Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 5
4.JÚIÍ1984-DAGUR-5 „List og leikir" - á lllugastöðum Menningar og fræðslusamband alþýðu mun í sumar gangast fyrir leikja og skemmtidag- skrá undir heitinu „List og leikir" í orlofsbyggðunum að Illugastöðum í Fnjóskadal, í samvinnu við rekstrarstjórnir orlofsbyggðanna. Hugmyndin er sú að reyna að lífga upp á dvöl orlofsgesta með ýmiss kon-.tr Ieikjum, menningar og skemmtiefni, sem boðið verð- ur upp á einu sinni í vikn. í þessu skyni koma skemmti- kraftar, listamenn og leiðbein- endur í heimsókn til orlofsbyggð- anna vikulega í sumar. Meðal efnis, sem boðið verður upp á má nefna brúðuleikhús, tónlist- arflutning, dansmúsík, leikrit og ratleik fyrir alla fjölskylduna, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess gefst orlofsgestum kostur á að fara í skoðunarferðir um nágrenni orl- ofsbyggðanna með valinkunnum leiðsögumönnum úr byggðalag- inu. Vonast er til, að með þessu megi krydda dálítið upp á tilver- una í orlofsbyggðunum í sumar og fá fólk til að taka þátt í sam- eiginlegum skemmtunum og samveru og á þann hátt hugsan- lega stofna til aukinna kynna meðal orlöfsgesta. Föstudaginn 13. júlí og mán- udaginn 16. júlí verður brúðu- leikhús Helgu Steffensen og Sig- ríðar Hannesdóttur til skemmt- unar, báða dagana kl. 15.00. Þriðjudaginn 24. júlí kl. 20.30 verður ratleikur fyrir alla fjöl- skylduna undir umsjón Ólafs Kjartanssonar. HJS Nýttí £sso) Krókeyri mÉMM Bolir á aðeins kr. 295.00 <t* í 30 gerðum með fræg- ustu hljómsveitum og söngvurum heims áprent- uðum. Fást aðeins í (Ssg) Krókeyri. Veiðimenn athugið Að gefnu tilefni ítrekast að öll veiði er bönnuð að Gæsasandi. Veiðifélag Hörgár. Bændur Þeir bændur sem hafa fengiö lánuð áburðarbretti undir áburð sinn vinsamlegast gangið frá þeim á aðgengilegum stað svo að auðvelt verði að sækja þau eftir 6. júlí nk. Þau bretti sem ekki koma til skila verða skuldfærð viðkomandi kr. 2.000.- pr. bretti. Þetta gildir einnig um eldri bretti sem lánuð hafa verið. Kaupfélag Eyfirðinga Glerárkirkja • ;•!• ut Tilboð óskast í byggingu 1. áfanga Glerár- kirkju við Bugðusíðu. Um er að ræða uppsteypu á neðri hæð kirkjunnar skv. nánari skilgreiningu í verklýsingu. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norðurlands, Skipagötu 18, Akureyri, frá og með mánudegi 9. júli 1984, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila til Verkfræðistofu Norður- lands, og verða þau opnuð þar mánudaginn 23. júlí 1984 kl. 16.00. Byggingarnefnd Glerárkirkju. Utl l-^* I • !• Tilboð óskast í byggingu 3. áfanga Verkmennta- skólans á Akureyri. Áfanginn er 1248 m2 að grunnfleti ásamt kjallara 313 m2. Verktaki tekur við útgröfnum grunni og skal skila húsinu í fokheldú ástandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fulltrúa byggingarnefndar Verkmenntaskólans á Akur- eyri, Kaupangi við Mýrarveg 2. hæð. frá 6. júlí gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 17. júlí 1984 kl. 16.00. Bygginganefnd Verkmenntaskólans. IMMLM.1 Kjötbordid er glæsilegt að vanda. Kryddlegið kjöt í úrvali Grillaðir kjúklingar á fimmtudögum og föstudögum. Munið kjörmarkaðsverðið. Opið til kl. 19 á föstudögum. m Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Auglýsing i Degi BORGAR SIC ,,,*»--"* Hvað er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta íblöðum. Hversvegnaauglýsa fyrirtaeki þá vöru slna? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa iDegi, þar eru allar auglýsingar góðar aug-Á lýsingar. CUR MrUR >AGUR DAGUR Könnum stóriðju-kostinn Höfnum fordómum Undirskriftarlistar liggja frammi á skrifstofunni Skipa- götu 13 sem er opin frá 16-18 daglega. Hringið í síma 22171 og við sendum lista og sækjum. Skorum á alla að taka á með okkur í þessu brýna hagsmunamáli. ÁHUGAMENN UM FRAMFARIR VIÐEYJAFJÖRÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.