Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 9
16. maí 1984 - DAGUR - 9
1. deild Islandsmótsins:
Slagurinn hefst
á Þórsvellinum
Forráðamenn knattspyrnu-
deilda KA og Þórs hafa orðið
ásáttir umaö leikur iiðanna í 1.
umferð Islandsmótins verði
háður á velli Þórs á sunnudag-
inn kl. 13.30. Það verður því
grasleikur þrátt fyrir allt og er
ekki að efa að hart mun verða
barist.
KA og Þór hafa ákveðið að
heimaleikir liðanna verði sameig-
inlegir, þannig að hagnaður af
báðum innbyrðisleikjum liðanna
í 1. deild skiptist jafnt á milli
þeirra.
En nú er það leikurinn á
sunnudag sem er aðalmálið og
víst er að knattspyrnuáhugamenn
bíða þessa leiks með eftirvænt-
ingu. Nú má búast við fjörugri
sóknarknattspyrnu en verið
hefur, því sigur gefur nú þrjú
stig, jafntefli 1 stig.
„Hörkuleikur“
„Ég hef trú að því að þetta verði
hörkuleikur,“ sagði Gústaf Bald-
vinsson þjálfari KA er við rædd-
um við hann um leikinn gegn Þór
á sunnudag. „Báðum liðunum
hefur gengið vel í æfingaleikjum
að undanförnu og þessi leikur
hlýtur að verða þrælskemmti-
legur og spennandi. Akureyring-
ar ættu því að flykkjast á
völlinn.“
„Hörkubarátta“
„Leikurinn við KA leggst ágæt-
lega í mig,“ sagði Þorsteinn
Ólafsson þjálfari Þórs. „Þeir eru
grimmir og spila fast og við ger-
um ráðstafanir til þess að taka vel
á móti. Þetta verður hörkubar-
átta eins og ég tel að allir leikir
mótsins verði, við stefnum
ákveðnir að sigri og því að fá 3
stig fyrir þennan leik.“
Við þetta er litlu að bæta, allt
útlit er fyrir hörkuskemmtilega
viðureign og ættu knattspyrnu-
áhugamenn ekki að láta sig vanta
á Þórsvöllinn kl. 13.30 á sunnu-
dag.
Þorsteinn Ólafsson.
Gústaf Baldvinsson.
Hverju
spá
þeir?
Við hringdum i nokkra menn
sem vitað ér að fylgjast vel
með á knattspyrnusviðinu og
báðum þá að gefa okkur upp
úrslitin í leik KA og Þórs
fyrirfram. Það var auðsótt mál
og lítum á hvað þeir sögðu:
Tryggvi Gíslason:
„Eg spái 2:1 sigri KA að
sjálfsögðu, það verður svo að
vera.“
Eyjólfur Ágústsson:
„Þetta eru jöfn lið og þetta
verður mikill barningur og
baráttuleikur. Ég spái því að
úrslitin verði 1:1“.
Samúel Jóhannsson:
„Þetta er lauflétt vinur
minn. Ég spái því að þór
vinni KA með 3:0, held að
það sé óhætt að reikna með
þeim úrslitum.“
Gunnar Austfjörð:
„Ég veðja á mína menn.
Ég held að Þór sigri með eins
marks mun og ætli úrslitin
verði ekki 2:1.“
Guðmundur Sigurbjörns-
son:
„Þetta hlýtur að fara vel,
ég spái því að Þór vinni 3:1
eða 4:1, segjum bara 3:1“.
Stefán Gunnlaugsson:
„Ég vil engu spá uin úrslit-
in. Eg tel að þetta verði
fjörugur og skemmtilegur
leikur og vonast til þess að
liðin sýni áhorfendum góða
knattspyrnu þar sem harkan
verður ekki látin sitja í fyrir-
rúmi.“
Þór vann IBK og Fram
„Ég tel ekki ástæðu til þess að
draga of miklar ályktanir af
þessum æfingaleikjum, menn
eru mikið með tilraunastarf-
semi í þeim, en þrátt fyrir allt
get ég sagt að ég sé ánægður
með þessa ferð okkar suður,“
sagði Þorsteinn Ólafsson þjálf-
ari Þórs er við ræddum við
hann um æfingaferð Þórsara
suður um helgina.
Liðið lék tvo leiki og vann
sigur í þeim báðum. Sá fyrri var í
Keflavík gegn ÍBK og lauk hon-
um með 1:0 sigri Þórs. Það var
Kristján Kristjánsson sem skor-
aði eina mark leiksins, fékk góða
sendingu inn fyrir vörnina og
skoraði af öryggi framhjá Þor-
steini Bjarnasyni.
Daginn eftir var leikið gegn
Fram, og Viðar Þorkelsson skor-
aði fyrsta mark leiksins fyrir
Framara. Óli Þór Magnússon
jafnaði með skalla fyrir Þór eftir
sendingu Kristjáns og Kristján
var síðan aftur á ferðinni og skor-
aði sigurmarkið. Hann skoraði
því tvö mörk í þessari æfingaferð
og lagði eitt upp.
Akranes - Keflavík - Reykjavík:
Byrjað á möl?
Á fundi 1. deildarliðanna í gær
kom fram að leikið verður á
grasi í 1. umferðinni á Akur-
eyri og í Kópavogi.
Keflvíkingar fá ekki að vita
fyrr en um helgina hvort þeir geta
leikið fyrsta heimaleik sinn á
Það verður hátt barist í leik KA og Þórs á sunnudag. Hér takast þeir á Njáll
Eiðsson og Nói Björnsson fyrirliðar KA og Þórs. Mynd: gk-.
