Dagur - 17.08.1984, Page 11

Dagur - 17.08.1984, Page 11
17. ágúst 1984 - DAGUR - 11 HLH-flokkurinn svo kallaði - Halli, Laddi og Björgvin - hertók Akureyri um síðustu helgi með „stœl“. Þeir voru á fleygiferð um bœinn í gömlum „kagga“ afFord gerð í fylgd lögregluþjóna, þeir voru mœttir á völl- inn á leik Þórs og KA, þeir skemmtu í Dyn- heimum og einnig í Sjallanum og alls stað- ar var þeim félögum vel fagnað. Mestur fjöldi hlýddi á þá félaga er þeir mættu í Hafnarstrætið í Fordinum á föstudaginn. Þeir minntu þá sem nú eru á aldrinum 35—45 ára á gömlu góðu dagana þegar brilHantínið var klístrað í skallanum og gömlu góðu rokk- ararnir voru upp á sitt besta. Leið þeirra lá í Vöruhús KEA þar sem þeir árituðu nýjustu plötu sína „Á rokkbuxum og strigaskóm" og á eftir tóku þeir lagið í göngugötunni. Þar var mikill fjöldi saman kominn, börn og unglingar í meirihluta og allir skemmtu sér konunglega. Krist- ján Arngrímsson ljósmyndari var að sjálfsögðu mættur á staðinn og við látum myndirnar hans um að segja það sem frekar þarf að segja um þessa uppákomu. ■ i:d i wmí mjm y , %jp Veiðileyfi Stangveiðileyfi til leigu í Laxá í Aðaldal á austur- bakka neðan við virkjun. Lausir dagar til 15. septem- ber. 500 kr. stöngin. Upplýsingar hjá Felli hf. Kaupvangsstræti 4 Akur- eyri, sími 96-25455. Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa í matvöruverslun frá og með 1. sept. nk. Reynsla nauðsynleg. Vaktavinna. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 22. ágúst merkt: „Matvöruverslun“. Starfsmaður óskast á barnaheimilið Stekk í 50% starf. Vinnutími eftir kl. 14.00. Upplýsingar í síma 22100 (innanhússími 327). Heilsugæslustöð Ölafsfjarðar Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði. Uppl. gefur forstöðumaður í sima 96-62480. $ SAMBAND fSLENZKRA SAMVINNUftLAGA Iðnaðardeild * Akureyri Óskum eftir að ráða ritara í heils dags starf. Starfið er einkum fólgið í vélritun, skjalavörslu, telexsendingum og símavörslu. Umsækjandi þarf að hafa starfsreynslu sem ritari, búa yfir nokkurri málakunnáttu a.m.k. í ensku. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 1. sept. nk. og gefur hann nánari upplýsingar, sími 21900 (220 og 274). ^ . Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 $ SAMBAND ÍSIENZKRA SAMVINNUFÍLAGA Iðnaðardeild • Akureyri Óskum eftir að ráða saumakonur á dagvakt. Uppl. í síma 21900 (220 og 274). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.