Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. ágúst 1984 Hefurðu farið til útlanda á árinu? .lón Marinó Ragnarsson: Ekkert, en ég fór til Danmerk- ur þegar ég var 6 ára. Ásgerður Snorradóttir: Nei, ekki á árinu og ekki er það fyrirhugað Einar Tjörvi Elíasson: Já, margoft. Jón Viðar Níelsson: Stundum. Sólveig Hallgrímsdóttir: Já, ég held það bara svei mér þá, ég fór til London. „Gaman að takast á við ný verkefni" - segir Jón Helgi Þórarinsson nýkjörinn prestur í Dalvíkurprestakalli. A dögunum kusu Dalvíking- ar sér nýjan prest, þeir gátu valið á milli tveggja Jóna og það varJón Helgi Þórarins- son sem hlaut kosningu. Jón Helgi var vígður til prests í nóvember í íyrra og geta Dalvíkingar því búist við þróttmiklu og fersku starfi af ungum manni. Jón Helgi er önnum kafinn við að undirbúa sig til að taka við starfinu á Dalvík, en gafsér þó tíma til að setjast niður og spjalla aðeins við okkur. - Þú ert Akureyringur, er ekki svo? „Jú, ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, nánar tiltekið í Þorp- inu." - Þú hefur mikið tengst æsku- lýðsstarfsemi á Norðurlandi? „Já, ég var alinn upp við að fara í kirkju, foreldrar mínir sungu bæði í kirkjukór og gera enn. Þegar ég var fermdur fór ég að starfa með Æskulýðsfélaginu og var í því lengi. Þar kynntist ég starfi Æskulýðssambándsins hérna og starfi Sumarbúðanna á Vestmannsvatni. Ég hef mikið starfað við sumarbúðir í gegnum árin. Þegar ég var í guðfræðinám- inu var ég aðstoðaræskulýðsfull- trúi í 1 ár." - í hverju er starf aðstoð- aræskulýðsfulltrúa fólgið? „Það starf felur ýmislegt í sér. Þetta ár sem ég var ferðaðist ég mikið, hélt námskeið um barna- starf og æskulýðsstarf um allt land, nema kannski á Vestfjörð- um. Þessi námskeið eru aðallega fyrir presta og leiðtoga. Það voru haldin mót fyrir unglingana sjálfa og svo útbjó ég efni, Það er heilmikill þáttur í æskulýðsstarf- inu að útbúa efni sem prestarnir nota og leiðtogarnir, t.d. söng- bækur. Ég hef unnið þó nokkuð að söngbókarmálum á vegum æskulýðsstarfsins. Þessa dagana er ég að prófarkalesa söngbók sem kemur út í haust. Þetta fylgir manni." - Ætlaðirðu þér alltaf að verða prestur? „Nei, það var það eina sem ég ætlaði ekki að verða, vegna þess að bróðir minn er prestur. Þegar ég var í Menntaskólanum og var að hugsa um hvað ég ætlaði að verða var ég ákveðinn í að verða músíkant. Svo guggnaði ég á því þegar til stóð að ég færi út til að læra meira. Ég gerði það upp við mig að ég vildi ekki sitja einn úti í horni og spila allan daginn og þá var guðfræðin það eina sem kom til greina. Ég er alinn upp í þessu og þekki þetta yel, ég vildi starfa fyrir kirkjuna og endaði því í þessu." - Og hefur væntanlega ekkert séð eftir því? „Nei, alls ekki. Þetta starf gef- ur mikla möguleika, þeir sem vilja starfa í þessu hafa þarna mikia möguleika á að gera það sem þá langar til. Það er svo margt sem getur tengst kirkju- legu starfi. Mig langar til að reyna að tengja kirkjuna því margvíslega starfi sem fram fer í söfnuðinum, tengja hana barna- og æskulýðsstarfi og bara öllu sem er að gerast í bæjarlífinu. Ég vil að kirkjan verði eðlilegur hluti af lífi fólksins." - Er kirkjan ekki orðinn lítill hluti af lífi þorra fólks? „Jú, hún er sennilega orðin það en hún verður einmitt