Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 7
20.júní1984-DAGUR-7 ítmig inn i frá Englandi i i er ég búin að vinna svo margvís- leg störf síöan ég kom að of langt mál yrði að telja það allt upp. - En áhugamálin? - Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir að gera eitthvað fyrir útlendinga sem koma hingað. Eitt sumar var ég með ferð fram í fjörð fyrir túrista, en hef ekki farið út í það aftur. Mér finnst mjög leiðinlegt hvað lítið er gert fyrir ferðamenn sem koma hingað. Þegar ég var hvað mest í þessu var að vísu boðið upp á ýmislegt, en svo kom alltaf eitt- hvað upp á, þannig að helming- urinn datt upp fyrir. Það er aiveg lágmarkið að menn standi við það sem þeir auglýsa. Svo er auð- vitað sauma- eða sundklúbburinn sem tekur mikinn tíma, við erum eins og ein stór fjölskylda. Það nýjasta þar er þetta 20 manna tjald sem við létum sérsaurria fyr- ir okkur. Ég get nú sagt þér smá sögu af því. Á föstudaginn var tjaldið tekið upp og skoðað og kom þá í ljós að stengurnar vant- aði og var það heldur verra. Við hringdum suður hinar verstu og kvörtuðum yfir þessu, fengum við þá þau svör að þegar tjald væri sérsaumað þyrfti líka að sérsmíða stengurnar og það hafði okkur sést yfir. Það var því farið í að redda stöngum og upp fór 1 tjaldið á laugardaginn við mikinn fögnuð viðstaddra. HJS. Hermann Huýbens. „Jólin öðruvísi" - segir Hollendingurinn Hermann Huýbens Hvers vegna égflutti til þar á ferðalagi, en hún íslands? Jú, það var þannig að konan mín er íslensk. Við kynnt- umst í Noregi, ég var ndingar eru fólk" I gott - að sögn Zarioh í sólina og hitann þarna suður frá. Nokkrir Afríkubúar hafa þó látið sig hafa það að setjast að á ís- . landi. Einn þeirra er Mohamed Hamadi Zarioh, logsuðumaður í Slippnum. Fyrsta , spurningin var um upprunann og hvers vegna hann fluttist til íslands. „Ég er fæddur í Nadur, sem er borg í Marokkó. 13 ára gamall flutti ég til Spánar með föður mínum, eftir að foreldrar mínir slitu samvistum. Frá Spáni flutt- um við til Frakklands og þaðan til Þýskalands, það er því búinn að vera mikill þvælingur á mér. í Þýskalandi kynntist ég svo konu minni, Aðalheiði Baldvinsdóttur, sem vann þar í íslenska sendiráð- inu. 1971 fluttum við svo til íslands. Við komum hingað 4. des. 1971, ég held að ég gleymi því aldrei. Það var svo mikill ' snjór og kuldi að mér leist ekkert i áþetta." - Hvernig hefur þér líkað að búa hér og hvernig var þér tekið? „Mér hefur alls staðar verið vel tekið hérna. íslendingar eru gott fólk, ég hef kynnst fólki af öllum Norðurlöndunum og líkað vel við það allt saman. Mér hefur líkað ágætlega að búa hérna. í fyrstu var þetta mjög erfitt, bæði hvað varðar veðurfarið og málið. Mér hefur ekki gengið vel að læra ís- lenskuna, mér finnst hún mjög erfið. Arabíska er mitt móður- mál, en auk hennar hef ég lært spænsku, frönsku, þýsku og svo íslensku. Af þessum málum finnst mér íslenskan erfiðust. Fyrsta árið hérna var sérstaklega erfitt, en svo skánaði þetta eftir það. Ég hef alltaf verið á leiðinni til Þýskalands aftur, en einhverra hluta vegna hefur ekkert orðið af því. Ég hef ferðast mikið, bæði innanlands og utan. Hef reynt að fara annað hvert ár til Marokkó og í tvö skipti hef ég tekið alla fjölskylduna með. í hitteðfyrra fórum við í 3ja mánaða reisu, fórum út með Smyrli, keyrðum niður alla Evrópu og enduðum í Marokkó. Þar býr móðir mfn og 10 systkini. Auk þess hefur pabbi gamli einu sinni heimsótt mig, það var fyrir þremur árum. Hann kom um jólin, það var mikill snjór og sá gamli hafði aldrei séð annað eins." - Að lokum. í hvað fara frí- stundirnar? „Þær fara nú aðallega í bridds, sem ég spila mikið og hef gaman af. Þar fyrir utan hef ég áhuga á ferðalögum. Hef ferðast mikið hér á landi, farið hringveginn tvisvar og í styttri ferðir út um allt. HJS vannþar. 