Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -1. ágúst 1984 1. ágúst 1984 - DAGUR - 7 Mjólkursamlag KEA < O: ntr n v jnn Akureyri ■ Simi 96-21400 Heiðursgestum mótsins, Sigurbirni og Herði, voru færðar góðar gjafir. Sigurbjörn og Gunnar halda hér á verðlaunum sínum fyrir einvígið. Myndir: HJS Efstu hestar réttri röð. A-flokki. Sámur og Reynir Hjartarson lengst til hægri og síðan koma hinir i Um helgina var haldið ailný- stárlegt hestamannamót á Melgerðismelum í Eyjafirði. Voru það félögin í firðinum, Léttir, Funi og Þráinn sem sáu um mótið. Tekið var fram fyrir mótið að það yrði ekki með venjulegum „hestamannam- ótshætti“ og tókst það með ágætum. Bryddað var upp á ýmsum nýjungum, svo sem eins og parakeppni og einvígi á milli gæðinga Léttis og Fáks í Reykjavík. En það voru ekki bara nýjung- ar á dagskrá, keppt var í A og B flokki gæðinga. Undanúrslit voru á laugardag og urðu þá efstir í A- flokki Sámur, eigandi og knapi er Reynir Hjartarson, fékk hann einkunnina 8,48. Næstur var Dýri, eigandi er Guðlaugur Ara- son en knapi var Baldvin Guð- laugsson, fékk hann einkunnina 8,19. Þriðji var Örvar, eigandi hans er Gunnbjörn Arnljótsson en Einar Örn Grant sýndi Örvar, fékk hann einkunnina 7,99. Fjórði í undanúrslitum var Fylkir með einkunnina 7,93, eigandi og knapi er Hákon Hákonarson. Náttfari var fimmti, með ein- kunnina 7,88, eigandi hans er Gunnbjörn Arnljótsson. Knapi var Einar Örn Grant.Úrslit á sunn,pdag urðu þessi: 1. Sámur 2. Örvar 3. Dýri 4. Náttfari 5. Fylkir Undanúrslit í B-flokki voru einnig á laugardag. Þar stóð Kristall, Gylfa Gunnarssonar efstur að vanda, með einkunnina 8,67. í 2. sæti þar varð Aron, eign Aldísar Björnsdóttur, en sonur hennar Birgir Árnason sýndi hestinn, fékk Aron 8,59 í einkunn. í 3. sæti varð Barón, eign Baldvins Guðlaugssonar, sem einnig var knapi, með ein- kunnina 8,23. í 4. sæti var Flani með einkunnina 8,16, eigandi er Jón M. Snorrason, en knapi var Sigurður Árni Snorrason. Síðast- ur kom svo Kópur, eigandi og knapi var Hólmgeir Pálsson, Kópur fékk einkunnina 8,14. Úrslit á sunnudag urðu þessi: 1. Kristall 2. Aron 3. Kópur 4. Barón 5. Flani Ein af nýjungum mótsins var parakeppni og var það fyrsta parakeppni á íslandi. Þetta var frjáls sýning, minnst riðinn einn hringur, 300 metrar og síðan mátti parið útfæra sýninguna inn- an í hringnum eða á brautinni að eigin vild. Hámarkstími var um 5 mínútur. Var lögð áhersla á fjöl- hæfni og hlýðni, mýkt og gott samspil knapa og hests. Frumleg- heit og öll framkoma, svo og heildarútfærsla sýningarinnar var látin vega hæst á mati dómnefnd- ar. Dómurum var ekki stillt upp við völlinn, heldur unnu sín störf í kyrrþey, eins og segir í mótsskrá. Undanúrslit voru á laugardag og voru það 11 pör sem kepptu. Voru pörin mjög skemmtilega klædd og var sýn- ingin lífleg. Tekið var fram að pörin yrðu að vera úr sömu fjöl- skyldu, hjón, systkin, mæðgin, feðgin, o.s.fv. Úrslit á sunnudag- inn urðu þau að systkinin Helga Árnadóttir og Björn Þorsteins- son báru sigur úr býtum, hlutu þau 86 stig. í öðru sæti urðu maáðginin Aldís Björnsdóttir og Nýtt á marka&’ inum ________ ®T pgf np || 1. 