Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 03.08.1984, Blaðsíða 8
8- DAGUR-3. ágúst 1984 t t Það nálgaðist hefð- bundinn kvöldverðar- tíma er ég ók fram á skilti hvar á stóð: Hleiðargarður. Nú, nú, þarna býr oddvitinn sjálfur í Saurbœjar- hreppi og við hann verð ég að tala. Eða er þetta kannski ókristilegur tími að banka upp á hjá heiðvirðu vinnandi fólki. Ætli oddvitinn sé ekki í fjósi, það þýðir sjálfsagt ekkert að banka upp á. Geri það nú samt og oddvitinn er hinn hressasti, þráttfyr- ir að hann sé á kafi í að reikna út álag og útsvar á sveitunga sína. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna, ég gœti al- veg eins verið að stinga upp garð. “ Þar með er ég drifin inn. Auður Eiríksdóttir, oddviti Saurbœjarhrepps, spyr hvað ég vilji vita. Allt, segi ég, en var svo sem ekkert að meina það. Týpískt kerlingarstarf Þar sem Auður vaí á kafi í vinnu, er mig bar að garði var sjálfsagt að hefja umræðuna á starfinu. Ég minntist á að það væri orðið nokk- uð algengt að kvenfólk væri í stöðu hreppstjóra og oddvita. „Já, það er orðið nokkuð algengt, að minnsta kosti meira en það var. Það er svo sem ekkert skrýtið; þetta er týpíst kerlingar- starf. - Hvað áttu við með því? „Það er illa launað, svo er þetta ekki nema hlutastarf. Það er mikið að gera eftir áramótin við uppgjör og reikninga og svo þegar skattur- inn kemur. Við eigum að gera fjár- hagsáætlun, en það er einhvern veginn svo með fjárhagsáætlanir að þær vilja ekki standast. Það átti að vera námskeið um daginn fyrir sveitarstjórnafólk um fjárhagsáætl- anir, en það var svo léleg þátttaka að hætta varð við. Af hverju það hafi verið léleg þátttaka? Ja, það eru svo margir í þessu starfi, gamlir í hettunni og kunna þetta allt saman. Þetta var bara námskeið fyrir grænjaxla. Þegar ég tók við fyrir tveimur árum, þá vissi ég ekk- ert hvað nákvæmlega fólst í starf- inu. Maður gerir sér aldrei fyllilega grein fyrir út í hvað maður er að fara, fyrr en eftir á. Þetta var eitt- hvert bókhald og peningavafstur, en ég get sagt þér það, að ég hafði aldrei skrifað víxil fyrr en ég varð oddviti. - Skrifað þá marga síðan, gríp ég fram í. „Nei, nei, það get ég ekki sagt. Ég hef fengið góða fyrirgreiðslu í bönkum, sérstaklega . . . nei, það máttu ekki segja, ég þarf að fara á stúfana fljótlega og tala við banka- stjóra.“ - Hvernig hefur gengið þessi ár? „Það er ekki gott að vera dómari á eigin störf. Við stöndum í bygg- ingarframkvæmdum á Hrafnagili ásamt öðrum hreppum hér í kring. Lítil sveitarfélög hljóta alltaf að berjast í bökkum. Hér eru ein- göngu bændur og þeir borga aldrei mikið útsvar. Ég held að bændur eigi það erfitt, nema þá þeir sem reka stórbú og hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Hrepparnir í kring- um okkur njóta þess að hafa fleiri launagreiðendur og ekki eingöngu bændur, heldur fólk sem vinnur í bænum og það borgar meira út- svar. Þeir hafaþví úr meiri pening- um að moða. Ég hef stundum sagt að þetta starf sé ekki ólíkt því að reka stórt heimili. Þetta er pen- ingabasl, að reyna að fá peninga og bjarga peningum. Það þarf að rukka og öll rukkunarstörf eru óvinsæl, annars er ég svo heppin að hér er elskulegt fólk, sem tekið hefur mér vel.