Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-4.JÚIÍ1984 Telurðu þörf á kvennaathvarfi á Akureyri? s*sk«**V Halldór Jónsson: Ég gcri níö fyrir því, en þckki það ckki sjálfur. En líklega cr þörfin ekkert minni cn fyrir sunnan. í^'i--: "'• 9P ¦:¦¦ **-**i«t::, 1 Sóldís Stefánsdóttir: Já, ég tel þörf á því. Jónas Þórðarson: Hef ekki hugmynd um það, ég hélt að allt kvenfólk á Akur- eyri hefði gott athvarf. Stefán Gunnlaugsson: Ég er líklega ekki rétti maður- inn til að svara því, en reynsl- an í Reykjavík er þannig að það er ekki ólíklegt. * \ • Sigurbjörg Einarsdóttir: ¦ Þörf? Ég hef ekki kynnst því sjálf, en ef þörf er fyrir hendi á absalút að opna það._______ Viðtal - segir Johann Borgarsson, verkstjóri Hraðf rystihúss Olafsfjarðar „Það eru á miili 70 og 80 manns sem starfa hér undir minni stjórn yfir sumai tímann og núna er tiltölulega lítið af skólafólki miðað við það sem verið hefur undanfarin sumur," sagði Jóhann Borgars- son verkstjóri hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar í samtali við Dag. „Ástæðan er sú að kon- urnai sem starfa hér hafa gert minna af því en áður að taka sér frí yfir sumartímann en ver- ið hefur," bætti Jóhann við. „Það virðist sem það sé eitt- hvað þrengra í búi hjá fólki en áður þannig að fólk fer minna í frí, og sjálfsagt spilar atvinnu- leysið í vetur þar inn í. Hér starfa að langmestu leyti húsmæður og eftir slæman vetur hvað atvinnu snertir þá hefur sumarið verið ágætt og sárafáir dagar fallið úr með vinnu." Jóhann kom til Ólafsfjarðar haustið 1980 frá Grundarfirði þar sem hann hafði unnið við verkstjórn, en annars er hann úr Höfnum á Reykjanesi og ólst þar upp. „Það má segja að ég hafi verið viðloðandi fisk meira og minna síðan ég fór að vinna. Ég hef oft ætlað mér að hætta og snúa mér að öðru en það virðist vera erfitt að slíta sig frá fiskinum." - Og hvernig finnst þér að búa hér í Olafsfirði? „Mér finnst það mjög gott og kann afar vel við mig. Ég kann vel við fólkið hérna, það er af- skaplega þægilegt í allri um- gengni og mér líkar vel. Það er stundum verið að tala um að þetta sé einangraður staður en ég finn ekki fyrir því. Ég fer t.d.. ekki héðan yfir vetrarmánuðina nema ég megi nauðsynlega til. Múlinn veldur því hugsanlega að fólk fer minna á milli en annars væri." - Hvað fæst þú við í frístund- um, ert þú í félagsstörfum? „Nei, mér finnst að þetta starf mitt bjóði ekki upp á slíkt eins og að binda sig við fundarsetur, það getur stangast á við vinnuna. Eg keypti mér hús hérna og hef verið að standsetja það þannig að ég hef haft nóg að gera." - Getur það ekki verið óvin- sælt starf að vera verkstjóri í frystihúsi? „Það er sjálfsagt misjafnt og hlýtur að vera undir hverjum og einum komið, menn geta sjálf- sagt komið þannig fram að það skapi óvinsældir og öfugt. Ann- ars held ég að það sem gæti helst skapað þessar óvinsældir sé ef fólki er sagt að gera eitthvað sem því finnst að það gæti gert á ann- an hátt, og jafnvel betur þannig." - Þú gengur ekki um salinn með svipuna á lofti? „Nei, enda held ég að það sé ekki góð aðferð til að stjórna að halda fólki í heljargreipum og hafa það hrætt. Fólk á að geta virt sinn verkstjóra, treyst honum og talað við hann." — Við sjáum hérna frammi í vinnslusalnum að það er vel hald- ið áfram, og konurnar líta ekki upp frá vinnunni. Er það bónus- inn svokallaði sem þessu veldur? „Þetta er harðduglegt fólk og auðvitað hefur bónusinn mikið að segja því hann hefur veruleg áhrif á launin. Almennt tíma- kaup hjá konunum er 68,30 krónur á tímann eftir 6 ára starf og hæsti bónus sem mögulega er hægt að ná er 87,11 krónur á tímann. Það heyrir auðvitað til undantekninga ef konurnar ná þeim bónus en það er ekki óal- gengt að bónusinn sé 50-60 krón- ur á tímann. En þá þarf að gæta að því að það er geysilega vel unnið og það er toppálag á fólk- inu." - Hvernig tekur fólk því þegar atvinnuleysi skellur yfir eins og gerðist sl. vetur? „Mér fannst alveg ótrúlegt hvað fólkið tók því rólega og æs- ingalaust. Ég held að fólkið hafi gert sér það ljóst að það var ekk- ert við þessu að segja og erfitt að gera nokkuð við því.' Það er hins vegar ljóst að það þarf að koma til eitthvað nýtt í atvinnulífið hér í bænum, það má ekki einblína svona á fiskinn þótt auðvitað sé hann það sem við byggjum fyrst og fremst á. Það leikur allt í lyndi hér á meðan fiskast en þegar ekki berst fiskur á land er ástandið miður gott," sagði Jóhann Borg- arsson að lokum. gk.- Jóhann Borgarsson. Minnihlutinn hefur hátt Svo virðist sem hinn háværi minnihluti Eyfirðinga ætli sér að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir eðlilega atvinnu- uppbyggingu við fjörðinn. Minnihlutahópar hafa oft hátt, enda erfitt fyrir þá að verja málstað sinn nema með hávaða og flumbrulegri framsetningu málsins. Álversandstæðingar við Eyjafjörð eru þar engin undan- tekning. Ekkert má sjást á prenti frá þeim sem stuðla vilja að fram- förum í Eyjafirði, þá er minni- hlutinn kominn á fulla ferð með stóru orðin og yfirlýsingarnar. Hvernig væri að þessi minni- hluti gerði sér greina fyrir stöðu sinni, og þvf að hann getur ekki siðferðislega orðið til þess að koma í veg fyrir framfarir. Þetta brölt er ekki til neins annars en að stuðla að því að fólk flytji í auknum mæli af svæðinu og hver, er þá ánægður? Sennilega álvers- andstæðingar því annars væru þeir ekki að þessu brölti sínu. Það hefur verið gaman að fylgjast með viðbrögðum álvers- andstæðinga vegna undirskrifta þeirra manna sem vilja framfarir við Eyjafjörð. Undirskriftalistar hafa verið rifnir út og þúsundir manns hafa þegar lýst áhuga sín- um á framförum við Eyjafjörð. Því fagna allir, nema fámennur hópur niðurrifsmanna sem vill auðn en ekki framfarir. Ragnar. Erfiljóð - Utibú KEA opnað 1943 Mjög að hræra tungu' er tregt, tilefnið er dapurlegt. Þung nú reynast þáttaskil: Þessi búð ei lengur til. Um hverfið breiðist harmur sár, á hvörmum fólksins blika tár. Margur lítils má sín gegn matvörubúðardánarfregn. Hlíðargötu 11 - lokað 1984 Tölvur aðeins tölur sjá, Teddabúð við lítum ná. Dauða hennar kom í kring kaupfélagsstj órahagræðing. Fjöldinn eftir ykkur sér öðlingum í störfum hér, þjónustu, sem þótti góð, þakka skal í kveðjuóð. Stefán Vilhjálmsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.