Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-4.JÚIÍ1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Af undirskriftum Andstæðingar hugmynda um byggingu ál- vers við Eyjafjörð hófu herferð til kynningar málstað sínum nú á vordögum. Reyna þeir að fá menn til fylgis við skilyrðislausa andstöðu og safna undirskriftum til stuðnings kröfu sinni. Það fór að vonum, að þessi harðdræga afstaða vakti upp annan hóp, það fólk sem ekki vill hafna þeim möguleika að næsta stór- iðjuveri á íslandi verði valinn staður við fjörðinn. Þessi hópur hefur einnig hafið söfnun undirskrifta, ekki til skilyrðislauss stuðnings við álver heldur færa þeir fram kröfu um það að undirbúningsvinnu og rann- sóknum verði fram haldið og endanlega af- staða byggð á niðurstöðum þeirra. Á þeim sem undir þessa lista skrifa hvílir ábyrgð. Undirskriftalistana má skoða sem óformlega könnun á afstöðu manna til þessa hitamáls. Þeir sem með undirskrift sinni hafna öllum at- hugunum verða að gera sér ljóst að and- staða þeirra getur orðið til þess að næsta stjórfjárfesting í orkuiðnaði verði á Reykja- nesi og auki enn á aðdráttarafl þess svæðis. Þannig yrði að óathuguðu máli, á glæ kastað möguleika til öflugrar uppbyggingar atvinnu- lífs við Eyjafjörð. Þeir sem með undirskrift sinni velja að halda áfram undirbúningi, verða að vera viðbúnir því að ekki reynist unnt að reisa álver á íslandi, hvað þá við Eyja- fjörð. Stóriðja ein leysir ekki atvinnumál ís- lands í framtíðinni. Þau 15000 störf sem skapa þarf á íslandi fram til aldamóta verða ekki nema að nokkru leyti til í þessum at- vinnuvegi. Til að reist verði stóriðja á íslandi þarf að uppfylla mörg skilyrði. Þýðingarmest þeirra eru að samningar við erlenda aðila skerði ekki sjálfstæði okkar, að fyrirtækið skili viðunandi arði, og að verinu sé fundinn stað- ur þar sem það vinnur ekki skaða á umhverfi sínu. Þeir sem með undirskrift sirini lýsa þeirri von að staðurinn geti orðið Eyjafjörður, verða að gera upp endanlegan hug sinn í ljósi þeirra upplýsinga sem enn er óaflað um um- hverfisáhrif. Til þess gefst góður tími, samn- ingar um staðsetningu hefjast ekki fyrr en seint á árinu 1985. Vonandi bera Eyfirðingar gæfu til að gaum- gæfa álverskostinn til hlítar áður en honum er hafnað, eða ráðist verður í byggingu versins. Öfgafull aðstaða í þessu máli getur aðeins orðið til skaða fyrir þetta byggðarlag. Jón Sigurðarson. Sre,r,sson Alver séð af sjónarhóli bóndans - Erindi flutt í Freyvangi 12. juni á umræðufundi um álver við Eyjafjörð Góðir Eyfirðingar! Það mun vera til þess ætlast að ég fjalli hér um, af sjónarhóli bónda, þau áform sem uppi eru um byggingu ál- verksmiðju á Dysnesi í Arnar- neshreppi. Enda er það rökrétt afleiðing þess að það er hinn eini sjónarhóll sem ég á kost á að klífa. Frá því að þessi hugmynd um álverksmiðju við Eyjafjörð skaut fyrst upp Ícollinum hef ég ekki farið dult með að ég hef verið henni andvígur. Undir þessa af- stöðu mína renna ýmsar stoðir af ólíkri gerð. Mun ég nú upphefja nöldur mitt út í þessi áform. Ég var ungur þegar ég vann það fyrir hálfa flatköku vel smurða með nýstrokkuðu smjöri, að sitja steinþegjandi hvern sunnudagseftirmiðdaginn eftir annan og hlusta á gamlan mann lesa húslestra úr Jónsbók eins og hann nefndi hana, en margir kannast betur við undir nafninu Vídalínspostilla. Mig minnir að þar væri því lýst með sterkum orðum, í hvernig umhverfi og við hvern aðbúnað, sálir