Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-20. júní 1984 20. júní 1984-DAGUR-7 .. " 1 ■—..........................■ .............. ..................................... "11 Á síðasta löggjafarþingi íslendinga voru 67 útlendingum víðs vegar að úr heiminum veitt ríkisborgararéttindi á íslandi. Af þessum 67 eru 5 búsett á Akureyri. Dagur fékk 4 þeirra til að segja örlítið frá sjálfum sér, hvers vegna þau fluttust til íslands, hvernig þeim hefur líkað við land og þjóð, helstu muni á siðum og þar fram eftir götunum. Flest hafa þau búið hér í áratug eða lengur og geta því borið saman nýja og gamla föðurlandið. h............... .............................................. ........ •• < Frances ásamt tveimur sonum sínum. „Finnst ég vera lslendingur“ - segir Frances Kjartansson sem fluttist hingað frá Skotlandi Einhverra hluta vegna þykja Skotar nokkuð sérstakur þjóðflokkur. Brandarar ganga um nísku þeirra og sér- visku, ekki ósvipaðir Hafnarfjarðarbröndur- unum sem allir þekkja. Peirsem til þekkja telja þetta hins vegar ekki eiga við rök að styðjast, frekar en Hafnarfjarðarbrandar- arnir. Eitt er víst að þeir eiga ekki við Frances Kjartansson, sem er skosk að œtt og uppruna og hefur búið hér á landi, nánar til- tekið á Akureyri, sl. 16 ár. Að sjálfsögðu var byrjað á að forvitnast um hvers vegna hún flutti til íslands. „Ég var í kennaraskóla í Edin- borg, en ég er fædd og uppalin í nágrenni þeirrar borgar. Þar kynntist ég manninum mínum, Rafni Kjartanssyni menntaskóla- kennara, hann var þá í háskóla í Edinborg. Ég kom fyrst til lands- ins 1966 í sumarleyfi meö Rafni. Þá ferðaðist ég aðeins um landið, fór m.a. austur á Djúpavog þar sem tengdaforeldrar mínir búa. 1968 fluttum við svo „heim“ og höfum alltaf búið á Akureyri, ég vil hvergi annars staðar búa. Mér finnst Akureyri alveg hæfilega stór bær, hér fæst allt sem þarf, eða svo til og ef eitthvað vantar má ailtaf skjótast til Reykjavík- ur.“ - Hvernig hefur þér líkað við íslendinga? „Mjög vel. Það er ekki svo mikill munur á Skotum og íslend- ingum. Hvorir tveggja eru frekar seinir að kynnast, en maðureign- ast líka góða vini þegar það tekst loksins. Heima í Skotlandi er mikið horft á aðkomufólk sem kemur í þorpið, fyrstu vikuna er bara horft og sumir kinka kolli. í annarri eða þriðju viku er svo farið að kynnast og þá myndast traust vináttubönd, mér fannst þetta ekki ósvipað hér þegar ég kom fyrst. Annars var ég svo heppin að ég komst strax inn í saumaklúbb hér, í honum eru eingöngu útlendar konur, flestar frá Norðurlöndunum, en við erum 2 frá Bretlandseyjum. Saumaklúbburinn er ennþá starf- andi og t.d. vígðum við 20 manna tjald sem við eigum í sameiningu, um síðustu helgi. Við smíðuðum pall undir það og meiningin er að láta það standa uppi allt sumarið. Við getum þá farið með fjöl- skylduna, vini og vandamenn og dvalið í því um heigar.“ - Var erfitt að læra íslensk- una? „Já, ég verð nú að viðurkenna það, sérstaklega beygingarnar. Ég er nú samt svo heppin með það að r-ið í íslensku og skosku er eins, þannig að það var ekki vandamál. Það er um að gera að vera bara kaldur að tala, þá kem- ur þetta fljótlega. Við tölum al- veg íslensku á heimilinu, fyrst töluðum við ensku líka og elsti strákurinn er mjög góður í ensku. Með árunum höfum við svo orðið latari við þetta og nú- orðið er bara töluð íslenska. Þar sem ég vinn núna, í gestamóttök- unni á Hótel Varðborg koma margir útlendingar, þá get ég æft mig í enskunni, en ég finn það að ég er farin að ryðga í henni, mig vantar oft orð.