Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 3
4. júlí 1984-DAGUR-3
I nýju húsi
með vetrardagskrá
Veiðimenn
Ósótt veiðileyfi í Eyjafjarðará óskast sótt fyrir
15. júlí, annars seld öðrum.
Opið á laugardögum 10-12.
III Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4 ■ simi 22Z75
0HITACHI
„Þetta gengur sæmilega, er
aðeins á eftir áætlun en við
erum ekki í neinum
blóðspreng,“ sagði Jónas Jón-
asson þegar hann fylgdi tíð-
indamanni Dags um hið nýja
hús útvarpsins. „Það hljómar
ef til vill kynduglega, en ég
kvíði því að taka til starfa í
þessu nýja húsi,“ sagði Jónas.
„Það fylgir því svo sannarlega
niikil ábyrgð og við verðum að
gera strangar kröfur til okkar.
Nú verður ekki hægt að ásaka
neitt með því að við höfum
ónóg tæki og þrönga aðstöðu.“
Á rölti okkar um húsið, sem er
ákaflega bjart og vistlegt, var
ýmislegt að sjá. Við byrjuðum í
„hjartanu" eins og Jónas nefndi
það, stúdíóinu. Upptökuborðið
verður samskonar og það sem
notað er í Rás 2. „Það er gríðar-
lega fullkomið," segir Jónas. „Ég
held að það geri allt nema að
fljúga sjálft. Tæknimaður okkar
var fyrir sunnan í júnímánuði að
vinna með tæknideildinni við að
setja það saman, við reiknum
með að það verði flutt hingað
norður í ágúst og sfðan má reikna
með að taki mánuð ao tengja
það. Draumur okkar er að það
verði tilbúið 1. september og við
getum gengið inn í vetrardag-
skrána. Tímann þangað til notum
við til að vopnast dagskrárlega.“
Næst liggur leið okkar inn í
stórt stúdíó, en það verður ekki
tekið í gagnið fyrr en nýja út-
varpshúsið í Reykjavík kemst í
notkun. „Hér get ég til dæmis
haft allan Passíukórinn," segir
Jónas. Og hann bætir því við að
gert sé ráð fyrir að í þessu studíói
verði hægt að taka upp sjón-
varpsefni.
Frammi í anddyri verður rúm-
góð setustofa og einnig kaffi-
stofa. Þar inn af er vinnuaðstaða
fyrir starfsfólk. „í Norðurgötunni
höfum við haft eitt borð sem dag-
skrárgerðarmenn hafa skipst á
um, en hérna verður aðstaða fyr-
ir þrjá menn samtímis,“ segir
Jónas. „Að auki verður hérna
sérstakt horn fyrir fréttamann-
inn.“ Því næst elti ég Jónas upp
á aðra hæð. „Hér verður aðstaða
fyrir frágangsvinnu, hérna geta
dagskrárgerðarmenn hlustað á
sitt efni og gengið frá því. Þá þarf
ekki að leggja stúdíóið undir þá
vinnu.“
Nú verður allt efni tekið upp í
steríó og síðan sent suður, þaðan
sem útsendingar fara fram, eins
og verið hefur. Þannig að þótt
ekki séu hér fyrir norðan tæki til
steríóútsendinga, megum við
eiga von á Jónasi og hans
mönnum í steríó.
„Mér finnst að í haust verði ég
að byrja upp á nýtt,“ segir Jónas.
„Við höfum verið heppin, gengið
vel, fólki hefur líkað við það sem
við höfum verið að gera. Ég veit
ekki hversu miklar kröfur maður
getur gert til sjálfs sín, en ég geri
mér ljóst að við getum ekki lagst
Jónas Jónasson: „Mér fínnst að í haust verði ég að byrja upp á nýtt.“
Myndir: KGA
á rósrautt ský og látið reka fyrir
meðbyrnum. Til þess að þetta
gangi þarf starfsfólkið að hafa
sama áhuga og áður.“
Við göngum út í sólina og Jón-
as segir: „Eins og þú sérð er þetta
ákaflega geðslegt allt saman - og
kvíðvænlegt." KGA.
Videotæki VT-33E kr. 41.900.-.
W
' m m amm i
»'«">0111)11/ aUIMIMUHLÍD
■ ysssBUvlnl s 22111
Stórkostlegt úrval
af sumarfötum á böm.
fUFO
barnabuxur
góð snið.
1H
barnabuxur og
smekkbuxur.
barnabuxur
og jakkar.
barnasmekkbuxur.
Einnig nýkomið úrval
af ungbarnafatnaði.
Sarezka garn.
Ný sending, nýjar tegundir
og verðið aldeilis ótrúlegt.
Sem sagt allt bandvitlaust. - Ný tfekobl#ð konlin
SnyrtivöruúrvaUð hefnr aldrei veríð meira
Biodroga ★ Sans Souics ★ Revlon ★Pierre Robert o.fl
Líttu inn og láttu okkur koma þér á óvart.
Þá minnum við á tilboð í herradeild.
Sumarjakkar- og stakkar
10% afsláttur
Básinn er fuilur af
sumarfatnaði
SlMI
(96) 21400