100% hreinn appelsínusafi frá Flórida Engum sykri, litarefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bætt í Birgir Árnason, með 82 stig og í þriðja sæti hjónin Áslaug Kris- tjánsdóttir og Gunnar Frímanns- son með 70 stig. Mest var hægt að fá 100 stig. Þess má geta að Helga, Björn og Birgir eru syst- kini og er Aldís móðir þeirra, þulur tók það fram að Aldís ætti met í þessari keppni, með 3 af- kvæmi. Matthías Gestsson var stjórn- andi parakeppninnar og var hann spurður hvaðan þessi hugmynd væri komin. Sagði Matthías að hugmyndin væri algjörlega frá Léttismönnum komin og reglurn- ar hefðu verið að mótast alveg fram á síðustu stundu. Útfærslan á þessari fyrstu íslensku para- keppni er því íslensk að öllu leyti. Önnur nýjung á þessu móti var einvígið milli bestu gæðinga Létt- is og Fáks. Kepptu 2 hestar frá hvoru félagi, voru það 1 klárhest- ur og 1 alhliða hestur frá hvorum. Fyrir hönd Léttis kepptu Sámur, Reynis Hjartarsonar og Kristall, Gylfa Gunnarssonar. Fyrir Fák kepptu Sölvi, sem er klárhestur, eigandi hans er Jón Ingi Baldurs- son en knapi var Gunnar Arnar- son. Alhliða hesturinn frá Fáki var Neisti, eigandi og knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Keppnin fór þannig fram að klárhestarnir voru saman í hringnum fyrst og síðan alhliða hestarnir. Dómarar voru 16, voru það 4 dómarafull- trúar, 1 úr hverjum landsfjórð- ungi sem hver hafði 3 dómara á sínum snærum. Úrslit urðu þau að af A-flokks hestunum sigraði Neisti, fékk 22 stig, en Sámur hlaut 26 stig. í B-flokknum sigraði Kristall með 23 stig, en Sölvi hlaut 25 stig. í samanlögðu sigraði því Fákur með 47 stig, en Léttir fékk 49 stig, mjótt var á mununum, enda eru þetta allt afburða hestar og erfitt að gera upp á milli þeirra. í íþróttakeppni urðu úrslit þessi: Fjórar gangtegundir: 1. Birgir Arnason - Léttir. 2. Baldvin Guðlaugss. - Senjór. 3. Sigurbjörn Bárðarson - Smellur. 4. Tómas Ragnarsson - Rembrandt. 5. Jonny Zigerlig - Lissy. Fimm gangtegundir: 1. Tómas Ragnarsson - Ás. 2. Sigurbjörn Bárðarson - Neisti. 3. Stefán Friðgeirsson - Stefnir. 4. Herbert Ólason - Víðir. 5. Gunnar Árnason - Ölver. Gæðingaskeið: 1. Tómas Ragnarsson - Ás. 2. Sigurbjörn Bárðarson - Gári. 3. Stefán Friðgeirsson - Stefnir. Tölt: 1. Viðar Halldórss - Fagriblakkur. 2. Birgir Árnason - Léttir. 3. Baldvin Guðlaugsson - Senjór. 4. Sigurbjörn Bárðarson - Gári. 5. Sigurður Árni Snorrason - Eldur. Víðavangshlaup: 1. Sonja Grant - Katla. 2. Sveinn Reynisson - Gráni. 3. Sigurður Þorsteinsson - Sleipnir. Hlýðnikeppni: 1. Matthías Ó. Gestsson - Smellur. 2. Baldvin Guðlaugsson - Barón. 3. - Jón Matthíasson - Gráskeggur. Unglingaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Eiður G. Matthíasson - Funi. 2. Örn Ólason - Klúbbur. 3. Heiðdís Smáradóttir - Drottning. Unglingaflokkur, 13-15 ára: 1. Sonja Grant - Drottning. 2. Herdís Árnadóttir - Sindri. 3. Rósa Hreinsdóttir - Blesi. Kappreiðar: Engin verðlaun voru veitt í 150 m. skeiði, því allir hestarnir hlupu upp. 250 m. skeið: 1. Villingur, 22,4 sek., eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Áðal- steinn Aðalsteinsson. 