Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 11
16. maí 1984 - DAGUR -11 Bókageröar- menn álykta Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á aðalfundi Félags bóka- gerðarmanna á Akureyri þann 5. maí sl.: Aðalfundur Félags bókagerð- armanna, haldinn 5. maí 1984 lítur svo á að hinn „vopnaði friður" ógni mannkyninu meir en nokkru sinni fyrr. Fundurinn hvetur því til órofa samstöðu í baráttunni fyrir afvopnun og fordæmir það vígbúnaðarkapp- hlaup sem iðkað er víðs vegar um heiminn. Fundurinn lítur svo á að með- an ísland er þátttakandi í hernaðarbandalagi og leyfir her- setu í landinu stuðlar það jafn- framt að þeirri ógn sem yfir oss og komandi kynslóðum vofir. Fundurinn hvetur því eindreg- ið til þess að ísland leggi sitt af mörkum til eflingar friðar og heilbrigðar skynsemi í heiminum og telur fundurinn að það verði best gert með því að landið skipi sér í sveit með hlutlausum ríkjum og taki afstöðu gegn hernaðar- bandalögum og hverskyns víg- búnaði. Vestmannsvatn: Sumarstarfiö að hefjast Sumarbúðir Æskulýössam- bands kirkjunnar í Hólastifti sem standa við Vestmannsvatn í Aðaldal eru nú senn að hefja sitt 20. starfsár. Sumarbúðirn- ar voru vígðar 19. júní árið 1964 og má segja að starfsemin hafi stöðugt farið vaxandi. Hvert sumar þessi tuttugu ár hafa margir hópar barna dvalið við leik og störf á þessum fallega stað, og mörg barnanna hafa komið 5-7 sumur í röð. En margs konar annað starf hefur einnig farið fram við Vestmannsvatn. Hópar aldraðra hafa verið hvert sumar nú síðari árin, og einnig hafa þroskaheftir komið nokkuð oft með dvalarhópa. Skólar hafa mikið notfært sér aðstöðuna við Vestmannsvatn, sérlega fyrir vett- vangsnámskeið. Margs konar námskeið fara fram í sumarbúð- unum, og árlega er haldið sumar- mót unglinga sem starfa í æsku- lýðsfélögum kirkjunnar hér fyrir norðan. Prestar og fjölskyldur þeirra hafa einnig haft samveru- stundir á haustin í búðunum og notið fræðslu og fegurðar á góð- um stað. Nú í sumar verður starf sumar- búðanna með fjölbreyttu sniði og verða alls 6 flokkar barna, einn flokkur unglinga og síðast en ekki síst 2 flokkar aldraðra. Er rétt að vekja sérstaka athygli á flokkum aldraðra og hvetja fólk til að panta sér pláss í tíma. Einn- ig er vakin athygli á unglinga- flokknum í ágúst, sem er kjörinn fyrir unglinga sem vilja hressa sig vel upp áður en skólarnir byrja aftur í haust. Sumarbúðirnar hafa gefið út vandaðan kynningarbækling, þar sem allar helstu upplýsingar koma fram. Einnig eru veittar nánari upp- lýsingar á skrifstofu Æskulýðs- starfs kirkjunnar í Kaupangi, en þar er opið alla virka daga frá kl. 13 til 16 og síminn þar er (96) 24873. Afmælishátíð sumarbúðanna verður haldin við Vestmannsvatn 26. ágúst nk. og eru allir velunn- arar og núverandi og fyrrverandi dvalargestir hvattir til að láta sjá sig. Nánar verður fjallað um þessa hátíð síðar. 25 ára afmæli S.V.N. Félagar í styrktarfélagi vangefinna athugiö. Afmælisfundurinn verður aö Hótel KEA þriðju- daginn 22. maí kl. 20.30 en ekki kl. 15 eins og mishermt var í fréttatilkynningu. Verið svo góð að tilkynna þátttöku fyrir nk. laugar- dag til Guðríðar í síma 21842, Rósu 21749 eða Svanfríðar 21261. Stjórnin. íbúðir á söluskrá Mýrarvegur: Einbýlishús, skipti. Langahlíð: Raðhúsíbúð 138 fm. Hamarstígur: 5 herb. íbúð. Sólvellir: 5 herb. íbúð í parhúsi. Norðurgata: 5 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi norðarlega í Norðurgötu. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð. Skarðshlíð: 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í skiptum fyrir 4-5 herb. íbúð. Búðasíða: Steyptir sökklar undir einbýlishús. Keilusíða: 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Smárahlíð: 2ja herb. lítil íbúð á 1. hæð. Kjalarsíða: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Kringlumýri: Ejnbýlishús með bílskúr. Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð. Stórholt: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Skipti hugsanleg á minna. Miðholt: Einbýlishús á tveimur hæðum. (Skipti). Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Húseignin Langamýri 36 er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Ath. Vantar íbúðir á söluskrá. Simsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 W- 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður kemur út Þrisvar'viku’ } Wyjijyj (JyU mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Sölumenn Erum að leita að sölumönnum sem hafa áhuga á lífrænum heilsuvörum til verndar húðinni. Ef þú hefur áhuga og óskar viðtals skrifaðu þá til af- greiðslu Dags fyrir 11. júní merkt: „Sölumaður". Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða sérfræðings í handlækningum við Handlækn ingadeild sjúkrahússins (131/3 eykt) er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 15.06. 1984. Upplýsingar um stöðuna veitir Gauti Arnþórsson yfir- læknir deildarinnar í síma 96-22100. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 31/5 1984. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Verkmenntaskólinn á Akureyri verður stofnaður hinn 1. júní 1984. Hann tekur við verkefnum framhaldsdeilda Gagnfræða- skóla Akureyrar, Hússtjórnarskóla Akureyrar og Iðnskólans á Akureyri. Kennt verður á eftirtöldum sviðum: 1. Heilbrigðissviði 2. Hússtjórnarsviði 3. Tæknisviði 4. Uppeldissviði 5. Viðskiptasviði auk fornáms fyrir þá nemendur, sem uppfylla ekki inntökuskilyrði framhaldsskóla. 1. Heilbrigðissvið: a) Nám til sjúkraliðaprófs - 5 bóklegar annir auk 34 vikna starfsþjálfunar á viðurkenndri sjúkrastofn- un. b) Nám til stúdentsprófs - 4 ára bóklegt nám, þ.e. 1984- 1985 verður boðið upp á 3. námsár og 1985- 1986 væntanlega upp á 4. ár. 2. Hússtjórnarsvið: a) Nám til matvælatæknaprófs, 4 anna blandað bóklegt og verklegt nám auk 34 vikna starfsþjálf- unar í viðurkenndum heilbrigðisstofnunum. b) Lengri námskeið. Hússtjórnar/matsveinanám- skeið sem val í framhaldsskólanámi og hluti af námi matsveina á fiski- og flutningaskipum, 1. og 2. hluti. Vefnaðar- og fatasaumsnámskeið, 1. og 2. hluti, sem val í framhaldsskólanámi og undir- búningsnám fyrir verðandi kennara á þessum sviðum. c) Styttri námskeið verða auglýst síðar. 3. Tæknisvið: a) Allar iðnnámsbrautir, 1., 2. og 3. áfanga fyrir samningsbundna iðnnema. b) Grunndeildir verknáms í málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. c) Framhaldsdeild verknáms í málmiðnum og tréiðnum. Ennfremur framhaldsdeild í rafeinda- virkjun, ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. d) Rafsuðudeild fyrir samningsbundna rafsuðu- menn. e) Vélstjórabraut, 1. og 2. stig. f) Tæknibraut, undirbúnings- og raungreinadeild sem aðfaranám að tæknifræði. g) Tækniteiknarabraut, síðari hluti (3. og 4. önn). h) Meistaraskóli fyrir húsasmíði, múrsmíði og pípu- lagnir, 1. og 2. önn. 4. Uppeldissvið: 4 ára nám til stúdentsprófs. Nú er boðið upp á 3 fyrstu námsárin og 1985-1986 væntanlega upp á öll 4 námsárin. 5. Viðskiptasvið: a) 2 ára nám til almenns verslunarprófs. b) 3 ára nám til sérhæfðs verslunarprófs. c) 4 ára nám til stúdentsprófs. Skólinn verður settur í byrjun september og verður það auglýst nánar síðar. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Nýjar umsóknir skal skrifa á eyðublað um námsvist í framhaldsskóla og skila ásamt afriti af prófskírteini. Þeir nemendur, sem nú í vetur hafa stundað nám í áðurgreindum skólum, svo og eldri nemendur skól- anna, sem hyggjast stunda nám í Verkmenntaskól- anum næsta skólaár, sæki um á sórstöku eyðu- blaði, sem fæst í skólunum. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Nemendur, sem sækja síðar um, geta ekki vænst skólavistar. Umsóknum er veitt móttaka á skrifstofu skólans í húsi tæknisviðs við Þórunnarstræti (áður Iðnskólinn) og á skrifstofu Gagnfræðaskóla Akureyrar alla virka daga kl. 13 til 16 til 6. júní. Einniq má senda umsóknir til: Verkmenntaskólans á Akureyri Pósthólf 284 602 Akureyri Ath. Skólinn fær eigin símanúmer 1. júní og eru þau í nýju símaskránni. Skólameistari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.