Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREVRI
FILMUhúsib akureyri
67. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 4. júlí 1984
Afgangsvarmi frá álverksmiðju:
Nægði til upphitunar
5 þús. manna byggðar
Meðal þeirra verkefna sem
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
hefur haft til athugunar er af-
gangsvarmi frá hugsanlegu ál-
veri við Eyjafjörð. Áætlað er
að afgangsvarmi frá 130 þús-
und tonna álverksmiðju yrði
130 gigawattstundir, sem
nægðu til upphitunar á 5 þús-
und manna byggðarlagi, að
því er fram kom í ræðu Helga
Bergs, stjórnarformanns Iðn-
þróunarfélagsins á aðalfundi
þess á mánudag.
Helgi Bergs sagði um þetta
mál: „Áætlað er að nýtanlegur
afgangsvarmi frá 130 þúsund
tonna álverksmiðju nemi um 130
Gwh. Iðnþióunarfélagið óskaði
eftir samstarfi við Hitaveitu Ak-
ureyrar um að kosta athugun á
því hvort hagkvæmt kynni að
vera að nýta slíkan afgangsvarma
til upphitunar á Akureyri og í
nærliggjandi byggðum með heita-
vatnslögn frá hugsanlegri álverk-
smiðju.
Áætlað er að umrædd afgangs-
orka mundi nægja til upphitunar
á u.þ.b. 5000 manna byggðalagi.
Bráðabirgðaniðurstöður benda
til þess að kostnaðarverð orkunn-
ar við bæjarmörkin yrði um 30
aurar á kílówattstund. Hvort slík
orkuvinnsla fyrir Hitaveitu Akur-
eyrar er hagkvæm ræðst af því
hvaða mögleikar yrðu fyrir hendi
í framtíðinni, en margt bendir til
þess að nýting afgangsorku frá ál-
verksmiðju, ef byggð yrði, með
hagkvæmari leiðum sem völ er á
til orkuöflunar fyrir Hitaveitu
Akureyrar," sagði Helgi Bergs.
Hann gat þess einnig að við
verksmiðjuvegg yrði kostnaðar-
verð orkunnar 15 aurar/kíló-
wattstund miðað við þessa bráða-
birgðaathugun, en til tals hefur
komið að þennan varma mætti
nota til fiskeldis. HS
Sjöfn
framleiðir
dömubindi
í skýrslu stjórnar Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar sem lögð
var fram á aðalfundi félagsins
fyrr í vikunni kom fram að
Sjöfn hcfur ákveðið að fara út
í framleiðslu á dömubindum
og bleium.
Á fundi stjórnar Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar þann 7. maí
s.l. var ákveðið að selja Sjöfn
niðurstöður athugana félagsins á
þessari framleiðslu og mun
ákveðið að Sjöfn hefji fram-
leiðslu á þessum vörum sem fell-
ur vel að núverandi sölustarfsemi
fyrirtækisins.
Heildarinnflutningur á bleium
og dömubindum er nú um 500
tonn á ári og er innflutningsverð-
mæti allt að 50 milljónir króna.
Þrátt fyrir þetta magn er mark-
aðshlutdeild pappírsbleia hér á
landi ennþá miklu lægri en á hin-
um Norðurlöndunum.
Á mánudaginn voru staddir hér á Akureyri menn frá Slysavamarfélagi íslands og afhentu þeir nýstofnaðri sjóbjörg-
unarsveit félagsins á Akureyri, gúmmíbát með utanborðsmótor. Einnig kenndu þeir meðferð bátsins. Sjóbjörgun-
arsveitin var stofnuð í vor að frumkvæði kvennadeildar SVFÍ á Akureyri. Á myndinni má sjá þá sunnanmenn
leiðbeina Akureyringum í meðferð bátsins. Mynd: KGA.
„Engu tækifæri má
kasta í bráðræði“
Nokkrir kunnir Akureyringar
og Eyfirðingar hafa skrifað
undir áskorun, þar sem hvatt
er til þess að fólk taki þátt í
undirskriftasöfnun „Áhuga-
manna um framfarir við Eyja-
Qörð“.
Áskorunin er svohljóðandi:
„Okkur sem Eyjafjörð byggjum
má vera ljós sá vandi sem við
okkur blasir í atvinnumálum.
Nú gætir samdráttar og fólks-
flótta í þessu gjöfula byggðarlagi.
Við svo búið má ekki standa,
engu tækifæri til fjölgunar starfa
megum við kasta frá okkur í
bráðræði og án gaumgæfilegrar
athugunar. Hingað til hafa land-
búnaður, sjávarútvegur, iðnaður
og þjónusta ýmiss konar myndað
burðarás atvinnulífs í þessu hér-
aði. Leggja verður höfuðáherslu
á að tryggja vöxt þessara atvinnu-
vega. Övíst er þó að þeir geti tek-
ið við þeirri fólksfjölgun sem
æskileg verður að teljast eigi
byggðir Eyjafjarðar að mynda
nauðsynlegt mótvægi við þéttbýl-
ið á Suðvesturlandi.
í tilefni þeirrar umræðu sem
nú á sér stað um staðsetningu nýs
álvers á íslandi teljum við undir-
ritaðir ljóst að tilkoma nýrrar
stóriðju á Reykjanesi geti hrint af
stað verulegum fólksflótta frá
landsbyggðinni. Pað mun hafa í
för með sér röskun á menningu
og efnahag þjóðarinnar. Pví
skorum við á íbúa Eyjafjarðar að
sýna samstöðu og skrifa undir
eftirfarandi áskorun til stjórn-
valda.“
Síðan kemur texti undirskrift-
arlistanna sem nú eru í gangi um
að næsta stóriðjufyrirtæki á ísl-
andi verði valinn staður við Eyja-
fjörð, enda verði talið tryggt að
rekstur þess stefni ekki lífríki
fjarðarins í hættu. Undir þetta
skrifa eftirtaldir:
Sævar Frímannsson, varaform. Einingar,
Birkir Skarphcðinsson, form. Kaupm.fél.
Ak., Gísli Bragi Hjartarson, Híbýli hf.,
Valgerður Sveinsdóttir, kaupm. og félagi í
Kvennaframb., Jórunn G. Sæmundsdóttir,
bæjarfulltr., Hákon Hákonarson, form. fél.
75. tölublað
segir í áskorun
sem nokkrir
kunnir borg-
arar hafa sent
frá sér
málmiðn.m., Hjörtur Eiríksson, frkvstj.
Iðnaðardeildar, Margrét Kristinsdóttir,
bæjarfulltr., Þórður Gunnarsson.
Brunab.fél. ísl., Sigurður Jóhannesson.
bæjarfulltr., Steindór Steindórsson. fyrrv.
skóiameistari M.A., Ingólfur Jónsson,
form. Meistarafél. bygg.m. á Norðurl..
Bernharð Haraldsson, skólameistari
Verkm.sk., Valur Arnþórsson, kaup-
fél.stj., Ingólfur Árnason, raf.stj., Þóra
Hjaltadóttir, forseti Alþ.samb. Norðurl.,
Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn,
Birgir Marinósson, form. Landssamb. fsl.
samvinnustarfsm., Jón Sigurðarson, bæjar-
fulltr., Helgi Bergs, bæjarstjóri. og Gunnar
Ragnars. bæjarfulltr.