Ekki trú á
Þór og KA
A blaðamannafundi sem öll
knattspyrnuliðin í 1. deild
efndu til í Reykjavík í gær bar
ýmislegt á góma. I lok fundar-
ins voru tilkynnt úrslit í skoð-
anakönnun sem gerð hafði ver-
ið hjá félögunum varðandi
gengi félaganna í sumar og
kom þar fram að ekki reikna
menn með Akureyrarliðunum
Þór og KA sterkum.
Könnunin fór þannig fram að
formenn knattspyrnudeildanna,
fyrirliðar og þjálfarar spáðu allir
um endanlega röð liðanna þegar
upp verður staðið í haust, fékk
efsta liðið 10 stig, það næsta 9 stig
og svo koll af kolli. Þegar at-
kvæðin höfðu verið talin saman
kom í ljós að Skagamenn voru
langefstir en KA og Víkingur
eiga að falla í 2. deild samkvæmt
þessu. Annars leit röðin þannig
út:
1. Akranes 269 atkv.
2. Valur 206 atkv.
3. Fram 190 atkv.
4. Breiðablik 179 atkv.
5. KR 161 atkv.
6. Þróttur 145 atkv.
7. Keflavík 132 atkv.
8. Þór 118 atkv.
9. KA 113 atkv.
10. Víkingur 82 atkv.
Gætið öryggis
dómaranna“
33
grasi og ekki er útlit fyrir að gras-
völlurinn á Akranesi verði tilbú-
inn alveg á næstunni.
Þá er allt óvíst með vellina í
Laugardal, hvenær hægt verður
að leika á þeim og var greinilega
urgur í fulltrúum Reykjavíkurlið-
anna vegna vallarmálanna þar.
Grétar Norðfjörð formaður
Knattspyrnudómarafélags ís-
lands sagði á blaðamannafund-
inum í gær að víða um land
væru dómaramálin í hinum
mesta ólestri.
Þannig væri einn landsdómari
á Vestfjörðum og þrír hæfir
landsdómarar á Austfjörðum og
þessir menn yrðu að dæma alla
íeiki á þessum stöðum. Grétar
sagði að á þeim 30 starfandi
landsdómurum myndu mæða um
900 störf alls í sumar og þótt
menn hefðu sótt um að taka sér
frí eða hætta hefði hreinlega orð-
ið að neita þeim um slíkt.
Þá gerði Grétar öryggismál
dómaranna að umtalsefni. Hann
sagði að ástandið væri gott á
Akranesi og á Akureyri, en þó
2. deild:
KS mætir Einherja
- Völsungar til Njarðvíkur og Tindastóll í Hafnarfjörð
Það er ekki bara í 1. deildinni
sem boltinn fer að rúlla um
helgina, heldur hefst einnig
keppni í 2. og 3. deild og í ein-
hverjum riðlum 4. deildar.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem við höfum eiga Siglfirðing-
arnir að taka á móti Einherjum
frá Vopnafirði á sunnudag og
hefst leikurinn kl. 14. Á sama
tíma leika UMFN og Völsungur
í Njarðvík og í Hafnarfirði verða
FH-ingar andstæðingar Tinda-
stólsmanna sem leika sinn fyrsta
leik í 2. deild frá upphafi.
í 3. deildinni eru þrír leikir í
Norður- og Austurlandsriðli. Það
eru leikir Vals og Magna, HSÞ og
Leifturs og Hugins og Austra.
Þessir leikir hefjast einnig allir kl.
14 á sunnudaginn.
íslandsmótið hefst reyndar á
morgun með leik Víkings og KR
í 1. deild. Á föstudag leika Akra-
nes og Fram og Valur og ÍBK og
á sunnudag KA og Þór og Þróttur
gegn Breiðabliki.
Sérstök athygli er vakin á því
að leikur KA og Þórs sem sam-
kvæmt leikjabók er heimaleikur
KA verður á Þórsvelli. Er það
vegna þess að grasvöllur Þórs er
í bestu ásigkomulagi leikvalla á
Akureyri og hefst leikurinn kl.
13.30.
þyrfti að byggja yfir innganginn
að búningsklefum á aðalvellinum
á Akureyri. „í Laugardal
göngum við í hópi áhorfenda til
búningsklefanna og verðum oft
fyrir aðkasti. Þið verðið að gæta
öryggis okkar dómaranna,“ sagði
Grétar. Hann upplýsti einnig að
íslenskir knattspyrnudómarar
væru þeir einu í Evrópu sem
ekki fengju greitt fyrir störf sín á
knattspyrnuvellinum.
Félag
leikmanna
Nokkuð mun hafa verið um
það rætt meðal leikmanna í 1.
deild að koma á fót félagsskap
leikmannanna.
Ögmundur Kristinsson mark-
vörður Víkings sagði frá þessu á
blaðamannafundi í gær og upp-
lýsti að meðal atriða á stefnu-
skrá slíks félags yrði að halda
veglegt lokahóf að hausti og
myndu leikmenn þar kjósa besta
leikmanninn úr sínum röðum í
slíku hófi og ýmislegt fleira yrði
á stefnuskránni. Talið er líklegt
að þetta félag verði að veruleika
strax í sumar.
Miðaverð
Ákveðið hefur verið að miðaverð
á leiki í deildakeppninni í knatt-
spyrnu í sumar verði 100 krónur
fyrir fullorðna og 40 krónur fyrir
börn.