“ - Þér líkar þá bara vel, heyrist mér. „Þetta er allt saman voðalega skemmtilegt, heldurðu ég væri í þessu annars? Ég held að fólk hafi gott af því að takast á við svona starf. Einkum þó konur. Það fylgir starfinu að þurfa að tjá sig á opin- berum vettvangi og þar standa konur höllum fæti. Ég held að reynsluleysi þeirra standi þeim fyr- ir þrifum. Þær vilja loka sig of mik- ið inni á heimilunum. Þær hafa gott af því að fást við opinber störf. Annars var ferlega erfitt að tala á fundum fyrst. Ég hélt ég myndi deyja. Svo yfirvinnur maður hræðsluna á stuttum tíma. Svokölluð lífsbarátta - Víkjum örlítið frá starfinu. Þú ert fædd og uppalin. „Fædd er ég í Hrafnagilshreppi og þar ólst ég upp. Ég var send í sveit í Villingadal, ef hægt er að tala um að vera sendur í sveit þegar maður býr í sveit. Þar hef ég ábyggilega lært meira á þremur árum, en fjölmörgum árum annars staðar. Það var alveg óskaplega gott að vera þar.“ - Svo kemur að því þú yfirgefur sveitina og . . . „. . . fer suður að læra hjúkrun. Það var alveg ofboðslega skemmti- legt þrátt fyrir mér þætti Reykjavík fremur leiðinleg. Þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér sem alltaf hafi verið vont veður þar. Aftur á móti þegar maður hugsar til bernsku sinnar, þá var ævinlega gott veður. Skrýtið. En við vorum að tala um hjúkrunina. Mig langaði alltaf í lyfjafræði eða læknisfræði, en í þá daga var enginn lánasjóður og fyrirgreiðsla, svo það var tilviljun að ég fór í Hjúkrunarskólann. Við höfðum tæpar 200 krónur á mánuði og mikið óskaplega var maður allt- af blankur. Ég bjó á heimavist þar sem voru um 100 lífsglaðar stúlkur. Fyrstu karlmennirnir voru að líta dagsins ljós í hjúkruninni á þessum árum. Það var svo sem ekkert fjör þannig, ha, en ákaflega skemmti- legur tími. Ég eignaðist margar góðar vinkonur. Þegar við komum af vakt á kvöldin, þá tókum við fram Heimsljós Kiljans og lásum upp alveg fram á nætur. Svo emj- uðum við af hlátri, þetta var svo gaman. Maður verður alvörugefn- ari með árunum. Það koma ýmis áhyggjuefni til sögunnar sem áður voru fjarlæg, jafnvel ekki til. Nú, svo skellir maður sér út í þessa svokölluðu lífsbaráttu." Auðvelda leiðin - Segðu okkur af henni. „Jú, ég útskrifaðist og fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur á Kristneshæli. Þar var ég um tíma. Fór síðan til Akureyrar og vann þar við sjúkrahúsið. Þá brá ég mér suður til Reykjavíkur og kenndi nokkra mánuði við Hjúkrunarskól- ann. Svo valdi ég auðveldu leiðina. Veistu, hver hún er? Ég gifti mig. Ég hætti að kenna, fór aftur norður til að gifta mig. Ég fór kannski ekki gagngert norður til að gifta mig en í og með. Sá heppni var héðan frá Hleiðargarði og heitir Jóhann Hall- dórsson og þar bjuggum við fyrsta árið. Síðan fluttum við að Kristnesi og bjuggum þar í 10 ár. Og á þessu lífshlaupi er ég hef nú skilmerki- lega gert grein fyrir eignuðumst við hjónin 4 börn. Árið 1974 komum við aftur hingað í Hleiðargarð. Ætli maður sé þá ekki hættur flakki, það er þó aldrei gott að segja. Það hafa orðið svo miklar breytingar á þjóðfélaginu í tímans rás. Við erum ekki nauðbeygð til að njörva okkur niður á sama stað. og vera þar til æviloka eins og for- feður okkar þurftu. Það er miklu meiri hreyfanleiki núna svo ekki er gott að segja hvernig hlutirnir fara.“ - 10 ár í Hleiðargarði, hafið þið komið ykkur upp stóru búi? „Við erum með um 100 ær og kýrnar eru 20. Við stöndum í stressi núna, erum að fást við hús- byggingar. Það er verið að byggja hér hlöðu. Það er alveg ómögulegt að flytja steypuna alla leið frá Ak- ureyri svo við erum að hræra hana sjálf hér heima.