Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC © SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Ivar Bjarklind. „Ótrúleg knatttækni“ 9 ára KA-piltur vakti óhemju athygli í Vestamannaeyjum Skipa nefnd til viðræðna við stjórnvöld Aðalfundur Iðnþróunarfélagsins: Hlutafé aukið í 5 milljónir - félagið hefur unnið að fjöl- mörgum verkefnum Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn á Ak- ureyri á mánudag. A fundinum flutti Helgi Bergs, stjórnar- formaður, skýrslu stjórnar og sagði m.a. frá þeim verkefnum sem félagið hefur unnið að á árinu eða komið nálægt á ein- hvern hátt. Voru þar upptalin hátt í 20 atriði og þar af yfir tugur fyrirtækja sem ýmist hafa verið stofnuð með tilstyrk félagsins eða eru í athugun. Á fundinum var samþykkt heimild til að auka hlutafé út tveimur milljónum í fimm mill- jónir króna og jafnframt var sam- þykkt að leggja til við sveitarfé- lögin sem hlut eiga í félaginu að þau legðu árlega fram 0,25% af tekjum til reksturs Iðnþróunar- félagsins og auk þess sömu upp- hæð til hlutafjáraukningar. Pví var einnig beint til annara hluta- fjáreigenda að auka sitt hlutafé í sama hlutfalli. Meðal viðfangsefna sem Iðn- þróunarfélagiö hefur unnið að á síðasta starfsári eru Gúmmí- vinnslan hf., Aurora hf., Sæplast hf., framleiðsla á dömubinduni og bleijum, fiskeldi, laxfóður- verksmiðja, aukin verðmæta- sköpun í sjávarútvegi, rafeinda- fyrirtækið DNG, glerumbúða- verksmiðja, Hagi hf., námskeið um vöruþröun, athugun á stofn- un iðnþróunarsjóðs, fundur með iðnaðarráðherra, álverksmiðja og afgangsvarmi frá slíkri verk- smiðju og framleiðsla á polyuret- anciningum. Finnbogi Jónsson er fram- kvæmdastjóri félagsins og nýlega hefur Ingi Björnsson, hagfræð- ingur, verið ráðinn rekstrarráð- gjafi. HS „Hann hcfur hreint ótrúlega knatttækni og það var unun að horfa á hann leika sér með knöttinn.“ - Þannig sagði fréttamaður Morgunblaðsins frá 9 ára pilti frá Akureyri sem tók þátt í miklu knattspyrnu- móti í Vestmannaeyjum um helgina. Piltur þessi er leikmaður með 6. flokki KA og heitir ívar Bjarklind. Hann er með minnstu mönnum á leikvelli, eins og að framan sagði hefur hann yfir geysilegri knatttækni að ráða. Hann var á þessu móti í Eyjum kjörinn besti leikmaðurinn, en á þessu móti voru á milli 300 og 400 strákar víðsvegar af landinu. Sumir Eyjamenn gengu svo langt að kalla fvar „Pele norðurs- ins“ og er það ekki slæmt fyrir 9 ára pilt að vera líkt við mesta knattspyrnusnilling allra tíma. En hvað um það, ívar átti stór- leiki í Vestmannaeyjum, skoraði mörk, lagði enn fleiri upp og verðskuldaði útnefninguna fylli- lega. KA gekk mjög vel í þessu móti, en frá því segir nánar á íþróttasíðu á bls. 9. gk,- Samtök útgerðarmanna á Norðurlandi hafa skipað þriggja manna nefnd til að ræða við stjórnvöld um ástand útgerðarmála í fjórðungnum. Einn nefndarmanna er Valdi- mar Bragason, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Dalvík- inga, Dagur hafði samband við Valdimar og spurði hann um hlutverk nefndarinnar. Sagði Valdimar að útgerðar- menn á Norðurlandi hefðu áhyggjur af því að reksturinn stöðvist af rekstarfjárskorti. Menn eru sammála um að það Á aðalfundi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar á mánudag flutti Birgir Isleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar er- indi um þau mál. Athyglis- verðar upplýsingar komu þar fram um ástæður þess að Al-i can Ieitar samstarfs við íslend- inga um byggingu álvers. Birgir ísleifur sagði að Alcan væri ekki fyrst og fremst að leita að orku, því hana hefðu þeir næga í Kanada, heldur aðgangi að