Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 01.08.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI FILMU HUSIÐ AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. ágúst 1984 87. tölublað „Kemur að því að menn vilja fá sitt" - segir Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn „Það er óhætt að segja, að það gengur illa hjá okkur núna," sagði Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn er við slógum á þráðinn til hans og spurðum um ástandið á þeiin bæ. „Rauðinúpur hélt til veiða á föstudag og það hefur gengið svona þokkalega hjá honum undanfarið. Það er hins vegar ákaflega dræm veiði hjá trill- iiiium. Stakfellið hefur Iagt upp 1/4 af afla sínum við frysti- húsið hérna og það hefur fisk- að vel. Horfurnar eru slæinar þrátt fyrir það og eru það alls staðar fyrir aústan." Eins og kunnugt er hefur út- gerð Jökuls gengið fremur illa að undanförnu og hefur hún ekki getað greitt öll tilskilin gjöld. Nú síðast hafa Rafmagnsveitur rfkis- ins krafist gjalda. „Þegar útgerð er rekin með tapi, þá safnast auðvitað upp skuldir og það kemur að því ein- hvern daginn að menn vilja fá sitt," sagði Hólmsteinn er við spurðum hann hvort starfsmenn rafmagnsveitnanna ætluðu að loka á þá vegna skulda. „Ég vona að komi ekki til þess að þeir loki, það hlýtur að rætast úr þessu ein- hvern veginn." Stefán Árnason hjá Rafmagns- veitum ríkisins sagðist ekki geta gefið neinar yfirlýsingar um það hjá hverjum þeir lokuðu. Hann sagði að þeir hjá rafmagnsveit- unum athuguðu sinn gang vel áður en ákvarðanir væru teknar, en hann vildi ekki tjá sig um þetta mál í blöðunum. mþþ iieg ífsreynsla" - Viðtal Dagsins bls. 2 lelamót 1984 - bls. 6-7 m að ¦ -¦ ¦ ¦ :::: :':. .. .'¦¦¦»¦¦¦ ' ¦¦¦ guðina %jjj&*$JP %jmm ¦¦¦¦ með" -bls .3 Strompleikur. Mynd: KGA NýrEscort eyóilagöist í umferðarslysi í Hjaltadal - Slysaalda í umferöinni í Skagafirði Það hefur verið annasamt hjá lögreglunni á Sauðárkróki undanfarna daga, því euk erils vegna upprekstrardeilunnar á Eyvindarstaðaheiði hafa orðið 4 umferðarslys síðustu viku. Þar með eru umferðarslys í sýslunni á árinii orðin 8. Aðfaranótt sunnudagsins hafn- aði ný Escort bifreið utan vegar í Hjaltadal. Sennilega hefur bifreið- in endastungist, en hún hafnaði á hvolfi og síðan kviknaði í henni. Brann allt sem brunnið gat og bíll- inn er gersamlega ónýtur. Öku- maður slapp með skrámur og heilahristing. Hann er grunaður um ölvun við aksturinn. Viku áður varð umferðaróhapp í Sléttuhlíð og þar var einnig um útafakstur að ræða. Bifreiðin hafn- aði á hvolfi utan vegar og farþegi slasaðist talsvert og var fluttur á sjúkrahús á Siglufirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki komu öryggisbelti í veg fyrir að ekki fór enn verr. Á miðvikudaginn fór bifreið á leið til Sauðárkróks í sögulega flugferð skammt frá Birkihlíð. Ökumaður telur sig hafa sofnað með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og þrjár veltur, en hafnaði loks á hjólunum á skurðbakka. Ökumaðurinn kast- aðist hins vegar út úr bílnum og sat í drulludammi í skurðinum, en nær ómeiddur. Um síðustu helgi varð hörku- árekstur við Þrasastaði í Fljótum. Þar rákust á tvær bifreiðar í beygju á hæð, með þeim afleiðingum að báðar bifreiðarnar eru taldar ónýt- ar. Tvennt slasaðist og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri. „Við reynum að vera hér áfram" - segir Nils Gíslason hjá DNG - „Fyrirtækið vantar áhættuf jármagn" segir Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar „Við héldum fund með at- vinnumálanefnd á föstudag- inn, þar sem hún gerði að til- lögu sinni að þetta yrði gert að ahnenningshlutafélagi," sagði Nils Gíslason hjá DNG. „Þetta er einn af þeim mögu- leikum sem til greina koma, að fá lánað fé hjá almenningi í staðinn fyrir bönkum. Þó að okkur þyki ekki mikill munur þar á." Eins og komið hefur fram í fréttum hafa þeir hjá DNG verið í Færeyjum að kanna hugsanlegt samstarf við þarlenda aðila. Hug- myndin var sú að veita fram- leiðslurétt á færavindunni, til að fá aukið fjármagn. „Við höfum sagt upp starfs- fólki til að það standi betur að vígi ef þessi mál tefjast eitfhvað," sagði Nils. Það voru alls tuttugu manns sem störfuðu hjá DNG, þó ekki allir í fullu starfi. „Á meðan þessi mál eru í biðstöðu erum við að endurskoða og bæta framleiðsluna," sagði Nils. „Við viljum ekki segja að útlitið sé svart, það koma ýmsir möguleik- ar til greina og spurningin er að- eins sú, hvað verður ofan á." Jón Sigurðarson formaður at- vinnumálanefndar sagði: „Það sem þetta fyrirtæki vantar. er áhættufjármagn, og það hefur verið hugleitt hvernig megi út- vega það." Jón sagði að DNG hefði unnið mikið og gott braut- ryðjendastarf, það væru snjallir menn á rafeindasviðinu sem þarna störfuðu. „En fjárhagslegir innviðir fyrirtækisins eru orðnir ansi ótraustir." í Noregi eru miklir styrkir veittir allri nýrri starfsemi á borð við þá sem DNG stendur að - „svoleiðis að maður verður alveg grænn," sagði Nils Gíslason. „En við erum íslenskir ennþá. Það væri hart að þurfa að gefast upp og flytja erlendis, við reynum að vera hér áfram." - KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.