Dagur - 20.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. júní 1984
Fjölbreyttir
réttir
á útigrillið
*
Ódýr grillkol
Kjörbúð KEA ^
Byggðavegi 98 Jj
Þorgrímur og Haukur veifa aflanum stoltir.
KGA.
Aðalfundur
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. verður haldinn
á Hótel KEA mánudaginn 2. júlí nk. kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar sl. árs.
2. Hlutafjáraukning, samanber tillögur nefndar
sem skipuð var á sl. aðalfundi til að fjalla um
eflingu iðnþróunar í byggðum Eyjafjarðar.
3. Kosning stjórnar og endurskoðun.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
„Borðum bara
ýsu og lúðu“
í sjávarplássum út um allt
land er hringiða mannlífsins
sögð vera bryggjan á staðnum.
Þar er alltaf eitthvað um að
vera. Samt sem áður er ævin-
lega fremur lítið um kvenfólk
á bryggjunni, þar eru karl-
menn í meirihluta. Af hverju
ætli það sé? Af hverju fara litl-
ar stelpur ekki niður á bryggju
með veiðistöng og dorga eins
og strákar? Svar óskast. En
þetta var bara smá útúrdúr, líf-
ið snýst um fisk og kvóta og
meiri físk og meiri kvóta.
Þannig er það á Þórshöfn eins
og víðar og þótti tíðinda-
mönnum Dags því við hæfí að
bregða sér niður á bryggju
staðarins er þeir voru þar á
ferðinni. Þar voru tveir guttar
með stöng og kváðust heita
Haukur Pálsson og Þorgrímur
Kjartansson og vera 9 ára.
- Búnir að veiða mikið
strákar?
Nýjung:
Stöðvum alkalískemmdir!
★ Múr- og steypuviðgerðir.
★ Sprunguviðgerðir.
★ Bárujárnsþéttingar.
★ Bárujárnsryðvarnir.
Sprunguviögerðir meö efni sem stenst vel alkalí, sýru-
og seltuskemmdir - hefur góöa vióloðun.
10 ára frábær reynsla.
Verkval
Takið eftir:
Leitið ekki langt yfir skammt. Förum hvert sem er.
Kynnið ykkur verð. Odýr og góð þjónusta.
Veggsögun. gólfsögun, kjarnaborun fyrir öllum
lögnum. Murbrot og frágangsvinna.
Einnig stiflulosun. Gerum klárt til að endurnýja
frárennsli í gólfum og lóðum.
Leysum hvers manns vanda.
Gerum föst verðtilboð.
Látið fagmanninn leysa lekavandamálið
í eitt skipti fyrir öll.
Akureyri, Hafnarstræti 9, Kristinn Einarsson, simi 96-25548.
- Já, alveg heilan kassa.
- Hvað gerið þið við aflann?
- í gær seldum við frystihúsinu
og við höldum að við getum grætt
mikið í sumar. Það er ágæt veiði
hérna. Þá sást í smá silungstitt og
enginn tími til að svara hallæris-
legum spurningum blaðamanna.
- Heyrið þið mig, hvað veiðist
mest hér við bryggjuna?
- Ætli það sé ekki mest um
marhnút og stundum er dálítið
mikið af þorski. Togarinn hendir
stundum karfa og þá leikum við
okkur að því að húkka hann upp.
Það er verst að fiskurinn tekur
ekki beitu, hann vill bara spún.
Ekki beit silungurinn á í þetta
skiptið. Hann kemur kannski
aftur. Bara að bíða, þeir höfðu
allan daginn.
- Borðið þið ekki fiskinn
sjálfir?
- Nei, ekki þorsk. Við borð-
um bara ýsu og lúðu og svoleiðis
fisk.
- En ætlið þið ekkert í sveit í
sumar?
- Nei, við verðum bara hérna
á bryggjunni mest. Að veiða og
svoleiðis. Ég kemst kannski með
pabba mínum á Hafrúnu ÞH 144
sagði Þorgrímur.
- Ætlið þið kannski að verða
sjómenn þegar þið verðið stórir?
- Já, við búumst við því.
Bílstjóradeild
Verkalýðsfélagsins Einingar
heldur aðalfund sinn laugardaginn 23. júní kl.
14.00 í Þingvallastræti 14, Akureyri.
Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Reikningar Tjarnar-
gerðis. Kjaramál. Kosningar. Önnur mál.
Deildarstjórn.
Sólbaðsstofa
Kaupangi
v/Mýrarveg
2. hæð í nýbyggingu
Sími 21206
Opnunartími
Virka daga
frá kl. 16.00-23.00
og um helgar
frá 9.00-23.00