Dagur - 20.08.1984, Síða 11

Dagur - 20.08.1984, Síða 11
Magnús Þorvaldsson: „Allir eru sam- mála um að aðgerða er þörf“ Ofurlítið innlegg í atvinnu- málaumræðu bæjarins og Eyja- fjarðar. Svo virðist sem tími hnignunar og stöðvunar sé upp- runninn á ný í velflestum sveitar- féiögum landsins með greiðslu- þrot einstakiinga og fyrirtækja sem fylgifisk. Þannig hafa at- vinnumál verið mjög til umræðu undangengna daga og vikur hér á Akureyri og þó ekki séu allir á eitt sáttir hvað gjöra skuli til að skjóta frekari stoðum undir at- vinnulíf höfuðstaðar Norður- lands eru þó allir sammála um að aðgerða er þörf - og það skjótra. Akureyri hefur til skamms tíma verið sá staður á landi voru ■þar sem atvinna hefur verið hvað öruggust, hér urðu minni og ógreinilegri sveiflur en víðast hvar annars staðar, uppbyggingin var jöfn og markviss. Hér var óneitanlega öflugastur iðnaður landsins. íbúar staðarins undu glaðir við sitt, rómuðu bæinn sinn og veðrið, óku gjarnan um sveit- ina og þóttust yfirleitt fullvissir um að hvergi væri betra að búa. Enn er það svo að fólk rómar veðursældina, ástæðan hefur raunar verið ærin í sumar, en óveðursský hafa hrannast upp í atvinnumálum iðnaðarbæjarins og þau svo mikil að sérfræðingar hafa í alvöru reynt að finna ein- hverjar haldbærar lausnir. Svo er okkur a.m.k. tjáð. Óhætt er að segja að vandi sá er við okkur blasir sé öldungis ekki nýtilkominn heldur hafi stefnt í óefni þegar fyrir nokkrum árum en nú sitjum við sem sagt uppi með uppsafnaðan vandann. Ekki er laust við að mikið hafi verið rætt og ritað, loforð jafnve; gefin þótt minna hafi orðið úr efndum. Stjórnarherrar hafa komið í heimsókn í fagurt hérað- ið ásamt fríðu þingmannaliði og allir hafa þeir andaktugir lýst yfir áhyggjum sínum en úrræðaleysið eiga þeir flestir sammerkt. Fyrir hartnær 14 árum lauk ferli sínum hin svonefnda Við- reisnarstjórn íhalds og Alþýðu- flokks. Flokkarnir gáfu út bækl- ing einn myndarlegan, Viðreisn, en þar gat að lesa m.a. að stjórn- in teldi „það höfuðverkefni sitt að koma atvinnulífí þjóðarinnar á traustari og heilbrigðan grundvöll*-. Svo vel tókst þeim til við stjórnunina að ástand efna- hagsmála varð slíkt, að það ors- akaði stórfclldan landflótta. í Reykjavík einni saman urðu at- vinnuleysingjar um 1.300, lands- byggðin nánast í rústum. Það er annars hálf nöturleg staðreynd þegar íbúar okkar lands telja sig betur komna í öðru landi en hér heima því heima er jú alltaf best . . . Á þessum árum voru við völd stjórnarherrar er vildu láta kalla sig ábyrga og höfðu uppi stóriðjuáform, þar lægi framtíð þjóðarinnar en höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar létu þeir lönd og leið. Samþjöppun fólks á SV-horninu var álitin ein af frumforsendum vænlegrar fram- tíðar þó svo að 70% gjaldeyris- tekna kæmu frá landsbyggðinni. Það var svo þjóðinni og ekki síður landsbyggðinni til happs, að við völdum tók stjórn er setti endurreisn landsbyggðarinnar á oddinn. Svo skörulega var gengið fram að íbúum tók að fjölga í byggðakjörnum um land allt, afturför snúið í sókn og bjartsýni ríkti. Var svo um allmörg ár að landsbyggðinni óx ásmegin við höfuðborgarsvæðið og þó ekki hafi allar fjárfestingar skilað sér var stórt skref stigið eftir aftur- farartímabil „Viðreisnar“. Nú höfum við haft við völd á annað ár ríkisstjórn íhalds og Framsóknar og get ég ekki betur séð en að sinnuleysi gagnvart landsbyggðinni er einkenndi stjórnartíð „Viðreisnar" sé eitt af höfuðeinkennum þessarar. For- ystumenn stjórnarinnar slá á út- Magnús Þorvaldsson. rétta hönd landsbyggðarfólks eft- ir aðstoð við að rétta við atvinnu- líf þess, skammtímagróði sam- kvæmt kenningum Friedmanns á hér ekki við. Það mun ljóst vera, að markaðshyggjan stýrir hönd- um þessarar ríkisstjórnar, versl- unar- og þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þenjast út sem aldrei fyrr meðan stöðnunin er algjör utan þess svæðis. Skyldur Framsóknar við undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar eru gleymdar og samvinnuhug- sjónin einungis hjóm eitt. Lausn- arorð ríkisstjórnarinnar er líkt og hjá „Viðreisn", stóriðja. Ráð- herrar eru ósparir á lofyrði beri stóriðju á góma en gera minna úr gildi undirstöðuatvinnuveganna, landbúnaðar og útvegs. Öllum má ljóst vera að stjórn- völd hreyfa ekki svo mikið sem litla fingri okkur til hjálpar svo lengi sem við höfum ekki frum- kvæði í málefnum okkar sjálf. Ég hef að vísu heyrt og lesið að Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar hafi komið fram með ýmsar ágætlega frambærilegar tillögur, jafnvel hafi félagið gerst aðili að nýjum fyrirtækjum og er það vel. Fisk- eldi, lífefnaiðnaður og rafeinda- iðnaður er nokkuð sem rætt hef- ur verið og á án alls efa bjarta framtíð. Hins vegar hefur það farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér hvað Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur lagt af mörkum í undangenginni atvinnuumræðu. Raunar hafa forystumenn nefnd- arinnar hrópað hátt á málmverið vesturheimska, verið jafnvel með gífuryrði í garð þeirra er hafna málmveri alfarið í gjöfulustu sveit landsins. Ég dreg því þá ályktun að þeir hafi þegar gefið sér hvað muni vera álitlegasti kosturinn. Þessir ágætu menn eru því já-bræður stjórnarherranna. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður lagði fram ákaflega merkilegt frumvarp á síðasta þingi þar sem Akureyri skuli vera miðstöð lífefnaiðnaðar. Þrátt fyr- ir þessa gagnmerku tillögu Steingríms virðist sem Norðlend- ingar hafi fremur duglitla þing- menn ef ræðutími þeirra á þingi og ferðir í pontu er einhver mæli- kvarði á virkni þeirra og áhuga fyrir málefnum umbjóðenda sinna. Samkvæmt nýlegri könnun DV vermdu þingmenn vorir nefnilega botnsætið. Á meðan hártogun um málm- verið fer fram gleymist að líta sér nær, hlúa að því sem við höfum. Við skulum vera þess minnug að hér eru mörg af leiðandi fyrir- tækjum landsins, má þar til nefna Slippstöðina, Verksmiðjur SÍS, Útgerðarfélag Akureyringa og Niðursuðuverksmiðju K.Jóns- sonar. Ég hef það fyrir satt að flest þessi fyrirtæki gætu bætt við sig verulegum fjölda fólks væri farið út í úrvinnslu á fullunnum matvælum ásamt ullar- og skinnavöru. Aukin markaðsleit og stórbætt sölumennska myndu án efa vera okkur til góðs. Það virðist hafa framhjá flestum farið að við bæjardyr okkar höfum við slíka hugvitsmenn að undrun sætir. DNG kalla þeir fyrirtækið sitt og án alls lúðrablástrar hefur starfsmönnum þess tekist að leysa úr flóknum vandamálum. Ég harma það að aðstandendur fyrirtækisins skuli hafa mætt fá- heyrðu skilningsleysi yfirmanna peningavaldsins í bænum svo við getum alveg eins búist við að þessir snjöllu menn sjái sig til- neydda að hverfa héðan á braut þangað sem þeim eru búin viðun- andi kjör. Slíkt má vitanlega aldrei henda, hafi þjóðin efni á að fjárfesta í óarðbærum glæsi- höllum á borð við flugstöðina og Seðlabankann eða í álveri (-um) hefur hún efni á að fjárfesta í ís- lensku hugviti. „Ekkert hérað haganlegri höfuðstað sér kaus og hlaut“ seg- ir síra Matthías á einum stað. Sé það vilji okkar er í eða við þenn- an haganlega höfuðstað búum að hefja hann til viðunandi vegs á ný skulum við flýta okkur hægt í málmversmálum en beina atorku og hugviti á aðrar og heillavæn- legri brautir. Margir óttast að forysta sú er Akureyri hefur haft í iðnaðarmálum kunni nú að vera í hættu, það er efalítið rétt en ál- ver leysir ekki þann vanda, eykur hann ef eitthvað er. Eflum ís- lenska atvinnuvegi, hugvit og tækni, án álvers. Magnús Þorvaldsson. PASSAMYNDIR TILBÚNAR^ STRAX TEIKNISTOFAN sl. Útboð Framkvæmdanefnd verkalýðsfélaganna á Akur- eyri óskar eftir tilboðum í innanhússfrágang á húsi sínu Skipagötu 14 Akureyri. Um er að ræða smíði og uppsetningu veggja, uppsetningu lofta, smíði fastra innréttinga ásamt frágangi gólfa, raflagna og ýmissa frágangs- atriða. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni s.f. Glerárgötu 34 Akureyri gegn 5.000,- kr. skila- tryggingu frá og með mánudeginum 20. ágúst 1984 kl. 16.00. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. ágúst 1984 kl. 14.00. Verkmenntaskólinn á Akureyri Kennarafundur Almennur kennarafundur verður haldinn í húsi tæknisviðs. við Þórunnarstræti fimmtudaginn 23. ágúst kl. 17.00. Skólameistari. Þjónustufyrirtæki á Akureyri óskar að ráða starfsmann sem fyrst til afgreiðslu-, innheimtu- og skrifstofu- starfa. Þarf að hafa bíl. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 24. ágúst nk. Heilsugæslustöð LU Ólafsfjarðar HJúkrunarfræðing og sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði. Uppl. gefur forstöðumaður í síma 96-62480. SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉIAEA lónaðardeild • Akureyri Framtíðarstarf Iðnaðardeild Sambandsins skinnaiðnaður, Akur- eyri leitar að manni með góða þekkingu í efna- fræði. Háskólapróf æskilegt. Starfssvið: Vinna að vöruþróun og vinnueftirliti. í boði er þátttaka í uppbyggingu íslensks leðurs- og skinnaiðnaðar. Þátttaka í námskeiðum og starfsþjálfun. Umsóknir sendist starfsmannastjóra, Glerárgötu 28, 600 Akureyri fyrir 15. sept. nk. og veitir hann allar nánari upplýsingar, sími 96-21900. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.