Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjölmiðlar hafa af ábyrgum aðilum verið taldir eiga sök- ina á minnkandi atvinnu og fólksflótta frá Norðurlandi. Vissulega geta fréttir og greinaskrif um samdrátt á flestum sviðum athafnalífs ákveðins byggðarlags haft þau áhrif, að fólk trúi þeim og leggi því á flótta. Það er hins vegar fjarstæðukennt að kenna fjölmiðlum alfarið um kreppueinkennin. Þeir gera ekki annað en lýsa ástandinu eins og það er, enda er það skylda þeirra. Og ef þeir þurfa að birta fréttir og greinar í „vælu- tón“ dag eftir dag og viku eftir viJru, jafnvel ár eftir ár, þá er það eingöngu vegna þess aö ekkert hefur verið aðhafst til að snúa vörn í sókn. Það hefur verið talað, fundað og ályktað, en ekk- ert verið gert. Þess vegna hjakkar svo til í sama far- inu. Samkvæmt skýrslum er fólksflótti frá Norðurlandi suður yfir heiðar. Og það er ekki bara fólkið sem fer; peningarnir fara líka. Inni- stæður í bönkum á Akureyri rýrnuðu um hátt í 200 m.kr. á milli áranna 1982 og 1983 miðað við þróunina í bönkum annars staðar á landinu. Þetta segir sína sögu. Fólk flytur suður yfir heiðar af ýmsum ástæðum, en tekjumöguleikar vega þyngst hjá flestum. Og það hefur komið fram, að syðra eru atvinnutækifærin fleiri, launin hærri og launaskrið hraðara heldur en á Norð- urlandi vestra, svo tekið sé dæmi. Þannig voru meðal- laun á Reykjanesi 186 þús- und kr. árið 1982, sem er 40 þúsund krónum hærra en meðallaunin á Norðurlandi vestra voru á sama tíma. Þetta samsvarar rúmlega 3.300 kr. á mánuði og það munar um minna. Þar að auki má búast við að mun- urinn sé meiri, þar sem yfir- borganir eru tíðari syðra. Slíkar yfirborganir koma aldrei fram í opinberum skýrslum, líkum þeim sem hér er stuðst við. Þessi staðreynd er einn sterkasti áhrifavaldurinn í þeirri þróun, að Akureyri vantar 205 íbúa til að ná lands- meðaltalsíbúafjölgun tvö sl. ár, sem er um 1,5% íbúa- fjöldans í bænum. Ein ástæðan fyrir sterkari stöðu Reykjavíkur er það fjármagnsstreymi sem þangað hefur verið undan- farin ár. Þar eru í byggingu miklar hallir, m.a. fyrir hið opinbera, en samt fyrir utan niðurskurðinn á ríkis- útgjöldum. Þar á meðal má nefna Seðlabankabygging- una og Útvarpshúsið. Auk þess eiga einstaklingar og félög á höfuðborgarsvæð- inu mun greiðari aðgang að fjármagni heldur en at- vinnufyrirtæki á Norður- landi. Dagur hefur áður brýnt Norðlendinga til að snúa vörn í sókn og hann gerir það enn. Hér býr athafna- fólk sem treystandi er til þess átaks, en álitlegar að- gerðir til að gera fjórðung- inn byggilegri mega ekki stranda á lokuðum dyrum peningastofnana. - GS Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar Breytingar á lœkna þjónustu við verðandi mœður Mánudaginn 23. júlí sl. birtist frétt í Degi um nýtt form heil- brigöisþjónustu á Akureyri: Leggja skal niður læknamiðstöð og heilsuverndarstöð í núverandi mynd og stofna heilsugæslustöð samkvæmt lögum þar um. Mig furðar hversu óljósar ýms- ar upplýsingar í frétt þessari voru. Mér finnst að fólk eigi að fá réttar upplýsingar um breyt- ingar á þjónustu við bæjarbúa áður en þær skella á. Engir barnalæknar, engir kvensjúkdómalæknar f lok þessarar fréttar kemur fram að læknar í heilsugæslustöð verði ríkislaunaðir og í fullu starfi. Hver greiðir laun þessara lækna skiptir hinn almenna borgara ekki máli. Hitt skiptir máli hvaða þjónustu fólk fær. Ennfremur segir í sömu frétt, að þeir læknar, sem starfa við sjúkrahúsið muni ekki starfa í heilsugæslunni. Þessi breyting skiptir megin- máli og mig langar að vekja at- hygli á henni. Þeir sérfræðingar, barnalæknar og kvensjúkdóma- læknar, sem nú starfa við heilsu- verndarstöð munu ekki vinna við heilsugæslustöð. Er það sam- kvæmt núgildandi lögum, þar sem ekki er kveðið á um að fyrr- nefndir sérfræðingar starfi við heilsugæslustöðvar og er það miður. Býður manni í grun að ekki hafi verðandi mæður og for- eldrar ungra barna tekið þátt í að setja saman þau lög. Við heilsugæslustöð munu starfa heimilislæknar og læknar sérmenntaðir í heimilislækning- um. Miklu varðar að fólk geti leitað til sérfræðinga í heimilis- lækningum. Þeir hafa hina bestu alhliða læknismenntun. í þeirra sérmenntun felst að þeir starfa 4-6 mánuði í senn á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsa. Menntunin er breytileg eftir hvar nám er stundað og tekur oftast 4 ár. Þeirra alhliða menntun ætti því einmitt að auðvelda samstarf við aðra sérfræðinga s.s. barna- Iækna, hjúkrunarfræðinga og fé- lagsráðgjafa. Við Heilsuverndarstöð