Dagur - 20.08.1984, Page 6

Dagur - 20.08.1984, Page 6
6 - DAGUR - 20. ágúst 1984 20. ágúsí 1984 - DAGUR - 7 ÍÞRÓTTIR Umsjón: Gylfí Kristjánsson Valur sigraði Birgir Mikaclsson í leik í Bandaríkjunum. Það voru Valsstúlkurnar sem sigruðu í hinu áriega Bauta- móti í knattspyrnu, en það er kvennamót sem haldið hefur verið undanfarin ár á Akur- eyri. Nú mættu 8 lið til leiks og léku þau í tveimur riðlum. Var nokk- ur eftirvænting ríkjandi að sjá hvernig Akureyrarliðin KA og t>ór kæmu út en þau leika nú sem kunnugt er í 1. deild, en í öðrum riðli en öll „sterku" liðin fyrir sunnan. Óhætt er að sá samanburður var Akureyrarstúlkunum ekki svo mikið í óhag. Pað er hins veg- ar ljóst að þær skortir leikreynslu því þær spila mun minna en önnur lið t.d. á höfuðborgar- svæðinu gera og reyndar óeðli- lega lítið. í úrslitaleik mótsins sigraði Valur lið Akraness með 2:0. KA og KR léku um 3. sætið og þar hafði KA betur og vann 1:0. Þór hreppti svo 6. sætið, en liðið tap- aði fyrir ísafirði í úrslitaleik 0:2. Birgir til liðs við Þórsara Þórsarar hafa fengið góðan liðsauka í körfuboltanum en Birgir Mikaelsson hefur ákveðið að stunda nám á Ak- Úr leik Þórs og Vals í Bautamótinu. ureyri í vetur og leika jafn- framt með liðinu. Birgir er ákaflega sterkur leik- maður. Hann lék aðeins 16 ára gamall með Úrvalsdeildarliði KR og stóð sig afburðavel, en tvö sl. keppnistímabil hefur hann verið við nám í Bandaríkjunum þar sem hann lék með skólaliði sínu og stóð sig mjög vel. Er ekki vafi á að koma hans í Þórsliðið mun styrkja liðið verulega. Ekki er vitað annað en að Þór tefli fram öllum sínum sterkustu mönnum frá síðasta keppnis- tímabili. Eiríkur Sigurðsson sem var skorinn upp vegna meiðsla í hné í mars er að vísu ekki góður ennþá en reiknar með að geta farið að leika með ekki síðar en um áramót. Eiríkur verður þó ekki aðgerðarlaus, hann þjálfar Þórsliðið og hefur þegar hafið störf sem slíkur. Þór á að eiga raunhæfa mögu- leika á að ná langt í 1. deildinni í vetur, því Birgir styrkir liðið verulega. Hinir ungu leikmenn Þórs hafa nú öðlast nokkra leik- reynslu, nokkuð sem hefur háð þeim lengst af og strákarnir sem flestir hafa nú um 60 leiki að baki ættu að spjara sig. Önnur lið í 1. deildinni í vetur verða ÍBK sem féll úr Úrvals- deildinni sl. vor, Fram, UMFL, UMFG og Reynir Sandgerði sem komu upp úr 2. deild. Þó mun eitthvað vera óvíst með hvort UMFL teflir fram liði en nær allir leikmenn liðsins sem voru við nám á Laugarvatni í fyrra eru farnir þaðan. Strákunum gekk illa í úrslitunum Úrslitin í íslandsmótum yngri flokka í knattspyrnu fara fram þessa dagana, og um helgina var leikið til úrslita í 3. flokki, 4. flokki og í „polIamóti“ 5. flokks. I 3. flokki var Þór í úrslitum og hafnaði liðið að lokum í 5. sæti. Þór vann ÍK 2:0 og Fram með sömu markatölu. Þór nægði því jafntefli til þess að komast í úr- slitaleik mótsins er liðið mætti ÍBK en þá hrundi allt hjá liðinu. ÍBK sigraði 4:1 og það varð til þess að Fram fór í úrslitin á hag- stæðari