Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 23.07.1984, Blaðsíða 11
23. júlí 1984 —DAGUR-11 Hress og kátur að lokinni keppni, Hér eru þeir á ferð á síðustu sérleið, sigurvegararnir, Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson, og fara geyst. Halldór Úlfarsson tekur við ham- ingjuóskum frá vini sínum. Húsavíkurrall ’84 — Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson sigruðu örugglega „Ég held ég hafi aldrei áður feng- ið hlaupasting á sérleið. Petta er með erfiðustu keppnum sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Halldór Úlfarsson, sem ásamt Hjörleifi Hilmarssyni sigraði á Húsavík- urralli ’84. Halldór sagði að keppnin hefði verið ágæt, vegirn- ir heldur grófir á köflum og Sprengisandur hefði verið einna erfiðastur yfirferðar. Það voru alls 16 bílar sem lögðu upp í keppnina á föstudag- inn en fjórir duttu út þann sama dag. Á laugardaginn urðu aðrir fjórir að hætta keppni, þannig að einungis helmingur þátttakenda lauk keppninni. Flestir af þeim sem urðu að hætta keppni brutu eitthvað í bílum sínum, drif og öxlar voru einna vinsælust í þeim efnum. Engin alvarleg óhöpp urðu í rallinu. Alls voru eknir 504 kílómetrar, þar af 280 á sérleiðum. Svafar Gestsson og Sighvatur Árnason hlífa Datsuninum hvergi í einni beygjunni, þeir urðu í þriðja sæti. Þeir Valgeir Njálsson og Sveinbjörn Halldórsson óku utan í barð á síðustu sérleiðinni og Datuninn fékk óþyrmilega að kenna á því. Þeir sem þarna virða fyrir sér skemmdirnar virðast þó koma auga á spaugilegu hlið málsins. Eins og fyrr sagði sigruðu þeir Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson, þeir félagarnir óku á Toyotu og hlutu 33,54 refsistig. I öðru sæti urðu Ásgeir Sigurðs- son og Júlíus Ólafsson á Escorí, með 49,59 refsistig; í þriðja sæti urðu Svafar Gestsson og Sighvat- ur Árnason á Datsun með 59,24 refsistig. Ólafur Ólafsson og Brynjólfur Viðar urðu fjórðu með 64,45 refsistig, óku á Datsun; fimmtu urðu Birgir Bragason og Eiríkur Friörik' ,on á Escort með 66,14 refsistig; sjöttu urðu Auðunn Þorsteinsson og Pálmi Þorsteinsson a Escort með 66,25 refsistig, sjöundu Kristján Halldórsson og G rnn- laugur Björnsson á BMW með 107,47.refsistig og í áttunda sæti urðu Valgeir Njálsson og Svein- björn Halldórsson á Datsun með 117,41 refsistig. - KGA Góöa skapiö má ekki gleymast heima undir nokkrum kring- |UlylFERDAR umstæðum. IPraö Ásgeir Sigurðssun og Júlíus Ólafsson á Escortinum, þeir urðu í öðru sæti. Til sölu Einbýlishús í Síðuhverfi á Akureyri. Byggingarstig og afhendingartími eftir samkomulagi. Uppl. eftir kl. 19.30 í síma 96-22940. suð - austur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.