Dagur - 20.08.1984, Page 8

Dagur - 20.08.1984, Page 8
8 - DAGUR - 20. ágúst 1984 • Sigurður Hlöðversson: „góö saia í ár.“ „Ekki alkalí- skemmdir í okkar húsum“ — segir Sigurður Hlöðversson, tæknifræðingur Húseini „Fyrirtækið var stofnað 1972 og er því orðið 12 ára gamalt. Ætli við séum ekki búnir að selja um 400 hús um allt Iand.“ Það er Sigurður Hlöðversson, tækni- fræðingur hjá Húsein- ingum hf. á Siglufirði sem svo mælir. Húsein- ingar framleiða hin svokölluðu Siglufjarð- arhús sem eru orðin þekkt um allt land. Sig- urður var fyrst spurður hvort salan hafí verið góð í ár. „Já, eftirspurn og sala í ár hef- ur verið góð. Við erum búnir að framleiða um 50 hús það sem af er árinu.“ - Er jöfn sala um allt land? „Það fer nú mest til Reykjavík- ur, eins og eðlilegt er. Við höfum stílað upp á að selja um allt land og það eru hús frá okkur um allt land, það er helst að við þyrftum að selja meira á Suðurlandinu.“ - Er það unga fólkið sem kaupir þessi hús frekar? „Já, þetta er mest ungt fólk. Þessi byggingarmáti er ódýrari en sá hefðbundni. Sá hluti sem við framleiðum er 20-25% ódýrari og það er 50-60% af heildarverði - Hvað tekur langan tíma að reisa húsin? „Það er mjög fljótlegt, það fer þó eitthvað eftir stærð. Einlyft hús tekur um 5-10 daga að reisa, en það tekur aðeins lengri tíma að reisa tvílyftu húsin.“ - Hvaða hús eru vinsælust núna? „Hæð og ris selst mest núna.“ - Hvernig er greiðslukjörum háttað? „Ég held að það megi segja að við bjóðum góð greiðslukjör. Það eru 30% við afhendingu og hægt er að ávísa á okkur hús- næðismálastjórnarláni og eftir- stöðvarnar greiðast svo á 18 mán- uðum.“ - Framleiðið þið fleira en íbúðarhús? „Já, við erum líka með sumar- bústaði og notum sömu einingar í þá. Við höfum hins vegar lítið einbeitt okkur að þeim, þeir eru mjög vandaðir, vandaðri en sum- arbústaðir eru almennt og við erum því í dýrari kantinum.“ - Hvað vinnur margt fólk hjá Húseiningum? „Það vinna hérna um 30 manns, utan við þá sem setja upp húsin." - En reksturinn, gengur hann vel? „Ég held að hann gangi ágæt- lega, það vantar auðvitað alltaf aura. Við finnum fyrir því að fólk á erfiðara með að borga núna. Það er róleg fasteignasala í Reykjavík og það hefur áhrif á greiðslur til okkar, við seljum mest til Reykjavíkur," sagði Sig- urður að lokum. - HJS Tveir starfsmanna Húseininga eitthvað að bræða með sér. hússins. í heildina sparast því 12-15% með því að kaupa hús af okkur." - Eru þessi hús jafn góð og steinhús? „Já, þau eru alveg jafn góð og það eru ekki alkalískemmdir í okkar húsum. Við erum með mjög vandað og gott efni, við flytjum allt efni beint inn, timbur og plötur frá Noregi. Það er mestallt okkar efni frá Noregi, þó er eitthvað af krossviðar- plötum keypt frá Bandaríkjun- um. Timbrið sem við erum með er þrýstifúavarið og það er viður- kenndasta aðferð til fúavarnar sem þekkist í dag. Aðferðin er í grófum dráttum þannig að timbr- ið er sett inn í lokaðan járn- geymi, loftinu dælt út, þannig að myndaður er mikill undirþrýst- ingur. Síðan er gufumettuðum fúavarnarefnum hleypt inn og þrýstist það inn í hverja æð í viðnum. Sem dæmi um gæði þessarar fúavarnar má nefna að við lagningu járnbrauta er þessi fúavarnaraðferð notuð á tré- staura undir járnbrautarteinana. Efnið kemur til okkar á skipi og við vinnum svo einingarnar hérna, setjum í glugga og slíkt. Allir gluggar eru úr harðviði." - Þarf kaupandinn ekkert að gera sjálfur, flytjið þið efnið á staðinn og sjáið um allt? „Það er tvennt í því, við getum flutt efnið á staðinn og eins getur kaupandinn séð um það sjálfur. Við erum með menn um allt land til að setja upp húsin og eins fara menn héðan frá Siglufirði til að setja upp. Við seljum húsin á þremur byggingarstigum, þá get- ur kaupandinn ráðið hvað hann vill vinna mikið í húsinu sjálfur. Á fyrsta byggingarstigi er húsið fokhelt að viðbættum útihurðum, frágengnu tvöföldu gleri í gluggum, þaksperrum, þak- klæðningu og bárujárni. Frá- gengnar þakbrúnir, kantar og þakrennur með niðurföllum. Húsið er þannig fullfrágengið að utan á þessu byggingarstigi. Þessi byggingarhluti er afgreiddur í einu lagi frá verksmiðju og kemst fyrir á einum flutningabíl með aft- anívagni. Á öðru byggingarstigi bætist við glerullareinangrun á útveggi, klæðning og rakavarnarlag á út- veggi. Einnig áfellur á glugga. A þriðja byggingarstigi bætast við milliveggir, innihurðir og karmar. Þá bætist við loftklæðn- ing og einangrun í loft og ef húsið er tvílyft fylgir stigi milli hæða. Á þriðja byggingarstigi er húsið tilbúið undir tréverk og málningu og það er algengast að húsin séu tekin þannig.“ Framleiðslan er öll mjög vönduð. Þessi hurð á eftir að prýða eitthvert húsið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.