“ - Hefurðu aldrei heimþrá? „Nei, aldrei. Við höfum farið til Skotlands þriðja hvert ár og það hefur alveg nægt mér. Ég á foreldra og eina systur í Skot- landi. Foreldrar mínir komu í fyrra og líkaði mjög vel, þau eru strax farin að safna fyrir næstu ferð. Ég hef ekki áhuga á að flytja aftur til Skotbnds, hér er svo gott loft og áka^lega gott að ala upp börn. Þegar ég var lítil og var að alast unp í Skotlandi mátti ég aldrci fara út úr garðinum, það var allt svo hættulegt og ekki hefur það batnað síðan. Hér er allt miklu frjálslegra fyrir börnin. Ég held að ég sé orðin íslending- ur í mér, vinur Rafns sagði við mig um daginn að hann liti aldrei á mig sem útlending, honum fyndist ég bara vera íslendingur. Ég var mjög ánægð með það.“ - Hefurðu unnið utan heimilis og hver eru áhugamálin? „Já, ég vann nú reyndar ekkert þegar strákarnir voru litlir, en þeir eru nú 12 og 15 ára. 1976 fór ég svo að vinna, starfaði sem fóstra á Barnadeild FSA í 2 ár, en ég er einnig með fóstrurétt- indi. Þá kom dóttir okkar í heim- inn, ég hætti að vinna í 2 ár til að geta verið heima hjá henni. Þá keyptum við okkur hús sem við erum nú að gera upp og þá varð ég að fara út til að endar næðu saman. Ég starfa nú í gestamót- tökunni á Hótel Varðborg, ég hafði ekki áhuga á að fara aftur í fóstrustarfið, mér fannst nóg að hafa börnin heima. Aðaláhuga- málið er handavinna, ég sauma mikið og hnýti, þó ég hafi nú ekki haft mikinn tíma að undanförnu til að sinna þessu áhugamáli mínu. Er það aðallega vegna þess að við erum að gera upp húsið sem við keyptum og það er nú líka áhugamál. Ég hef sjálf teikn- að upp eigin hugmynd að innrétt- ingum hússins og finnst það ákaf- lega skemmtilegt." - Að lokum, borðarðu ís- lenskan mat? „Já, svona að mestu. Mér finnst slátur og svið t.d. mjög gott. Hins vegar borða ég ekki skyr, súrmjólk, mjólk eða smjör. En það er ekkert að marka því mér hefur alltaf þótt mjólk vond. Það er meiri skyndimatur í Skot- landi en hér, hamborgarar og slíkt, en þar er líka borðað meira grænmeti, það er samt dálítið að breytast hérna því úrvalið af grænmeti er alltaf að aukast. HJS „Aldrei sætt mig við snjóinn“ — segir Joan Arnþórsson frá Englandi Ég er fædd og uppalin í Yorkshire í Englandi, en fluttist hingað til lands 1965 og hefþví búið hérna í 19 ár, allt- af á Akureyri. Það er Joan Arnþórsson sem hefur orðið. Ástæðan fyrirþví að húnfluttist hingað til lands er sú sama og hjá flestum hinna, hún kynntist manni sínum, Kristni Arnþórssyni, úti í Englandi og átti þá varla um annað að velja en að flytjast upp á klakann með honum. En hvernig hefur henni líkað við land ogþjóð? - Bara vel, ég get þó ekki neit- að því að þetta var mjög erfitt í fyrstu. Þegar ég lít til baka skil ég ekkert í því hvernig ég lifði þetta af. Fyrsta árið mitt hér var fólk mjög viljugt að tala ensku við mig, en svo smá hætti það því, hefur líklega fundist að ég gæti farið að læra íslenskuna. Það varð til þess að ég einangraðist mikið í samræðum, lærði að loka mig af. Svo sá ég að ég varð að læra málið og þá kom það mjög fljótt og nú er mig farið að vanta orð í enskuna. Eftir 2 ár var mér svo boðið í saumaklúbbinn sem hér er starfandi fyrir útlendar konur og það varð mér til lífs, liggur mér við að segja. Þessi saumaklúbbur hefúr nú reyndar snúist upp í sundklúbb og eigin- menn og börn fá að vera með. Eftir fyrsta árið mitt hér fór ég svo heim til Englands í stutta heimsókn, þá sá ég að ég hefði átt að fara fyrr því þar hafði lífið haldið áfram alveg eins og hjá mér, það var margt breytt og eftir það sætti ég mig miklu betur við að búa hér. - Er mikill munur á Akureyri og fæðingarbæ þínum? - Já, hann er töluverður. Hér er þessi mikli snjór sem ég hef aldrei getað sætt mig fyllilegavið. Hann mætti vera rétt um jól og páska fyrir skíðafólkið, en svo ekki meir. Ég held að maður hljóti að þurfa að vera fæddur hér og uppalinn til að geta gengið í þessari stöðugu hálku og snjó sem hér er á veturna. Hér eru sumrin líka svo stutt og ég sakna alltaf sumranna heima í York- shire. Þegar ég kom hingað fyrst lenti ég líka í erfiðleikum vegna matarins. Ég hafði alltaf borðað mikið grænmeti en lítið kjöt. Hér var þetta alveg öfugt, hér sást varla grænmeti og lítið