Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -11. jÚIM 984 Hvernig líst þér á að fá háskóla á Akureyri? Jóna Sighvatsdóttir: Ég hcf hcyrt að mikil þörf sé á því. Það cr óþarfi að allt sc fyrir sunnan og svo cr líka svo tlýrt að scntla fólk út og suður í nám. Svanhildur Þórisdóttir: Það cr ckki svo vitlaust. Akur- cyri cr tilvalinn skólabær. Björn Brynjóifsson: Ekki mundi ég fara í hann, en það cr full ástæða samt. Magnús Sigurólason: Mcr cr svo sem alveg sama. Jú, annars það v;eri örugglega ágætt að fá háskóla hingað. Guðrún Sigurðardóttir: Já, ég tel fulla þörf á að fá há- skóla hingað. Gjörbreytt aðstaða til heilsugæslu - segir Þóra Ákadóttír, hjúkrunarforstjóri á Dalvík A Dalvík er ný og reisuleg heilsugæslustöð, þar sem þess er gætt að bæjarbúar haldi heilsu sinni sem lengst og best. Þar er það starfsfólk sem vera ber á stofnun sem þessari, læknar, hjúkrunarfræðingar, Ijósmóðir, o.s.frv. Þar er hjúkrunarforstjóri, Þóra Áka- dóttir, og það er hún sem hér er til viðtals. - Pú ert náttúrlega Dalvíking- ur? Nei, það er ég reyndar ekki, ég er Akureyringur, en hef búið hér í 3 ár. Kom þá frá Reykjavík, þar sem við hjónin vorum bæði í námi, hann er frá Patreksfirði og við kynntumst í Menntaskólan- um á Akureyri. Nú, við fórum suður í nám, ég í Hjúkrunarskól- ann en hann í Háskólann. Þar bjuggum við í 5 ár, en ætluðum okkur aldrei að setjast þar að og einhvern veginn atvikaðist það svo að við lentum hér og líkar vel. - Hvernig var að setjast að á Dalvík eftir að hafa búið í erlin- um fyrir sunnan? Það voru auðvitað gífurleg við- brigði, það er mjög margt sem þarf að sækja til Akureyrar héðan. En það er stutt að fara og malbikað næstum alla leið, það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir hvað fljótlegt er að fara inn á Akureyri, ég fer nokk- uð oft því foreldrar mínir búa þar. Það sem ég sakna helst er að geta ekki unnið á sjúkrahúsi, það er meira um að vera á sjúkrahús- um. Það hafa nokkrar héðan unnið á sjúkrahúsinu á Akureyri og kcyrt á milli, en á veturna er það mjög erfitt vegna snjóa. Starfið hér hefur líka sína kosti, það er frí um helgar og hátíðir, það er ckki þessi vaktavinna sem er svo leiðinleg fyrir fjölskyld- una. - Snúum okkur þá að heilsu- gæslustöðinni. Hún var tekin í notkun 15. jan. '81, við fluttum þá úr gamla læknishúsinu sem nú er verið að breyta í æskulýðsheimili, við það gjörbreyttist aðstaðan til heilsu- gæslu hérna, eins og gefur að skilja. Við stöðina er IV2 staða hjúkrunarfræðings, 'A staða ljós- móður, hún starfar við mæðraeft- irlitið, og 2 læknar, auk ritara og símastúlku. Við getum sinnt röntgen og blóðrannsóknum, minniháttar beinbrot og meiðsli eru því í okkar höndum, en ef eitthvert vafaatriði er, er sjúk- lingurinn alltaf sendur inn á Ak- ureyri. Læknishéraðið er stórt, það er inn Svarfaðardal, að Fagraskógi og Hrísey, en þangað förum við einu sinni í viku. Við erum líka með alla skóla í hérað- • inu, förum þangað í skóla- skoðanir og eins ef eitthvað kem- . ur upp á. Hér er líka tannlæknir með að- stöðu og það er nóg að gera hjá honum. Það er að koma heimilis- hjálp við stöðina. Það verður ráðin starfsstúlka í það, fer hún út í bæ og hjálpar fólki, aðallega gömlu. Það er biðlisti á elliheim- ilið og því vérður að bjóða upp á svona þjónustu, það er líka stefn- an að halda fólkinu heima sem lengst. Stöðin er ekki alveg fullbúin enn, það þarf að klára aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara, við stefnum að því að koma henni í gagnið fljótlega. Við sendum marga í sjúkraþjálfun inn á Akureyri og það er ekki gott fyrir fólk sem er kannski véikt í baki að hossast í bíl inn eftir þó þetta sé ekki löng vegalengd. - í hverju er þitt starf fólgið? Ég ber ábyrgð á rekstri stöðv- arinnar, sé um mannahald, ég ræð ritara, ræstingarfólk og síma- vörð, en ríkið sér um að ráða lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmóður. Ég sé um öll innkaup fyrir stöðina, það er á mína ábyrgð að ekkert vanti. En þetta eru ekki svo mikil umsvif að ég sinni líka hjúkrunarstörfum. Ég sé um ungbarnaeftirlitið, fer um héraðið, vigta börnin og fylgist með að þau hafi það gott. Einnig er kallað í mig ef slys verða, en það gerist sem betur fer mjög sjaldan. Þetta er skemmtilegt starf og ég uni mér vel á staðnum. HJS Þóra Ákadóttir, hjúkrunarforstjóri. Of mikið gert úr hlutunum Kristín Helgadóttir Hafði sam- band við blaðið. Hún sagðist hafa hringt út á flugvöll og spurst fyrir um það hvort dóttir hennar væri skráður farþegi með flugvél síðar um daginn, en fengið þau svör að það varðaði við lög að gefa upp- lýsingar um farþega, enda væri það þeirra einkamál. Hún kvaðst hafa ítrekað að um dóttur sína væri að ræða og hún hefði oft spurt og fegnið svör i svipuðum tilvikum. En núna allt í einu hefðu engin svör fengist og hefði það komið sér ákaflega illa. Hún kvaðst hafa reiðst þessu mjög og teldi það of mikið væri gert úr hlutunum. Hver er verðbólgan? Hvað græðum við? Kona hringdi: Sagðist hún hafa fylgst með ál- versumræðum í Degi að undan- förnu. Blöskraði henni alveg þeg- ar hún sá heilsíðu auglýsingu þar sem menn og konur með fína titla vildu fá næstu stóriðju við Eyjafjörð. Hún vill að fólk þetta íhugi hvað við græðum mikið á þessu og hvað markaður fyrir ál endist lengi. Innbæingur skrifar: Hver er verðbólgan nú í dag spyrja eflaust margir. Stundum er reynt að meta verðbólguhraða út frá verðhækkunum á vörum og þjónustu. Þessi aðferð er ekki óeðlileg og því ætla ég að nota hana í neðangreindu dæmi. Ég átti leið inn í Bygginga- vöruverslun KEA í byrjun júlí- mánaðar til að kaupa 12 mm bor og kostaði hann þá 99 kr. Um það bil 3 vikum seinna kom ég þar aftur og kostaði þá samskon- ar bor 215 kr, en 11,5 og 12,5 mm borar kostuðu 99 kr. hver. Þarna var þá komin ný sending ínn- pökkuð í pappír hver bor. Já, hver er nú verðbólguhrað- inn, er hann á milli 10 og 20% eða hvað? Reikni nú hver fyrir sig út frá þessu dæmi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.