Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 3
1. ágúst 1984 - DAGUR - 3 „Verður að hafa veður- guðina með í leiknum“ - segir ðrn Ingi, einn af höfuðpaurum karnivals á Akureyri um síðustu helgi - Karnivalmenn brattir og allar líkur á framhaldi SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup i nýju versluninni Raf i Kaupangi. „Mér fannst þessi hátíð takast vel, sérstaklega ef miðað er við hvernig veðurguðirnir Iétu þessa helgi,“ sagði Örn Ingi Gíslason, einn af höfuðpaur- um karnivalsins á Akureyri um helgina. „Það sýndi sig að það er ekki hægt að skipuleggja svona útihá- tíðahöld á íslandi nema hafa veðurguðina með í leiknum og veðrið verður valið sérstaklega þegar við endurtökum þetta á næsta ári. Mörg atriðin heppnuð- ust mjög vel og margir lögðu hönd á plóginn eins og t.d. brunaliðsmennirnir okkar sem eiga sérstakar þakkir skildar fyrir sitt framlag. Skriðjöklarnir í stuði. Bjarni, Kobbi, Jón Haukur, Kolli og Raggi. Þráinn trommari var ekki í bíó. Mynd: KGA „Skriðjöklar“ í Hafnarstræti „Skriðjöklarnir“, hinir einu og sönnu sem fóru af stað í fyrra og hafa mjakast áfram í vetur tóku skyndilega fjörkipp á dögunum, og nú fær fátt stöðv- að rennslið. Hér er um að ræða hljómsveit 6 ungra Akur- eyringa sem fyrst sá dagsins Ijós á sl. ári og lék þá nokkrum sinnum við fádæma vinsældir. M.a. tók hljómsveitin þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík en vegna svindlmáls sem upp kom á svæðinu tókst sveitinni ekki að sigra. En það bítur fátt á þá sveina sem skipa hina virðulegu grúppu „Skriðjöklana". Þeir hafa nú axl- að hljóðfæri sín á nýjan leik og ætla að sækja gullverðlaunin í Atlavík um næstu helgi, hvað sem þau kosta. Til þess að mýkja upp ætlar sveitin að leika fyrir gesti og gangandi í Hafnarstræti síðdegis á morgun og er ekki að efa að marga mun fýsa að sjá til þeirra og heyra. Það eru þeir Kolbeinn Gísla- son, Bjarni Bjarnason, Jón H. Brynjólfsson, Ragnar Sót, Jakob H. Jónsson og Þráinn Brjánsson sem skipa „Skriðjöklana“ og er Ragnar andlegur og líkamlegur leiðtogi þeirra jafnt á sviði sem utan þess. Þeir sveinar ku leika létta tónlist og hafa vald á öllum tegundum tónlistarinnar allt frá sígildri og upp í létt rokk, jazz, punk með gömludansaívafi og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er ákaflega fyrirferðar- mikil hljómsveit en þeir hafa á sínum vegum útlitshönnuði, ljós- myndara, burðarkarla, nokkra fasta áhangendur og fleira og má segja að þeir séu hálfgert bákn í bænum. En sjón er sögu ríkari eins og maðurinn sagði . . . Sumargleðin á ferðinni „Móttökurnar í Sjallanum á dögunum voru alveg stórgóðar eins og venjulega, það er ákaf- lega gott að skemmta þarna, bæði er staðurinn sérlega skemmtilegur og svo er fólkið svo kátt og líflegt," sagði Ragnar Bjarnason höfuðpaur Sumar- gleðinnar í spjalli við Dag, en þeir Sumargleðimenn eru aftur á ferðinni um Norðurland nú í vik- unni og um helgina. Þessi Norðurlandsferð þeirra hefst í Bifröst á Sauðárkróki ann- að kvöld kl. 21.00 og er þar um að ræða fjölskylduskemmtun. Á föstudag er það Sjallinn Akur- eyri, skemmtun, ball og „tilbe- hör“ og hefst miðasala sama dag kl. 15.00. Næst liggur leiðin í Skjól- brekku í Mývatnssveit á laugar- dagskvöldið, þá á Laugahátíð eftir hádegi á sunnudag og á sunnudagskvöldið verður Sumar- gleðin í Skúlagarði. Það sem mér fannst helst vanta var að fleiri létu sjá sig á svæðinu í búningum en raun varð á en það hlýtur einnig að standa til bóta á næsta ári. Andinn á svæðinu var mjög jákvæður, lítil ölvun og lög- reglan þurfti t.d. ekki að hafa nein afskipti af þessari hátíð,“ sagði Örn Ingi. „Ég held að vel hafi til tekist, sérstaklega þegar miðað er við stuttan undirbúningstíma, lítið skipulag og leiðinlegt veður,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson blaða- fulltrúi karnivalsins og Dúdú- fuglsins. „Vegna veðursins var ekki hægt að koma við nokkrum þeirra atriða sem fyrirhugað var að bjóða upp á, hafguðirnir sendu okkur t.d. ís inn á Eyja- fjörð í stað hafmeyja eins og samið hafði verið um. Á svona hátíðum skiptir veðrið sköpum, það sást þegar fór að rigna á laug- ardaginn, þá hvarf fólkið af svæðinu að mestu. Ég held að reynslan sýni okkur að það þarf að skipuleggja hátíð eins og þessa betur, það þarf að virkja fleiri aðila og hafa meiri fyrirvara á þessu næst þegar farið verður af stað. En þegar upp er staðið held ég að menn geti verið ánægðir með þessa frumraun og það er ástæða til þess að þakka öllum þeim er lögðu hönd á plóginn," sagði Hermann. w NYLAGNIR VIOGERÐIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Bændur! Heyyfirbreiðslur úr gervistriga fúna ekki Sölustaðir á Norður- og Austurlandi: Fóðurvörudeild KEA og KSÞ Akureyri. Kaupfélag V.-Húnvetninga Hvammstanga. Kaupfélag A.-Húnvetninga Blönduósi. KaupféHg Skagfirðinga Sauðárkróki. Kaupfélag Þingeyinga Húsavík. Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum. Verslunarfélag Austurlands Egilsstöðum. Pokagerðin Baldur sími 99-3310. Herrabómullarbuxur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.