markatölu, ÍBK lék um 3. sætið en Þór um 5. sætið við Hött frá Egilsstöðum og vann Þór þann leik 8:2. KR varð meistari í þessum flokki. í 4. flokki var KA mætt til leiks með lið sem hafði markatölu í Norðurlandsriðli 40:0 og voru nokkrar vonir bundnar við strák- ana. Þeir unnu UMFG í fyrsta leik 7:1, töpuðu þá fyrir KR 0:4 og Víkingi 1:3. KA lék því við Sel- foss um 5. sætið og hafði sigúr þar 4:2. Það sama háði þeir KA- piltum í þessari keppni og svo mörgum öðrum liðum af lands- byggðinni, það vantar leikreynslu og aftur leikreynslu, auk þess sem heilladísirrtar voru ekki á þeirra bandi. Þór var með lið í úrslitum í a og b flokki „Poilamóts" KSÍ og Eimskips en það er jafnframt Is- landsmót. Ekki gekk of vel hjá Þórspiltunum, a-liðið hafnaði í 8. sæti og b-liðið í 7. sæti. Bautamótið: Heimadómari í aðalhlutverki - þegar KA tapaði á Akranesi fyrir íslandsmeisturunum „Það er alveg sama hvað þið eigið góðan leik, þið vinnið ekki leik ef dómarinn er svona á móti vkkur eins og í dag“!! - Þessi orð sagði Sigurður Halldórsson miðvörður Skaga- manna eftir að Skagamennirnir höfðu unnið 3:1 sigur á KA á „Þaö er alltaf sama sagan með Vopnfirðingana, þeir hafa tak á okkur og fagna eins og þeir hafl unnið deildina ef þeir ná að vinna okkur,“ sagði Krist- ján Olgeirsson þjálfari og leik- maður Völsungs, en lið hans tapaði 0:2 á Vopnafirði fyrir Einherja um helgina. Þar fóru dýrmæt stig hjá Völsungum sem eru í toppbarátt- unni, en Einherjar sem eru fallnir í 3. deild eða svo gott sem og spil- uðu afslappaðir fögnuðu sigri ákaft. Völsungar voru sterkara liðið í þessari viðureign, en bar- átta andstæðinganna fleytti þeim áfram til sigurs. Staðan á toppi deildarinnar breyttist lítið. Siglfirðingar skutust jú upp að hlið Völsunga með 1:1 jafntefli í fjörugum og skemmtilegum leik á Siglufirði. FH skoraði í fyrri hálfleik en Col- in Tacker jafnaði úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. „Við erum jú farnir að horfa á 1. deildina og þær fréttir eru helstar héðan að nú erum við að fara í fram- kvæmdir við grasvöll sem verður við Hól,“ sagði Karl Pálsson for- maður KS er við ræddum við hann um helgina. Akranesi um helgina. Þetta eru stór orð frá andstæðingi eftir leik, en dómarinn Ragnar Orn Péturs- son var svo sannarlega í sviðsljós- inu á Akranesi á laugardag. Það er ekkert ofsagt þegar það er fullyrt að hann sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum á Skaga- menn í leiknum. Varið var með hendi á marklínu í annað skiptið og í hitt skiptið var fótunum kippt undan Hafþóri Kolbeins- Víðir í Garði, sem hefur geng- ið ákaflega vel að undanförnu, tapaði nú heima fyrir Skallagrími 3:4 og staða efstu liðanna breytt- ist því lítið. Tindastóll fékk slæm- an skell á ísafirði, tapaði 7:0 og fallið virðist vera staðreynd þar. Þá var leik ÍBV og UMFN frest- að vegna veðurs. - En staða efstu liðanna er spennandi eins og sést á töflunni hér að neðan. Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins eft ir leiki helgarinnar er þessi: KS - FH 1:1 Einherji - Völsungur 2:0 ÍBÍ - Tindastóll 7:0 Víðir - Skallagrímur 3:4 ÍBV 4 UMFN frestað FH 14 9 4 1 29:13 31 Víðir 14 7 3 4 27:21 24 Siglufj. 14 6 5 3 19:15 23 Völsungur 14 7 2 5 20:19 23 UMFN 13 6 3 4 16:12 21 ÍBÍ 14 5 5 4 26:19 20 Skallagr. 14 6 2 6 24:21 20 ÍBV 13 4 4 5 17:21 16 Tindastóll 14 2 2 10 13:35 8 Einherji 14 1 2 11 10:25 5 syni á markteig, hann með bolt- ann og autt markið fyrir framan sig. Og punkturinn yfir i-ið var er Sveinbjörn Hákonarson skoraði þriðja mark Skagamanna með því að ieggja boltann fyrir sig á áberandi hátt með hendinni. Við þetta réðu KA-menn að sjálfsögðu ekki, nóg er að eiga við íslandsmeistarana á þeirra heimavelli þótt dómarinn sé ekki 12. maður í liði þeirra. En, KA- menn voru lengst af betri aðilinn í þessum leik, í síðari hálfleik yfirspiluðu þeir meistarana á hin- um lélega grasvelli þeirra. En það eru mörkin sem ráða eins og fyrri daginn. Skagamenn skoruðu tvö þau fyrstu í fyrri hálfleik. Guðbjörn Tryggvason það fyrra og Svein- björn Hákonarson hið síðara. Steingrímur Birgisson minnkaði svo muninn strax á upphafs- mínútum síðari hálfleiks og það lá í loftinu að KA myndi jafna metin, enda mun betra lið. En heimadómari í aðalhlutverki sá við því og „halaði“ inn 3 stig með meisturunum. „Við áttum mjög góðan dag,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA. Dæmið er ekki búið hjá okkur, við eigum þrjá leiki eftir og við stefnum að því að halda sæti okkar, það er öruggt.“ Staðan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: Vkranes - KA 3:1 Fram - ÍBK 1:0 Akranes 14 11 1 2 27:13 33 ÍBK 15 8 3 4 18:14 27 Valur 14 5 5 4 19:14 20 Þróttur 14 4 7 3 14:12 19 KR 14 4 6 4 15:20 18 Víkingur 13 4 5 4 21:20 17 Fram 15 4 3 8 15:10 15 Þór 14 4 3 7 19:21 15 Breiðablik 14 2 7 5 13:16 13 KA 15 3 4 8 20:32 13 Þór-KR á Akureyrarvelli kl. 19 í kvöld og á sama tíma leika Þróttur og Valur. Síðasti leikur 15. umferð- ar verður svo á morgun en þá leika Breiðablik og Víkingur. 2. deild - 2. deild: Spennan eykst á toppnum V,, „Þessir gaurar, þurfa þrjá bráðabana um 2. sætið,“ gæti Sverrir Þorvaldsson verið að hugsa þar sem hann situr sæll og kátur á milli Skúla Skúlasonar og Viðars Þorsteinssonar. Hart barist um efstu sætin - á Ingimundarmótinu í golfi um helgina Nokkuð er umliðið síðan jafn mikil keppni hefur átt sér stað í golfmóti á Akureyri og var um helgina er Minningarmótinu um Ingimund Árnason var að Ijúka. Þar börðust margir menn um efstu sætin, enda til nokkurs að vinna sem voru glæsileg verðlaun gefin af Kaupfé- lagi Eyfirðinga og aukaverðlaun gefín af Vangi hf. í Reykjavík. Eftir fyrri dag keppninnar voru þeir jafnir Skúli Skúlason GH og Sverrir Þorvaldsson GA á 75 höggum. En fleiri voru inni í myndinni, þannig að á síðustu holunum var hart barist um efstu sætin. Svo fór að Sverrir Þor- valdsson reyndist hlutskarpastur en hann lék 36 holurnar á 157 höggum. Þeir Skúli og Viðar Þorsteinsson GA léku báðir á 158 höggum eða einu höggi meira