Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 3
 20. júní 1984 - DAGUR - 3 i *(* Frá undirritun samningsins. Samningar undirritaðir Á dögunum var undirrítaður í Reykjavík samningur milli ríkisins og Akureyrarbæjar um leiguafno.t Akureyrarbæjar af jarðhita ríkisins að Syðra- Laugalandi í Eyjafirði. Af hálfu ríkisins undirrituðu samninginn þeir Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra og Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra, en af hálfu Akureyrarbæjar Helgi Bergs, bæjarstjóri. Aðdragandi þessa samnings er sá, að haustið 1975 heimilaði dómsmálaráðherra Akureyrarbæ að bora í landi ríkisjarðarinnar Syðra-Laugalands í Öngulsstaða- hreppi, þar sem sérfræðingar Orkustofnunar höfðu talið væn- legt að reyna fyrir sér með boran- ir. Boranir hófust í nóvemberlok 1975 og í desember á því sama ári var ljóst, að boranir höfðu borið góðan árangur. Sú ákvörðun var tekin í bæjarstjórn Akureyrar að virkja þennan jarðhita þegar eftir að niðurstaða lá fyrir og allt frá árinu 1977 hefur mestur hluti þess heita vatns, sem notað er til að hita bæinn upp með komið frá Syðra-Laugalandi. Viðræður um nýtingu kaupstaðarins á þess- um jarðhítaréttindum í eigu ríkisins hafa staðið yfir nú um all- langt skeið. Samningurinn felur í sér leiguafnot kaupstaðarins á jarð- hitanum og er til 75 ára. Með samningnum er Akureyrarbæ ennfremur veitt heimild til bor- Góð byrjun í Reykja- ana í landinu og hvers konar um- ferðar og lagningar leiðslna sem nauðsynlegt er í því sambandi. Nokkru vatnsmagni er þó haldið eftir ríkinu til afnota á Syðra- Laugalandi en það er u.þ.b. 54 mínútulítrar af 80 stiga heitu vatni. ÖIlu öðru heitu vatni á jörðinni dælir hitaveitan til Akur- eyrar. Samið er um greiðslur fyrir afnot af jarðhitanum fyrir liðinn tíma og endurgjald frá og með 1. janúar 1984 eru 4.000 krónur á ári fyrir hvern nýttan sekúndu- lítra en það grunngjald hækkar á árinu 1990 í 5.500 krónur. Þessar fjárhæðir breytast í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu eins og hún var í október á árinu 1983. Með lægra gjaldi fyrstu starfsár hitaveitunnar telja aðilar sig hafa tekið eðlilegt og sann- gjarnt tillit til þess, að Hitaveita Akureyrar varð fyrir miklum fjárútlátum vegna erfiðleika við boranir eftir heitu vatni. I samn- ingnum er kveðið á um bætur vegna tjóns sem umsvif hitaveit- unnar hafa eða hafa haft í för með sér á jörðinni Syðra-Lauga- landi og um gerðardóm sem hafi bindandi úrskuröarvald ef ágreiningur rís með aðilum um það atriði. í samningnum er endurskoðunarheimild að liðnum 20 árum sem hvor aðili hefur ef sérstakar ástæður mæla með og líkur benda til að forsendur samningsins hafi breyst í veru- legum atriðum. Ýmis fleiri atriði er í þessum samningi. Af hálfu þeirra ráðuneyta, sem að þessu máli standa fyrir hönd ríkisins, er litið svo á að samning- urinn sé stefnumarkandi fyrir ríkisvaldið um meðferð og ráð- stöfun jarðhita, sem það á víða um land og samníngurinn afar þýðingarmikill m.a. af þeirri ástæðu. Ný bílaleiga á Akureyri „Áhersla lögð á góða þjónustu" - segja eigendurnir Kjartan Bragason og Hafsteinn Hasler „Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar góða og lipra þjónustu, við bjóðum þchn nýja bíla á sann- gjörnu verði," sögðu þeir Kjartan Bragason og Haf- steinn Hásler, en þeir hafa opnað Bílaleiguna Geysi á Ak- ureyri. Hafsteinn hefur rekið bílaleigu í Reykjavík með sama nafni undanfarin ár og fyrirtækið á Ak- ureyri er dótturfyrirtæki þess. Hafsteinn sagði að þegar að því kom að færa út kvíarnar hefði Akureyri fyrst komið upp í hug- ann því að á Akureyri væri stærsti markaðurinn utan Reykjavíkur. - Hjá Bílaleigunni Geysi á Akureyri verða fyrst um sinn 15 bílar en 30 bílar eru á vegum fyrirtækisins fyrir sunnan. Allt eru þetta nýir bílar, alls 9 tegund- ir, bæði fólksbílar og jeppar. Út- varp og segulband eru í öllum bílunum og fylgja spólur með. Hægt er að taka bíl á leigu á Ak- ureyri og skilja hann eftir í Reykjavík - og öfugt - og þá er einnig hægt að taka bílana t.d. á flugvelli hér eða fyrir sunnan og víðar. „Við teljum tvímælalaust að það sé grundvöllur fyrir þessum rekstri og erum reiðubúnir til þjónustu," sagði Kjartan, en hann veitir leigunni á Akureyri forstöðu og með honum starfar Jón Bjarnason. Hafsteinn og Kjartan fyrir utan bflaleiguna að Skipagötu 13 dalsá Tvo fyrstu veiðidagana í Reýkjadalsá komu á land 12 laxar og er það meira en kom á land allan júnímánuð í fyrra. í Reykjadalsá er veitt á fjórar stangir og mun talsvert vera gengið af laxi í ána og eru menn mjög bjartsýnir á framhaldið. Meðalþyngd þeirra laxa sem komnir voru á land eftir tvo fyrstu dagana var um 9 pund. PRgAK SHOIK \eðut^ot urval af swnarskóm á ai|a aldursflofcka. v,ð komu m á óvarí. 35-40 kr. 695, 4i-46 kr. 765, Sendum í póstkröfu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.