af ávöxt- um, en fólkið borðaði mikið af kjöti. Þá var ekki um annað að velja en að breyta matarvenjun- um eða svelta. Nú hefur hins veg- ar orðið bylting í þessum málum, aðallega sl. 5 ár og nú fást hér all- ar tegundir af grænmeti. Ég fann það líka þegar ég kom hvað íslendingar eru lokaðir, það tekur langan tíma að komast í samband við fólk. Maður verður sjálfur að sækjast eftir því að kynnast fólki, en ef það tekst verða þeir traustustu vinir sem hægt er að eignast. - Þú ert titluð starfsþjálfari, hvað felst í því starfi? - Þetta er alveg nýtt hér á landi. Ég fylgist með fólki vinna og reyni svo að kenna því rétt vinnubrögð. Einnig sé ég um bónuskerfi og þar tram eftir göt- unum. Núna er ég að vinna hjá Sambandinu, aðallega í Mokka- deild. Ég er búin að vera í þessu sl. 2 ár og líkar mjög vel, annars er ég búin að vinna svo margvís- leg störf síðan ég kom að of langt mál yrði að telja það allt upp. - En áhugamálin? - Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir að gera eitthvað fyrir útlendinga sem koma hingað. Eitt sumar var ég með ferð fram í fjörð fyrir túrista, en hef ekki farið út í það aftur. Mér finnst mjög leiðinlegt hvað lítið er gert fyrir ferðamenn sem koma hingað. Þegar ég var hvað mest í þessu var að vísu boðið upp á ýmislegt, en svo kom alltaf eitt- hvað upp á, þannig að helming- urinn datt upp fyrir. Það er aiveg lágmarkið að menn standi við það sem þeir auglýsa. Svo er auð- vitað sauma- eða sundklúbburinn sem tekur mikinn tíma, við erum eins og ein Stór fjölskylda. Það nýjasta þar er þetta 20 manna tjald sem við létum sérsauma fyr- ir okkur. Ég get nú sagt þér smá sögu af því. Á föstudaginn var tjaldið tek.ið upp og skoðað og kom þá í ljós að stengurnar vant- aði og var það heldur verra. Við hringdum suður hinar verstu og kvörtuðum yfir þessu, fengum við þá þau svör að þegar tjald væri sérsaumað þyrfti líka að sérsmíða stengurnar og það hafði okkur sést yfir. Það var því farið í að redda stöngum og upp fór tjaldið á laugardaginn við mikinn fögnuð viðstaddra. HJS. Hermann Huýbens. 33 Jólin öðruvísi íf - segir Hollendingurinn Hermann Huýbens Hvers vegna égflutti til íslands? Jú, það var þannig að konan mín er íslensk. Við kynnt- umst í Noregi, ég var „Islendingar eru mjög gott fólk“ Flestir geta líklega ver- ið sammála um það að mikill munur sé á ís- landi og Marokkó í Afríku. Líklega mundufærri kjósa það að flytjast hingað til landsfrá Afríku heldur en að flytja frá íslandi Joan Arnþórsson. — að sögn Zarioh í sólina og hitann þarna suður frá. Nokkrir Afríkubúar hafa þó látið sig hafa það að setjast að á ís- landi. Einn þeirra er Mohamed Hamadi Zarioh, logsuðumaður í Slippnum. Fyrsta spurningin var um upprunann og hvers vegna hann fluttist til íslands. „Ég er fæddur í Nadur, sem er borg í Marokkó. 13 ára gamall flutti ég til Spánar með föður mínum, eftir að foreldrar mínir slitu samvistum. Frá Spáni flutt- um við til Frakklands og þaðan til Þýskalands, það er því búinn að vera mikill þvælingur á mér. í Þýskalandi kynntist ég svo konu minni, Aðalheiði Baldvinsdóttur, sem vann þar í íslenska sendiráð- inu. 1971 fluttum við svo til íslands. Við komum hingað 4. des. 1971, ég held að ég gleymi því aldrei. Það var svo mikill snjór og kuldi að mér leist ekkert á þetta.“ - Hvernig hefur þér líkað að búa hér og hvernig var þér tekið? „Mér hefur alls staðar verið vel tekið hérna. íslendingar eru gott fólk, ég hef kynnst fólki af öllum Norðurlöndunum og líkað vel við það allt saman. Mér hefur líkað ágætlega að búa hérna. í fyrstu var þetta mjög erfitt, bæði hvað varðar veðurfarið og málið. Mér hefur ekki gengið vel að læra ís- lenskuna, mér finnst hún mjög erfið. Arabíska er mitt móður- mál, en auk hennar hef ég lært spænsku, frönsku, þýsku og svo íslensku. Af þessum málum finnst mér íslenskan erfiðust. Fyrsta árið hérna var sérstaklega erfitt, en