Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. ágúst 1984 33 Orsök birgðasöfnunar liggur i veiðum Norðmanna íí - segir Hilmar Ágústsson yfirverkstjóri hjá Sigló hf. Það var óskaplega mikið að gera hjá Sigló hf. er blaða- menn Dags komu þar við á ferð sinni um Siglufjörðinn fyrir skemmstu. Húsið er á þremur hæðum. Á þeirri efstu er Hilmar Ágústsson yfirverkstjóri: Stundum er unnið hérna á þremur vöktum allan sólarhringinn. rækjuvinnslan, á miðhæð eru vistlegar kaffistofur og salerni og á neðstu hæðinni er gaffal- bitaframleiðslan. Þingmaður nokkur var að skoða rækju- vinnsluna á undan okkur og á meðan við spjölluðum við yfir- menn hringdi síminn látlaust og þurftu þeir jafnvel að bregða fyrir sig erlendum tungumálum. Fyrst var rætt við Hilmar Ágústsson yfirverk- stjóra. „Sigló hf. tók til starfa í byrjun apríl eftir gagngerar breytingar. Aður var hér til húsa Siglósíld -hf. en með tilkomu nýrra eigenda var húsinu gjörbreytt og fram- leiðslu einnig. Nýju eigendurn- ir, sem eru 5 heimaaðilar og 5 utanbæjarmenn fóru út í rækju- vinnslu og yið það þurfti að breyt miklu." - Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu? „Það eru um 160 á launaskrá. Við höfum tvær fastar vaktir í rækjunni. Sú fyrri hefst klukkan 4 á morgnana og stendur til 12 á hádegi. Hin síðari er frá klukkan 1 til klukkan 7 á kvöldin og ef mikið berst að þá bætum við einní kvöldvakt við, frá klukkan 8 á kvöldin og til klukkan 3 á nóttunni. Þegar unnið er á þremur vöktum vinnum við um 7-8 tonn af pill- aðri rækju á sólarhring. Það eru ágætis afköst. Á milli þarf svo að þrífa vel, því rækjan er viðkvæm vara og það má ekkert út af bera til að hún skemmist ekki." - Þetta hafa verið miklar fjár- festingar hjá ykkur? „Já, það voru keyptar nýjar vélar og betri, t.d. 3 pillunarvél- ar, auk endurbótanna á húsinu sjálfu, þetta var óhemju dýrt." - Hvernig gengur að selja? „Það gengur ekkert að selja. Við höfum selt eitthvað smáveg- is, ekkert sem máli skiptir, lík- lega um 110 tonn frá því við byrj- uðum. Birgðir hlaðast upp og all- ar frystigeymslur eru orðnar fullar. Við eigum um 300 tonn af rækju. Það er orðið svo mikið um þessar rækjuvinnslur, annars tel ég það ekki höfuðorsökina fyrir því að markaðir hafa lokast. Or- sökin liggur í veiði Norðmanna, þeir eru komnir á okkar markaði og þá þrengist um. Margar rækjuvinnslur hafa fyrirhugað að stoppa. Það er ekki hægt að halda úti rekstri endalaust þegar ekkert selst." - Eru margir bátar sem landa hjá ykkur? „Við erum með 17-20 fasta báta og af misjafnri stærð. Það hefur verið heldur tregt hjá bát- unum upp á síðkastið. Þeir hafa mikið verið úti hjáGrímsey og á Skagafjarðardjúpi. Þegar ísinn kom lokuðust einhver svæði, en það er alls staðar rækja. Það er búið að veiða óhemju magn af henni undanfarið, en áður var hún aldrei veidd í neinum mæli." - Er fólkið ánægt? „Ég held að fólkið sé ánægt hjá okkur, það er gott kaup. Við erum með bónuskerfi og það bætir launin mikið. Ég held að fólkið kvarti ekki. Við höfum líka nóg af fólki, það virðist leita hingað." mþþ. Uppskrittin er leyndarmál - segir yfirbruggarinn og kvenna- athvarfskonan Margrét Franklínsdóttir Séð yfir vinnusal síldarvinnsliinnur. Konumar eru að leggja niður gaffalbita, en í ár selur Sigló hf. 28 þúsund kassa af gaffalbitum til Rússlands. Allir gaffalbitar sem fram- leiddir eru hjá Sigló eru í vín- sósu og er hún löguð í sérstöku herbergi, þar sem allt er ylir- fullt af pottum og kraumandi kerum, Yfir vínsósubruggstöð- inni hangir skilti hvar á stendur: Kvennaathvarfið. Blaðamönnum lék forvitni á að kanna athvarf þetta nánar og hittu að máli konu eina vígreifa er veifaði sleif mikilli yfir höfði sér. Kvaðst hún heita Margrét Franklínsdóttir og vera yfir- bruggari á staðnum. Hún sér um að vínsósan uppfylli gæðakröfur Rússanna og að því er við komumst næst er hún sú eina er kann uppskriftina. Hún vildi alls ekki gefa upp hvað væri í henni. „Það er algjört hernaðarleyndarmál." Við spurðum því nánar út kvennaathvarfið sem hún rekur jafnframt bruggstöðinni. „Það var stofnað í vor og hefur verið mikið að gera. Hingað geta allar konur komið. Stundum gerum við undantekningu og hleypum karlmönnum hingað inn, en það er ekki alveg sama hverjir það eru. Við veljum úr þá álitleg- ustu." Það var farið að krauma allverulega í einum pottinum hjá Margréti yfirbruggara og kvenna- athvarfskonu svo við sáum okk- ár ráð vænst að yfirgefa hana. Sleifin var auk þess komin á loft. mþþ. '¦:\y/:.':y '¦:¦¦ '¦¦•"¦¦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.