Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 3
16. maí 1984 - DAGUR - 3 Skautafélag Akureyrar í deilu við skipulagsyfirvöld: A boðstólum verður Buxur Koddar Ti Jakkar Svefnpokar oi Skór Peysur o< Sænaur Sokkar Tkjallðra ástand hjá framhalds- skólanemum „Reknir úr einum stað í annan“ - segir Guðmundur Pétursson hjá S.A. Félagar í Skautafélagi Akur- eyrar standa nú í deilu við skipulagsyfirvöld bæjarins um framtíðarsvæði fyrir félagið. Skautafélagið hefur miðað framtíðaruppbyggingu við þann stað sem það hefur í Inn- bænum og var að ráðast í mikla framkvæmd við vélfryst skautasvell er boð komu frá skipulagsnefnd um að félagið ætti að flytja starfsemi sína Á almennum bændafundi sem haldinn var á Þórshöfn 16. apríl sl. voru samþykktar ályktanir svohljóðandi: Almennur bændafundur hald- inn á Þórshöfn 16. apríl 1984 var- ar við því ef þyngstu heimilin eiga enn að taka á sig stórfellda kjaraskerðingu sem hlýtur að koma í kjölfar þeirrar lausnar að bæta fjárlagagatið með matar- peningum barnafjölskyldna í landinu. Jafnframt hlýtur slík niðurfell- ing niðurgreiðslna að hafa í för með sér sölutregðu og koma þar af leiðandi með tvöföldum þunga á bændur sem bæði eru framleið- endur og neytendur og búa nú þegar við mikla erfiðleika. Akureyri: Batnandi suður að Krókeyri - nánast á sama stað og S.A. var hrakið af fyrir nokkrum árum. - Við erum orðnir dauðleiðir á þessu hringli í skipulags- mönnum, sagði Guðmundur Pét- ursson hjá S.A. er við ræddum við hann um þetta mál. Að sögn Guðmundar hafa skipulagsyfirvöld fært félagið fram og til baka um Innbæinn pndanfarin ár og áf þeim or- Hin ályktunin hljóðaði svo: Almennur fundur bænda á félagssvæði Kaupfélags Langnes- inga haldinn á Þórshöfn 16. apríl 1984, mótmælir harðlega þeim drætti sem orðið hefur á að að- stoð sem „vorharðindanefnd 1983“ lagði til að veita bændum hér, vegna harðindanna vorið 1983, hefur ekki verið efnd. Fund- urinn bendir á að nú þegar er að verða ár liðið frá því að auka- kostnaður vegna vorharðinda 1983 féll til og skorar því á stjórn Bjargráðasjóðs og forystumenn bænda að láta þessa afgreiðslu nú ekki dragast frekar en orðið er. Fundurinn bendir þessum að- ilum á að ekki sr ástæða til að draga réttmæti aðstoðar í efa þar sem dómkvaddir matsmenn hafa staðfest uppgefnar tölur um fóð- ursölu og heykaup vorið 1983 á félagssvæði Kaupfélags Langnes- inga. sökum hefur skautafélagið ekki getað markað neina framtíðar- stefnu. - Við erum búnir að bíða í átta ár eftir því að geta haíist handa við skautasvæði og nú þeg- ar við erum búnir að setja kiæðn- ingu á svæðið og búnir að fá frystivél og allt virðist orðið klárt, þá á að færa okkur aftur. Við fengum þessa ammoníak- frystivél að gjöf frá Útgerðar- félaginu og kunnum þeim bestu þakkir fyrir en bröltið í skipu- lagsnefnd þýðir að við verðum að bíða í a.m.k. eitt ár til viðbótar eftir því að taka hana í notkun. Ég get alveg skilið röksemd nefndarinnar að fyrirhuguð skautahöll falli ekki inn í skipu- lagið á þeim stað sem við erum á nú en þetta hefðu menn getað sagt sér þegar þeir færðu okkur á þennan stað fyrir nokkrum árum. Þetta hringl er óþolandi og mál að linni, sagði Guðmundur Pét- ursson. - Það er alveg rétt hjá skauta- félagsmönnum að þeir hafa orðið fyrir barðinu á skipulaginu eða réttara sagt því að það hefur ekk- ert deiliskipulag verið til fyrir Innbæinn, sagði Jónas Karlesson, formaður skipulagsnefndar er Dagur ræddi við hann.um málið. Jónas sagði að miðað við það skipulag sem væri í mótun, þá væri ómögulegt að hafa skauta- svæðið þar sem það væri nú en hins vegar ætti svæðið við Krók- eyri þar sem bensínstöðin er nú að henta ákaflega vel. Skautahöll myndi falla mjög vel að landslagi og eins myndi skapast aðstaða fyrir útiskautasvell, skautafélag- inu að kostnaðarlausu þegar veg- urinn ofan frá Brekkunni yrði lagður yfir Tjörnina. Jónas sagð- ist ekki í vafa um að þetta mál myndi leysast farsællega á endan- um en auðvitað væru það bæjar- yfirvöld sem tækju endanlega ákvörðun. - ESE. Bændafundur á Pórshöfn: Mótmælir drætti á aðstoð vegna vor- harðinda 1983 Samkvæmt könnun sem Úlf- ar Hauksson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, hefur gert á vegum atvinnumálanefnd- ar í framhaldsskólum bæjar- ins, eru atvinnuhorfur nem- enda betri í ár en á sama tíma í fyrra. 72% Akureyringa í Mennta- skólanum hafa fengið trygga vinnu og 25% þeirra hafa von um atvinnu í sumar. Aðeins 3% hafa ekki von um vinnu, en á sama tíma í fyrra 6%. Þá höfðu 67% nemenda tryggt sér atvinnu og 27% höfðu von um vinnu. Hlut- föllin reyndust svipuð í Gagn- fræðaskólanum. „Þessar niðurstöður styrkja þá skoðun mína, að hægur bati sé kominn í atvinnulífið á Akureyri og þær staðfesta líka þann dug sem ég tel vera í komandi kynslóð,“ sagði Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar, í samtali við Dag, aðspurður um hvað þessar tölur segðu honum. - GS Frystivélin sem Útgerðarfélag. Akureyringa gaf skautafélaginu bíður tilbúin á „skautasvellinu“ en vegna hringlandaháttar skipulagsyfirvalda mun a.m.k. eitt ár líða þar til hægt verður að taka vélfryst skautasvell í notkun. Mynd: ESE. gjafir - til grunnskóla Blönduóss og Húna- vallaskóla frá Lionsmönnum Nýlega bárust Grunnskóla Blönduóss og Húnavallaskóia höfðinglegar gjafir frá Lions- klúbbi Blönduóss. Hér er um að ræða vönduð myndbandstæki og upptökutæki af Canon-gerð sem vafalaust eiga eftir að koma í góðar þarfir í skólunum. Tækin eru gefin í til- efni af 25 ára afmæli Lions- klúbbsins en tækin munu kosta um70til80þúsundhvort. -ESE Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri Grunnskóla Blönduóss með tækin sem skólinn fékk að gjöf. Mynd: ESE. ar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.