að vera vakandi fyrir því hlutverki sem henni er falið, þ.e. að boða guðsorð. Kirkjan verður að reyna að gera það eins og heppi- legast er á hverjum tíma, staðna ekki í gamla forminu. Hún á að nota þær leiðir sem henni býðst, jafnvel að taka tæknina í sína þjónustu." - Hefur þú hug á einhverju slíku á Dalvík? „Ég kem með ýmsar hugmynd- ir, en get lítið sagt um það núna hvað verður gert. Ég mun leggja áherslu á barna- og æskulýðs- starf, sem ég þekki mjög vel. Ég ætla að byrja á að kynnast söfn- uðinum og smá byggja upp starfið. Ég vil ekki byrja með mikið og þurfa kannski að hætta með eitthvað, heldur byrja ró- lega og auka starfið eftir þörfum." - Nú varst þú prestur í Hafn- arfirði, langaði þig á heimaslóðir aftur? „Já, ég hef alltaf stefnt að því að koma aftur hingað á Norður- landið. Ég er alinn upp í starfi Æ.S.K. á Norðurlandi, hef verið með Sumarbúðirnar á Vest- mannsvatni á minni könnu og það er þægilegra fyrir mig að sinna því ef ég er hér. Mig langar til að starfa með hinum prestun- um hérna að þeim málum, ég þekki þá alla mjög vel og sam- starfið hefur verið gott." - Hvernig tekur konan þín þessum búferlaflutningum? „Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, en henni lýst mjög vel á þetta. Viðtökurnar sem við höfum fengið á Dalvík og í Svarf- aðardal hafa verið mjög góðar og hún er reiðubúin að setjast þarna að. Ýmsir hafa verið að hræða okkur með því að þarna sé mikill snjór en hún er ákveðin í að sætta sig við það." - Þú ert ekkert kvíðinn að tak- ast á við þetta nýja starf? „Nei, alls ekki. Það verða mörg verkefni og ég veit að ég þarf að vinna mikið, en ég hlakka nú bara til þess. Það er alltaf gaman að takast á við ný verk- efni." -HJS Hinn mesti ófögnuður Einn öskureiður skrifar: „With love all things are poss- ible," segir í upphafi keðjubréfs sem berst mönnum nú í hendur. Þar stendur að bréfið sé sent til að færa fólki hamingju og að bréfið hafi farið 9 sinnum í kring- um jörðina. Ef menn senda 20 bréf áfram til vina og kunningja, væntanlega, hendir þá eitthvert happ innan 4ra daga. Menn geta fengið stöðuhækkun, happdrætt- isvinning, eða bara hvað sem er. Það er hins vegar öllu verra ef viðtakandi bréfsins lætur undir höfuð leggjast að senda 20 stykki áfram. Þá er ekki nóg með að happ og hamingja sleppi því að vitja viðkomandi, heldur getur hent eitthvað alveg hræðilegt. Tiltekið er að menn geti misst vinnuna, tapað háum fjárhæðum, misst makann eða jafnvel dáið sjálfir. Bréf þessi eru hinn mesti ófögnuður og það kemur illa við marga að fá svona hótanir í hendur, jafnvel þó viðkomandi trúi ekki á það. Viðtakendur þessara bréfa eiga skilyrðislaust að henda þeim, en ekki að hrella fleiri með því að senda þau áfram. Ef allir taka þannig á mál- inu ætti keðjan að slitna endan- lega. Selja ekki gúmmíverjur Ekki vildi Dagur vera svo vænn, að spyrjast fyrir um það hvort ekki væri hægt að matvörubúðir, að minnsta kosti, Hagkaup og kjörmarkaðir KEA tækju upp þá sjálfsögðu þjónustu að hafa gúmmíverjur til sölu. Það er stundum óhentugt að þurfa alltaf að fara í apótek til að nálgast þennan hlut, sem mörg- um er nauðsynlegur. Vonandi birtast niðurstöður þínar í Degi einhvern næstu daga. Bæjarbúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.