fordæmdra bjuggu eftir að þær komu í verri staðinn. í seinni tíð hefur það borið við að ég hef séð bregða fyrir í sjónvarpinu myndum frá stóriðjuverunum í Straumsvík og Grundartanga. Þar ganga menn að vinnu sinni með grímur fyrir vitum og glóandi skörunga í höndum. í baksýn glittir í eld og eimyrju. Einni samlíkingu skýtur upp í huga mér. Það má vel vera að gamall bóndi, er alla ævi hefur haft græna jörð undir fótum ger- ist sekur um svipaðar hugrenn- ingar líti hann augum fleiri vinn- ustaði hérlendis en þá tvö er ég nefndi. Fyrir réttum 10 árum hafði ís- lensk þjóð búið í landi sínu í 1100 ár. Á þessum tíma hafði átt sér stað geigvænleg gróðureyðing á landi. Stundum vegna skamm- sýni og þekkingarleysis íbúanna, en oftast þó vegna þess að til þess að draga fram lífið, þurfti þjóðin í harðærum að ganga nær land- inu en þol þess leyfði. Þá þótti ráðamönnum þjóðar- innar við hæfi að minnast 11 alda afmælisins með því að leggja nokkra fjármuni í það að skila landinu aftur ofurlitlu af þeim gróðri er það hafði misst. Þá sam- þykkti alþingi lög um svokallaða þjóðargjöf. Og það var samhent og einhuga þjóð sem stóð á bak við Alþingi í það sinn. Núna 10 árum seinna er talað um að byggja álverksmiðju mitt í gróð- ursælasta héraði landsins. Að all- flestra áliti er hætta á því að frá slíkri verksmiðju seitli út eitraðar lofttegundir sem dreifast myndu yfir nærliggjandi sveitir og spilla gróðri. Um ágæti þessarar þjóð- argjafar eru ekki allir á einu máli. Þessvegna þykir nú sumum sem að það sem gefið var með annarri hendinni eigi að taka með hinni. Ekki er óeðlilegt þótt slíkar raddir heyrist úr hópi þeirra mörgu eyfirsku bænda sem af stórhug og framsýni eru um þess- ar mundir að hefja ræktun bændaskóga. Enginn vafi leikur á að sú ræktun, ef vel verður að henni búið, mun gjörbreyta útliti sveitanna og gefa íbúunum arð. Um þessa grein ræktunar kvað svo, sá maður er einna heitast trúði á gróðurmátt eyfirskrar moldar, Ármann Dalmannsson. Ogskógurínn vex, hann safnarísjóð, þó sýnistþér biðin löng. Hann auðgarþitt land að fegurð, fríði fuglakliði og söng. En þú færð ekki á morgun hans góða gull þó þú gróðursetjir í kvöld. Hann leggurþað fyrst ílóía þess manns sem Mr á næstu öld. Talsmenn verksmiðjunnar láta það í verði vaka að endanleg ákvörðun verði byggð á niður- stöðum þeirra rannsókna sem nú fara fram hér á svæðinu. Rann- saka eigi lífríki lands og sjávar í Eyjafirði, hitastig, loftstrauma o.fl. Háar fjárhæðir eru nefndar í sambandi við þessar rannsókn- ir, jafnvel milljónatugir. Er mikið álitamál hvort þeim peningum hefði ekki verið betur varið í annað. Við sem í fram-Eyjafirði búum þurfum ekki að láta segja okkur það eftir heitan dag og mikið uppstreymi suður á Sprengisandi er hafgolustrengur- inn sterkur fram dalinn, og Krossanes lyktin sem honum fylgdi var megn. Nú er Krossanesfýlan úr sög- unni en önnur komin í staðinn, það er rannsóknarfýlan. Finnst mér hún gefa til kynna að sagt verði við okkur eftir fyrirfram gerðri áætlun: Niðurstöður rannsókn- anna leiddu í ljós að þetta er allt í lagi; takið þið bara fagnandi við álinu. Vonandi reynist þetta óþörf tortryggni. En óhögguð stendur sú staðreynd að fjármagn virðist vera á lausu til undirbún- ings álvers, en önnur rannsóknar- störf svo sem í sambandi við líf- efnaiðnað, liggja niðri, vegna þess að til þeirra er ekkert fjár- magn fáanlegt. Við spurningunni sem heitast