Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 9
Einar kemur færandi hendi með fisk að hverju borði. Stakfellið var nýkomið af veiðum með ágætis afla. Hér er unnið við lausfrystingu. Náttúru- skoðunar- ferðir Náttúruskoðunarferðir á veg- um Náttúrugripasafnsins á Ak- ureyri hafa verið vel sóttar til þessa. Hér er einstakt tækifæri til að kynnast jurtagróðri landsins og læra að þekkja plöntur, sem nú eru flestar í blóma og fegursta sumar- skrúði. Fjölbreytnin er mikil hér í bæjarlandinu. Þannig fundust um 70 tegundir í stuttri ferð um brekkurnar og um 100 á Glerár- eyrum og í Neðstagili. Menn ættu að hafa með sér poka til að safna í og auk þess blað og blýant til að skrifa niður tegundirnar. Gott er einnig að hafa stækkunargler ef það er tiltækt. Þetta eru léttar gönguferðir fyrir alla fjölskyld- una. Sunnudaginn 1. júlí, kl. 10, verður farið í Vaðlareitinn. Safn- ast við suðurenda girðingarinnar (sumarhúsahverfið) og gengið út fjörur og bakka. Gefst þá einnig tækifæri til að skoða fjörulíf og steintegundir. Ráðstafanir verða gerðar til að flytja fólk til baka. Göngutími 2-3 stundir. Sunnudaginn 8. júlí, kl. 9 verð- ur hópferð frá Náttúrugripasafn- inu austur í Hnjóskadal til jarð- fræði- og grasaskoðunar. Ekið verður austur um Dalsmynni, e.t.v. skroppið upp á Flateyjar- dalsheiði, og að Stóru-Tjörnum í leiðinni, en síðan inn í Reykja- skóg. Aðalleiðbeinandi verður Hreggviður Norðdahl, jarðfræð- ingur, sem hefur rannsakað jarð- sögu dalsins undanfarin ár og skrifað um hana doktorsritgerð. Einnig verða grasafræðingar með í förinni. Æskilegt er að menn skrái sig í þessa ferð með nokkr- um fyrirvara hjá Náttúrugripa- safninu. Ferðin tekur að sjálf- sögðu heilan dag. 25. júní 1984-DAGUR-9 - segja Örn og Orri I góða veðrinu á dögunum rakst blaðamaður Dags á þessa ungu fótboltakappa á Barna- skólavellinum. Þeir sögðust heita Orri Hallgrímsson og Örn Elfar Þorieifsson. Sam- þykktu þeir umyrðalaust að tekið yrði við þá stutt spjall. Fyrsta spurningin var hvort þeir kepptu í fótbolta. „Nei, við erum bara að æfa okkur. Við æfum hjá KA og þá keppum við kannski einhvern tímann. Hinrik þjálfar okkur og hann er ágætur. Við vonum bara að við fáum ný mörk á völlinn, þau sem við höfðum í fyrra voru alveg ónýt.“ Orn kvaðst hafa æft innanhússknattspyrnu í vetur, en Orri hefur ekki æft áður. - En hvað gera þeir fleira en að æfa fótbolta? „Við hjólum mikið, t.d. hjól- uðum við í gær frá hádegi og fram yfir kvöldmat. Við gleymdum alveg að koma í mat, en hvorugur var skammaður, ekki í þetta skipti.“ Orri sagðist oft hafa farið að veiða í fyrra, en ætti alveg eftir að fara núna. Þar með voru þeir roknir, það þýðir ekkert annað en að halda sig við æfingarnar ef einhver árangur á að nást. HJS Ólafur H. Torfason: Galdrar og góðar minningar Ef þið eruð að flýta ykkur, farið þá rakleiðis inn og skoðið stóru myndina hans Þórðar af Snæfellsjökli, „Jökull- inn eini sanni“. Hún er meistara- verk! Margar smærri myndanna eru samt með snert af sömu tignarlegu lotningu, sama rammaslag frum- efnanna. Og sömu kraftstillingu handanna, sem hafa