Evrópumarkaði. í Evrópu á fyrirtækið álsteypuverksmiðjur og hefur þurft að kaupa um 180 fáist engin lausn með því að stöðva allar veiðar og þar með at- vinnulíf í fjórðungnum. Peim þykir vænlegri kostur að ræða við stjórnvöld, það er því ekki stefnt á neinar þvingunaraðgerðir, heldur treysta menn á það að hægt verði að leysa málin með samstarfi. Nefndin aflaði upplýsinga um stöðu útgerðarinnar í fjórðung- num og gerði sjávarútvegsráð- herra grein fyrir niðurstöðunum. Niðurstaðan er sú að útgerðin er alls staðar rekin með halla og stefnir í óefni ef ekkert verður að gert. HJS. þúsund tonn af áli til notkunar þar. Þeir vilja gjarnan verða sjálfum sér nógir með hráefnis- öflun fyrir þessi fyrirtæki og telja álver á íslandi fýsilegan kost í þeim tilgangi. Þá á Alcan súráls- verksmiðju á írlandi sem gæti út- vegað álveri hér á landi hráefni. Ákveðið hefur verið að bjóða hópi Eyfirðinga til Kanada í ágúst til aðskoða álver sem Alcan á þar, bæði úr hópi andmælenda og meðmæltra. Annar fundur um hugsanlegt samstarf verður síðan í september. HS Á aðalfundi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Mynd: KGA. Alcan vantar: Hráefni fyrir ál- steypur í Evrópu Það verður suðaustlæg átt í dag og við getum búist við skýjuðu veðri og jafn- vel lítilsháttar rigningu. Þetta gildir eitthvað fram eftir deginum á morgun, en þá gæti farið að birta upp aftur og þá sjáum við sólina líklega aftur um helgina. # Hvað á þetta að þýða? Vinnuaðferðir þær sem við- hafðar voru á Hlíðarbrautinni s.l. mánudag urðu til þess að ganga framaf þeimsem fylgd- ust með þeim, enda ekki nema von. Hópur unglinga úr Vinnuskóla bæjarins var að störfum nálægt horni Hlíð- arbrautar og Teigarsíðu fyrri- part dagsins að raka, hreinsa og jafna til þannig að svæðið væri tilbúið til að sá í það. En eftir hádegi kom svo jarðýta á svæðið sem krakkarnir höfðu sléttað og gert fallegt og fínt og rótaði öllu til. Krakkarnir fylgdust með undrandi, og sennilega eru aðfarir sem þessar ekki bein-. línis tilþess fallnar að krakk- arnlr berl virðingu fyrlr því sem þeim er uppálagt að gera. # Naktir í skóginum í góða veðrinu um helgina lögðu margir leið sína í Kjarnaskóg, enda skemmti- legt að vera þar í hinu fallega umhverfi þegar vel viðrar. Ekki var þó næði fyrir þá sem hafa vildu frið í náttúrunni, drukknir menn æddu þar um skóginn eins og manníg naut, öskrandi og veinandi. Voru sumir þeirra jafn naktir og er þeir komu úr móður- kviðl. Gekk svo langt að litlir krakkar og unglingar sem voru á svæðinu urðu mjög hrædd og var ekki um neitt annað fyrir þau að gera en koma sér heim hið snarasta. Er spurning hvort ekki þarf að stórauka gæslu ( skógin- um þegar svo vel viðrar sem um helgina. • ,,Vilál“ Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum lesenda Dags allt það efni sem fjallar um álver, enda málið mikið í brennidepii um þessar mundir. Hver greinin af ann- arri berst á ritstjórn: Snarrót- armenn leggja blóm á leiði at- vinnuuppbyggingar við Eyja- fjörð, Tryggvi sendir Benna Steingríms blóm og Benni þakkar Tryggva blómin o.s.frv. Eftirfarandi vísa sem okkur fannst býsna góð barst inn á ritstjórn nýlega: Framtíðin virðist mér vlðsjál og vlst er að hér finnst mörg smásál. Þegar peningapungar með pyngjurnar þungar predika (sífellu „Vilál“. Ástæða þess að „Vilál" er með stórum staf mun stafa af því að Vilhelm Ágústsson hefur verið elnn af forgangsmönnum undirskriftasöfnunar um að ál- verskosturinn verði skoðaður. Vilhelm eða öðrum er hér með boðið pláss til að svara f sömu mynt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.