Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 11
1. ágúst 1984 - DAGUR -11 Þakkir frá F.S.A. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri þakkar hjónunum Ólafi Þorsteinssyni og Helgu Dan- íelsdóttur stórar og góðar gjafír, sem þau hafa fært hjúkrunardeild aldraðra í Seli I. Það eru: Fallegt og gott orgel, sem kom í Selið skömmu eftir að starf hófst þar 1983, og nú ný- lega, ljósakross, sem gerður er af Ágústi Jónssyni. Krossinn er hafður sem veggskraut í dagstofu deildarinnar. Sú góðvild og umhyggja sem almenningur sýnir sjúkrahúsinu bæði í orði og verki er því mikil blessun, sem aldrei er ofþökkuð. Gjafir þeirra Ólafs og Helgu eru gott dæmi um það. Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarforstjóri. Sýning á „fantasíu- fatnaði“ Um miðjan ágúst hyggjast nokkr- ir áhugamenn um myndrænan fatnað halda sýningu á ýmiskonar fatnaði sem fólk gengur að öllu jöfnu ekki í. Um er að ræða ein- hvers konar fantasíuklæðnað ef kalla má hann því nafni. Vitað er að fjöldi fólks er að hanna og sauma föt hingað og þangað um bæinn og veitist því nú tækifæri á að taka þátt í sérstæðri sýningu með því að senda teikningar af hugmyndum sínum annað hvort í Laxdalshús eða til Sigríðar Pét- ursdóttur Hrafnagilsstræti 12, sími 21224. Vonast er til að fólk bregðist vel við og með opnum hugmyndaríkum huga. Petta á ekki að vera venjuleg tískusýn- ing, heldur einhvers konar samspil forms og lita, eitthvað í líkingu við myndverk. Fólk er sem sé hvatt til að bregðast vel og snögglega við og senda inn hug- myndir, því skilafrestur rennur út þann 10. ágúst. Frá Glerárskóla i Bókavörður (helst bókasafnsfræðingur) óskast til starfa (1/2 staða) við Glerárskóla frá 1. sept. nk. Uppl. gefur skólastjóri í síma 21385 eða 21521. Skólastjóri. Sjúkraliðar óskast að Kristnesspítala. Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. Hótel KEA, Akureyri: Óskum að ráða starfsmann í ræstingu á morgnana. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Hótelstjóri. Atvinna Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk í verslanir okk- ar til framtíðarstarfa. 1. Matreiðslumann eða kjötiðnaðarmann. 2. Starfsmann til afgreiðslu úr kjötborði. 3. Starfsmann til afgreiðslu á byggingar- vörum. 4. Laginn starfsmann til léttra iðnaðarstarfa. Aðeins fólk með einhverja starfsreynslu kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni Hafnarstræti 94 milli kl. 10 og 12 f.h. Norðurfell hf. sími 26867. KOSTAKAUP Vegna flutninga verða húsgögn seld í heila íbúð á ótrúlegu verði ef samið er strax. Hillusamstæða, sófasett 1-2-3, sófaborð og hornborð, skenkur, 2 sófar og borð o.fl. Allur pakkinn á kr. 70.000. Uppl. í símum 23509 og 24430. Á söluskrá: Keilusíða: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 4. hæð. Smárahlíð: 2ja herb. lítil íbúð á 1. hæð. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúðir á 3. og 4. hæð. Eiðsvallagata: 3ja herb. risíbúð. Laus strax. Hafnarstræti: 3ja herb. neðri hæð. Byggðavegur: 3ja herb. neðri hæð. Afh. 15. október. Melasíða: 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Strandgata: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýli. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Keilusíða: 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Grundargerði: 4ra herb. raðhúsíbúð. Fróðasund: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Tungusíða: 5 herb. einbýlishús með bílskúr. Akurgerði: Fokheld 5 herb. raðhúsíbúð með bílskúr. Stórholt: 3ja herb. íbúð í eldra húsi. Þverholt: 4ra herb. eldra einbýlishús. Mýrarvegur: 5 herb. einbýlishús. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Veitingarekstur á Akureyri Auglýst er eftir umsóknum um rekstur veit- ingasalar á 5. hæð í húsi verkalýðsfélaganna að Skipagötu 14 á Akureyri. Um er að ræða 240 fm hæð þar sem gert er ráð fyrir 110 fm veitingasal ásamt eldhúsi og tilheyr- andi aðstöðu. Húsnæðið er ennþá óinnréttað og er gert ráð fyrir að væntanlegur leigutaki geti ver- ið með í ráðum um skipulagningu og frágang. Einnig kæmi til greina, að leigutaki sæi sjálfur um framkvæmd innréttinga og fyrirkomulag í samráði við hönnuði hússins og eigendur. Þá er þess óskað, að þeir sem kynnu að vilja taka húsnæðið á leigu, geri um leið tillögur um fyrir- komulag á veitingarekstri í umræddu húsnæði. Loks kemur til greina, að einnig verði seldur á leigu til veitingarekstrar 250 manna samkomusal- ur á 4. hæð hússins, og er æskilegt, að væntan- legir umsækjendur um 5. hæðina taki fram, hvort þeir æskja þess að taka salinn á 4. hæð einnig á leigu. Stefnt er að því, að unnt verði að taka báða veit- ingasalina í notkun snemma á næsta ári. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Helgason, á skrifstofu Lífeyrissjóðsins Sameiningar í Skipa- götu 12 á Akureyri, sími 96-21739, en umsóknum skal skila til framkvæmdanefndar verkalýðsfélag- anna, Skipagötu 12, eða í pósthólf 221 á Akur- eyri, eigi síðar en á hádegi 22. ágúst nk. Akureyri, 30. júlí 1984. Framkvæmdanefnd verkalýðsfélaganna. \ ÍA /íPLTf íí kemur út þrisvar 1 viku’ r \V .! rjija mánudaga, midvikudaga og föstudaga [öp ið á fimn ntudag til Ikl I.22 I TT AnV A TTD Norðurgötu 62, Akureyri | XlilAJJ\ilU A Sími 23999 ■■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.