“ Oddvitans draumur - Saurbæjarhreppur er fremsti hreppur Eyjafjarðar. Elur oddvit- inn í brjósti sér einhverjar vonir til handa hreppi sínum? „Mikil ósköp, mikil ósköp. Það er draumur allra oddvita að íbúum fjölgi, atvinnulíf blómgist, útsvör verði há, búskapur blómlegur og allt leiki í lyndi. Án gamans, þá eigum við stóra framtíðardrauma um að koma upp atvinnurekstri hér í hreppnum. Okkur dettur ýmislegt í hug í því sambandi. Það stendur til að halda fund með Iðnþróunarfélaginu. Þar kemur sjálfsagt eitthvað athygl- isvert fram. Við erum útilokuð frá loðdýrarækt. Slíkar stöðvar byggj- ast upp í kringum fóðurstöðvarnar og það er of langt fyrir okkur að sækja fóður til Dalvíkur, þar sem slík stöð er. Við höfum augastað á Leyningshólum. Þar er nú engin þjónusta við ferðamenn, en þeir sækja í auknum mæli þangað. Enda mjög fallegt og sérkennilegt landslag allt um kring. Þá má nefna að mikill hugur er í mönnum að rækta skóga og þegar eru sumir byrjaðir á því.“ - Vegamál eru alltaf í brenni- depli. Hér eru ekki nýir vegir. „Það er lítið unnið að uppbygg- ingu vega innan Akureyrar. Vega- málin eru samkomulagsatriði, þar sem fjórðungurinn allur kemur inn í dæmið. Áhersla hefur verið lögð á það undanfarið að koma upp góðum stofnbrautum á milli þétt- býlisstaða, eins og Akureyrar og Húsavíkur. Vegurinn hér í sveit- inni er fyrir neðan allar hellur. - Ertu bjartsýn á að draumur oddvitans rætist? „Fyrst þegar ég byrjaði voru íbúar hreppsins 269 síðan fjölgaði þeim í 274 og ég var svo óskaplega ánægð inni í mér. Heldurðu að þeir hafi svo ekki orðið 263 samkvæmt síðustu hagskýrslu. Það hefur fæðst töluvert af börnum í hreppnum núna í ár, en það á eftir að koma fram í hagskýrslum svo ég hef ekki nákvæma tölu. Já, já, við þiggjum allt okkar frá æðri máttarvöldum, við sjáum allt á hagskýrslum að sunnan. Við verðum að vera bjart- sýn á að draumurinn rætist; hann hlýtur að gera það einn góðan veðurdag.“ Sálarmorð „Annars er helsta áhyggjuefni okkar nú, hvaða stefnu mennta- málaráðuneytið ætlar að taka í skólamálum. Það stendur til að láta sveitarfélögin taka aukinn þátt í kostnaði við skólaakstur og hér í hreppnum þarf að keyra um 330 kílómetra daglega til og frá skóla og það gerir um 100 þúsund krónur á mánuði. Saurbæjarhreppur er eins og krossfiskur í laginu, alls staðar afkimar. Og barnafólki fjölgar og þar með lengist leiðin sífellt. Skólaaksturinn er stór hluti af útgjöldum hreppsins og það er vissulega áhyggjuefni ef þau út- gjöld verða enn meiri. Það verður erfitt fyrir lítið fjárvana sveitarfé- lag. Þetta er líka oft mesta bras. Við greiðum fyrir aksturinn, en gerum síðan endurkröfu til ríkis- ins, sem á að standa undir þessum kostnaði. En það gengur svona og svona að fá þetta greitt, eins og 3. ágúst 1984 - DAGUR - 9 - Dagur í heimsókn hjá Auði Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðingi og oddvita í Saurbæjarhreppi menn geta ímyndað sér. Þá er að slá víxil og bíða þolinmóður. Við höfum barnaskóla að Sól- garði þar sem börnin eru fram að 12 ára aldri. Þá fara þau á Hrafna- gil og þar er heimavist, en krakk- arnir koma heim um helgar. Nei, það er sálarmorð að senda 6-7 ára börn í heimavist. Svo við ætlum að hafa okkar skóla opinn og vona bara það besta.“ Bitur reynsla? - Mér er sagt þú farir ævinlega í fjós, ég er náttúrlega að tefja þig stórkostlega, mæti akkúrat á mjaltatíma? „Ég á nú son. Ætli hann fari ekki. Ég er víst ekki ómissandi. Veistu það, að einn góðan veður- dag kemstu að því að þú ert ekki ómissandi. - Er það ekki bitur reynsla? „Vitaskuld, það er mjög sár reynsla. En það er gangur lífsins að fuglarnir fljúga úr hreiðrinu og fara Texti: Margrét að sjá um sig sjálfir. Við verðum bara tvö, hjónin í kotinu í vetur og ég held það hljóti að vera dálítið einmanalegt. Þetta er orðið ógur- legt fílósófí, eintal sálarinnar. Annars er ég félagsskítur mikill, ég er nærri ómanneskjulega löt við að fara í heimsóknir. Mér dugar alveg að vera heima og lesa í bók. Svo er það náttúrlega þetta búskaparbasl sem dregur úr manni að fara.