Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 25.07.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-25. julí 1984 Svalbarðseyri er ekki mjög stór staður, en hefur þó vaxið beil- mikið á undanförnum árum. Það undarlega við Svalbarðseyri er að þar er lífið ekki fiskur, heldur kjöt og franskar kartöflur. Þar er næg atvinna og er Kjöt- vinnslustöðin stærsti atvinnurekandi staðar- ins. Blaðamenn Dags brugðu sér yfir á Eyr- ina og hittu að máli framleiðslustjóra Kjötvinnslunnar, Sæv- ar Hallgrímsson kjöt- iðnaðarmann, og sagði hann okkur frá starf- seminni og öllu því helsta er á döfinni væri. „Hér er kjötvinnsla og við framleiðum allar helstu kjötiðn- aðarvörur, sláturhús er hér og kartöfluverksmiðjan, auk þess er starfrækt mötuneyti á staðnum og þar borða nú um 50-60 manns. Við erum með allar hefð- bundnar kjötvörur og það gengur vel. í sumar hefur marinerað kjöt verið mjög vinsælt og yfirleitt allt tilbúið kjöt. Ég tel það fylgja í kjölfar þess hversu vinsælt er orðið að grilla. Fólk vill fá kjötið tilbúið beint á grillið. Hvað kjötvinnsluna varðar, þá er ekk- ert nýtt á döfinni í augnablikinu, en við erum alltaf að þróa og bæta og það verður að taka sinn tíma.“ 0 Allt í blóma - Hvenær byrjaðir þú að vinna hér? „Það var fyrir 8 árum.“ - Hvernig var starfseminni háttað þá? „Það var nú eiginlega ekkert þá.“ - Fyrst var ekkert og svo komst þú? „Það má kannski segja það. Það unnu hér örfáir menn við af- greiðslu á kjöti sem seit var til Akureyrar þegar beðið var um það. Fyrir 8 árum var byrjað að byggja upp og það tekur alltaf langan tíma. Að vinna markað og kynna vöruna er mikilvægt mál og eins gott að ana ekki út í neitt. Það borgar sig að hafa traustan grunn að byggja á. Okk- ur hefur tekist vel að kynna okk- Þaðmáse að her se allt í blóma — Dagur í heimsókn hjá Kaupfélagi Svalbaröseyrar Hér er verið að saga lærissneiðar. ur og við erum orðnir þekktir. Það má segja að allt sé í blórna." - Hver er helsti markaður fyr- ir vörur ykkar? „Fransman kartöflurnar fara um allt landið og svo er um aðrar vörur líka, að vísu ekki í sama mæli. Það fer mikið suður, við sjáum algerlega um Hagkaup á Akureyri og einnig flytjum við mikið af vörum bæði austur og vestur á firði.“ - En.hráefnið, hvaðan kemur það? „Það er mest héðan af Strönd- inni og utan úr Höfðahverfi. Einnig er Fnjóskadalur á okkar svæði. Kaupfélagið á Svalbarðs- eyri er með útibú í Vaglaskógi, Illugastöðum og á Fosshóli. Við sendum vörur á alla þessa staði og fáum hráefni þaðan.“ - Hvað vinna margir við þetta? Kartöflurnar á lokasprettinum. Þama er þeim pakkað í neytendapakningar. „Starfsfólk í kjötvinnslunni er um 25, síðan eru 6 í kartöfluverk- smiðjunni og í mötuneytinu eru 2. - Þið skapið þá mikla atvinnu á staðnum? „Já, við gerum það. Við getum útvegað öllu skólafólki á staðn- um vinnu, þ.e.a.s. þeim sem komnir eru yfir fermingu. Við miðum við það að taka ekki yngra fólk í vinnu. Það er ekkert atvinnuleysi hér. Við tökum bæði við strákum og stelpum, en það er þó meira af kvenfólki hér. Þær eru í pökkun og að tína beinaflís- ar úr kjöti og annað slíkt. Viljið þið bara ekki koma og skoða þetta allt saman, þá skiljið þið þetta betur?“ # Rúllupylsa og hrásalat Hófst þá ferð okkar um yfirráða- svæði Sævars. Fyrst komum við að nýstárlegri hamborgaravél. Búið var að setja nokkra ham- borgara á bakka og var þeim rúll- að inn í vélina. Þeir komu síðan pakkaðir og verðmerktir út eftir eina hringferð um vélina. Þá var það marineraða kjötið. Stúlka sá um að veiða 3-4 sneiðar upp úr tunnu og setja á bakka og þar til gerðar umbúðir utan um. Næst komum við að borði hvar sátu nokkrar stúlkur og fóru fimum höndum um rúllupylsukeppi. Fyrst liggur rúllupylsan flöt á borðinu og stúlkurnar rúlla henni upp og reyra saman með sérstöku garni. Síðan er rúllupylsan skorin niður í sneiðar og pakkað í lítil og nett áleggsbréf sem við kaup- um úti í búð. A leið inn í frysti- geymsluna gengum við framhjá nautaskrokkum allvænum er biðu örlaga sinna, að verða að hamborgara eða fínasta veislu- mat alltént, lenda þeir einhvers staðar á borðum landsmanna og renna ljúflega niður. Við sáum það á þeim! Það var ansi kalt í frystigeymsl- unni og ekki fýsilegt að vinna þar berfættur í skónum. Okkur fannst ótrúlegt að nokkur maður gæti hafst við þar inni í 10 mínút- ur, hvað þá heilan dag, eins og okkur var tjáð. Og ekki einu sinni í sérhönnuðum galla. Sævar sagði að yfirleitt væri mönnum funheitt þarna inni og fannst okk- ur það mátulega trúlegt. Að vísu er hægt að geyma um 30 þúsund skrokka í geymslunni og því Sævar Hallgrímsson framleiðslu- stjóri. sjálfsagt nóg að gera við að stafla þeim upp. Það var verið að ganga frá í mötuneytinu er okkur bar að garði. Hafði verið siginn fiskur í hádeginu og sagði Sævar að allur matur væri góður sem boðið væri upp á þar, sama hvað það væri. í mötuneytinu fer fram hrásalats- gerð í tengslum við Kjötvinnsl- una. Hrásalatið er sent um land allt og þykir gott. í hverri viku er gert hrásalat ú 6-8 pokum af káli og vegur hver poki 25 kíló, þann- ig að magnið er töluvert. Salatið er síðan gert eftir kúnstarinnar reglum eins og það heitir. Úti á plani fyrir framan Kjöt- vinnsluna var verið að lesta flutn- ingabíl. „Við höfum 4 bíla í stöðugum ferðum,“ sagði Sævar. „2 fara til Reykjavíkur, 1 til Ak- ureyrar og síðan er 1 í ferðum hér um sveitirnar." # Fransman á ferð Við ljúkum ferðinni með sali- bunu í gegnum kartöfluverk- smiðjuna. „Fransman kartöflurnar hafa gengið mjög vel og hafa skapað sér töluverðan sess meðal landsmanna. í dag er síðasti dag- urinn sem við vinnum úr gömlu hollensku kartöflunum frá fyrra ári. Við erum að bíða eftir nýjum íslenskum kartöflum og það er mjög gott útlit með góða upp- sprettu. Þó að komi frost nú á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.