1974fluttum við svo til íslands, bjuggum fyrst Vz ár í Reykjavík, en fluttum síðan hingað til Akur- eyrar og höfum búið hér síðan," sagði Hermann í upphafi samtalsins. Hermann er matreiðslumaður og starfar hjá KEA. Hann er hins vegar fæddur og uppalinn í Hol- landi, nánar tiltekið í Amsterdam. - Hvernig hefur þér líkað við íslendinga og hvernig var þér tekið? „Bara vel, annars er því vand- svarað. Ég hef ekki orðið var við að íslendingar væru neitt öðru- vísi en annað fólk, seinteknir eða slíkt. Ég hef eignast mikið af kunningjum, en kannski ekki marga vini. Mér hefur verið vel tekið, fólk kemur bara fram við mann eins og maður kemur fram við það." - Hvernig gekk að læra ís- lenskuna? „Það gekk bara nokkuð vel, hollenska og íslenska eru ekki svo ólík mál, svona að lesa þau, en framburðurinn er auðvitað allt öðruvísi, hollenskan er svo miklu linara mál. Við tölum íslensku á heimilinu, en ég tala þó hol- lensku öðru hvoru við krakkana, þau skilja hana alveg en geta lítið talað." - Langar þig ekkert að flytja út aftur, færðu aldrei heimþrá? „Ja, langar og langar ekki, ekkert frekar. Ég fæ aldrei heim- þrá. Ég á foreldra í Hollandi og einn bróður. Ég hef heimsótt þau annað hvert ár og þau hafa kom- ið hingað þrisvar, meiningin er að þau komi hingað í sumar." - Er mikill munur á Hollend- ingum og íslendingum? „Nei, ekki varð ég var við það, nema kannski að einu leyti. Hol- lendingar eru stundvísari, það kemur til af því að í Hollandi er herskylda og þá er mönnum inn- prentuð stundvísi. Hins vegar finnst mér Hollendingar og ís- lendingar svipaðir í vinnu, álíka duglegir, en hér er þessi langi vinnudagur sem ekki er í Hol- landi. Ég hef tekið eftir einum mun í siðum, það er í sambandi við jólin, hér er meira tilstand í kringum þau." - Nú ert þú matreiðslumaður, er munur á matárvenjum íslend- inga og Hollendinga? „Það er nú ekki svo mikill munur. Þessi séríslenski matur er auðvitað öðruvísi. Að vísu gerum yið líka slátur í Hollandi, það er blóðmör sem er unninn úr nauta- og svínablóði. Að búa til súrmatinn lærði ég svo af vest- firskri konu og svo fikraði ég mig bara áfram. Ég lærði líka um þetta á Hótel KEA þar sem ég vann í 3 ár. Sjálfur borða ég allan íslenskan mat og finnst mjög góður. Skyno er taliö sénslenskt tyrir- bæri, en ég tel mig hafa fundið uppskrift af skyri í gamalli hol- lenskri matreiðslubók, en það fyrirfinnst ekki í Hollandi nú til dags." - Holland er flatt land, en ís- land hálent, voru ekki mikil við- brigði að koma hingað? „Jú, vissulega voru þetta við- brigði, en ég vissi samt alveg að hverju ég gekk. Um tíma var ég kokkur á millilandaskipum og hafði því kynnst ýmsu." - í hvað fara frístundirnar? „Ætli matreiðslan sé ekki aðal- áhugamálið, en þar á éftir kemur svo fótbolti og bridds, sem ég reyni að spila. Annars hef ég áhuga á öllum íþróttum þó ég æfi þær ekki, fylgist bara með," sagði Hermann í lok samtalsins. HJS Zaríoh frá Marokkó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.