Dagur - 23.07.1984, Síða 12

Dagur - 23.07.1984, Síða 12
I I MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA „Við erum að hugleiða málið, tókum útboðsgögn og erum að láta vinna tilboð,“ sagði Hörð- ur Tulinius hjá Híbýli. Um er að ræða framhaldsvinnu við sjúkrahúsið á ísafírði. Hörður sagði að þetta væri „heljarmikið verk“, og væri loka- tími árið 1987. Um kostnað vildi hann ekkert segja á þessu stigi málsins. - KGA Tekinn á ofsahraða - Missti ökuleyfið í 10 mánuði Um helgina tók lögreglan á Ak- urcyri ökumann fyrir of hraðan akstur á Dalvíkurvegi hjá Freyju- lundi. Samkvæmt mælingum lög- reglunnar var bifreiðin á 156 km hraða á klukkustund þegar hún kom inn í geisla radarbyssunnar. Ökumaðurinn var þegar færður til yfirheyrslu hjá fulltrúa bæjar- fógeta sýslumanns, þar sem hann var sviptur ökuleyfi í 10 mánuði og dæmdur til að greiða 10 þús- und kr. í sekt. Nýtt form heilbrigðis- þjónustu á Akureyri -Áætlað að heilsugæslustöð verði komin á laggirnar í lok ársins Á Akureyri hefur ekki verið nein heilsugæslustöð fram til þessa, en skv. lögum á að stofna hérna heilsugæslustöð í síðasta lagi í lok þessa árs. Nefnd var skipuð af bæjar- stjórn ■ desember sl. til að vinna frumkönnun á þessu máli. Haft var samband við Olaf Oddsson, sem er formað- ur þessarar nefndar og hann spurður hvað framundan væri í þessu máli. Ólafur sagði að á seinni stigum málsins hafi fulltrúar sveitarfélag- anna í heilsugæsluumdæmi Akur- eyrar komið inn í þessar nefndar- viðræður. Nefnd þessi hefur skil- að áliti til heilbrigðismálaráðu- neytisins, þar sem farið er fram á ákveðinn stöðufjölda lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og tannfræðings við heilsugæslu- stöðina, þetta eru þær stöður sem eru launaðar _af ríkinu. Annað starfsfólk er launað af sveitarfé- lögum. Nefndin lauk störfum f lok maí sl. en bæjarráð hefur óskað eftir því að nefndin starfi áfram og og hefur bætt við tveim- ur fulltrúum úr bæjarráði. Nefnd- inni er nú ætlað að hefja formleg- ar viðræður við nágrannasveitar- félögin og ráðuneytið um fram- kvæmd þessa máls. Á þessu stigi verður ekki um byggingu heilsugæslustöðvar að ræða heldur verður reynt að nýta það húsnæði sem heilsuverndar- stöðin og læknamiðstöðin eru í nú og aukið við leiguhúsnæði. Heilsugæsla þýðir heilbrigðis- þjónusta utan sjúkrahúsa og það sem hér verður gert er að heilsu- verndarstöð og læknamiðstöð verða lagðar niður í því formi sem þær eru nú í og renna saman í heilsugæslustöð. Ekki hefurverið tekin nein ákvörðun um framtíð- arhúsnæði, þ.e. byggingu heilsu- gæslustöðvar. Lög um heilsugæslustöðvar hafa verið f gildi í 10 ár og sagði Ólafur að framkvæmdir hér á Akureyri hefðu tafist af ýmsum ástæðum. M.a. hefur bæjarfélag- inu þótt rekstur heilbrigðisþjón- ustu eins og hún er nú, koma ágætlega út og einnig hafa fram- kvæmdir við sjúkrahúsið haft forgang. En nú er ótvírætt í lög- unum að það á að stofna hérna heilsugæslustöð í lok ársins. Aðspurður um hverju þetta breytti fyrir fólk, sagði Ölafur að það muni hafa sinn ákveðna heimilislækni áfram, en stefnt að því að þjónustan verði meiri og fjölbreyttari. Læknar í heilsu- gæslunni verða ríkislaunaðir og í fullu starfi. Þeir læknar sem starfa við sjúkrahúsið munu ekki starfa í heilsugæslunni, þeir munu því hætta heimilislækn- ingum. HJS. Skipverjar á sovéska skemmtiferðaskipinu Estonia notuðu