brennur fást loðin og óljós svör en það er hve miklu magni af eiturefnum skilar verk- smiðjan frá sér bæði loftkennd- um og í föstu formi og hvernig á að losna við þau, á að treysta á hið fornkveðna að lengi taki sjór- inn við, þótt vitað sé að það á sín takmörk, sem nú þegar hefur víða verið farið fram úr. Ég ætla ekki að ræða mikið þjóðhagslega hlið þessa máls, þó get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á þann óskiljanlega búhnykk sem er í því fólginn að láta þjóð- ina byggja rándýrar stórvirkjanir fyrir lánsfé, og selja síðan rafork- una erlendum auðhringum langt undir kostnaðarverði. Eigi að heldur myndi ég telja það skynsamlegt fyrir eignalausan mann að stofna til reksturs félags- bús með fjársterkum aðila, taka sitt stofnfé allt að láni, en fela þeim ríka forsjá fjármála og markaðsmála, og treysta á að það sé óhætt vegna þess að hann kall- ar sitt stofnfé því ísmeygilega nafni „áhættufjármagn". Þótt eflaust megi finna aðrar og ofurlítið bjartari hliðar á þessu máli en þær er ég hefi lýst, tel ég að sú áhætta sem tekin væri með byggingu álvers í Eyjafirði sé það mikil að nægileg sé til þess að hafna nú þegar slíkum fram- kvæmdum. Við lifum nú þá tíma að allt mannkyn stendur í skugga óttans af gereyðingarmætti þeim sem falinn er í kjarnorkuvopnabúrum stórveldanna og hinnar seigdrep- andi mengunar og eituráhrifa stóriðjuvera iðnríkjanna. Má einu gilda hvor skugginn er dekkri. Við íslendingar eigum ennþá því láni að fagna að eiga tiltölu- lega hreint land og tært loft. Við skulum leitast við að varðveita þá dýru eign svo lengi sem kostur er. Mín lokaorð eru þessi: Ef við teljum að af rekstri álverksmiðju í Eyjafirði geti hlotist slys, þá er það okkar skylda að reyna að byggja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann .... Bernharð Steingrímsson: Bestu þakkir fyrir blómin, Tryggvi Takk fyrir blómin elskulegur þó þau kæmu mér ekki beint á óvart. Snöggsoðin andsvör þín voru með þeim afgreiðslumáta sem einkennir þá sem ná ekki upp í nefið á sér. Frekar vil ég götustrákur heita heldur en vera haldinn slíkri sjálfsánægju með eigin skynsemi og um leið fyrirlitningu á dóm- greind annarra eins og sumir. Hvernig í ósköpunum getur þú vinur .rninn tekið svo harða af- stöðu gegn hugmynd sem þú hef- ur enga möguleika á að kunna nokkur skil á enn sem komið er. Því má ekki skoða hlutlaust mat menntaðra manna áður en farið er í þennan ofsa. Á blómakortinu minntist þú á fjölþætta atvinnu og blómlegt mánnlíf. Þú hlýtur að vera að koma úr ferðalagi eða í hvaða endemis fílabeinsturni heldur þú til. Þú getur túlkað það eins og þú vilt, hins vegar bjargar það engu að vera með upptalningu á atvinnumöguleikum þegar upp- lýsingar um fjármögnun tilheyra hulduheimum. Ég veit að það eru tugir manna sem brehna í skinn- inu eftir að hrinda ágætis hug- myndum í atvinnumálum í fram- kvæmd en koma alls staðar að vegg í peningakerfinu. Hvernig væri að þú upplýstir þá hvar þessi litlu 10% af álversverði liggja á lausu. Það myndu margir launa þér vel fyrir. Enn ber ég það mikla virðingu fyrir þér að slíkir smámunir eins og að redda 10% af álversverði vefjast ekki mikið fyrir þér. Menntaður maður eins og þú ættir að vera fær um að reikna út einfalt dæmi eins og það að það þarf peninga til að framkvæma hlutina því maðurinn lifir ekki á hugmyndum einum saman. Bernharð Steingrímsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.