyrir að segja eins og honum bjó í brjósti. Og efalaust vildu margir vera með þeim í slíkri aðför, því að þau eru mörg dæmin úr þjóðlífinu um það hversu mikilsverð ábyrgðarstörf eru lítilsvirt af fjölda fólks og þeir sem þeim gegna oft ásakaðir harðlega og dæmdir án minnstu raka. En hvað hefði verið sagt ef maður í stöðu Hannesar Hafstein hefði lagt blessun sína yfir þessa ofdirfskuferð í Jökuldal - hrósað hetjum framtaksins? Hætt er við að honum hefði verið hallmælt allsterklega fyrir þá afstöðu af mörgum - en af öðrum hópi fólks. Á það hefur verið bent, að þar sem framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins var kunnugt um ákvörðun vélsleðamanna um mótshald í Jökuldal samkvæmt auglýsingum þar um frá því í des. sl. og bréfi sendu Slysavarnafé- laginu, hefði honum verið nær að bera fram aðvaranir sínar í tíma, í stað þess að koma með ávítur að mótinu loknu. Jú, það er eng- inn vandi fyrir formælendur og þátttakendur mótsins að tala þannig eftir á. En hefði það ork- að nokkru að „vara þá við í tíma“, eða kosta kapps um að fá þá til að falla frá áformi sínu? Reynslan er sú, að þess fastar sem staðið er gegn einhverju, því ákafar er það sótt. - Aðvar- anir eru yfirleitt virtar að vettugi og áminningar látnar sem vindur um eyru þjóta. í viðtali sem fréttamaður sjónvarps átti við fáeina þátttakendur mótsins gáfu þeir það svar við spurningunni um hvort þeir myndu leggja í þetta, að „það gjörðu þeir áreið- anlega“ - og þeir „horfðu til þess með tilhlökkun“. Vísast þurfa einhverjir að fórna lífi sínu til þess að aðrir vitkist. En sumir vitkast aldrei hvað sem á dynur, heldur berja höfðinu við steininn sér og öðrum til ómælanlegs skaða. Já, öðrum. Það er einn þáttur í allri þessari umræðu, sem hefur gleymst að geta, en það er raun vandamanna vélsleðamóts- manna. Biðin heima í kvíða og óvissu klukkustundum og sólar- hringum saman, biðin eftir sonum, bræðrum, eiginmönnum - vinum, sem engum var fært að vita hverra örlög yrðu í vetrar- veldi öræfageims. Þá kvöl þekkja þeir einir, sem reynt hafa. Öll berum við ábyrgð á eigin lífi. En berum við ekki einnig ábyrgð gagnvart öðrum og kvöð um til- litssemi þeim til handa - og þá fyrst og síðast þeim sem eru okk- ur næstir á för um æviveg? Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.