svo skánaði þetta eftir það. Ég hef alltaf verið á leiðinni til Þýskalands aftur, en einhverra hluta vegna hefur ekkert orðið af því. Ég hef ferðast mikið, bæði innanlands og utan. Hef reynt að fara annað hvert ár til Marokkó og í tvö skipti hef ég tekið alla fjölskylduna með. í hitteðfyrra fórum við í 3ja mánaða reisu, fórum út með Smyrli, keyrðum niður alla Evrópu og enduðum í Marokkó. Þar býr móðir mín og 10 systkini. Auk þess hefur pabbi gamli einu sinni heimsótt mig, það var fyrir þremur árum. Hann kom um jólin, það var mikill snjór og sá gamli hafði aldrei séð annað eins.“ - Að lokum. í hvað fara frí- stundirnar? „Þær fara nú aðallega í bridds, sem ég spila mikið og hef gaman af. Þar fyrir utan hef ég áhuga á ferðalögum. Hef ferðast mikið hér á landi, farið hringveginn tvisvar og í styttri ferðir út um allt. HJS þar áferðalagi, en hún vann þar. 1974 fluttum við svo til íslands, bjuggum fyrst lb ár í Reykjavík, en fluttum síðan hingað til Akur- eyrar og höfum búið hér síðan, “ sagði Hermann í upphafi samtalsins. Hermann er matreiðslumaður og starfar hjá KEA. Hann er hins vegar fœddur og uppalinn í Hol- landi, nánar tiltekið í Amsterdam. - Hvernig hefur þér líkað við íslendinga og hvernig var þér tekið? „Bara vel, annars er því vand- svarað. Ég hef ekki orðið var við að íslendingar væru neitt öðru- vísi en annað fólk, seinteknir eða slíkt. Ég hef eignast mikið af kunningjum, en kannski ekki marga vini. Mér hefur verið vel tekið, fólk kemur bara fram við mann eins og maður kemur fram við það.“ - Hvernig gekk að læra ís- lenskuna? „Það gekk bara nokkuð vel, hollenska og íslenska eru ekki svo ólík mál, svona að lesa þau, en framburðurinn er auðvitað allt öðruvísi, hollenskan er svo miklu linara mál. Við tölum íslensku á heimilinu, en ég tala þó hol- lensku öðru hvoru við krakkana, þau skilja hana alveg en geta lítið talað.“ - Langar þig ekkert að flytja út aftur, færðu aldrei heinrþrá? „Ja, langar og langar ekki, ekkert frekar. Ég fæ aldrei heinr- þrá. Ég á foreldra í Hollandi og einn bróður. Ég hef heimsótt þau annað hvert ár og þau hafa kom- ið hingað þrisvar, meiningin er að þau komi hingað í sumar.“ - Er mikill munur á Hollend- ingum og íslendingum? „Nei, ekki varð ég var við það, nema kannski að einu leyti. Hol- lendingar eru stundvísari, það kemur til af því að í Hollandi er herskyida og þá er mönnum inn- prentuð stundvísi. Hins vegar finnst mér Hollendingar og ís- lendingar svipaðir í vinnu, álíka duglegir, en hér er þessi langi vinnudagur sem ekki er f Hol- landi. Ég hef tekið eftir einum mun í siðum, það er í sambandi við jólin, hér er meira tilstand í kringum þau.“ - Nú ert þú matreiðslumaður, er munur á matárvenjum íslend- inga og Hollendinga? „Það er nú ekki svo mikill munur. Þessi séríslenski matur er auðvitað öðruvísi. Að vísu gerum við líka slátur í Hollandi, það er blóðmör sem er unninn úr nauta- og svínablóði. Að búa til súrmatinn lærði ég svo af vest- firskri konu og svo fikraði ég mig bara áfram. Ég lærði líka um þetta á Hótel KEA þar sem ég vann í 3 ár. Sjálfur borða ég allan íslenskan mat og finnst mjög góðui. Skyrio er taliö sérislenskt tyrir- bæri, en ég tel mig hafa fundið uppskrift af skyri í gamalli hol- lenskri matreiðslubók, en það fyrirfinnst ekki í Hollandi nú til dags.“ - Holland er flatt land, en ís- land hálent, voru ekki mikil við- brigði að koma hingað? „Jú, vissulega voru þetta við- brigði, en ég vissi samt alveg að hverju ég gekk. Um tíma var ég kokkur á millilandaskipum og hafði því kynnst ýmsu.“ - í hvað fara frístundirnar? „Ætli matreiðslan sé ekki aðal- áhugamálið, en þar á eftir kemur svo fótbolti og bridds, sem ég reyni að spila. Annars hef ég áhuga á öllum íþróttum þó ég æfi þær ekki, fylgist bara með,“ sagði Hermann í lok samtalsins. HJS mKBBm - \;:p ' Zaríoh frá Marokkó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.