Akur- eyrar fer fram ungbarna-, smá- barna- og mæðraeftirlit auk ann- arrar þjónustu. Það er mikið ör- yggi fyrir þungaðar konur og for- eldra að geta notið sérfræðiþjón- ustu kvensjúkdóma- og barna- lækna ásamt annarri þjónustu. Barna- og kvensjúkdómalæknar hafa flestir 4-6 ára sérmenntun í sínu fagi og af þeim má mikils vænta. Illu heilli hefur verið skortur á þessum sérfræðingum hér í bæ á síðustu árum og því feikilegt vinnuálag á þessum mönnum. Hafa þungaðar konur t.d. oft ein- göngu fengið skoðun hjá nemum á síðasta ári í læknisfræði. Er það furðulegt að konur á Akureyri hafi ekki mótmælt þessari skipan fyrir löngu. Á síðustu mánuðum hafa nýir læknar með sér- menntun í þessum fræðum flust í bæinn og ætti þjónustan því að geta aukist. En hvað gerist þá? Breytingar verða í kerfinu, sem leiða til þess að þungaðar konur sem fara í mæðraeftirlit fá ekki skoðun hjá sérfræðingi í kvensjúkdómum, nema að heimilislæknir telji sér- staka ástæðu til. Foreldrar sem fara með börn sín í ungbarnaeft- irlit fá ekki viðtal við sérfræðing í barnalækningum nema með sér- stakri tilvísun. Kvennaframboðskonur héldu tvo fundi í „Opnu húsi“ á síðasta vori um málefni heilsuverndar- stöðvar. Á þá fundi mættu marg- ar konur hér í bæ en því miður enginn karl. Gestir fundanna voru héraðslæknir, heilsugæslu- læknar og sérfræðingar í barna- lækningum og kvensjúkdóma- lækningum. Á þessum fundum kom fram eindregin ósk um að ekki mætti skerða þjónustu við verðandi mæður og börn, miklu fremur þyrfti að auka hana. Einnig kom skýrt fram á fundun- um að barnalæknum og kven- sjúkdómalæknum finnist miður ef menntun þeirra nýtist ekki við mæðra- og ungbarnaeftirlit og vilja vinna við heilsuverndar- störf. Fulltrúi Kvennaframboðs í stjórn heilsuverndarstöðvar kom þar fram með eftirfarandi tillögu, en hún var niðurstaða fundanna í vor. Fulltrúi Kvennaframboðsins vill skora á stjórn Heilsuverndar- stöðvar Akureyrar og bæjaryfir- völd að ráða til starfa við Heilsu- verndarstöð Akureyrar sérfræð- ing í barnalækningum við ung- barnaeftirlitið og sérfræðing í kvensjúkdómum við mæðraeftir- litið. Greinargerð: Ungbarnaeftirlit hófst á Akureyri árið 1960 eftir að barnalæknir kom í bæinn. Annað átak í þess- um málum var gert árið 1974 þeg- ar annar barnalæknir kom í bæ- inn. Þá fer af stað smábarnaeftir- lit til viðbótar því sem fyrir var. Sérfræðingar í barnalækningum hafa stjórnað og séð um fram- kvæmd þessa eftirlits til ársins 1982, þegar barnalæknar gátu ekki sinnt þessum störfum vegna anna. Voru þá fengnir heilsu- gæslulæknar til þess að hlaupa í skarðið. Með komu þriðja barna- læknisins í bæinn telja barna- læknar sér kleift að taka eftirlitið að sér á ný. Reglulegt eftirlit með barns- hafandi konum hefur farið fram á Akureyri frá árinu 1956, þegar sérfræðingur í kvensjúkdómum kom í bæinn. Framan af hefur sérfræðingur framkvæmt eða borið ábyrgð á þessari skoðun. En nú um langan tíma hefur sér- fræðingur í kvensjúkdómum ekki getað sinnt þessum þætti starf- seminnar vegna mikils vinnu- álags. Með tilkomu annars kven- sjúkdómalæknis er nú aftur mögulegt að sérfræðingur fram- kvæmi og beri ábyrgð á þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar hér í bæ. Kvennaframboðið leggur áherslu á að fyrrgreindir sér- fræðingar hafi yfirumsjón með þessum störfum, þannig að heilsugæslulæknar, hjúkrunar- fræðingar og annað fagfólk við heilsuverndarstöð hafi greiðan aðgang að sérfræðilegri ráðgjöf og börn og barnshafandi konur verði sérstaklega undir þeirra eftirliti. Kvennaframboðið telur mikla nauðsyn á góðu samstarfi hinna ýmsu faghópa til að tryggja sem besta þjónustu hverju sinni. Við teljum eðlilegt að heilsu- gæslulæknir sinni að mestu þeirri læknisþjónustu, sem fram fer á heilsuverndarstöðvum. En þar sem meðganga og tvö fyrstu ævi- ár barnsins eru eitt mikilvægasta skeið í ævi einstaklings teljum við nauðsynlegt að barnshafandi konum og börnum undir tveggja ára aldri sé tryggð sú besta fáan- lega þjónusta, sem völ er á lögum samkvæmt. Tillaga þessi var felld með einu atkvæði konu gegn tveimur at- kvæðum karla. Fundargerðir þessarar stjórnar eru ekki birtar opinberlega eins og gert er með fundargerðir nefnda bæjarins og er því erfiðara fyrir fólk að fylgj- ast með því sem þar gerist. Það er vonandi að sú nýja nefnd, sem um skipulag heilsu- gæslustöðvar mun fjalla á næstu mánuðum hafi í huga velferð þess fólks sem þjónustunnar þarfnast. Akureyri, 30. júlí 1983 Kristín Aðalsteinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.