Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 7
11.JÚIÍ1984-DAGUR-7 „Einbeitum okkur að því ao framleiða hágæðavöru" - segir Kristján Jóhannesson, framkvæmdastjóri Verslunardeildar Sambandsins Verksmiðjur Sambandsins viö Glerá eru í flestra augum o- missandi hluti af Akureyri. Þar hefur í gegnum árin verið aðal iðnaðarframleiðsla Akureyr- inga og vegna þessara verk- smiðja er Akureyri kallaður iðnaðarbær. Sl. 3 ár hefur orð- ið mikil breyting á framleiðsl- unni í fataiðnaðinum, margt hefur verið fært í nútímalegra horf og framleiðslan orðin mun fjölbreyttari en áður. Kristján Jóhannesson er maður- inn á bak við þessar breytingar og hann var því fenginn til að fræða lesendur nánar um hvað væri á döfinni hjá þeim og í hverju breytingarnar væru fóignar. „Það nýjasta er skipulagsbreyt- ing sem tók gildi 1. júlí, nú heitir þetta verslunardeild Sambands- ins og það sem ég hef með að gera tilheyrir verslunardeildinni í Reykjavík. Starfsemin hér held- ur samt áfram. Við framleiðum buxur, jakka, sængur, peysur og skó, svo eitthvað sé nefint og það nýjasta hjá okkur í framleiðsl- unni eru hnakkar. Það er margt sem kemur til greina að fram- leiða úr leðri og við erum með í bígerð að framleiða leðurjakka og kannski eitthvað fleira fata- kyns. Hnakkarnir hafa verið lengi í þróun hjá okkur. Það byrjaði þannig að við fórum að kanna möguleika á að framleiða fleira en skó úr leðri og þá kom þessi hugmynd upp. Það er m.a. vegna þess að hestasportið er orðið svo vinsælt. Við fórum að skoða ís- lenska og erlenda hnakka, aðal- lega þýska, sem hafa hvorir um sig sína kosti. Við ákváðum að reyna að framleiða hnakkana al- veg frá byrjun. Við erum komnir Kristján Jóhannesson. með aðstöðu til að steypa virkin á staðnum. Hnakkarnir kosta frá okkur um 10.000 kr. sem er í efri kant- inum á dýrum hnökkum. Við ætl- um okkur að keppa við innflutn- ing á dýrum þýskum hnökkum, en ekki ódýru vöruna, aðeins það besta. Hnakkarnir bera vöru- merkið Eldjárn eftir þekktum ís- lenskum gæðingi, sem staðið hef- ur efstur á mótum um árabil. Við ætlum okkur aðeins að framleiða upp í pantanir, a.m.k. til að byrja með. Viðskiptavinurinn getur þá látið hanna hnakkinn eftir sínum smekk og óskum. Það er svolítið misjafnt hvernig menn vilja hafa þá. Við ætlum syo að halda nánu Mymlii: HJS. sambandi við okkar viðskiptavini til að þeir geti sagt okkur hvað þeim finnst að betur megi fara og við getum síðan bætt úr því og þróað þannig framleiðsluna. Til að byrja með ætlum við að koma hnökkunum í notkun hjá atvinnuhestamönnum sem segja okkur svo hvað þarf að lagfæra." - Skó- og fataframleiðslan, hvað er að gerast þar? „Ég er búinn að vera með fata- deildina í tæpt ár og það fer eitt og annað að gerast í þeim efnum núna. Þegar ég tók við var hér '/2 árs lager af fötum og það fór mikill tími í að losna við það, en það hefur nú tekist. Að undan- förnu höfum við því getað snúið okkur að skemmtilegri verkefn- um. Við erum farnir að stíla meira upp á tískuvörur og fram- leiðsla á þeim er hafin. Fötunum hefur verið vel tekið þó enn sé ekki komin full reynsla á það. Fólk er smá tíma að átta sig á því að það fái tískuvörur í kaupfé- lögunum sem er alveg sambæri- leg við það sem fæst í tískuversl- unum. Af skónum er það helst að frétta að farið er að framleiða skó úr íslenskum húðum. Við sendum þær til Noregs þar sem þær eru sútaðar eftir okkar fyrir- mælum. Við teljum okkur fá þarna besta skinn sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður. Næsta vetur verða framleiddir skór með pelsfóðri, sem ég tel vera bestu kuldaskó sem hægt er að fá. Þeir verða úr góðu vatnsvörðu leðri fóðraðir með íslensku lamba-* skinni. Þetta eru hlutir sem eru að þróast. Stefnan er að einbeita sér að hágæðavöru, en ekki keppa við lélegt innflutt. Við erum með úrvals hráefni og erum því í öðrum gæðaflokki en marg- ar innfluttar vörur. Verið er að kanna möguleika á útflutningi á þessum kuldaskóm. Við teljum að þeir gangi líka á erlendum mörkuðum, þetta er það sérstæð vara." - Vörumerkin hjá ykkur eru öll á erlendum málum, hvefju sætir það? „Það er sama gamla sagan, föt með vörumerki á íslensku seljast hreinlega ekki. Það kaupir eng- inn. Iðunnarskó eða Heklu- buxur. Það sem gengur helst í dag eru ítölsk nöfn, en ég kann enga skýringu á því. Við höfum verið með vörumerkið ACT. Það hefur gengið vel og nú vantar okkur gott nafn á fötin. ACT hef- ur verið notað á fötin líka, en það kemur áreiðahlega eitthvað smellið nafn á þau." - Er ennþá hægt að fá hér hræ- ódýr föt eins og í gamla daga? „Það er nú ennþá hægt, já. En það er margt breytt. Núna er verðstríð sem ekki ríkti í gamla daga, það er allur innflutningur tollfrjáls. Við sitjum því við sama borð og erlendir framleiðendur. Hér áður fyrr voru tollar á öllu og það gerði það að fólki fannst þessi föt sem framleidd voru hér vera miklu ódýrari. En stefnan er að framleiða tiltölulega ódýra hágæðavöru." HJS. Ég mæli með Eldjárns- hnakknum - segir Örn Grant, sem fékk fyrsta hnakkinn Örn Grant er þekktur hesta- maður hér í bæ. Hann fékk fyrsta Eldjárns hnakkinn og þar sem Kristján vildi ekki segja til um hvernig hnakkarn- ir hefði reynst var Orn fenginn til að segja sitt álit á hnakknum. Hann hefur reynst ágætlega hingað til, þó reynslan sé kannski ekki mikil enn sem komið er. Ég hafði hann fyrst í mánuð og þá voru gerðar á honum ýmsar endurbætur sem ég vildi fá. Núna er ég kominn með hann aftur og hann er miklu betri." . - Hver er munurinn á þessum hnakk og t.d. íslenskum hnakk? „Þessi hnakkur er dýpri, þú ert nær hestinum. Það eru hnjápúðar sem gefa góðan stuðning fyrir hnén. Sætið er minna og fólk er mun stöðugra í þessum hnakk. Einnig eru löfin síðari og það hlífir betur fótunum." Örn Grant. - Myndir þú þá mæla með Eldjárns hnökkum? „Já, það myndi ég gera. Ég hef alltaf verið með íslenskan hnakk og eftir að ég fór að nota þennan kýs ég hann frekar." HJS Wusnauttog ódý* Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.