úðað hrauni, sandi og öðrum upphleyptum efnum á plöturnar, ýrt á þær litaregni, strokið þær karlmannlega espuðum litum. Engin furða að heimsþekktur listamaður skuli hafa áritað bók sína til Þórðar „með svolítil övund“, eins og sannfærast má um með því að skoða gripina góðu sem liggja til sýn- is á borði. Þar er líka heimsfræga dagatalið frá Kodak með myndunum af Þórði vestur á Snæfellsnesi. Allt sem Þórður gerir er eins og heimsfrægð eigi að vera í því, það á að kalla yfir hnöttinn og segja: „Hana- nú, hérna er Nesið, ég held það nú, handa ykkur“. Við sem höfum líka búið þarna fyrir vestan förum næst- um hjá okkur, eins og við séum að hitta gamlar kærustur, þegar Hel- grindur, Tröllatindar og Dritvík striplast svona fyrir framan mann. Helgrindamyndin er líka meistara- stykki. Látið ekki galdur Þórðar hræða ykkur, þótt stundum virðist hafa ver- ið málað með sleggju og litirnir hrifs- aðir blindandi. Vafurloginn í mynd- um eins og „Hvítagaldri" og gullið og silfrið víða í myndunum breyta ásynd, eftir því hvar maður stendur, myndirnar lifna og kyrja ómstríðan seið. Þórður hefur náð því stigi hins glúrna málara að samtóna verk sín af nákvæmni, minnir því á stórmeistara expressiónisma annað slagið og gefur nýbylgjumálurum ekkert eftir í dirfsku. „Sólin bræðir fönnina“ er áhrifaríkt dæmi um slíkan líkams- og sálarkraft. Þórður á Dagverðará er bæði hrjúfur og mjúkur, kaldur og heitur, augljós og óskiljanlegur í verkum sínum. Hann er kraftaskáld and- stæðna og kjarks í myndlist og mun vegur hans iengi uppi. Á þessari stóru sýningu eru margir kostir fyrir þann sem vill bæði tryggja sér ósvikna list í híbýli og talsverða pen- ingalega tryggingu í ramma. Gunnar Sigurjónsson er öllu kurt- eisara eða lágmæltara náttúrubarn. Að vísu er hann líka í fantasíunum, einkum kringum jarðelda, en brúkar hina fínni skúfana og sker ekki litinn af þvílíkri kænsku sem Þórður. Ein- lægni hans og aðdáun er fagur vitnis- burður um auðmýktina gagnvart landi okkar og perlum þess. Gunnar leikur sér með horn og vinkla, línur sem skaga hver móti annarri, en jafn- ótt er dregið úr og mýkt umhverfisins linar spennuna. Gunnar agar þannig myndina og særir engan. Grænt er uppáhaldsliturinn, næst eru blátt og rautt, og það er eins og litir Gunnars tjái líka huglæga kennd, túlki skap- brigði eða innri tóna skoðandans. Þannig geta landslagsmyndir nefni- lega oft orðið „sálfræðilegar“ eða túlkandi, þótt fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem aðeins vilja meta mynd á hlutlægan hátt. Gunnar starfaði við trésmíðar áður en hann tók við húsvarðarstarfinu í Iðnskól- anum á sínum tíma og hefur aðeins málað í um áratug. Vænt þætti manni um að sjá hann stíga oftar þann ljúfa dans litanna og víddanna sem kemur fram í „Garðsárgljúfri", sem þolir fjarlægðina salinn á enda, þótt „mál- uð sé í kompu“ eins og Gunnar segir sjálfur. Það er bragð að þessari sýningu og ekki spillir að listamennirnir eru þarna einatt til viðtals, og gæða þeir daginn lífsgleði og blæ, þegar maður rekst inn. Ólafur H. Torfason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.