tímann á meðan sjópróf stóðu á laugardaginn til veiða, þar sem skipið lá við Togarabryggjuna. Ef til vill hafa þeir haft kvöldmatinn í huga!? Mynd: GS. Norðurland vestra: Samtök þéttbýlis- staða stofnuð Þéttbýlisstaöir á Norðurlandi vestra hafa gert með sér sam- tök og voru reglur fyrir sam- bandið samþykktar á undir- búningsfundi er haldinn var á Skagaströnd í aprfl sl. Siglu- fjarðarkaupstaður hefur nú gerst aðili að samtökum þess- um. Var Óttar Proppé, bæjar- stjóri á Siglufírði spurður hvort það væri í framhaldi af óá- nægju með Fjórðungssam- bandið eða gagnsemi þess. Sagði Óttar engin tengsl vera þar á milli. Sagði hann þetta mjög óformleg samtök 6 sveitar- félaga sem ætla sér að halda fundi tvisvar á ári og ráða ráðum sínum, hugsanleg sameiginleg tækjakaup og slíkt. Nú þegar er búið að festa kaup á malbikunar- 'stöð og stofna fyrirtæki í kringum hana og er þetta ekki hugsað sem neinn arftaki Fjórðungssam- bandsins. Þessi samtök eru meira í „praktískum“ málum. HJS Það verður svipað veður áfram að sögn veðurfræð- ings á Veðurstofunni í morgun. í dag og morgun verður vestan- og norðvest- angola um norðanvert landið. Þurrt og bjart inn til landsins, en skýjað við ströndina eftir því sem á líður. Hæglætisveður verð- ur þó áfram. # Sjálfsbjargar- viðleitni Margir Akureyringar horfa löngunaraugum á glæst skemmtiferðaskipin, sem heimsækja fjörðinn tíðum yfir sumarmánuðina. Flestir láta sér nægja að horfa - og í mesta lagi dreyma um dýrð- arstundir um borð. En tvo unga og framtakssama Akur- eyringa, að vísu atvinnu- lausa, langaði til að kynnast lystisemdum eins skemmtí- ferðaskipsins nánar. Þeir sáu nokkra kassa frá Samband- inu á bryggjunni, gripu þá og örkuðu um borð. Vörðurinn við landganginn sá ekki ástæðu til að stöðva þessa dugmiklu menn, sem voru að draga björg i bú skipsins. Þegar um borð var komið skelltu kapparnir sér beint á barinn og nutu hans í botn. Þar kom, að þeir gerðust há- værir og nokkuð uppivöðslu- samir. I fáum orðum sagt, þá þóttust þeir eiga dallinn. En skipstjórinn var ekki á sama máli og því fór sem fór. Ævintýramennirnir fengu aftur fast land undir fætur - og úti var ævintýri. # Ég er farinn í frí „Blessaðir strákar, ég er far- inn í frí, þeir eru komnir að ná í mig,“ á einn af skipverj- um á Harðbak að hafa sagt, þegar skemmtiferðaskipið rússneska sigldi á Harðbak um helgina. Umræddur skip- verji hafi sem sé ætlað sér að fara í frí eftir túrinn og hafði haft það á orðf, að helvíti væri nú gaman að taka eina rispu með einhverju af þess- um skemmtiferðaskipum sem alltaf eru hér á ferðinni. En hann átti nú samt ekki von á því að þjónustan væri svona góð, að farþegarnir væru sóttir út á sjó! En þegar til kom reyndist kappinn of klofstuttur til að stökkva á milli skipanna, þannig að ekkert var úr skemmtiferð- inni. En þessa sögu seljum við nú ekki dýrari en vlð keyptum hana. # Framhjáhald í slátrun Alltaf mun vera eítthvað um að búpeningi sé slátrað framhjá „kerfinu“, hér á landi sem í öðrum löndum. Þetta gera framleiðendur til að sleppa við milliliði og skattinn. Þetta er t.d. þekkt í Svíþjóð, en þar er gengið hart fram í að uppræta þessa „svörtu“ slátrun. Þannig voru fjórir menn nýlega dæmdír til 4ra til 12 mánaða fangels- isvistar fyrir slíka starfsemi og allur hagnaður þeirra var gerður upptækur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.