Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 5
4. júlí 1984-DAGUR-5 „List og leikir“ - á lllugastöðum Menningar og fræðslusamband alþýðu mun í sumar gangast fyrir leikja og skemmtidag- skrá undir heitinu „List og leikir“ í orlofsbyggðunum að IUugastöðum í Fnjóskadal, í samvinnu við rekstrarstjórnir orlofsbyggðanna. Hugmyndin er sú að reyna að lífga upp á dvöl orlofsgesta með ýmiss konar leikjum, menningar og skemmtiefni, sem boðið verð- ur upp á einu sinni í viku. í þessu skyni koma skemmti- kraftar, listamenn og leiðbein- endur í heimsókn til orlofsbyggð- anna vikulega í sumar. Meðal efnis, sem boðið verður upp á má nefna brúðuleikhús, tónlist- arflutning, dansmúsík, leikrit og ratleik fyrir alla fjölskylduna, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess gefst orlofsgestum kostur á að fara í skoðunarferðir um nágrenni orl- ofsbyggðanna með valinkunnum leiðsögumönnum úr byggðalag- inu. Vonast er til, að með þessu megi krydda dálítið upp á tilver- una í orlofsbyggðunum í sumar og fá fólk til að taka þátt í sam- eiginlegum skemmtunum og samveru og á þann hátt hugsan- lega stofna til aukinna kynna meðal orlofsgesta. Föstudaginn 13. júlí og mán- udaginn 16. júlí vérður brúðu- leikhús Helgu Steffensen og Sig- ríðar Hannesdóttur til skemmt- unar, báða dagana kl. 15.00. Þriðjudaginn 24. júlí kl. 20.30 verður ratieikur fyrir alla fjöl- skylduna undir umsjón Ólafs Kjartanssonar. HJS /—- ■1 Ml- .... Nýttí (tsso) Krókeyri Bolir á aðeins kr. 295.00 í 30 gerðum með fræg- ustu hljómsveitum og söngvurum heims áprent- uðum. Fást aðeins í <0 Krókeyri. Veiðimenn athugið Að gefnu tilefni ítrekast að öll veiði er bönnuð að Gæsasandi. Veiðifélag Hörgár. 6 Bændur Þeir bændur sem hafa fengið lánuð áburðarbretti undir áburð sinn vinsamlegast gangið frá þeim á aðgengilegum stað svo að auðvelt verði að sækja þau eftir 6. júlí nk. Þau bretti sem ekki koma til skila verða skuldfærð viðkomandi kr. 2.000.- pr. bretti. Þetta gildir einnig um eldri bretti sem lánuð hafa verið. Kaupfélag Eyfirðinga Glerárkirkja Útboð Tilboð óskast í byggingu 1. áfanga Glerár- kirkju við Bugðusíðu. Um er að ræða uppsteypu á neðri hæð kirkjunnar skv. nánari skilgreiningu í verklýsingu. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norðurlands, Skipagötu 18, Akureyri, frá og með mánudegi 9. júli 1984, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila til Verkfræðistofu Norður- lands, og verða þau opnuð þar mánudaginn 23. júlí 1984 kl. 16.00. Byggingarnefnd Glerárkirkju. Útboð Tilboð óskast í byggingu 3. áfanga Verkmennta- skólans á Akureyri. Áfanginn er 1248 m2 að grunnfleti ásamt kjallara 313 m2. Verktaki tekur við útgröfnum grunni og skal skila húsinu í fokheldu ástandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fulltrúa byggingarnefndar Verkmenntaskólans á Akur- eyri, Kaupangi við Mýrarveg 2. hæð. frá 6. júlí gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 17. júlí 1984 kl. 16.00. Bygginganefnd Verkmenntaskólans. Kjötborðið er glæsilegt að vanda. Kryddlegið kjöt í úrvali Grillaðir kjuklingar á fimmtudögum og föstudögum. Munid kjörmarkaðsverðið. Opið til kl. 19 á föstudögum. Hvað er góðauglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtaeki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaöer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sig því að auglýsa iDegi. þar eru allar auglýsingargóðar aug-. lýsingar. jC GUR ÍVGUR iAGUR DAGUR Auglýsing i Degl BORGAR SIG Könnum stóriðju-kostinn Höfnum fordómum Undirskriftarlistar liggja frammi á skrifstofunni Skipa- götu 13 sem er opin frá 16-18 daglega. Hringið í síma 22171 og við sendum lista og sækjum. Skorum á alla að taka á með okkur í þessu brýna hagsmunamáli. ÁHUGAMENN UM FRAMFARIR VIÐ EYJAFJÖRÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.