Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 16. maí 1984 56. tölublað Reknir úr einum stað í annan - bls. 3 Fiskeldi í Eyjafirði: Gæti notað kælivatn frá orkufrekum iðnaði „Á þessum fyrirhugaða fundi á Akureyri mun ég ræða fisk- eldismál í landinu almennt og þá einnig taka fyrir Eyjafjarð- arsvæðið sérstaklega og mögu- leikana þar,“ sagði Árni ísaks- son fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun er Dagur ræddi við hann um fyrirhugaðan fund hans á vegum atvinnumála- nefndar á Akureyri sem hald- inn verður í júní. „Það er jarðhitinn sem er grundvöllurinn undir þessu,“ sagði Árni. „Það þarf jú orku til upphitunar og annars og það eru ákveðnir staðir í Eyjafirði sem hafa jarðhita sem er lítið nýttur og verður varla nýttur í annað, eins og t.d. er í Grýtubakka- hreppi. Þá hefur sú spurning vaknað hvort það megi tengja þetta að einhverju leyti orkufrekum iðn- aði sem notar kælivatn eins og t.d. álver. Það er staðreynd að það eru aðilar með laxeldisstöð hér suður í Straumsvík, rétt hjá álverinu þar, og þessi laxeldis- stöð byggir á orku frá álverk- smiðjunni. Ef vatnið sem notað er til kælingar er nægilega gott þá má nota það til fiskeldis. En þetta á einungis við um vatn sem kemur af spennum eða tengist rafmagninu að einhverju leyti,“ sagði Árni ísaksson fiskifræð- ingur. Indriði tekur við verðlaununum úr hendi borgarstjóra. NT-mynd: Ari. Aðalfundur Utgerðarfélags Akureyringa: 22 .kr. hajgnaður af frystihusinu „Rumlega 22 m. kr. ágóði varð af rekstri hraðfrystihúss Út- gerðarfélags Akureyringa hf. á sl. ári, en rúmlega 20 m. kr. tap var á útgerð togaranna og einnig var halli á saltfiskverk- uninni. Hins vegar var ágóði af skreiðarverkuninni upp á rúm- lega 3.6 m. kr., þannig að á ár- inu varð 2.5 m.kr. ágóði af rekstri Útgerðarfélagsins. Aðalfundur þess var haldinn sl. mánudagskvöld og þar var ákveðið að greiða hluthöfum 5% arð. „Ég hygg að í raun hafi rekstur frystihússins okkar staðið í járn- um á sl. ári,“ sagði Gísli Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, í samtali við Dag. „Þessi gróði á frekar heima með upp- gjöri ársins 1982, því hann stafar að langmestu leyti af söluhagnaði af framleiðslubirgðum í lok þess árs. Þær birgðir reyndust van- metnar, því þær hækkuðu veru- lega í verði samhliða hækkun dollarsins,“ sagði Gísli. Fjórir togarar félagsins fóru í 26 veiðiferðir hver á árinu. Sam- tals veiddu þeir 18.479.935 kg og afli þeirra á hvern veiðidag var 14.987 kg. Kaldbakur var afla- hæstur, en Svalbakur fékk að meðaltali mestan afla á hvern veiðidag. En það er ekki mikill munur á veiði togaranna í kg, munar aðeins rúmum 400 tonn- um á þeim hæsta og lægsta. Karf- inn átti stærsta hlutfallið í aflan- um, 42.5%, en 30.5% aflans var þorskur og 16.5% grálúða. Aðrar fisktegundir voru innan við 4% af heildaraflamagninu hver. 93.52% aflans fóru í fyrsta flokk og Slétt- bakur var með besta matið. En þar munar heldur ekki miklu á togurunum, því yfir 93% af afla þeirra allra fór í 1. flokk. Jakob Frímannsson, stjórnar- formaður Útgerðarfélagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi og síðustu ár sem for- maður. í stað hans og Sigurðar Óla Brynjólfssonar, sem fallinn er frá, voru kosnir varamenn þeirra, Þóra Hjaltadóttir og Bjarni Jóhannesson. Aðrir í stjórn eru Sverrir Leósson, Kristján P. Guðmundsson og Þorgerður Hauksdóttir. í vara- stjórn eru Sigurður Jóhannesson, Ásgeir Arngrímsson, Pétur Ant- onsson, Knútur Karlsson og Gunnhildur Bragadóttir. -G.S. Reykja- víkurborg heiðrar Indriða Úlfsson Indriði Úlfsson skólastjóri Oddeyrarskóla á Akureyri hlaut í gær barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, en þessi verðlaun eru veitt árlega fyrir bestu barnabókina að mati nefndar á vegum borgarinnar. Bók Indriða, Óli og Geiri, varð í efsta sæti og mun þetta vera í fyrsta skipti sem bók frá Skjaldborg fær þessa viðurkenn- ingu. Það var Davíð Oddsson borgarstjóri sem afhenti verð- launin í hófi sem haldið var í Höfða í Reykjavík. Við sama tækifæri hlaut Böðv- ar Guðmundsson verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.