Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 12
11:1:11 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Húsmóðurstarf verði metið til starfsreynslu A fundi bæjarstjórnar Akur eyrar í gær var samþykkt til- laga sem felur í sér að húsmóó- urstarf verði metid til starfs- reynslu hjá Akureyrarbæ. Miklar umræður urðu um til- löguna, sem var samþykkt með 8 atkvæöum gegn einu atkvæði Jóns G. Sólness og hjásetu tveggja sjálfstæöismanna. „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að frá og með 19. júní 1984 skuli starfsreynsla heima- vinnandi húsmóður í tvö ár eða meira metin til starfsaldurshækk- unar í allt að fjögur ár, við ný- ráðningu hjá Akureyrarbæ. Bæjarstjórn felur kjaranefnd að móta nánari tillögur í þessu máli og leggja fyrir bæjarráð.“ Flutn- ingsmenn konur í bæjarstjórn ásamt Helga Guðmundssyni. Jón G. Sólnes lagði til að tillögunni yrði vísað til kjaranefndar og greiddi síðan atkvæði gegn henni. Sigurður J. Sigurðsson og Björn Jósef Arnviðarson lýstu sig efnislega sammála þessari tillögu í sérstakri bókun en féllust ekki á málatilbúnaðinn og sátu hjá við afgreiðsluna. Tillagan kom fram utan dagskrár á fundinum. HS Menningarsamtök Norðlendinga: Aðalfundur á Blönduósi Menningarsamtök Norðlend- inga halda nú um Jónsmessu aðalfund sinn og verður hann að þessu sinni á Blönduósi og hefst laugardaginn 23. júní. I tengslum við fundinn veröur haldin ráðstefna um stöðu lista á landsyggðinni undir yfir- skriftinni „List á landsbyggð. Heimalningsháttur eða list- sköpun.“ Mun Tryggvi Gísla- son skólameistari halda fram- sögu um þetta efni. Fundardagana verður mál- verkasýning á Blönduósi og sýna þar myndlistarmenn sem búsettir eru á Norðurlandi vestra. Einnig verða kynntar bókmenntir og tónlist þeirra vestanmanna. A laugardagskvöldið verður kvöld- vaka þar sem Leikfélag Blöndu- óss mun sjá um dagskráratriði og kvöldverður í boði hreppsnefnd- ar Blönduóshrepps. Fundurinn er öllum opinn og öllum frjáls innganga í samtökin. HJS Framkvæmdir við Leiruveg. Mynd: KGA. Vinnuslys á Sauðárkróki Vinnuslys varð á Sauðárkróki um helgina við nýbyggingu við Fjölbrautaskólann þar. Ungur piltur sem var þar við vinnu á vinnupalli í 5,5 metra hæð steig á planka sem sporð- reistist og féll pilturinn niður. Hann var þó heppinn að því leyt- inu að hann kom niður á eina staðinn við bygginguna þar sem ekki var stórgrýti undir. En samt sem áður slapp pilturinn ekki við meiðsli, hann mjaðmagrindar- brotnaði og er á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Keyptu áfengi fyrir unglinga! Um helgina komst upp um fullorðna menn sem hafa stundað það að kaupa áfengi fyrir unglinga á Sauðárkróki. Um er að ræða nokkra aðila og höfðu þeir keypt áfengi í útsölu ÁTVR á staðnum fyrir unglinga allt niður í 14 ára gamla. Þó nokkuð mun hafa verið um þetta á Sauðárkróki eins og reyndar á öðrum stöðum en lögreglan þar í bænum hefur fullan hug á að uppræta þetta athæfi. Leiruvegurinn: Stöðvun framkvæmda ekki vegna ágreinings „Framkvæmdir við Leiruveg- inn hafa legið niðri að undan- förnu, það er rétt. Það er þó ekki vegna neins ágreinings heldur vegna þess að það hafa verið miklir vatnavextir og svo kom hvítasunnan inn í og menn áttu orðið inni frí,“ sagði Kjartan Ingvarsson hjá Véla- verkstæði Gunnars og Kjart- ans á Egilsstöðum er við rædd- um við hann en fyrirtæki hans sér um framkvæmdir við 1. áfanga Leiruvegarins. - Nú hafa heyrst raddir um það að ágreiningur væri á milli fyrirtækisins og Vegagerðarinnar vegna þess að meira þyrfti að aka í ákveðinn vegarspotta en talið hafði verið? „Það er þarna kafli sem var búinn og átti að vera tilbúinn til að hægt væri að fara að keyra á hann mölinni, burðarlaginu og í kantana. Það kom hins vegar í ljós að þeir höfðu mælt 36 cm of lágt þannig að það þurfti að bæta þarna ofan á. Þetta voru mannleg mistök hjá þeim vegagerðar- mönnum eins og gerist og gengur, þeir mældu þetta skakkt og eru búnir að viðurkenna sína skekkju. Við erum nú að koma okkur á staðinn aftur og tökum til við þetta af fullum krafti og reynum að drífa verkið áfram. Það er ekki hægt að segja að við séum orðnir á eftir áætlun, verkinu á ekki að skila fyrr en 1. nóvember þannig að það er rúmur tími til stefnu,“ sagði Kjartan Ingvars- son. Gert er ráö fyrir hæg- viöri, austangolu og skúraveðri af og til í dag og næstu daga, að sögn veðurfræðings veðurstofunnar í morgun. Eitthvaö mun kólna, annars eru litlar breytingar fyrir- sjáanlegar. # Ofnotaður verslunarmáti Lúguverslun er mikið stund- uð á Akureyri eins og allir vita og líklega er þetta eina sveitarfélagið sem hefur slíka hefð í því að menn versli með hausinn inni í lúgu og rassinn utan við. Svo virð- ist jafnvel stundum sem fólk geri heílu helgarinnkaupin með þessum hætti. Kemur þá gjarnan með langan lista, þeir sem vel eru útbúnir, og senda starfsfólkið þvers og kruss um búðina að erinda fyrir sig. Þessi verslunarmáti virðist töluvert ofnotaður og þyrfti að gera þar á bragar- bót. # Korter eftir agúrku í Hrísalundi eru tvær lúgur og sá sem kemur að versla velur að sjálfsögðu styttri biðröð- ina. Svo fór með einn starfsmann Dags f gær, sem vantaði eina agúrku. Á undan f röðinni voru kona og karl- maður og þannig stóð í meira en korter. Konan þurfti nefni- lega að kaupa fyrír vikuna og yfir 20 atriði voru á listanum hennar. Röðin lengdist en fólk sem aftar stóð áttaði sig og færði sig yfir í hina röðina eftir því sem gekk á hana. Sá sem ætlaði að kaupa agúrk- una stóð hins vegar og beið f voninni og einnig sá sem framan við hann var og vant- aði eitt stykki af smjörlíki. Það lá við að það væri orðið þess virði að kaupa f helgar- matinn, loksins þegar þeir komust að er konan hafði lokið við að troða öllu f pok- ana sína. # Setja verður takmörk Ef talið er að þessi verslunar- máti eigi að gegna einhverju þjónustuhlutverki fyrir þá sem vantar smáræði eftlr lok- un verslana verður að koma . f veg fyrir að fólk annist öll sfn Innkaup með þessum hætti. Setja þyrfti takmörk fyrir þvf hversu mörg atríði má kaupa með lúguaðferð- inni og miða við t.d. 5 vöru- tegundir. Eða að hafa aðra lúguna fyrir hraðþjónustu þar sem keyptar eru innan við 5 tegundir og hina fyrlr stórinn- kaupin. Það er tæplega hægt að bjóða fólki upp á óbreytt ástand.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.