“ - Þú ert þá forkur til allar vinnu? „Stundum er ég ákaflega löt. Ég man þegar ég var krakki og var að vinna í garðrækt með Öllu á Stokkahlöðum. Þá notaði hún alls konar klæki til að fá mig til að vinna. Ég hef ábyggilega verið löt sem barn. Og er stundum enn. Stundum er ég lömuð af leti og ómennsku. Þá verkjar mig alveg inn í merg af leti og það er óskap- lega gott. Ég hef bara ekki ráð á því lengur.“ Hnöttótt egg eru sama sem? - Hvað segirðu mér af frístund- um? „Það eru stopular stundir og þá er ég að stelast til að lesa. Ég gríp bækur sem liggja á glámbekk og er þá alæta eins og sagt er. Þjóðlegur fróðleikur þykir mér bestur. Satt best að segja þá þykja mér ástar- sögur allar eins. Við höfum ágætis bókasafn hér í sveitinni og eigum góða samvinnu við Amtsbókasafn- ið á Akureyri og það er mikið lesið á sumum heimilum.“ Allt í einu sé ég að andlit Auðar verður uppljómað, dettur helst í hug að himnarnir hafi opnast og býst alveg eins við að hún fari að tala tungum. „Ég á svolítið hobbí,“ segir hún. Og þá segi ég: Hvað er það. „Það er hænsnarækt. Ég á 20 hænur og 3 hana. Hef útungunarvél og hvað heldurðu, ég fæ eintóma hana. Það er allt karlkyns sem fæðist í ár. Það hafa gamlar konur sagt mér frá því að það þurfi að velja eggin sérstak- lega sem unga eigi út. Hnöttóttu eggin eru hanar, en þau aflöngu eiga víst að vera hænur. Svei mér þá, ég held það komi engin aflöng egg hjá mér. Ég hef þó ekki gert vísindalega tilraun á þessum gömlu sögusögnum og því ekki fengið úr því skorið hvert sannleiksgildi þeirra er.“ Auður sagðist þó ætla að gera þessa tilraun og það sjálfsagt fyrr Þ. Þórsdóttir en seinna. Hún lofaði að láta mig vita um niðurstöður og þá geta óþreyjufullir áhugamenn um hænsnarækt hringt á ritstjórn og fengið allar upplýsingar!! Heilagar kýr á aðfanga- dagskvöld „Ég er líka dálítið í jarðarberja- rækt. Uppskeran er alltaf þó nokk- ur kíló á ári.“ - Engir krakkar sem stelast í kassann þinn? „Nei, þær eru eins og heilögu kýrnar á Indlandi, jarðarberja- plönturnar í Hleiðargarði. Það vogar sér ekki nokkur lifandi mað- ur að stela þeim frá mér. Uppsker- an fer beint í frost og er þar alveg fram á aðfangadagskvöld. Þá er afraksturinn borinn inn í stofu og borðaður með rjóma. Það er hátíð- lega stund. Það er voðalegt um- stang í kringum jarðarberjaplönt- ur; þær þurfa að vera undir plasti og þurfa mikla umönnun. Ég byrj- aði á þessu þegar ég var í Kristnesi. Þá var garðræktin mín íþrótt og síðan flutti ég nokkrar plöntur með mér hingað. En það er nú einhvern veginn þannig að maður heldur að alltaf sé nógur tími aflögu fyrir svona dútl í sveitunum. Það er með þetta eins og huldubörnin hennar Evu; þetta verður alltaf útundan. Það verður að gera allt annað fyrst.“ - Að lokum, oddviti og hjúkr- unarfræðingur. Þetta eru afskap- lega ólík störf, eða hvað? „Þetta er gerólíkt. Ég hef mest gaman af því að vera innan um fólk og gera gagn og ég vona að ég hafi gert það þegar ég starfaði sem hjúkrunarfræðingur ekkert síður en núna. Ætli ég kunni nokkuð þessa nútíma hjúkrun, skýrslugerð og það allt. En ég geri greinarmun á dauðum bókstaf og lifandi fólki, elskan mín góða. Ef ég hefði sjúkrahús hér alveg í nágrenninu þá myndi ég sjálfsagt frekar velja mér starf þar, en mér líkar samt prýðilega við mitt starf sem oddviti og hef átt gott samstarf við karlana í hreppsnefndinni." - Og allir sælir og glaðir og una við sitt? „Ég get nú bara talað fyrir sjálfa mig, en ég held að flestir séu ánægðir með lífið og tilveruna. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af hlutunum, fyrr en þeir bara skella á manni.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.