en Sverrir og þurftu því að leika „bráðabana" um 2. sætið, og fór hann fram á 18. holu. Upphafsskot þeirra voru bæði of löng þannig að kúlurnar lágu í sandi fyrir aftan flötina og báðir léku þeir holuna á 5 höggum. í annað skipti töltu þeir á teig og nú voru upphafs- höggin of stutt. Báðir björguðu sér hins vegar á parinu og máttu þeir því fara í 3. skiptið. Þá loksins gekk dæm- ið upp, Skúli vann og fékk 2. sætið en Viðar Þorsteinsson mátti gera sér 3. sætið að góðu. í keppni með forgjöf sigraði hinn eldsnöggi og lipri kylfingur Baldvin Ólafsson, en Baldvin æðir niður for- gjafartöfluna þessa dagana. Þessi eld- snöggi kylfingur lék á 139 höggum nettó. Þar varð Bessi Gunnarsson í 2. sæti á 141 höggi og í 3. sæti Kristján Gylfason á 142 höggum. Sem fyrr sagði voru aðalverðlaun gefin af Kaupfélagi Eyfirðinga, en Ingimundur Arnason sem mótið er haldið til minningar um var starfsmað- ur KEA síðustu ár sín og mjög virkur kylfingur eins og flestir vita sem eitthvað hafa fylgst með íþróttum. Þá gaf Vangur hf. aukaverðlaun, og voru það m.a. ferð á mót í Reykjavík sem fyrirtækið gefur verðlaun til. Þátttaka í mótinu var minni en oft áður, og kemur þar til sú furðulega ákvörðun að setja þrjú opin mót á þessa helgi fyrir sunnan. Eru félagar í GA að vonum óhressir með slíkt. Þórsarar gegn KR! Þórsarar mæta KR-ingum á Akureyrarvelli í kvöld kl. 19 og er ekki aö efa að þar verður hart barist um þau þrjú stig sem í boði eru fyrir sigurvegara leiksins. Þórsarar hafa án efa fullan hug á að fylgja eftir sannfærandi sigri sínum gegn Fram í síðustu viku, og ætli svipað sé ekki upp á ten- ingnum hjá KR sem vann KA í síðustu umferð. KR-ingar eru komnir af mesta fallhættusvæð- inu í bili a.m.k. en Þórsarar sem eru með 15 stig þurfa nauðsyn- lega að knýja fram sigur í kvöld til þess að tryggja stöðu sína enn betur en nú er. Það er víst óhætt að lofa hörkuleik í kvöld, og eitt er víst að leikmenn liðanna gefa ekkert eftir enda getur hver leikur ráðið úrslitum um það hvaða lið falla í 2. deild. Verðlaunahafar í Ragnarsmótinu með hin glæsilegu verðlaun sín og hstamannmn sjálfan í miðjum hópnum. Ragnarsmótið í golfi: Inga var langbest Inga Magnúsdóttir var í nokkrum sérflokki í Ragnarsmótinu sem haldið var hjá Golfklúbbi Akureyr- ar, en það er opið mót sem Ragnar Lár myndlistarmaður gefur verð- laun til. Inga lék strax í upphafi 9 fyrstu hol- urnar á 38 höggum, og þá var ljóst hvert stefndi. Samtals lék hún 36 hol- urnar á 168 höggum. Hörð keppni varð um 2. sætið á milli Jónínu Páls- dóttur og Þórdísar Geirsdóttur GK og fór svo að Þórdís sigldi fram úr. Hún lék á 177 höggum en Jónína 184. Sömu konur gátu ekki fengið verð- laun með forgjöf. Þar sigraði því Rósa Pálsdóttir GA á 172 nettó, önnur Pat Jónsson GA á 177 og þriðja Ása Bjarnadóttir GÓ á 194 höggum. Þetta mun hafa verið 6. Ragnars- mótið og jafnframt það síðasta, og voru Ragnari Lár færðar þakkir klúbbsins við verðlaunaafhendineu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.