2. Hildingur, 22,5 sek., eigandi er Hörður G. Albertsson og knapi Sig- urbjörn Bárðarson. 3. Júpíter, 22,8 sek., eigandi er Sig- urbjörn Bárðarson knapi Sigurður Maríusson. 250 m. unghrossahlaup: 1. Flassi, 19,8 sek., eigandi Matthías Ó. Gestsson, knapi Sonja Grant. 2. Break-brúnn, 20,1 sek., eigandi Heimir Finnsson, knapi Anna D. Markúsdóttir. 300 m. stökk: 1. Spóla, 20,8 sek., eigandi er Hörð- ur Þór Harðarson, knapi Erlingur Erlingsson. 2. Hrímnir, 21,8 sek., eigandi Her- bert Ólason, knapi Tómas Ragnars- son. 3. Þristur, 23,5 sek., eigandi Sveinn Reynisson, knapi Anna D. Markús- dóttir. 300 m. brokk: 1. Bastían, 37,5 sek., eigandi og knapi Benedikt Arnbjörnsson. 2. Kristall, 38,0 sek., eigandi og knapi Gylfi Gunnarsson. 800 m. stökk: 1. Tvistur, 61,1 sek., eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Anna D. Markúsdóttir 2. Örn 61,1 sek., eigendur Þórdís og Inga Harðardætur knapi Erlingur Erlingsson. Fengu Örn og Tvistur sama tíma, en Tvistur var sjónarmun á undan. Sett var íslandsmet í auka- spretti í 300 m stökki, var það Tvistur sem hljóp á 20,5 sek. Sig- urður Snæbjörnsson bóndi á Höskuldsstöðum gaf folald að eigin vali undan gæðingnum Náttfara í verðlaun fyrir íslands- metið í 300 merta stökki. Hörður G. Albertsson eigandi Tvists fór á sunnudagskvöld í stóðið til Sig- Geriisneytt og áfyllt af Mjólkursamlagi KEA Akureyrl meðeinkaleyfifrá Tropicana Products Inc. Flórida Einvígið hófst með lúðrablæstri, en síðan riðu knapar inn á völlinn og tókust í hendur, það sjáum við á þessari mynd. í hverjum líter af safa eru u.þ.b. 2.4 kg af Flórida appelsínum urðar og valdi sér folald. Á Sig- urður miklar þakkir skildar fyrir sína höfðinglegu gjöf. Sagði Matthías Gestsson að hlaupabrautin á Melgerðismelum væri nú talin besta hlaupabraut á landinu. Einnig sagði Matthías að í bígerð væri að blása í lúðra ef veður og skilyrði leyfa og hafa smá mettilraunamót á Melgerð- ismelum í kvöld, miðvikudags- kvöld. Yrði þá keppt í 300 m. stökki og 250 m. skeiði. Aðspurður sagði Matthías að menn væru almennt ánægðir með mótið, en þó hefðu þeir viljað fá fleiri áhorfendur, en þar setti bæði veður og karnival á Akur- eyri strik í reikninginn. Valinn var glæsilegasti hestur mótsins og varð Sölvi, eign Jóns Inga Bald- urssonar, fyrir valinu. Fékk eig- andinn Eldjárns-hnakk sem Iðn- aðardeild Sambandsins gaf, í heiðursskyni. Heiðursgestir mótsins voru Sigurbjörn Bárðar- son og Hörður G. Albertsson og fengu þeir ýmsar góðar gjafif svo sem eins og blóm og grafíkmöpp- ur sem Óli G. Jóhannsson list- málari gaf. Mótið var í alla staði vel skipulagt, voru dagskrárliðir undantekningarlaust á réttum tíma og alltaf eitthvað um að vera fyrir áhorfendur. HJS Hér eru 3 efstu pörin í parakeppninni. Lengst til hægri eru Björn og Helga, sem urðu í 1. sæti. Þá koma Aldís og Birgir, þau urðu í 2. sæti og lengst til vinstri eru Gunnar og Aslaug sem urðu í 3. sæti. HATIÐISDAGAR HESTAFOLKS - á Melgerðismelumi í Eyjafirði um helgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.